Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 32
… og tekur að drepa og háma í sig veislugesti … 35 » reykjavíkreykjavík Blaðamaðurinn Lóa Pind Aldísardóttirhélt skemmtilegt útgáfuteiti í Saltfélag-inu á föstudagskvöldið og fluga tók því stefnuna út á Granda. Lóa var að kynna bók sína Sautjándann sem Salka gefur út. Þar sem kvenfólk var í meirihluta gesta og fengitími flugu litlu á hápunkti sínum staldraði dýrið stutt við. En áður en flogið var á karlvænni mið var upplagt að nota gullið tækifæri og ráðfæra sig fyrst við Ragnheiði Eiríksdóttur, kynlífs- hjúkrunarfræðing og lífskúnstner, sem var hrókur alls fagnaðar í stelpupartíinu. Menning- arskyldan kallaði ofan frá Safni á Laugavegi þar sem myndlistarmaðurinn Kristján Guð- mundsson opnaði yfirlitssýningu á verkum sín- um og mikið fjölmenni var samankomið til þess að sjá þessa síðustu sýningu Safns, a.m.k. á þessum stað. Kristján hafði einnig valið að sýna þrjú verk frá árinu 1965 eftir Pétur Arason, eiganda gallerísins, sem var frekar krúttlegt. Meðal gesta voru sjálfur forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, og Halldór Blöndal, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokks. Sama kvöld söfn- uðust saman nokkrar afar hressar konur hinum megin við götuna í indversku versluninni Bol- lywood þar sem haldið var kvennaboð við kertaljós og ilmandi reykelsi og silkifatnaður mátaður í gríð og erg. Fluga rakst svo síðar um kvöldið á Margréti Sverrisdóttur, formann menningar- og ferðamálaráðs Reykjavík- urborgar, sem var mjög sæt í þykkum pels og hress í bragði að viðra hund í Vesturbænum. Fluga er reynd selskapsdama og á flögri sínu Morgunblaðið/Eggert Guðfinna Hinriksdóttir og Árni Geir Magnússon. Ólafur Már Sigurðsson, Ingunn Gylfadóttir og Þórður Óskarsson. Katrín Lilja Ólafsdóttir, Sigurbjörg H. Gröndal, Karl Hafsteinsson, Ásdís Björg Ólafsdóttir og Ólafur Haukur Ólafsson. Bogi Ágústsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir, Jónína María Kristjánsdóttir og Ágúst Bogason. Harpa Sigurjónsdóttir og Vala Smáradóttir. Morgunblaðið/G.Rúnar Ólöf Erla Halldórsdóttir, Sigríður Sverr- isdóttir og Sigurður Sigðurðarson. Guðrún Helgadóttir og Vigdís Grímsdóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ari Sigvaldason. Anna Sigríður Arnardóttir, Tobias Munthe og Huldar Breiðfjörð. Sigurður Guðmundsson, Einar Kárason og Halldór Blöndal. Flugan … Fluga á fengitíma og önnur lífsglöð dýr … … Merki þess að þú sért mögulega merkikerti … Sigurlaug Arnardóttir og Kristín Björg Knútsdóttir. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir. Lóa Pind Aldísardóttir, Sigurbjörg Gylfadóttir og Hildur Loftsdóttir. Morgunblaðið/Ómar Hildur Hermannsdóttir og Hlaðgerður Bjartmarsdóttir. » Pétur Blöndal og KristinnIngvarsson fögnuðu útgáfu bókarinnar Sköpunarsagna á Sólon. »Danski tónlistarmaðurinnKim Larsen hélt tónleika í Vodafonehöllinni. » Lóa Pind Aldísardóttir fagnaði útkomu skáldsögunnarSautjándans í Saltfélaginu. í menningar- og skemmtanalífi höfuðborg- arinnar hefur hún komist að eftirfarandi nið- urstöðum um hvað fólk á sameiginlegt sem flokkast undir að vera merkikerti (þ.e. svokall- aðir „selebar“). 1. Merkikerti kalla alla „elskan“ – af því þau nenna ekki að muna nöfn. 2. Þau fara aldrei á fætur fyrr en eftir há- degi. 3. Uppáhaldsorðin þeirra eru „andlegt“, „listrænt“ og Armani. 4. Þau eru búin að fara í meðferð. 5. Þau segja öllum sem nenna að hlusta að þau ætli að ættleiða munaðarleysingja frá Asíu. 6. Þau eiga nýjan „besta vin“ í hverri viku, sem lítur alltaf betur út og er betur tengdur en sá í síðustu viku. 7. Þau taka sér oft frí frá vinnu vegna „kuln- unar“ og flugþreytu. 8. Þau ganga með sólgleraugu innan dyra. Á veturna. 9. Þau eru aldrei með seðla á sér. Aldrei. 10. Þau geta nafngreint að minnsta kosti fjóra papparassa. 11. Þau sýna aldrei svipbrigði. Of mikið bótox í andlitinu. 12. Þau tala um sjálf sig í þriðju persónu. 13. Þau pósa sjálfkrafa þegar myndavélaflass gerir vart við sig: Upp með hökuna, inn með magann, mjaðmir í 45 gráður og handleggir með hliðum – til að fela hliðarspikið. 14. Þau eru alltaf með pínulítinn hreinrækt- aðan hund í töskunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.