Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN M aður sem ekki vill láta nafns síns get- ið af ótta við að verða stimplaður kverúlant eða jafn- vel þjófur sagði farir sínar ekki sléttar af viðskiptum í verslun sem er í eigu stórrar keðju í Reykjavík. Hann hafði eftirfarandi sögu að segja af þessari verslunarferð sinni: Hann fór í búðina til að kaupa af- mælisgjöf og rakst þar á glæsilegan konfektkassa í hillu. Á hillubrúninni undir kassanum stóð verðið, 257 krónur. Þetta þótti manninum ótrú- legt og spurði afgreiðslumann hvað konfektkassinn kostaði. Jú, 2.099 krónur. En af hverju stendur þá 257 krónur á hillunni? spurði mað- urinn. Að athuguðu máli komst af- greiðslumaðurinn að þeirri nið- urstöðu að þetta hilluverð, 257 krónur, ætti við annan konfekt- kassa, miklu minni, sem var til hlið- ar í hillunni. Enda stæði á verðmið- anum nafnið á þeim konfektkassa. En af hverju er þá verðmiðinn beint fyrir neðan stóra kassann sem kostar tvö þúsund krónur? spurði viðskiptavinurinn. Gildir ekki hillu- verðið? Nei, afgreiðslumaðurinn var nú ekki aldeilis á því. Verðmiðinn hefði bara eitthvað ýst til hliðar eða eitt- hvað. Viðskiptavinurinn varð fúll og fannst hann hafa verið gabbaður. Hann stóð því á sínu og sagði að það væri allt útlit fyrir að verslunin hefði verið að reyna að blekkja með því að hafa verðmiðann á vitlausum stað. Og það skipti engu máli þótt nafnið á „rétta“ kassanum stæði á verðmiðanum með örsmáu letri en verðið með stórum stöfum. Afgreiðslumaðurinn var orðinn fremur fúll og hneykslaður, að því er virtist, á þessum uppsteyt við- skiptavinarins og sagðist þurfa að hringja í yfirmann sinn og bera málið undir hann og hvarf inn í kompu í búðinni. Kom til baka stuttu síðar og sagði þurrlega: „Hann gafst bara upp,“ og af tón- inum í rödd hans mátti ráða að bæði hann sjálfur og yfirmaðurinn væru hneykslaðir en nenntu ekki að standa í þrasi við kjaftforan kúnna. Fínt, sagði viðskiptavinurinn, al- veg jafn fúll, keypti konfektkassann á 257 krónur, og fór í afmælið. En hann var ekki í neinu hátíð- arskapi. Hann sagði að sér hefði næstum liðið eins og hann hefði framið þjófnað. Samt hafði hann í rauninni ekki gert annað en að standa á rétti sínum sem neytandi, það er að segja að þegar misræmi er milli hilluverðs og kassaverðs skuli hilluverðið gilda. Viðmót afgreiðslumannsins og yfirmanns hans hafði reyndar fyllt viðskiptavininn þvermóðsku og hann segir að þó að hann komi vissulega til með að versla í þessari búð framvegis líti hann alls ekki á sig sem viðskipta„vin“ þessarar verslanakeðju. Þvert á móti sé hon- um orðið afskaplega í nöp við hana. „En það sem er eiginlega verst af öllu,“ sagði hann síðar, „er að mér var alveg nákvæmlega sama þótt ég hefði á tilfinningunni að ég væri hálft í hvoru að stela þessari vöru. Ég fékk ekki vott af samviskubiti gagnvart versluninni. Ég skamm- aðist mín reyndar fyrir það að mér fannst ég koma ruddalega fram, því að það á maður ekki að gera. Sú hugsun sem var mér efst í huga var á þá leið að þessi verslun væri í eigu keðju sem hefði vísvitandi blekkt verðkönnunarfólk, og þar með við- skiptavini, haft verðsamráð við helsta „keppinaut“ sinn og þar með brotið samkeppnislög – allt til þess eins að græða sem mest.