Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 35

Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 35 Stærsta kvikmyndahús landsins Rendition kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Elizabeth kl. 5:30 Eastern Promises kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Syndir Feðranna Síðustu sýningar kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Veðramót Síðustu sýningar kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6 og 8 Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock ENGIN MISKUN Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR eeee - R. H. – FBL Hlaut Edduverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 7 og 10 B.i. 16 ára HVERNIG TÓKST EINUM BLÖKKUMANNI AÐ VERÐA VALDAMEIRI EN ÍTALSKA MAFÍAN? eeee - LIB, TOPP5.IS Miðasala á www.laugarasbio.is A.T.H. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM. Dóri DNA - DV eeee - S.V., MBL www.haskolabio.is Sími 530 1919 -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára Áhrifamikil mynd um aðferðir Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? Kauptu bíómiða í Háskólabíó á eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - L.I.B., TOPP5.IS FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG ALLT BREYTIST 28. NÓVEMBER TÆKNINNI fleygir fram, Beowulf hin bandaríska er ósvikin tímamóta- mynd, þökk sé bestu þrívídd sem sést hefur til þessa og nálgast hægt og bít- andi fullkomnun. Það er vel við hæfi að Zemeckis og félagar völdu gamla óðinn um Bjólf sem efni í þetta magn- aða brelluverk, þó að handritshöfund- arnir fari frjálslega með efnið og noti rösklega rauða þráðinn. Nálgun þeirra á Bjólfskviðu er hæfð að þörf- um bíógesta samtímans, af þeim sök- um er komið til sögunnar kyntröllið Jolie, sem tælir garpa og tryllir í lostafullri nekt sem móðir illvættisins Grendils (Glover). Hann kemur full- skapaður úr stafrænni tölvuvinnsl- unni líkt og allt yfirbragð mynd- arinnar og persónurnar fá með sömu tækni tölvuteiknað yfirbragð. Beowulf hefst í drykkjusumbli að heiðnum sið í höllu Hrothgars kon- ungs (Hopkins). Þegar blótið stendur sem hæst heyrast váleg hljóð, jörðin skelfur og inn brýst drísildjöfullinn Grendell, ófrýnilegur mjög, og tekur að drepa og háma í sig veislugesti. Eftir að Bjólfur hefur lúskrað á meinvættinum flýr hann organdi á braut. Hrothgar leitar á náðir hetj- unnar til að ráða niðurlögum óvætts- ins og heldur garpurinn til fjalla ásamt Vigláf (Gleeson), og ræðst hann til innöngu í helli Grendels. Þar bíður hans móðir óvættsins, forkunn- arfögur og breyta óvænt samskipti þeirra gangi mála um alla framtíð. Bjólfur snýr kokhraustur til baka, en hann veit að ógnin er með lífsmarki og endar myndin í feiknlegu loka- uppgjöri Bjólfs og fordæðunnar, sem þá er komin í drekalíki. Sem fyrr segir er þrívíddin stór- kostlegt ævintýri fyrir augun og nán- ast allt taugakerfið er í uppnámi. Þrí- víddin er áhrifaríkust þegar henni er beint gegn skilningarvitunum, áhorf- endur hrökkva í kút og beygja sig aft- an við sætisbökin þegar spjótsodd- arnir virðast koma fljúgandi beina leið í fésið á manni, af tjaldinu. Dýptin er svo miklu meiri í Beowulf en öðr- um þrívíddarmyndum til þessa að um ósvikin straumhvörf er að ræða. Á hinn bóginn er bakgrunnurinn grófgerðari og vissa fágun vantar á yfirbragð tölvuteiknihjúps leik- aranna. Það er eðlilegt, Zemeckis og aðrir framsýnir kvikmyndagerð- armenn eru að feta sig áfram á fram- andi slóðum nýrrar tækni sem á eftir að fleygja fram. Beowulf fær mann til að velta fyrir sér hvort stafræna tæknin geri leik- ara að lokum óþarfa í myndum sem þessari eða eigum við jafnvel von á nýrri gerð kvikmyndastjarna sem eiga sér engar lifandi fyrirmyndir? Ævintýrið er mikilfenglegt fyrir augað og fyrri hlutinn er frábær skemmtun. Lokakaflinn, orrustan við drekann, sýnir okkur að allt er að verða hægt varðandi hátækniverur iðnaðarins, en þar skortir tilfinningar í þessa ótrúlegu framtíðarsýn. Ze- meckis tókst að glæða gömlu teikni- myndafígúrurnar mannlegu tauga- kerfi í Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? fyrir 20 árum. Þess verður ekki langt að bíða að þrívídd og tölvu- teikningar nái því nauðsynlega mark- miði. Hvað sem öllu öðru líður er Beo- wulf mikilfenglegt sjónarspil. Framtíðin skoðar fortíðina Bjólfur „Hvað sem öllu öðru líður er Beowulf mikilfenglegt sjónarspil.“ Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni, Álfabakka, Selfossi, Keflavík og, Akureyri. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Aðalleik- arar: Ray Winstone, Anthony Hopkins, John Malkovich, Robin Wright Penn, Brendan Gleeson, Crispin Glover, Angel- ina Jolie. 115 mín. Bandaríkin 2007. Bjólfskviða – Beowulf 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.