Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RANNSÓKNARNEFND sjóslysa (RNS) telur árekstur Axels við Borgeyjarboða mjög alvarlegt atvik og er með málið til rannsóknar. Jón Ingólfsson, forstöðumaður RNS, var á Akureyri í gær og fór um borð í skipið og talaði við skipstjóra þess. Auk vettvangsrannsóknar RNS er málið líka í lögreglurannsókn hjá lögreglustjóranum á Eskifirði. Eftir að skipið kom til Akureyrar í gærmorgun var kapp lagt á að af- ferma skipið sem var fulllestað með frystri síld sem átti að flytja til Pól- lands. Gert var ráð fyrir að tæma skipið aðfaranótt föstudags og koma því upp í dag eða á morgun, laugardag. Reikna má með að skipið verði jafn- vel nokkrar vikur í slipp. Jón Ingólfsson staðfestir að sam- skiptaörðugleikar hafi átt sér stað milli skipstjóra og yfirvélstjóra í kjölfar óhappsins og hafi hinn síðar- nefndi ekki viljað ræsa skipsvélina eftir áreksturinn. „Ég lít svo á að um mjög alvarlegt atvik hafi verið að ræða. Þetta gat farið miklu verr og hugsanlega hefur bjargað hvað skipið var sterkbyggt. En það hefði getað orðið mikið tjón. Nú snýst allt um að losa skipið og koma því á þurrt,“ sagði Jón í gær. „Þá verður fróðlegt að sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Helgi Jensson, fulltrúi sýslu- mannsins á Eskifirði, staðfestir að lögreglurannsókn sé hafin hjá emb- ættinu, eins og vera ber þegar atvik af þessu tagi verða. Ekki er hægt að segja til um það hvort rannsóknin muni mögulega leiða til þess að ein- hver verði ákærður fyrir saknæma háttsemi um borð. Þá getur hann ekki sagt til um það hvort einhver hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Landhelgisgæslan hefur lokið sín- um afskiptum af málinu en starfs- menn hennar beittu íhlutunarákvæð- um laga um mengun hafs og stranda, sem sett voru árið 2004. Var það í þriðja sinn sem það var gert. Í lög- unum segir að Gæslunni sé heimilt að grípa til íhlutunar og gera þær ráðstafanir sem taldar eru nauðsyn- legar á hafsvæðinu innan mengunar- lögsögu Íslands til að koma í veg fyr- ir hættu sem hafi eða ströndum stafar af bráðamengun. Fyrst var ákvæðinu beitt árið 2006 á Reyðarfirði þegar vél í hollensku álskipi bilaði á sjó. Svo háttaði til að ekkert varðskip var á Austurlandi eða neitt af stóru kolmunnaveiðiskip- unum. Einu skipin sem voru tiltæk voru litlar trillur og björgunarbátur frá Norðfirði og ljóst var að mati Landhelgisgæslunnar að þau réðu ekkert við skipið. Landhelgisgæslan skipaði því skipstjóranum að kasta akkerum en fyrr hafði hann ekki sagst ætla að gera það því hann taldi að viðgerð tæki skamma stund. Rek- ið á skipinu var hins vegar of mikið til að Gæslan sætti sig við það og gaf því fyrirskipunina sem skipstjórinn mót- mælti ekki. Næst var íhlutunarákvæðinu beitt fyrri hluta þessa árs þegar bilað ís- lenskt fiskiskip rak í átt að landi við Reykjanes. Var skipstjóranum skip- að af Gæslunni að kasta akkerum vegna þess að ekki var útséð um að varðskip kæmist á vettvang í tæka tíð til aðstoðar. Skipstjórinn hlýddi fyrirmælunum. Halldór Nellet, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG, segir að þrátt fyrir umrædd lagaákvæði sé vald skipstjóra á hverju skipi engu að síð- ur gríðarlega mikið. „Við þurfum náttúrlega að fara varlega með okk- ar vald vegna þess að það þarf mikið til að við förum að taka fram fyrir hendurnar á skipstjóra. En við hik- um ekki við það ef okkur sýnist svo.