Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
TVÖFALT skattþrep yrði til þess
eins að flækja skattkerfið. Það væri
afturför enda hefur verið unnið að
því markmiði að einfalda skattkerfið
síðustu ár. Þetta er mat bæði Árna
M. Mathiesens fjármálaráðherra og
Péturs H. Blöndals, formanns efna-
hags- og skattanefndar Alþingis.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur Starfsgreinasambandið
sett fram kröfugerð vegna komandi
kjarasamninga og leggur m.a. til að
tekin verði upp tvö skattþrep þannig
að fólk sem er með 200 þúsund krón-
ur og minna í mánaðarlaun greiði að-
eins 15% skatt.
Árni M. Mathiesen segir það já-
kvæða við íslenska skattkerfið hvað
það sé einfalt og ekki eigi að flækja
það. „En við getum svo sem alveg
hugsað okkur að koma almenna
skattkerfinu niður í 15% einhvern
tímann en það gerist þá í áföngum,“
segir Árni og bætir við að tvö skatt-
þrep gætu haft jaðarskattaáhrif í för
með sér þegar einstaklingar hækka
allt í einu um skattþrep.
Eiga ekki að semja lög
Pétur H. Blöndal tekur í sama
streng og segir að stefna undanfar-
inna 15 ára hafi verið að einfalda
skattkerfin og minnka undanþágur.
„Það hefur leitt til þess að hagnaður
fyrirtækja hefur stóraukist og laun
hafa stórhækkað,“ segir Pétur og
bætir við að tillögurnar um tvö skatt-
þrep séu því afturhvarf. „Hins vegar
er ég mjög hrifinn af því að menn
reyni að hækka lægstu laun og að al-
veg sérstaklega sé gætt að þeim hóp-
um sem hafa setið eftir í launaþróun
og hjálpa þeim sem ekki eru eins
grimmir í samningatækninni, oft á
tíðum eldra fólk og konur.“
Pétur setur einnig spurningar-
merki við að hugmyndir um að
breytingar á skattalögum séu settar
fram í kjaraviðræðum. „Menn geta
samið um eitt og annað í frjálsum
samningum en þeir semja ekki lög.
Þeir sem vilja breyta skattkerfinu
eiga að bjóða sig fram til þings,“ seg-
ir Pétur.
Tvöfalt skattþrep myndi
aðeins flækja skattkerfið
Árni M. Mathiesen Pétur H. Blöndal
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
VERIÐ er að kanna möguleika á uppbygg-
ingu seiðaeldisstöðvar sem þjónað gæti öllu
matfiskeldi á þorski í landinu. Kom þetta
fram í setningar-
ræðu Einars K.
Guðfinnssonar
sjávarútvegsráð-
herra á ráðstefn-
unni „Stöðumat og
stefnumótun fyrir
þorskeldi“ sem
haldin er í Reykja-
vík.
Fram kom í er-
indi Guðbergs
Rúnarssonar, hjá
Landssambandi
fiskeldisstöðva, að
þorskeldið hér er í
hægum vexti, fer
úr 1.400 tonnum í fyrra í 1.800 til 2.000 tonn
í ár enda er þorskeldið óhagkvæmt hér á
landi, enn sem komið er. Hins vegar hefur
laxeldið hrunið. Á sama tíma er mikil upp-
bygging þorskeldis í Noregi. Þar verður
sennilega slátrað um 15.000 tonnum í ár og
miklar væntingar um framtíðina.
Sjávarútvegsráðherra lagði á það áherslu
að sækja þyrfti fram í þorskeldinu. „Við
verðum að tryggja að við glötum ekki stöðu
okkar á alþjóðamörkuðum fyrir þorsk. Sú
hætta kann að skapast ef við drögumst aft-
ur úr öðrum þjóðum á sviði þorskeldis,“
sagði Einar.
Til þess þarf að stórauka seiðaframleiðslu
og hvatti ráðherrann til samstöðu um slíka
uppbyggingu.
