Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 12

Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MEIRI óánægja er nú innan sjávar- útvegsins en verið hefur um langa hríð. Kom það fram í ræðu Árna Bjarnasonar, forseta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, við setningu þings sambandsins í gær- morgun. Nefndi hann niðurskurð aflaheimilda í þorski og hávaxta- stefnu sem héldi gengi íslensku krón- unnar háu. Árni rifjaði upp orð sín á formanna- ráðstefnu FFSÍ sl. haust þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að af- koma sjávarútvegsins væri með því besta sem verið hefði um langa hríð. Það hefði breyst. Í stað hóflegrar bjartsýni og ánægju með þróun mála ríki nú innan greinarinnar meiri óánægja en verið hafi um langa hríð. Kasta ekki trolli fyrir þorsk Árni sagði að þriðjungs niður- skurður aflaheimilda í þorski hafi leitt til aðstæðna sem að sögn margra starfandi skipstjórnarmanna væru vægast sagt mjög erfiðar. Menn væru á flótta undan þorski og margir skip- stjórnarmenn á togskipum teldu að þeir myndu ekki kasta trolli fyrir þorsk þetta fiskveiðiárið. Árni vitnaði í umsögn FFSÍ um þingsályktunartil- lögu Frjálslynda flokksins um aukn- ingu þorskveiðiheimilda, þar sem þeirri spurningu er varpað fram hvort ekki sé með þessum mikla niður- skurði, án ásetnings, verið að auka líkur á að upp komi staða þar sem veruleg verðmæti glatist án þess að þorskstofninn njóti aukinnar friðunar í raun. „Þetta er nákvæmlega það sem ég heyri að menn óttist að muni eiga sér stað við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði Árni. Forseti FFSÍ sagði að fyrir utan þorskniðurskurðinn hefði hávaxta- stefna í peningamálum haft verst áhrif á þá sem tengjast sjávarútveg- inum. Gengi krónunnar hafi verið haldið svo háu að ef ekki hefðu komið til verulegar afurðaverðshækkanir í erlendri mynt væri sjávarútvegurinn mun verr staddur en raun ber vitni. Hvatti Árni til þess að dregið yrði úr þenslunni í þjóðfélaginu með aðgerð- um í opinberum fjármálum og pen- ingamálum. Stefna langtíma jafn- vægis væri áhrifaríkari mótvægis- aðgerð til handa sjómönnum en annað sem nefnt hefði verið. Búið að ráðstafa 645 milljónum Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra fór í ávarpi sínu við setningu þings FFSÍ yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar kvótanið- urskurðarins, þær sem beinlínis snúa að sjávarútvegsráðuneytinu. Kom fram að þegar hefur verið ráðstafað 645 milljónum kr. til ýmissa verkefna. Meðal aðgerða er efling togararalls Hafrannsóknastofnunarinnar. Búið er að skipa starfshóp hagsmunaaðila til að fara yfir hvernig það verði best gert. Þá fór ráðherrann yfir breytingar sem gerðar hafa verið til að auka að- gengi sjómanna að ýsu og fleiri teg- undum, meðal annars eftir ábendingu forseta Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. „Með þessum aðgerð- um vildi ég koma til móts við vel rök- studdan málflutning forystumanna ykkar og margra skipstjórnarmanna sem ég hef rætt við á umliðnum mán- uðum í kjölfar niðurskurðar aflaheim- ilda. Mér er ljóst að við verðum að gera allt sem unnt er til að það takist að gera sem mest verðmæti úr því sem veitt er og tryggja aðgengi að þeim fisktegundum sem við viljum ná,“ sagði Einar. Aðstæður vægast sagt erfiðar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Afmæli Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, setur þingið á Grandhótel Reykjavík. Í HNOTSKURN »Farmanna- og fiskimanna-samband Íslands er sam- band stéttarfélaga skipstjórn- armanna á Íslandi, bæði á fiskiskipum og farskipum. »FFSÍ var stofnað 1937 ogfagnar því sjötíu ára af- mæli sínu í ár. Tímamótanna er minnst á yfirstandandi árs- þingi. » Í tilefni afmælisins er ver-ið að kanna möguleika þess að láta skanna inn og hýsa alla árganga Sjómanna- blaðsins Víkings frá upphafi, 1939. Það eru hátt í 30 þúsund blaðsíður. Deilt um málfrelsi Hart var deilt um nýtt þingskapa- frumvarp í upphafi þingfundar í gær en forseti Alþingis leggur frumvarpið fram ásamt þingflokksformönnum allra flokka nema Vinstri grænna. Þingmenn VG gagnrýndu frumvarpið harðlega og voru ósáttir við forseta þingsins að ná ekki samkomulagi við alla flokka. Framsóknarmennirnir Bjarni Harð- arson og Höskuldur Þór Þórhallsson tóku undir það að svona mál ættu að vera lögð fram í samstöðu en að öðru leyti gáfu þingmenn lítið fyrir ásaknir VG um að með frumvarpinu væri verið að selja málfrelsið fyrir annars löngu tímabærar úrbætur á starfsaðstöðu þingmanna. Kristinn H. Gunnarsson, Frjáls- lyndum, vísaði ásökunum um óvönd- uð vinnubrögð forseta á bug: „Það sem hefur komið mér mest á óvart eru óvönduð vinnubrögð hæstvirtra forystumanna Vinstri grænna sem hafa talið sig geta og viljað stjórna störfum þingsins.“ Allir í endurmenntun? Lúðvík Bergvinsson var ekki á því að tvær langar ræðu væru „meira mál- frelsi“ en margar stuttar en sam- kvæmt frumvarp- inu mega þingmenn taka til máls eins oft og þeir vilja við aðra og þriðju um- ræðu, en ekki eins lengi og þeir vilja. Flokksbróðir hans, Helgi Hjörv- ar tók undir það: „Langar og leið- inlegar ræður eins og við höldum stundum hér í þinginu eru hvorki for- senda málfrelsis né lýðræðis í land- inu. Þvert á móti, sá sem ekki getur sagt skoðun sína á máli á 15 mín- útum á að vera á endurmennt- unarnámskeiði en ekki Alþingi Ís- lendinga.“ Hefði tekið átta tíma Til gamans má geta þess að hefði fjárlagaumræða gærdagsins, sem stóð fram á nótt, farið fram eftir reglum frumvarpsins þá hefði henni lokið talsvert fyrr. Að vísu má ætla að þingmenn hefðu tekið oftar til máls en hefði mælendaskrá verið eins og hún var í gær hefði umræðan tekið í kringum átta eða níu klukkustundir og fundi því lokið á aðeins kristilegri tíma. Helgi Hjörvar Magnús Stefánsson 28. nóvember Vindhanapólitík Ég hef tekið eftir því að í umfjöllun fjölmiðla um þessa niðurstöðu SÞ koma einstakir ráðherrar Samfylk- ingar fram og mæra niðurstöðuna. Þeir eru þar með að taka undir það sem við héldum fram fyrir síðustu kosningar. Hvað sagði Samfylkingin þá? Því var haldið fram að hér væri allt að fara norður og niður, velferðarkerfið komið að fótum fram, allt í kaldakoli! Það er annað hljóð í þeim nú en þá, enda sagði einn þingmanna Sam- fylkingarinnar í sumar að það væri ekkert að marka það sem Samfylk- ingin sagði fyrir kosningar vegna þess að nú væri hún komin í rík- isstjórn. Þetta kallast vindhana- pólitík. Nú hins vegar er brjálað að gera hjá Samfylkingunni við að skreyta sig með stolnum fjöðrum! Meira: www.magnuss.is Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is STJÓRNARANDSTAÐAN gagn- rýndi harðlega forsendur fjár- lagafrumvarps fyrir árið 2008 í annarri umræðu um það á Alþingi í gær. M.a. kom fram að óvissu- þættir væru of miklir og áætlanir um minnkandi verðbólgu ekki trúverðugar. Umræðan fór um víðan völl og var ekki lokið þegar Morgunblað- ið fór í prentun laust fyrir mið- nætti í gærkvöld. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sagði nefndina hafa haldið 31 fund og átt viðtöl við hundruð aðila við afgreiðslu frumvarpsins en gagnrýndi jafn- framt það vinnulag að nefndin væri að hitta aðila vítt og breitt um landið vegna einstakra verk- efna á þessum árstíma. Það mætti gera á öðrum tímum. Þá ítrekaði Gunnar þær hug- myndir sínar að þingið ætti að sinna betur eftirlitsskyldu sinni með fjárlögum. „Síðustu mánuð- ina hefur nefndin breytt verulega um vinnulag og hefur fjallað ítrekað um framkvæmd fjárlaga,“ sagði Gunnar. Illa unnið frumvarp Tveir nefndarmenn í minni- hluta fjárlaganefndar, Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, og Guðjón A. Kristjáns- son, þingmaður Frjálslyndra, sendu frá sér sérálit á frumvarp- inu og það sama gerði fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Bjarni Harðarson. Jón og Guðjón sögðu óvissu- þætti í forsendum fyrir frumvarp- inu alltof stóra, m.a. vegna stór- iðjuframkvæmda, gengis íslensku krónunnar og komandi kjara- samninga. „Ég minnist þess ekki að hafa fengið jafnilla unnið fjár- lagafrumvarp frá fjármálaráð- herra eins og þetta er,“ sagði Jón í umræðum um frumvarpið. Jón sagði jafnframt að þess sæjust lítil merki að ný ríkisstjórn hefði tekið við völdum. Engin stefnubreyting væri í fjárlaga- áherslum, forgangsröðunin væri sú sama og þess sæi ekki stað að núverandi ríkisstjórn hygðist efna umfangsmikil kosningaloforð. Bjarni Harðarson taldi forsend- ur frumvarpsins einnig ótrúverð- ugar og að fátt benti til þess að verðbólga minnkaði um 3,3,% árið 2008 eins og gert væri ráð fyrir. Bjarni sagði svigrúm ríkissjóðs vera of lítið og hagstjórnarmögu- leika þ.a.l. litla. „Það er einfaldlega í hagkerfinu eins og í lífinu, að það þarf sterk bein til að þola góða daga,“ sagði Bjarni og bætti við að með frumvarpinu væri einfaldlega verið að eyða of miklum peningum. Ósátt við forsendur fjárlagafrumvarps Morgunblaðið/Ómar Aldrei verra Jón Bjarnason sagðist aldrei hafa séð eins illa unnið fjárlaga- frumvarp og það sem nú er til meðferðar á þingi. Í HNOTSKURN » Önnur umræða um fjár-lagafrumvarp fyrir 2008 fór fram á Alþingi í gær. » Breytingartillögur fjár-laganefndar nema tæpum 1,3 milljörðum króna. » M.a. fara tæpar 100 millj-ónir í bætta starfsaðstöðu þingmanna, s.s. ráðningu að- stoðarmanna fyrir formenn stjórnarandstöðuflokkanna. » Þá fær Mannréttinda-skrifstofa 10 milljónir króna en hún hefur ekki feng- ið fjárheimildir með fjárlögum undanfarin ár. Slæmt að nefndin sé á fundum um allt land á þessum tíma ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA ÚR VERINU STÓRAUKIÐ samstarf milli Íslands, Færeyja og Grænlands er efni fimm þings- ályktunartillagna sem sex þing- menn hafa lagt fram á Alþingi. Tillögurnar fela allar í sér samkomulag við landsstjórnir Færeyja og Græn- lands, m.a. um stofnun norræns lýðháskóla, gerð skyldunámsefnis fyrir unglinga um ólík kjör og hlutskipti kvenna á norðurslóð- um og mannréttindi og aukna samvinnu um rannsóknir á helstu nytjastofnum sjávar. Tillögurnar eru allar settar fram á grundvelli ályktunar Vestnorræna ráðsins sem voru samþykktar á fundi í Nuuk á Grænlandi í fyrra en flutnings- menn eru: Karl V. Matthíasson, Árni Johnsen, Guðbjartur Hann- esson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðni Ágústsson og Jón Gunn- arsson. Lýðháskóli og námsefni um konur Karl V. Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.