Morgunblaðið - 26.11.2007, Page 31

Morgunblaðið - 26.11.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 31 Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hver verður næsti fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum? Svar: Kjartan Ragnarsson. 2. Eftir hvern er tónlistin við ævintýri Jónasar, Stúlkan í turninum, sem nú er að koma út á geisladisk? Svar: Snorra Sigfús Birgisson. 3. Eftir hvern er spennu- sagan Hnífur Abrahams sem komin er á metsölulista? Svar: Óttar M. Norðfjörð. 4. Hand- knattleiksmaðurinn Vignir Svavarsson er að öllum líkindum á leið til þýsks liðs. Hvaða? Svar: Lemgo. 1 Hver er bíll ársins 2008 hjá dómnefnd „Car of the Ye-ar 2008“? 2 Færeyski landsliðsmaðurinn Rógvi Jacobsen ermarkahæstur færeyskra landsliðsmanna fyrr og síð- ar. Með hvaða liði lék Jógvi á Íslandi? 3 Setja á upp Woyzeck Vesturports upp í tveimur stór-borgum erlendis. Hvaða? 4 Framámaður í alþjóðlegum knattspyrnuheimi leggurtil að Ísland og aðrar smáþjóðir verði að fara í for- keppni fyrir stórmótin. Hver er hann? Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Krossgáta Lárétt | 1 þyrma, 4 hvetja, 7 varðveitt, 8 kjaga, 9 traust, 11 bára, 13 elska, 14 gleður, 15 heiðra, 17 naut, 20 ránfugls, 22 málmblanda, 23 sigrað, 24 áana, 25 kaka. Lóðrétt | 1 raska, 2 tákn, 3 tómt, 4 ódrukkinn, 5 ánægja, 6 hryggdýrin, 10 mannsnafn, 12 keyra, 13 blóm, 15 sallarigna, 16 fótaþurrka, 18 fífl, 19 hljóðfæri, 20 greina, 21 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ropvatnið, 8 tolls, 9 temja, 10 ket, 11 gifta, 13 aurar, 15 hægar, 18 illan, 21 auð, 22 sprek, 23 unnum, 24 bitakassi. Lóðrétt: 2 orlof, 3 vaska, 4 totta, 5 ilmur, 6 stag, 7 saur, 12 tía, 14 ull, 15 hæsi, 16 gerpi, 17 rakka, 18 iðuna, 19 lands, 20 nema. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ef eitthvað er of lengi á sama stað skapar það það sem Kínverjar kalla staðn- að „chi“. Ýttu lífi þínu til og frá. Endur- nærðu orku þína. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er undir þér komið að hefja kraftmikla hringrás endurnýjunar. Þú fyr- irgefur einhverjum – ættingja, vini eða sjálfum þér. Lífið breytist til hins betra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú álítur þig hafa þrjá eða fjóra valkosti. En sannleikurinn er sá að þeir eru alla vega um fjögur þúsund leiðir til að nálgast núverandi aðstæður. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ekki hafa áhyggjur ef þú ert ekki of ánægður í vinnunni. Þú þarft líklega að fara á námskeið til að skila starfinu vel. Þú gætir jafnvel hitt ástina um leið og þú lær- ir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er eðlilegt að þú viljir taka við stjórninni, og þér fer það vel úr hendi – svo lengi sem þú hlustar. Þú stjórnar fólki sem býr yfir mikilvægum upplýsingum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ekki kvíða samningum. Reyndar ákveður þú að hlakka bara til. Þið tengið um leið og þið þrefið fram og aftur, og komist að ánægjulegri niðurstöðu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú neitar að takamarka sjálfan þig með því að skilgreina þig. Venus hvetur nýja hlið á persónu þinni til að koma upp á yfirborðið. Þú kemur mörgum á óvart – líka sjálfum þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Stuðið er ekki að sýna heim- inum hvað þú getur gert. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt. Þú færð aukastig fyrir að takast á við lífsins flækjur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Persónutöfrarnir ráða ríkjum. Aðdáendaklúbburinn samanstendur ekki bara af fólki í þínum innsta hring heldur líka fólki sem þú sérð næstum daglega en þekkir lítið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu reyna á verkin þín. Ef fólk þarf mikið að einbeita sér til að skilja þau eru þau of flókin til að opinbera þau heiminum – hvað þá reyna að selja þau. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vanalega æsir þú þig ekki út af smámunum, en núna fara vissar upplýs- ingar í taugarnar á þér, svo þú veltir þér upp úr þeim þar til þú kemst að niðurstöðu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert í geggjuðu stuði. Þú fram- leiðir og kynnir af mikilli lagni. Ef þú gerir það fyrir peninga verðurðu hnyttinn. Ef þú gerir það fyrir ástina, verðurðu stórkost- legur. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Rbd2 Be7 10. c3 0–0 11. He1 Rc5 12. Rd4 Rxd4 13. cxd4 Rd3 14. He3 Rxc1 15. Hxc1 c5 16. dxc5 Hc8 17. Hec3 b4 18. H3c2 Bf5 19. c6 Bxc2 20. Hxc2 Da5 21. Rf3 Hfd8 22. Rd4 g6 23. e6 Bf6 24. exf7+ Kxf7 25. h4 Db6 26. Hd2 Hd6 Staðan kom upp á minningarmóti Tals sem er nýlokið í Moskvu í Rúss- landi. Alexei Shirov (2.739) hafði hvítt gegn Magnusi Carlsen (2.714). 