„Í seiðaframleiðslunni verður það mark-
mið að nást hér á landi að kynbætt eldisseiði
fáist á samkeppnishæfu verði gagnvart út-
löndum en svo að það takist – eins hitt að
þorskeldið verði nægjanlega stórt í sniðum
– þarf að koma upp seiðaeldisstöð með um-
talsverðri framleiðslugetu, a.m.k. 10 millj-
ónir seiða árlega,“ sagði ráðherra. Sagðist
hann hafa skipað nefnd til að móta tillögur
og framkvæmdaáætlun um uppbyggingu
þorskeldis með sérstaka áherslu á að kanna
möguleika á byggingu og starfrækslu slíkr-
ar seiðaeldisstöðvar sem þjónað gæti allri
matfiskframleiðslu í landinu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þekking Þorskeldisráðstefan er skipulögð
af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.
Undirbúa
seiðastöð
NÚ þegar desembermánuður er að ganga í garð er
loksins kominn tími til að kveikja á jólaljósum þó
kaupmenn hafi margir tekið forskot á sæluna.
Sveinn Yngvi skreytti trén við Ingólfstorg í gær og
um kvöldið voru tendruð jólaljós á grenitrjám
Skógræktarfélags Reykjavíkur í miðborginni.
Starfsmenn OR skreyta miðborg Reykjavíkur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jólaljósin lýsa upp skammdegið
SAMKVÆMT drögum að frumvarpi
um breytingar á samkeppnislögum
verða ákvæði laganna um samruna
fyrirtækja styrkt
og ákvæðið fært
nær reglum Evr-
ópusambandsins
og Evrópska
efnahagssvæðis-
ins. Í frumvarp-
inu er m.a. kveðið
á um að samruni
skuli ekki koma
til framkvæmda
fyrr en Sam-
keppniseftirlitið hafi fjallað um
hann.
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra sagði í gær að nokkuð hefði
verið rætt um hvort veltumörk til-
kynningarskyldra samruna, þ.e.
samanlögð velta þeirra fyrirtækja
sem um ræðir, væri of lág. Í drög-
unum er ekki lagt til að lækka mörk-
in en að sögn Björgvins byggist það
á þeirri skoðun að á þeim smáa
markaði sem Ísland er og þar sem
samþjöppun sé mjög mikil, sé ekki
rétt að hækka mörkin. Í greinargerð
með frumvarpinu er bent á að þegar
átti að sameina Aðalskoðun og
Frumherja hefði veltan aðeins verið
örlítið fyrir ofan mörkin. Af samrun-
anum varð ekki en ellegar hefði fyr-
irtækið haft 100% markaðshlutdeild.
Ákvæði um
samruna
styrkt
Björgvin G.
Sigurðsson
Pantaðu áskrift á veffanginu
icelandreview.com
eða í síma 512 75 75
ICELAND REVIEW hefur í meira en 40 ár
verið eina tímaritið á ensku um Ísland og
Íslendinga. Blaðið er þekkt fyrir frábærar
ljósmyndir af stórbrotnu landslagi en það er
fleira íslenskt en landslagið og fornsögurnar.
Blaðið fjallar líka um strauma í viðskiptum,
menningu, vísindum og stjórnmálum.
Vinsæl jólagjöf
Gjafaáskrift að Iceland Review er vinsæl
jólagjöf til vina og viðskiptavina erlendis.
Með því að gefa áskrift að blaðinu
tryggja menn að vinirnir fylgist stöðugt
með á Íslandi, auk þess sem blaðið minnir
á gefandann fjórum sinnum á ári.
Áskrift kostar aðeins 3.400 kr
(2.982 án vsk).
Innifalinn er sendingarkostnaður til útlanda.
gjafabréf
Hverri áskrift fylgir gjafabréf sem sent er til
viðtakenda þar sem fram kemur hver gefur.
Auk þess sendum við nýjum áskrifendum
litla bók að gjöf, Memories of Reykjavík,
með ljósmyndum eftir Pál Stefánsson.
Iceland Review
icelandreview.com
g j a f a á s k r i f t
TVÍTUGUR karlmaður var í Héraðs-
dómi Suðurlands í gær dæmdur til
þess að greiða 10 þúsund krónur í
sekt fyrir að henda pylsu og pylsu-
bréfi út um glugga á bifreið sem hann
var farþegi í.
