Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður BjörgÓlafsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1932. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 15. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Ólafur Davíð Vil- hjálmsson frá Tungu í Skutuls- firði, f. 23.10. 1899, d. 2.12. 1985, og Oddgerður Oddgeirsdóttir frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi, f. 8.9. 1898, d. 25.9. 1982. Systkini Sig- ríðar voru Vilhjálmur Bessi, f. 14.2. 1928, d. 19.4. 1943, og Odd- geir, f. 27.6. 1924, d. 7.7. 2001. Sigríður giftist árið 1954 Al- berti Albertssyni, yfirlög- regluþjóni á Keflavíkurflugvelli. Hann fæddist á Seyðisfirði 18.4. 1926 og lést 23.12. 2001. Einka- dóttir þeirra er Ing- unn Hrefna, f. 18.9. 1960, búsett í Holti í Miklaholtshreppi, gift Þorsteini Sig- urðssyni, f. 28.3. 1949. Börn þeirra eru Sigríður Hrefna, f. 23.9. 1986, háskólanemi, og Albert Ólafur, f. 17.10. 1977, búsett- ur í Danmörku. Sigríður Björg ólst upp í Reykjavík. Á yngri árum vann hún almenn verslunarstörf, svo sem í mjólkurbúð og á Landakots- spítala í eldhúsi. Síðar tóku við húsmæðrastörf í Keflavík þar sem þau hjónin byggðu sér fyrirmynd- arheimili. Seinni árin bjó Sigríður í Reykjavík og undi hag sínum vel. Sigríður Björg var jarðsungin frá Fossvogskirkju 23. nóvember sl. Að morgni fimmtudagsins 15. nóvember kvaddi hún Sigríður Björg föðursystir okkar þennan heim langt um aldur fram. Okkur systur langar til að kveðja Siggu með örfáum orðum og þakka henni samfylgdina í gegnum lífið. Hún á þakkir skildar fyrir margar góðar stundir, hjálpsemi og gestrisni sem við munum geyma minninguna um. Ánægjulegustu minningarnar eig- um við frá árum hennar í Keflavík þar sem hún bjó með Alberti, þá- verandi eiginmanni og dótturinni Ingunni. Það voru góð ár í lífi henn- ar, hún naut þess að hugsa um fjöl- skyldu sína og var höfðingi heim að sækja. Seinni árin, eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, einkennd- ust af veikindum hennar og skertri starfsgetu en hún fann gleði og ánægju í samskiptum við fjölskyld- una, dóttur sína, tengdason og barnabörnin. Alltaf tók hún okkur systrum fagnandi þegar við litum inn hjá henni. Við kveðjum þig, frænka, og um leið sendum við Ingunni, Þorsteini, Alberti Ólafi og Sigríði innilegar samúðarkveðjur. Oddgerður og Ólöf. Sigríður Björg Ólafsdóttir Bæring afabróðir minn er farinn í ferð- ina sem hann minntist oft á með þessum orðum: „Ef ég dey ekki í dag, þá dey ég á morgun og ef ég dey ekki á morgun þá veit ég ekki hve- nær ég dey.“ Það eru liðin um 45 ár síðan ég heyrði þessi orð fyrst og þá var Bæring innan við fimmtugt. Ég dvaldi í Skálmardal hjá Bær- ing og fjölskyldu hans öll þau sumur sem ég gekk í barnaskóla. Þetta var á 7. áratugnum. Þar voru fleiri að- komubörn og flest vorum við frænd- systkin. Sveitin var nýr heimur, full- ur af uppgötvunum fyrir borgar- barn. Bæring var húsbóndi á sínu heimili. Það var gott að vera í návist hans, því hann hafði gaman af að glettast við okkur krakkana. Ég man líka hvað mér þótti gaman að hlusta á hann syngja við störf sín. Bæring var fjárbóndi með nokkur hundruð fjár. Hann hélt dagbækur yfir ærnar sínar og gaf þeim öllum nöfn. Við borgarbörnin sem hjá honum dvöld- um áttum hvert okkar eigin kind eða kindur. Á haustin fengum við and- virði lambanna sem slátrað var og ullarinnar sem ærnar gáfu inn á okk- ar bankabækur. Ég naut þess að vera fyrstu árin yngst í barnahópn- um og hafði því ekki mikil ábyrgð- arstörf. Ég malaði kaffibaunir í lítilli kvörn og strauk kettinum. Mér þótti gaman að sitja uppi í eldhúsglugg- anum bak við Bæring þar sem hann sat við borðendann. Við krakkarnir lærðum snemma að drekka kaffi með hnausþykkum rjóma og mola- sykri eins og Bæring. Bæring Jóhannsson ✝ Bæring ValgeirJóhannsson fæddist á Kirkjubóli á Bæjarnesi í Aust- ur-Barðastrand- arsýslu 23. ágúst 1914. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 31. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 9. nóvember. Margs er að minn- ast frá árunum í Skálmardal, þar sem við börnin lékum okk- ur í gamaldags búleik með skeljar, horn og bein, smíðaðir voru bátar úr olíubrúsum eða við stukkum um túnin með prik milli fótanna sem áttu að vera hestar. Við tálg- uðum spýtur, vasa- hnífur var sjálfsagður í vasa allra barna í þá daga. Við lærðum að vinna í heyskap, líta eftir silungs- veiði og sýsla með dýr. Eftirminnilegar eru ferðir yfir að Kirkjubóli til að heyja og hvað það var gaman á leiðinni heim ofan á hey- vagninum. Bensínsala var í Skálm- ardal og því lá leið margra þangað. Gestum var vel tekið. Það var alveg nýtt fyrir okkur borgarbörnin að fylgjast með þegar frændfólk kom, hve mikið var kysst og talað á milli kossa. Bæring var alla tíð hraustur, ung- legur og einstaklega kvikur í hreyf- ingum. Hann bjó yfir æðruleysi og seiglu þess manns sem alinn er upp við erfiða náttúru en jafnframt bjó hann yfir glettni sem oftar en ekki kom fram í endurteknum orðatil- tækjum. Tíminn hér á jörð er takmarkaður. Við sem lifum erum óviðbúin, jafnvel þegar fullorðið fólk kveður. Stellu, Venna og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Bæring þakka ég fyrir árin mín í Skálmardal. Hvíldu í friði frændi. Oddný Halla Haraldsdóttir. Mig langar til að minnast Bær- ings, frænda míns. Hann, Lulla, kon- an hans, og börnin þeirra mörkuðu dýpri spor í vegferð mína heldur en þau hefur eflaust grunað. Ég kom í Skálmardal 9 ára gamall nokkru fyrir skólalok og átti þar heimili næstum fimm mánuði það sumarið og hluta af sumrum í Skálm- ardal og Garpsdal til 12 ára aldurs. Það var ómetanleg reynsla að dvelja í sveitinni, þar sem ungur drengur kynntist arfi forfeðranna og lærði vinnubrögð fyrri kynslóða. Síðar hef ég undrast fórnfýsi, æðruleysi og kærleika þessa fólks við unga skjólstæðinga, frændur sem vandalausa. Í mínum huga var Skálmardalur og umhverfið allt fræðasetur, þar sem fræðaþulurinn, hinn hógværi, glaðlyndi bóndi, laðaði fram allt það besta sem ungviðið hafði fram að færa án þess að nokk- urn tímann hryti styggðaryrði af vörum. Í besta falli græskulaus stríðni. Einhvern veginn streymdi allt fram einfalt en jafnframt þrung- ið af vilja hvers og eins til þess að standa sig. Umhverfisvernd og kær- leikur gagnvart öllu lífi var umvefj- andi. Ekki fáum við alltaf endurgoldið það sem okkur er gott gert. En ef ég hef eitthvað látið af mér leiða til góðs þá var meðal annars lagður grunnur að því fyrir rúmum 40 árum í Skálm- ardal. Ég kveð frænda minn með litlu ljóði sem varð til fyrir nokkrum ár- um. Hughrifin eru frá Skálmardal, honum og hans góða fólki komin. Þau rísa í vestri hin fasmiklu fjöll og fullkomna tign þeirrar myndar sem birtist er sýnir sig sveitin öll og sólgylltir rismiklir tindar. Ramminn er stórbrotinn, strandlengjan öll þar stórsjóir brotna og vindar. Fólkið er mótað af mætti þess mikla lands sem það byggir. Burt fluttum er það sá bjarti sess sem blessun og gæfu þeim tryggir. Það finnast hvergi blá svo blóm né ber sem verða stærri. Þar börn sinn hafa helgidóm