“ Viðskiptavinurinn ruddalegi sagði að það hefði líka rifjast upp fyrir sér hvernig í ljós kom fyrir ekki löngu að olíufélögin skirrtust ekki við að beita vafasömum með- ulum til að græða. „Ég hugsaði bara sem svo: Þeir hafa gengið eins langt og þeir hafa getað til að hafa af mér sem mest af peningum og ég ætla einfaldlega að gjalda líku líkt. Gullna reglan segir: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Það þýðir að þeir sem koma illa fram við aðra eru í rauninni að veita öðrum leyfi til að koma illa fram við sig,“ sagði viðskiptavinurinn. „Og það er það sem íslensku olíufélögin gerðu og það er það sem íslensku risaversl- anakeðjurnar hafa verið að gera.“ Eftir þessa frásögn fór ég að velta því fyrir mér hvað viðhorf við- skiptavinarins til verslunarinnar, sem hann hefur skipt við í mörg ár, er dapurlegt. Hann lítur ekki á kaupmanninn sem vin sinn heldur beinlínis sem fjandmann og býst við slæmu af honum. Býst við að kaup- maðurinn reyni að hlunnfara við- skiptavinina og blekkja þá. Og ekki aðeins þessi tiltekni kaupmaður – sem er reyndar ekki maður heldur stórfyrirtæki – held- ur kaupmenn yfirleitt. Við- skiptavinurinn sem um ræðir er hefðbundinn Íslendingur í lægri millistétt sem þarf að fara sparlega með launin sín til að þau hrökkvi fyrir nauðsynjum, og ég er ekki frá því að viðhorf hans til kaupmanna sé harla dæmigert. En hvað veldur þessu neikvæða og sannarlega dapurlega viðhorfi? Eru dæmigerðir millistéttar- Íslendingar sem þurfa að halda í við sig bara frekjur sem svífast einskis til að fá allt sem ódýrast? Eða eru þeir orðnir svona ofur- varir um sig – allt að því vænisjúkir – í samskiptum við verslanir af því að hvert dæmið á fætur öðru hefur komið upp á yfirborðið að und- anförnu, allt frá olíusamráðinu til verðkannanablekkinga Krónunnar og Bónuss nú fyrir skemmstu, sem benda til að eina siðalögmálið sem kaupsýslumenn fylgi sé að maður megi gera allt sem maður komist upp með. Til er erlent máltæki sem segir að kúnninn hafi ætíð rétt fyrir sér. Það hefur aldrei náð fótfestu á Ís- landi. Þvert á móti. Hér hefur alltaf þótt eðlilegt að kúnninn beygi sig fyrir kaupmanninum. Sennilega eru þetta leifar frá þeirri tíð er danskir kaupmenn voru helstu stórmenni Íslands. Það væri strax til bóta ef íslensk- ir neytendur tileinkuðu sér það út- lenda viðhorf að kúnninn hefði allt- af rétt fyrir sér. Seint munu verslanakeðjurnar verða fyrstar til þess. Konfekt- kassinn » Gullna reglan segir: Komdu fram við aðra einsog þú vilt að þeir komi fram við þig. Það þýðir að þeir sem koma illa fram við aðra eru í rauninni að veita öðrum leyfi til að koma illa fram við sig. Það hafa íslensku verslanakeðjurnar gert. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is UM ÞESSAR mundir sýnir Leik- félag Akureyrar leikritið Ökutíma eftir Paula Vogel Saga. Leikritið segir sögu ungrar konu, Lillu, sem varð fyrir kynferð- islegu ofbeldi „frænda“ frá 11 ára aldri. Höf- undurinn fer af- skaplega vel með þetta viðkvæma efni og leik- ararnir vinna sitt verk frábærlega. Allt er til staðar sem við vitum um afleiðingar kynferð- islegs ofbeldis á börn- um. Vanlíðan, sekt- arkennd, einbeitingarskortur, drykkja og erfiðleikar í samskiptum við annað fólk, án þess þó að nokkurn tíma sé farið yfir strikið. Á ráðstefnunni Krossgötur kynjarann- sókna sem haldin var í Háskóla Ís- lands 9.