Var maðurinn ákærður fyrir brot á
lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið
Árborg og þess krafist að hann yrði
dæmdur til refsingar. Ákæran snerist
um að hinn ákærði hefði að kvöldi 1.
október sl. hent pylsu og pylsubréfi út
um glugga á bifreiðinni á bílaplani á
Selfossi. Taldist brot ákærða varða
við 18. grein, sbr. 2. mgr. 51. gr. lög-
reglusamþykktar fyrir sveitarfélagið
Árborg.
Dómari taldi sannað að ákærði
hefði framdi brot það sem greindi í
ákæru. „Ákærði hefur með háttsemi
sinni unnið sér til refsingar,“ segir í
dómnum. Sekt ber að greiða innan 4
vikna eða ákærði sæti 2 daga fangelsi.
Sekt fyrir að
henda pylsu út
um bílglugga
♦♦♦
„ÞETTA eru stórkostlegar fréttir
fyrir okkur sem höfum árum sam-
an barist fyrir uppbyggingu urr-
iðastofnsins í Þingvallavatni,“ seg-
ir Össur Skarphéðinsson,
líffræðingur og iðnaðarráðherra,
um þær fréttir að náttúruleg
urriðaseiði hafi fundist í Efra-
Sogi. Frá árinu 1999 hefur Veiði-
málastofnun rannsakað seiða-
stofna í Efra-Sogi, rannsóknirnar
eru liður í umfangsmiklu vöktun-
arverkefni í Soginu, sem unnið
hefur verið fyrir Landsvirkjun, og
í haust fundust í fyrsta skipti síðan
þessar rannsóknir hófust nátt-
úruleg urriðaseiði. Vangaveltur
hafa verið uppi um hvort seiðin
geti verið upprunnin úr hrygningu
urriða í útfalli Þingvallavatns frá
haustinu 2006. Rétt ofan útfallsins
fundust einnig náttúruleg urr-
iðaseiði, þau voru sumargömul og
tveggja ára.
„Í Efra-Sogi var stórvaxnasti
urriðastofn sem heimildir eru til
um í Evrópu og þar með heim-
inum,“ segir Össur. Sá stofn hvarf
algerlega þegar stíflan samhliða
Skarð í stífluna nauðsynlegt
Landsvirkjun hefur gert til-
raunir með að bera möl í svæðið
og setja niður seiði. „Það virðist
sem þetta sé núna farið að bera
árangur, þess vegna finnst mér að
nauðsynlegt sé, í ljósi þessara frá-
bæru tíðinda, að menn ráðist í það
að gera skarð í stífluna,“ segir
Össur. Þingvallanefnd vilji Lands-
virkjun í verkið. „Ég tel að henni
beri skylda til þess og hef fullan
hug á því að beita mér fyrir því
bæði sem iðnaðarráðherra og
Þingvallanefndarmaður að þetta
verði gert núna.“ Skv. framtíðar-
stefnu nefndarinnar á m.a. að taka
upp viðræður við Landsvirkjun
um að gera skarð í stífluvegginn
til að hleypa því vatni sem fellur
yfir hana og undir í gegnum þetta
skarð. Að sögn Össurar hefur
Veiðimálastofnun sett fram mjög
góðar hugmyndir um hvernig
þetta megi gera. „Markmiðið er að
fá urriðann í Þingvallavatni til að
ganga niður í ána og taka upp
hrygningu þarna aftur.“
Steingrímsvirkjun var byggð
1959. „Menn hafa verið að berjast
fyrir því síðan að ná stofninum
upp aftur,“ segir Össur. Þegar
stíflan var byggð brast bráða-
birgðastífla í aftakaveðri 17. júní.
„Þá sópaðist öll mölin í burtu,“
segir Össur. Urriði þarf möl í
botni til að grafa niður hrognin í
nokkurs konar gothreiður. „Mölin
verndar hin frjóvguðu hrogn og
jafnframt þarf að leika nægilegur
straumur um malarsteinana til að
hrognin fái súrefni og úrgangur
frá þeim skolist í burtu,“ útskýrir
Össur.
Fagnar náttúrulegum
urriðaseiðum í Efra-Sogi
Morgunblaðið/Einar Falur
Þingvallavatn Náttúruleg urr-
iðaseiði hafa fundist í affallinu.