“ Mjög alvarlegt atvik að mati RNS  „Þetta gat farið miklu verr og hugsanlega hefur bjargað hvað skipið var sterkbyggt,“ segir Jón Ingólfs- son forstöðumaður Rannsóknarnefndar sjóslysa  Flutningaskipið Axel kom til Akureyrar í gærmorgun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í öruggri höfn Ari Axel Jónsson, eigandi og útgerðarmaður skipsins, lengst til vinstri, ásamt tveimur starfsmanna sinna við Oddeyrarbryggju. FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Vodafone hyggst bjóða viðskiptavinum sínum upp á niðurhal á íslenskri og erlendri tónlist í gegnum farsíma. Þjón- ustan var kynnt sam- hliða því að fyrirtækið hleypti af stokkunum þriðju kynslóðar (3G) þjónustu sinni í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá fyrirtækinu hefur Vodafone samning við stærstu tónlistar- útgefendur heims, s.s. EMI, Warner, Sony og Universal, og geta við- skiptavinir nálgast hátt í milljón lög, sem hægt er að hala niður í símann til eignar. Ekki þarf að greiða fyrir niðurhal á ís- lenskri tónlist en hvert erlent lag kostar 99 krónur. Yfir tíu þúsund viðskiptavinir Vodafone nota símtæki sem nýtist við niðurhal á tón- list, að því er segir í tilkynningu, og aðeins ætti að taka 30 til 60 sekúndur að hala nið- ur einu lagi ef viðkomandi er með 3G-síma. Annars tekur það eina til tvær mínútur. Fyrirtækið telur að þjónustan geti orðið til að draga úr ólöglegu niðurhali á erlendri tónlist. „Við erum stolt af því að vera fyrst allra hér á landi að bjóða löglegt niðurhal á erlendri tónlist og búumst við góðum við- tökum,“ er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Vodafone, í tilkynningu. Bjóða löglegt niðurhal tónlistar Árni Pétur Jónsson FLUGVÉL Icelandair, á leið frá London til Keflavíkur, var í gærkvöldi snúið við skömmu eftir flugtak og lent í Glasgow. Ólétt kona um borð hafði misst vatnið og eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðing sjúkrastofnunar ákvað flugstjóri vél- arinnar að lenda vélinni í Glasgow þar sem konan var sótt í sjúkrabíl og komið á sjúkrahús. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upp- lýsingafulltrúa Icelandair, lenti vélin í Glasgow um kl. 22.20 og biðu farþegar um borð meðan vélin var undirbúin fyrir flug- tak að nýju. Að sögn Guðjóns var von á vélinni til Íslands einhvern tíma á bilinu milli kl. 1 og 2 í nótt. Flugvél snúið við vegna vanfærrar konu Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „NIÐURSTÖÐURNAR koma okkur ekki á óvart, það er ákveðinn stöðugleiki á Íslandi og við erum á svipuðum stað og árið 2001 með nemendur 4. bekkjar,“ segir Brynhildur Scheving Thorsteinsson hjá Námsmatsstofnun um nýjar niðurstöður alþjóðlegu PIRLS lestr- arkönnunarinnar. Könnunin nær til 40 landa og tekur m.a. til leshæfni, lesturs ólíkra teg- unda texta og lestrarvenja. Hún var fyrst gerð árið 2001 og svo aftur í fyrra og verður fram- vegis framkvæmd á fimm ára fresti. Samkvæmt rannsókninni eru íslenskir nem- endur 4. bekkjar í 32. sæti af 40 í leshæfni. Ís- lenskir nemendur 5. bekkjar eru í 10. sæti. Af