Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 20
20 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMFYLKINGIN
Á UNDANHALDI?
Reiðilestur Össurar Skarphéð-inssonar iðnaðarráðherra áheimasíðu sinni um helgina,
þar sem hann ræðst með stóryrðum
að sex borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins, er athyglisverð vísbending
um að Samfylkingin sé á undanhaldi
með sjónarmið sín innan hins nýja
meirihluta í borgarstjórn Reykjavík-
ur.
Össur segir: „Harðvítugustu inn-
anflokksátök seinni ára í Sjálfstæð-
isflokknum hafa því miður nánast
ónýtt vörumerkið REI hvað útrás
varðar og stórskaðað viðskiptavild
Orkuveitunnar. Skemmdarverk
þeirra má líklega meta á milljarða-
tugi ef miðað er við þá framvindu
sem var í kortunum … Þeir gerðu
sér leik að því að ganga með sleggju
á REI í ofstopa sínum í aðförinni að
Vilhjálmi Vilhjálmssyni borgar-
stjóra. Ég hika ekki við að meta
kostnaðinn af skemmdum þeirra á
REI á tugi milljarða. Þá er ótalinn
skaðinn sem hlýzt af missi lykil-
manna en flótti þeirra er brostinn á
og láir þeim enginn.“
Það hefur verið fólki í öllum flokk-
um verulegt umhugsunarefni hverra
erindi forystusveit Samfylkingarinn-
ar hefur verið að reka í sambandi við
orkuútrásina sem er ágæt sem slík
en á ekki heima hjá þjónustufyrir-
tæki í almannaeigu.
En hvernig svo sem því er háttað
er augljóst að iðnaðarráðherrann er
ekki ánægður með þá stefnu sem
málin eru að taka innan borgar-
stjórnarmeirihlutans. Um það liggur
ekkert fyrir opinberlega en reiðikast
ráðherrans er vísbending um að þró-
un mála innan meirihlutans sé hon-
um ekki að skapi. Ef þetta er réttur
skilningur á hinum stóryrta pistli á
heimasíðu iðnaðarráðherra nú um
helgina er það fagnaðarefni. Þá er
það vísbending um að Vinstri grænir
standi sig betur í átökum innan
meirihlutans en sýnzt hefur að und-
anförnu.
Það er svo annað mál að tímabært
er að iðnaðarráðherra leggi fram op-
inberlega rökstuðning fyrir þeim gíf-
urlega háu tölum sem hann hefur
nefnt sem hugsanlegan hagnað okk-
ar Íslendinga af þátttöku í orkuútrás
í Indónesíu og á Filippseyjum og er
þá vísað til ræðu hans á flokksstjórn-
arfundi Samfylkingarinnar.
Væntanlega byggjast ásakanir
hans á hendur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins um að þeir séu
að hafa milljarðatugi af Reykvíking-
um, með þeirri stefnu sem þeir hafa
markað, á þeim útreikningum sem
ráðherrann lagði fram á fyrrnefnd-
um flokksstjórnarfundi. Nú er auð-
vitað ljóst að borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins ráða ekki einir við að
valda slíku tjóni. Þeir eru í minni-
hluta svo að ásakanir Össurar hljóta
ekki síður að beinast að einhverjum
samstarfsaðila Samfylkingarinnar í
meirihlutanum í borgarstjórn og er
þá sennilega átt við Vinstri græna.
ÞRENGT AÐ KASPAROV
Garrí Kasparov, hinn heimskunniskákmeistari og nú einn helzti
andstæðingur Pútíns Rússlandsfor-
seta, hefur verið dæmdur í 5 daga
fangelsi í Moskvu. Þetta er fyrsta al-
varlega viðleitni rússneskra stjórn-
valda til þess að þagga niður í Kasp-
arov. Áður hafa Pútín og hans menn
látið sér nægja að þvælast fyrir
Kasparov og gert honum erfitt um
vik að komast ferða sinn í Rússlandi
en nú er baráttan gegn honum að
komast á nýtt stig.