hjallabrekkum nærri. Þau eiga legg og líka skel og leika að gjöfum jarðar Litlu skipin víkja vel und vindum Breiðafjarðar. Úr borginni fóru flestir á vorin sem fengu pláss í sveit Mörg eru orðin manndómssporin mörkuð í vestfirskan reit. Mér greyinu yngsta finnst gott að hafa gist frænda minn eins og hin. Hann frændi er bróðir hans Ólafs afa hið ósvikna vestfirska kyn. Hann stríddi nú manni stundum þá stuttur fór í vörn. Gott hafðan lag á hundum hann kunni víst á börn. Þar lærði ég að leikur er líka hversdagsstörf Hver hlekkur er vart svo veikur að verði hans ekki þörf. Hvílík dásemd að gera gagn fyrir gutta úr Reykjavík. Að heyja galta og hlaða á vagn er hamingja engri lík. Ég uppeldismenntaður maður sem margt vildi færa í lag. Finn að svo stórbrotinn staður stökkbreytti ýmsu í dag. Yfir tölvunum krakkarnir kúra þau kunna ekki skilin á hvernig mörkuð er hundasúra hvernig blístrað er í strá. Það löngum er vitað og lítill er efi að lengi býr fyrstri að gjörð á gúmmískóm gengið ég hefi götur við Skálmarfjörð. Með þakklæti minnist ég Bærings Jóhannssonar. Guð blessi Björgvin, Stellu og fjöl- skyldur. Haraldur Haraldsson (Hari). Mig langar til að minnast Bærings föðurbróður míns með fáeinum orð- um. Bæring var hlédrægur maður og gerði lítið af því að fara á mannfagn- aði. Hann var samt góður heim að sækja og mjög gestrisinn eins og öll hans systkini. Bæring ólst upp á Kirkjubóli í Múlasveit við öll almenn sveitastörf sem þá tíðkuðust. Hann var þriðji yngstur af níu börnum Jóhanns afa míns og Guðrúnar ömmu minnar. Valborg er nú ein eftir af þessum stóra systkinahópi. Einnig voru fimm hálfsystkini af fyrra hjóna- bandi afa míns en þrjú af þeim kom- ust til fullorðinsára. Þau eru nú öll látin. Bæring fór ungur að heiman til að vinna fyrir sér, meðal annars á Korpúlfsstöðum á Kjalarnesi. Þar var margt ungt fólk í vinnu og kynnt- ist hann þar henni Lullu sem varð svo konan hans. Hún var ættuð aust- an af fjörðum en hún lést 30. október 2001. Eftir það bjó Bæring einn í Geitlandi 8 og sá um sig sjálfur en með góðri aðstoð barna sinna. Ég kynntist Bæring frænda mín- um ekki mikið fyrr en ég var kominn á unglingsár því hann hafði fram að því búið í Reykjavík en ég ólst upp fyrir vestan. Þá fóru Bæring og Lulla að koma vestur að Kirkjubóli á sumrin með börnin sín tvö, þau Björgvin og Stellu, fyrst í stuttan tíma í sumarfríum, sem þá voru ekki nema tvær vikur en ekki eins löng og þau eru núna. Svo fóru þau að vera lengur fyrir vestan uns þau fluttu al- veg og fóru að búa félagsbúi með systkinum Bærings á Kirkjubóli. Seinna fluttu þau í Skálmardal og bjuggu þar í nokkur ár og loks í Garpsdal áður en leið þeirra lá aftur suður. Eftir að ég fluttist suður kom ég oft við í kaffi hjá Bæring og Lullu fyrir vestan ef ég var á leið á æsku- slóðirnar og fékk maður ávallt góðar móttökur. Bæring var góður bóndi. Hann hafði gaman af búskap, var mjög fjárglöggur og sinnti vel um skepn- ur. Hann fóðraði vel og vildi hafa snyrtilegt í kringum sig. Bæring var alltaf heilsuhraustur og vel á sig kominn bæði líkamlega og andlega þrátt fyrir háan aldur. Ók hann bíl fram á síðasta dag enda mjög góður bílstjóri og gætinn í umferðinni. Hann var einnig laginn við að gera við bíla og kom það sér vel fyrir vest- an þar sem langt var í verkstæði. Við bræður vorum heppnir að geta leitað til hans þegar við eignuðumst okkar fyrsta bíl sem við áttum saman. Það var gamall jeppi sem oft vildi bila og þá voru margar ferðir farnar í Skálmardal til að fá Bæring frænda til