-10. nóvember hlustaði ég á Sigrúnu Sigurðardóttur hjúkr- unarfræðing flytja vægast sagt hjartaskerandi erindi um afleiðingar kynbundins ofbeldis. Hún ræddi við hóp kvenna sem allar höfðu verið misnotaðar í æsku. Allar höfðu leitað sér hjálpar hjá Stígamótum en sum sár eru svo djúp að þau gróa aldrei. Líf þeirra einkennist af líkamlegir og andlegri vanlíðan sem m.a. bitnar á börnum þeirra. Fjölskyldan brást þeim, skólinn brást þeim, heilbrigð- iskerfið brást þeim og samfélagið brást þeim. Allt var þaggað niður. Reynslu þeirra ber saman við reynslu Lillu í leikritinu. Samkvæmt frum- varpi til nýrra jafnrétt- islaga sem nú liggur fyrir Alþingi verður það eitt af fjölmörgum hlut- verkum Jafnréttisstofu að vinna gegn kyn- bundnu ofbeldi. Í Pek- ing-sáttmálanum frá árinu 1995 sem Íslend- ingar hafa staðfest seg- ir: „Ofbeldi gegn konum er hindrun í vegi þess að markmiðin um jafn- rétti, þróun og frið verði að veruleika. Ofbeldi gegn konum gerir hvort tveggja í senn að ganga á rétt kvenna og rýra eða gera að engu mögu- leika þeirra til að njóta mannréttinda sinna og grundval- arfrelsis.“ Kynbundið ofbeldi kemur í veg fyrir jafnrétti kynjanna, það er brot á rétti einstaklinganna til örygg- is og mannhelgi og mannréttindabrot á ekki að líða. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni skulu konur og karl- ar njóta jafnréttis í hvívetna. Því er ekki að heilsa og því ber að fagna þessu nýja verkefni sem gefur Jafn- réttisstofu kost á samstarfi við ótal aðila. Það er af nógu að taka í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Það þarf að fylgja aðgerðaáætlun ríkisstjórn- arinnar fast eftir og tryggja henni fjármagn. Það þarf að styrkja þau frjálsu félagasamtök sem vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Það þarf að stór- auka fræðslu allra þeirra fagstétta sem sinna þjónustu við þolendur of- beldis. Það þarf að byggja upp sam- ráðsvettvang allra þessara aðila allt frá barnaverndaryfirvöldum til lög- reglu, heilbrigðisstarfsfólks, fé- lagsþjónustu og frjálsra fé- lagasamtaka. Síðast en ekki síst þarf að auka umræðu og skilning í þjóð- félaginu á þessum hrikalega heil- brigðisvanda sem er um leið alvarlegt félagslegt vandamál og þjóð- arskömm. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna fullyrðir að þriðja hver kona í heiminum verði fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Fjórða hver kona býr við ofbeldi maka. Samkvæmt rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur hafa 18% íslenskra barna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þar eru stúlkur í miklum meirihluta. Þetta eru hrikalegar tölur og má ekki bíða deginum lengur að grípa til þeirra aðgerða sem duga til að kveða kynbundið ofbeldi niður. Það má ekki lengur þagga það niður, hver sem í hlut á. Mannréttindabrot eiga ekki að líðast Kristín Ástgeirsdóttir skrifar grein í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi » Það er afnógu að taka í baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi. Kristín Ástgeirsdóttir Höfundur er framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. LÍFIÐ er dásam- legt. En það er stutt. Í gær var ég rúmlega þrítug, í dag er ég rúmlega fimmtug og ef tíminn líður jafn hratt og hingað til verð ég sjötug á morgun. Í öllum þess- um hraða get ég ekki annað en staldrað við þá spurningu hvenær Íslendingar teljist til eldri borgara. Í um- ræðunni er stöðugt verið að hringla með þennan aldur þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir 67-70 ár- um. Í dag gleðjast menn yfir þeim möguleika að geta unnið hlutastörf eftir sjötugt. Á sama tíma og við- urkennt er að starfsþrek sé til staðar eftir sjötugt berast annars konar skilaboð um ört lækkandi aldursviðmið eldri borgara. Boðað er til funda um starfslok og minnkað starfshlutfall eftir