Fyrst er Kasparov dæmdur í fang-
elsi í fimm daga til þess að sýna hon-
um sjálfum og umheiminum að
stjórnvöld í Rússlandi séu óhrædd við
að setja svo frægan andófsmann í
fangelsi. Smátt og smátt munu fang-
elsisdómar yfir Kasparov verða
lengri og að lokum verður hann ann-
aðhvort lokaður inni eða rekinn úr
landi eða jafnvel gengið enn lengra.
Stjórnarhættir í Rússlandi Pútíns
eru því miður að komast á sama stig
og þeir voru á tímum Sovétríkjanna
eftir lát Stalíns. Sá maður lét drepa
alla þá sem honum sýndist. Eftir-
menn hans lokuðu andstæðinga sína
inni í fangelsum, á geðveikrahælum
eða flæmdu þá úr landi. Pútín er að
nálgast það stig.
Pútín hefur margt gert til þess að
koma festu á rússneskt samfélag og
það var nauðsynlegt. En hann þekkir
greinilega ekki þau takmörk sem
samfélag, sem telur sig vera lýðræð-
isríki, hlýtur að setja sér.
Vinir Kasparovs á Vesturlöndum
hafa lengi haft áhyggjur af stjórn-
málaafskiptum hans og að til þess
mundi einfaldlega koma að hann yrði
myrtur.
Nú er ljóst hvert stefnir. Að því
kemur að hann verður lokaður inni til
lengri tíma. Kasparov gerir lýðræð-
inu í Rússlandi ekkert gagn með því.
Hann er betur settur með því að feta í
fótspor andófsmannanna gömlu og
koma sér upp bækistöðvum á Vest-
urlöndum. Þaðan getur hann háð bar-
áttu sína fyrir lýðræði í Rússlandi en
ekki úr lokuðu fangelsi í Moskvu eða
Síberíu.
Kasparov á vini hér á Íslandi. Ís-
lenzk stjórnvöld eiga að vera tilbúin
að skapa honum þá aðstöðu hér sem
hann kynni hugsanlega að kalla eftir.
Það er alveg ljóst að flokkur Pútíns
mun sigra í komandi þingkosningum í
Rússlandi. Það er jafnljóst að fram-
bjóðandi Pútíns mun sigra í forseta-
kosningunum þar í landi. Við hvað
eru þessir menn svona hræddir?
Stendur veldi þeirra ekki styrkari
fótum en svo að þeir óttist einn mann
þótt heimsfrægur sé fyrir skáklist?
Pútín veldur meiri og meiri von-
brigðum. Hann hefur unnið að því að
ná auðæfum rússnesku þjóðarinnar
af mönnum sem beinlínis stálu þeim.
En nú fatast honum flugið alvarlega.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Völundur Jóhannesson ernánast þjóðsagnaper-sóna meðal þeirra semeitthvað kunna skil á
norðaustanverðu hálendi Íslands.
Hann stofnaði Ferðafélag Fljóts-
dalshéraðs og var formaður þess
fyrstu 20 árin og potturinn og pann-
an í óteljandi hálendisferðum þar
sem litið var bæði hátt og lágt og
engin jurt svo smá að ekki mætti að
henni dást svo sem eins og svipmikl-
um náttúrumyndun-
um og jafnvel trölls-
legum. Völundur var
einn forvígismanna að
byggingu skála, m.a, í
Kverkfjöllum, Snæ-
felli, Geldingafelli, við
Kollumúlavatn og í
Grágæsadal. Hann
hefur í áratugi verið
einn ötulasti talsmað-
ur þess að öræfin
væru látin í friði fyrir
virkjunarframkvæmd-
um og háspennu-
strengjum og hefur
marga fjöruna sopið í
viðskiptum við virkj-
unarsinna allt frá ár-
dögum hugmynda um Fljótsdals-
virkjun til Kárahnjúkavirkjunar, þó
að hann eigi vináttu velflestra þeirra
þrátt fyrir það.
Völundur hefur rambað um öræf-
in í rúmlega hálfa öld og þekkir þau
eins og lófann á sér. Hann hefur frá
1970 haft forgöngu um að merkja
vegslóða og stika þá norðan Vatna-
jökuls. Leitað er í smiðju hans varð-
andi örnefni og glöggur er maðurinn
með afbrigðum á náttúrufar og sögu
öræfanna. Hann hefur farið um
gangandi og akandi og þá oft á hin-
um kynlegustu farartækjum, svo
sem eins og heimauppgerðum her-
jeppa frá ’41 og fyrstu árin, meðan
illfært var um, ók hann öræfin á
snjóbíl.