að líta á gripinn og koma honum í lag. Fyrir alla þessa hjálp vil ég þakka innilega. Að síðustu votta ég afkomendum Bærings og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Megi hann hvíla í friði. Snorri Jóhannesson. Hvar á að byrja minningargreinina um þig elsku amma mín. Hún gæti verið heil bók þar sem ég ólst upp með þér frá því ég man eftir mér. Allar minningar mínar eru um þig, afa og mömmu. Ég man ekki eftir mér nema á Rán- Kristín Jóhannesdóttir ✝ Kristín Jóhann-esdóttir fæddist í Gíslholti við Ránargötu í Reykja- vík 4. ágúst 1922. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 2. nóv- ember síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 9. nóvember. argötu 44 og þetta var heimili okkar og núna eruð þið afi far- in og ég og mamma erum eftir. Við eigum auðvitað eftir að hittast aftur en núna er kominn tími til að ég og mamma lifum okkar lífi án ykkar en ég veit að þið eruð að fylgjast með okkur og vernda. Ég veit ekki hvort ég á að skrifa um það hversu mikið ég á eftir að sakna þín. Eng- in orð eru til sem geta lýst því hvað við áttum góðar stundir sam- an. Þú varst minn besti vinur og sú manneskja sem ég borðaði oftast með hádegismat af öllum sem ég þekki. Söknuðurinn er mikill en minningarnar vega þyngra. Allt sem ég man eftir þér eru góðar minningar og ég er svo þakklátur fyrir öll þessi 25 ár sem ég þekkti þig, trausta og glæsilega konu sem bar sig svo vel. Þú varst eins og drottning hvar sem þú komst, úti að ganga, í boðum eða bara heima hjá þér. Ég elskaði að koma heim á Ránó og þú sagðir: „Máni minn, getum við farið á bókasafnið að skila bók- um. Svo förum við eitthvað annað að kíkja á t.d. púða eða eitthvað fallegt og svo skal ég splæsa á þig mat.“ Mér fannst gaman að vera með þér elsku amma mín, ég elsk- aði þig svo mikið að orð geta ekki lýst því. Ég vona að þú vitir hvað þú varst og ert mér mikilvæg. Þegar afi kvaddi þennan heim var einn hlutur sem ég vildi að ég hefði gert með honum en það var að fara til útlanda með honum, sér- staklega til að horfa á Arsenal spila. Af þessu varð þó aldrei en ferðin sem ég og mamma fórum með þér til Prag er eitt það besta í lífi mínu. Ég er svo ánægður að hafa farið með þér og mömmu og var ég miklu sáttari þegar þú kvaddir þennan heim. Þetta var auðvitað dálítið umtalaður hópur af fólkinu sem var með okkur og fannst fólki mjög gaman að sjá ömmuna vinstra megin, barna- barnið í miðjunni og mömmuna hægra megin, öll að leiðast. Það var svo fyndið þegar við fórum í sporvagninn og mamma var að tosa þig upp og ég að ýta á rassinn þinn til þess að þú kæmist upp í hann, þetta var það skemmtileg- asta og frekar skrautlegt. Ég get ekki hugsað mér betri ferð. Þið voruð svo skemmtilegar. Við borð- uðum góðan mat, skáluðum, versl- uðum og ég mun aldrei gleyma þessari ferð. Mín heitasta ósk eftir að afi lést var að fá að fara með ykkur til út- landa, bara við þrjú. Ég á eftir að sakna þín rosalega mikið en er samt sáttur að þú varst ekki veikari en þetta. Ég kveð þig í bili amma mín, þú veist að ég og mamma elskum þig meira en lífið sjálft. Þú varst merkileg kona og ég veit að afi er sáttur að hafa þig hjá sér núna því það var alltaf barist um þig í boð- um og hvar sem þú komst. Þú varst svo skemmtileg. Nú er stund milli stríða þar til við sjáumst aftur og eins og ég sagði við afa þá för- um við öll fjögur í ísbíltúr og afi splæsir. Bið að heilsa afa. Ég sé ykkur fyrr en seinna. Þinn ömmustrákur, Kristinn Máni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.