Norðurlandaþjóðum er Noregur fyrir neðan Ísland í 35. sæti en Svíþjóð í 10. sæti og Dan- mörk í 15. sæti. Eftirfylgni nauðsynleg Brynhildur er ósátt við að vegna mismunar á skólakerfum sé meðalaldur þátttakenda í könnuninni hálfu ári hærri en íslenskra 4. bekkinga. Hún bendir á að samkvæmt rann- sóknum hafi þroski og aldur mikið að segja um árangur í grunnskóla. Eftir reynsluna frá árinu 2001 hafi því verið ákveðið að bæta 5. bekk við könnunina. Brynhildur vill leggja áherslu á mikilvægi eftirfylgni við rannsóknina, brýnt sé að meta hvar í skólakerfinu sé hægt að herða tökin auk þess að styðja betur við það sem gott sé. Sam- kvæmt könnuninni sé fækkun meðal íslenskra nemenda í tveimur efstu hæfnisþrepunum sem snúa að sjálfstæðri skoðanamyndun, að draga flóknar ályktanir og rökstuðningi og sé ástæða til að skoða ástæður þess. „Skóla- umhverfi okkar er mjög gott, efnisleg um- gjörð fyrir grunnskólanemendur er góð, bæði í skólum og heimilum. Öryggi í skólum er á háu stigi, ættum við ekki að geta fengið mjög góðar niðurstöður? Skýringin liggur í fólkinu en ekki námsumhverfinu,“ segir Brynhildur. Hún bendir sérstaklega á Hong Kong, sem skaust upp í 2. sæti úr því 17. á milli kannana. „Þar var sett í gang markvisst átak í framhaldi af könnuninni 2001, kennsluaðferðum í lestri og námsskrá var breytt, auk þess sem sam- vinna var höfð við foreldra og jafnvel haldin foreldranámskeið.“ Vissulega sé ekki líku saman að jafna með Hong Kong og Íslandi, en góður árangur náist með markvissri vinnu. Námsmatsstofnun hefur nú framkvæmt rannsóknina og niðurstöður liggja fyrir. Það þarf að vinna með þær og túlka til þess að þær öðlist hagnýtt gildi. Stofnunin lýsir eftir rann- sakendum í menntamálum, sem hefðu áhuga á að vinna með gögnin. „Þetta eru dýrar og viðamiklar rannsóknir og það brýnt að nýta þær fyrir okkar skólabörn og samfélag.“ Íslensk skólabörn mælast rétt yfir meðallagi í lestrarhæfni Morgunblaðið/ÞÖK Lesleikni Meðaltal leshæfni drengja er lægra en meðaltal stúlkna í öllum þátttökulöndunum. Munur á kynjunum mælist frekar mikill á Íslandi.         !"#$% &'     ( )* +  !    ,    - .            !   "##$% &      "##(  / -     -  -0 -1 - - - /0   -01           !"#  $ 27. nóvember 8.20 Flutningaskipið Axel rekst á Borgeyjarboða, úti fyrir Horna- fjarðarósi. 8.24 Björgunarfélag Hornafjarðar fer á björgunarskipi til hjálpar. Að- alvél skipsins stöðvaðst og Axel rekur aflvana í átt til lands. 9.30-10.00 Taug er komin í Axel og hann er dreginn út til hafs. Að- alvélin fer í gang á nýjan leik. Skip- inu er siglt fyrir eigin vélarafli, en nokkuð löskuðu, til Fáskrúðs- fjarðar. 18.00 Axel kemur til hafnar á Fá- skrúðsfirði og skoðaðar eru skemmdirnar. 20.30 Axel heldur úr höfn og siglir áleiðis til Akureyrar. 23.30 Axel biður um aðstoð vegna leka. Björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað fer á vettvang. 28. nóvember 7.00 Enn eitt útkallið vegna leka. Nú er Axel komin að Vopnafirði og björgunarskipið Sveinbjörn Sveins- son á Vopnafirði fer vettvang. 14.00 Axel heldur áfram siglingu og er við Langanes og heldur ótrauður áfram til Akureyrar. 29. nóvember 5.00 Axel kemur til Akureyrar. Atburðarás ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.