Það jaðrar við að Völundur sé
runninn saman við öræfin. Og samt
býr hann á Egilsstöðum og sinnir
þar sínu en ver drjúgum tíma á óðal-
inu í Grágæsadal. Þar var hann síð-
ast á fimmtudag og sagði nánast
sumarfæri utan harðskafla undan
steinum, þrátt fyrir að vetur sé
skollinn á.
Töfrafoss kominn á kaf
Völundur segir að nýjustu fregnir
af örlögum landsins séu hvarf Töfra-
foss, efsta foss í Kringilsá, undir
Hálslón. Í bókinni Á hreindýraslóð-
um eftir Helga Valtýsson segir frá
Kringilsá haustið 1939: „Efri foss-
inn í Kringilsá mun nú vera meðal
fegurstu fossa hér á landi og sjald-
gæfur mjög á vissan hátt. Og í nú-
verandi mynd mun hann vera yngsti
foss landsins. Fljótt á litið er hann
smækkuð mynd af Dettifossi. (…)
Sennilega er foss þessi óskírður
enn, enda hefir hann verið í reifum
til skamms tíma. Nefndi Friðrik
(Stefánsson á Hóli í Fljótsdal,
(innsk. blm.) hann Töfrafoss og er
það bæði skáldlegt nafn og fagurt.
Og satt að segja á hann það nafn
með réttu!“ skrifar Helgi Valtýsson.
Á þessu sést að ekki hefur það verið
Ómar Ragnarsson sem nefndi foss-
inn Töfrafoss, eins og haldið hefur
verið fram.
„Landsvirkjunarmenn sögðu allt-
af, bæði á prenti og í orðastað, að
fossinn í Kringilsá færi hálfur í kaf
þegar mest yrði í lóninu,“ segir Völ-
undur. „Í bók Páls Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, Hálendishandbókinni, segir
Páll að lónið eigi bara að koma upp á
miðjan foss. Stefán Halldórsson á
Brú hafði það líka eftir Landsvirkj-
unarmönnum að lónið færi á miðjan
fossinn. Fyrir tæpum mánuði tók ég
hins vegar ljósmynd sem sýnir
glögglega að líklega er orðið 7 til 8
metra dýpi niður á fossinn og lónið
nær núna um 800 metra frá foss-
inum og inn eftir. Þarna er sem sagt
farinn enn einn fagur foss í kaf sem
átti ekki að fara í kaf samkvæmt op-
inberum upplýsingum. Ég sagði
fólki að þetta myndi gerast en það
trúði mér ekki. Ég var búinn að sjá
þetta fyrir af hæðar-
merkingum í lónstæð-
inu. Áróðurinn er
þannig að Landsvirkj-
unarmenn skrökva
bara með ýmislegt,“
segir Völundur og
gremst sýnilega.
Grágæsadalur ligg-
ur í 640 metra hæð
suðaustan undir
Fagradalsfjalli norðan
Brúarjökuls, á vestan-
verðum Brúaröræf-
um. Úr dalnum er fög-
ur sýn til Kverkfjalla.
Í honum er vatnið
Kreppulón, sem er um
1.100 metra langt og
800 metra breitt. Kverká rennur til
norðvesturs sunnan við mynni dals-
ins á leið sinni í Kreppu og flæðir
stundum upp í vatnið. Austan megin
í dalnum er gil og framundan því
eyri með eyrarrósabreiðu. Hvönn
vex við lindir og með lækjum og
mosaþembur í hlíðum og botni dals-
ins laða til sín mikið af heiðagæs.
Minningarreitur um landslag
„Í girðingunni hjá mér í Grá-
gæsadal er dálítið merkilegur reitur
sem er markaður með gulum
spotta“ heldur Völundur áfram.
„Þar er gróður sem ég er búinn að
flytja síðustu þrjú ár úr lónstæðinu.