fimm- tugt og auglýstar eru sérstakar íbúðir fyrir eldra fólk. Aldurs- viðmiðið er þá gjarnan 55-60 ár. Vakin hefur verið athygli á því að erfitt sé fyrir miðaldra fólk að fá vinnu. Æskudýrkun er mikil. Það er varla nema von að atvinnu- rekendur ráði ekki eldri en þrí- tuga til starfa miðað við þau und- arlegu aldursviðmið sem birtast í auglýsingum og fundarboðum. Hver ræður fimmtugan mann í starf ef hann er sagður nálgast eftirlaunaaldur, þrátt fyrir að eiga tuttugu ár í starfslok? Fimmtugur maður er í raun rétt hálfnaður með starfsævina. Nauðsyn endurmenntunar hefur verið í umræðunni undanfarin ár. Í samkeppnisumhverfi þurfa starfs- menn stöðugt að fylgja tímanum og bæta við þekkingu sína og færni. Sérfræðingar í vinnumark- aðsfræðum sjá fyrir að þeir sem nú eru á miðjum aldri þurfi að vinna eins lengi og hægt er þar sem ekki verður nægilega margt ungt fólk til að vinna fyrir eftirlaunum hinnar fjölmennu kynslóðar sem fæddist á fimmta, sjötta og sjö- unda áratugnum. Fertugir, fimmtugir og sextugir hafa flykkst á námskeið og í háskóla á und- anförnum árum. Tal- að hefur verið um sprengju í ásókn í framhaldsnám við Háskóla Íslands. Þangað sækir einmitt fólk á besta aldri til að afla sér viðbótarmenntunar, sumir með nýjan starfsvettvang í huga. Þeir fimmtugu sem reynt er að höfða til í auglýsingum eru alla jafna ekki á grafarbakkanum. Þeir sitja á námskeiðum, sprikla í leik- fimi og eiga sér drauma og þrár um allt annað en að sitja aðgerð- arlausir í sérhannaðri íbúð. Leyfum okkur að njóta hvers aldursskeiðs fyrir sig. Metum hvern og einn að verðleikum, óháð aldri. Ásdís Emilsdóttir Petersen skrifar um mismunandi aldursskeið » Á sama tíma og við-urkennt er að starfsþrek sé til staðar eftir sjötugt berast ann- ars konar skilaboð um ört lækkandi aldurs- viðmið eldri borgara. Ásdís Emilsdóttir Petersen Höfundur er doktorsnemi með MA-próf í mannauðsstjórnun og BA-próf í guðfræði. 50+ eða 70+ Í ÞÆTTINUM Kiljan mið- vikudagskvöldið 21. nóvember var fjallað um Bíbí, merka bók Vigdísar Grímsdóttur. Páll Baldvin Baldvinsson kynnti bók Vigdísar og sagði þá að hún hefði í ritum sínum gjarnan verið að skoða „fólk á jaðr- inum“. Mér skildist að þetta ætti að skýra hvers vegna virt skáldkona ritaði ævisögu konu sem hafði alist upp í Múla- kampi. Ég hrökk við, aðallega vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um hvað maðurinn var að fara. Hvað þýðir að mað- ur sé „jaðarmanneskja“? Sam- kvæmt orðabók þýðir jaðar rönd, ysta brún, kantur og felur í sér að í línu frá jaðri sé miðja. Þetta leiðir sumsé ekki aðeins hugann að jaðarfólki heldur einnig miðjufólki. Þegar ég var óknyttastrákur í Kópavogi vofði yfir mér sú ógn að verða sendur upp á Jaðar, sem mér skildist að væri vistheimili fyrir slíka stráka. Við það hefði ég orðið „Jaðarstrákur“. Varla átti Páll Baldvin við það? Átti hann við þá sem ekki ólust upp í 101 Reykjavík, eða allt það fólk sem bjó í kömpum og kofum, þar á meðal í Kópavogi? Átti hann kannski við þá sem hvorki áttu né eiga orkufyr- irtæki, fisk í sjó né lítinn banka? Ef sú var meiningin er býsna stór hluti þjóðarinnar jaðarfólk og orðið skýrir því ekkert. Ef hann átti hins vegar við að Bíbí væri „jaðarfólk“ vegna tengsla sinna við hand- anheima er merkingin kannski örlítið skýrari, – og þó? Er ís- lensk þjóð ekki á kafi í draug- um og við sem horfum á sjón- varp sjáum þá daglega. Þorleifur Friðriksson Bíbí á jaðrinum Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.