27. Rf5! Hdxc6 svartur hefði einnig staðið illa að vígi eftir 27. … gxf5 28. Hxd5. 28. Bxd5+ Kf8 29. Bxc6 Hxc6 30. Re3 Bxh4 31. Df3+ Hf6 32. Da8+ Kg7 33. De4 b3 34. axb3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Tvær millifærslur. Norður ♠K6 ♥G954 ♦Á43 ♣ÁG83 Vestur Austur ♠D10854 ♠ÁG92 ♥83 ♥7 ♦DG1065 ♦K ♣D ♣K1097642 Suður ♠73 ♥ÁKD1062 ♦9872 ♣5 Suður spilar 4♥. Stundum má stýra gjafaslögum í skaðlausan farveg með því að henda tapspili í tapspil. Daninn Steen Möller beitti þessari tækni tvisvar í sama spilinu á HM í Kína, en Danir voru þar þátttakendur í öldungaflokki. Austur hafði vakið á Precison 2♣ og vestur kom þar út með ♣D. Fjórir tapslagir eru líklegir enda ♠Á nánast örugglega hjá opnaranum. Möller tók á ♣Á, spilaði hjarta á drottningu og tígli á ás. Hann tók annað tromp með gos- anum, spilaði síðan litlu laufi úr borð- inu og henti spaða heima! Fyrsta milli- færsla. Austur verður að gefa slag og hann kaus taka á ♠Á og spila meiri spaða á kónginn. Möller henti tígli heima og trompaði svo lauf. Hann fór næst inn á blindan á ♥9, spilaði laufi og henti tígli. Önnur millifærsla. Austur var inni í annað sinn á lauf og varð að spila út í tvöfalda eyðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR  DAGBJÖRT Helga Pétursdóttir varði doktorsritgerð sína „Effects of dietary fish oil on cytokine secretion by murine splenic and resident pe- ritoneal cells“ eða „Áhrif fiskolíu í fæði músa á frumuboðamyndun milt- isfrumna og staðbundinna kvið- arholsátfrumna“ frá læknadeild Há- skóla Íslands 19. október sl. Fiskolía er auðug af ómega-3 fjöló- mettuðum fitusýr- um og er talin hafa áhrif á ónæm- issvar. Fiskolía er oft talin draga úr sérhæfðu frumu- svari og hafa þannig jákvæð áhrif á sjálfs- ofnæmissjúkdóma á borð við liðagigt. Hins vegar eru niðurstöður rannsókna á áhrifum fiskolíu á ónæmissvar ósamhljóða og enn er óljóst með hvaða hætti fiskolía miðlar áhrifum á ónæmissvar. Ein möguleg ástæða þeirra breytilegu niðurstaðna sem fást þegar áhrif fiskolíu í fæði á ónæmissvar eru rannsökuð, er að mismunandi frum- utegundir hafa verið notaðar. Annars vegar hafa rannsóknir sýnt fram á ónæmistemprandi áhrif fiskolíu á T-eitilfrumur en hins vegar ónæmis- hvetjandi áhrif á átfrumur. Áhrif fiskolíu í fæði á T-eitilfrumur og át- frumur hafa til þessa ekki verið könnuð í sama dýri. Ritgerð Dagbjartar fjallar um rannsóknir á áhrifum fiskolíu í fæði músa á frumuboðamyndun T-eitil- frumna og átfrumna. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort fiskolía hefði ólík áhrif á þessar mis- munandi tegundir ónæmisfrumna í sama dýri. Niðurstöður rannsókn- arinnar sýna að þótt fiskolía virðist draga úr sértæku frumubundnu ónæmissvari T-eitilfrumna þá auki hún hið ósértæka ónæmissvar át- frumna. Enn fremur virðast áhrif fiskolíu á átfrumur breytileg eftir staðsetningu þeirra í líkamanum. Þá hafði fiskolía ekki aðeins áhrif á starfsemi frumnanna heldur virtist hún einnig breyta frumusamsetn- ingu í vef en það gæti haft áhrif á eig- inleika ónæmissvarsins í heild. Niðurstöður ritgerðarinnar varpa nýju ljósi á það hvernig fiskolía í fæði músa hefur áhrif á ónæmissvar og skýra einnig eitthvað af því ósam- ræmi sem er á milli niðurstaðna úr öðrum rannsóknum á áhrifum fisk- olíu á ónæmissvar. Niðurstöður rannsókna Dag- bjartar hafa verið birtar á ráð- stefnum hérlendis og erlendis sem og í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum á borð við Journal of Nutrition. Hægt er að nálgast greinarnar á þessari slóð: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/ sites/entrez. Í doktorsnefnd sátu dr. Ásgeir Haraldsson, dr. Gunnar Guð- mundsson, dr. Helga M. Ögmunds- dóttir og dr. Ingileif Jónsdóttir. Dagbjört Helga Pétursdóttir er fædd árið 1974. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1994 og BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands 1998. Hún hóf fram- haldsnám í lífvísindum við lækna- deild Háskóla Íslands árið 2000. Dagbjört starfaði hjá Íslenskri erfða- greiningu á árunum 1998-1999 og starfar nú við ónæmisfræðideild Landspítala. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Daði Indriðason, jarð- fræðingur og eiga þau einn son, Hrafn Ými. Doktor í líf- vísindum Dagbjört Helga Pétursdóttir SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.