Þarna eru líka steinar úr Rauðurð,
aðrir úr hitakíslinum við Sauðárfoss
og stuðlaberg úr Kastalanum. Þetta
fór allt á kaf í fyrrahaust. Menn
hlæja nú að þessu en ég segi að
þetta sé minningarreitur um lands-
lagið sem nú er allt saman farið und-
ir Hálslón. Gróðurinn tók ég aðal-
lega við Sauðárfoss, undir stíflunni
sem kemur á Laugavalladal og inn-
an við Lindir. Þar innundir Sauð-
árkofa tók ég gróður snemma í vor
þegar ég var að horfa á gæsirnar.
Þetta eru kannski ekkert merkileg-
ar jurtir, þær eiga hvort eð er heima
þarna hjá mér, en þetta er tákn-
rænt.“
Byggingar í Grágæsadal eru
þrjár litlar burstir og bænhús. Við
sjálfan skálann, þar sem sex menn
geta sofið og nært sig, er snyrtihús
og þar eru einnig geymdir raf-
magnsgeymar fyrir sólarsellur og
60 ára vindrafstöð sem er í fullu
fjöri. Þar utan við er skemma, sem
áður var bátshús en er nú geymsla
fyrir áburð, fræ og verkfæri. Fjórða
húsið, sem stendur inni í garðinum
er bænhúsið hans Völundar. „Ég
bjó það fyrst til vegna þess að mig
vantaði geymslu fyrir garðverkfæri
og hjólbörur og fleira. Svo komu nú
virkjunarmenn einn daginn og ég
sagði við þá að þeir skyldu fara inn í
hús og biðja fyrir landinu. Kjartan
Reynisson frændi minn kom með
krossmark og það var sett á stoðir
inni í gaflinum. Þórhallur Þorsteins-
son kom með tvo kertastjaka með
kúlukertum þannig að orðið var há-
tíðlegt þarna inni.“
Í bænhúsinu, sem er tveir metrar
á kant, er bak og bekkur sem setja
má fram og er þá komið fleti fyrir
einn mann. Á móti er annar bekkur
styttri og þar geta setið þrír, en fjór-
ir gegnt. Hákon Aðastein
Völund hafa gæruskinn á b
að gera notalegra.
Nokkurt landbrot var af
lóni á gróðurhluta Grágæs
þegar vatnið hafði brotið
upp að húsinu lét Völun
3.000 rúmmetrum af möl o
bakkann á vatninu svo g
brotnaði ekki meira.
Tvö hundruð tegundir j
Völundur hefur frá ár
gróðursett innan um nátt
gróður Grágæsadals fjöld
af jurtum og oft með góð
frænda sinna og vina. Han
um þrjátíu tegundir trj
þ. á m. reyni, birki, dögg
garðahlyn og margar furu-
tegundir. Í garðinum eru au
náttúrulegu flóru svæðisin
ir eins og himinblá kornbl
valmúi og þrenningarfjólur
„Gróðurinn hefur vaxið
lega vel hjá mér og hreinl
upp tvö síðustu árin. Um
setti ég til dæmis niður
birkiplöntur og 20 lindif
Suður-Týról. Ræktunarsv
mér er 100x50 metrar og af
eiga sauðkindur stundum
svæðið og þarf að verja fy
Ég er nýbúinn að stækka r
helming og sé núna að ég
stækka enn frekar og þa
vor. Enda á ég tilbúnar 120
bökkum og pottum heima
um hjá mér á Egilsstöðu
furu og birki, sem þarf að
ur í reitinn.“
Völundur segir rollur v
mesta skaðvald á öræfunum
éti alla hvönn og gulvíði ni
Vörslumaður
hálendisins
Landspjöll á norðausturhálendinu hryggja Völund
Jóhannesson og við óðal sitt í Grágæsadal ræktar
hann skika með jurtum sem bjargað var úr lónstæði
Hálslóns áður en flæddi yfir. Steinunn Ásmundsdóttir
rabbaði við þennan aldna vörslumann landsins.
Völundur Jóhannesson
Minningarreitur Í Grágæs
sem teknar voru úr lónstæ
Öræfavé Grágæsadalur e
jurtagarði Völundar Jóha
Sokkinn Horft yfir Kring
Töfrafoss ætti að vera fyr