Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 19 Best er að játa það strax: Ég las þessa bók með áfergju eins og um spennusögu væri að ræða. Kannski ber það því einfaldlega vitni hversu mikill fagídjót ég er en þó held ég að allir sem áhuga hafa á íslenskum bókmenntum yfirhöfuð hljóti að hafa gaman af Sköpunarsögum Péturs Blöndals blaðamanns. Hér er um að ræða viðtöl við 12 íslenska rithöfunda sem fæddir eru á árabilinu 1922-1976 og spanna verk þeirra allan síðari hluta 20. aldarinnar ef miðað er við útkomuár bókanna. Viðtölunum er raðað eftir aldri rithöfundanna, sá yngsti, Guðrún Eva Mínervudóttir, er fyrst og sá elsti, Kristján Karls- son, síðastur. Pétur hefur valið sér viðmælendur af öllum kynslóðum nú- lifandi höfunda og höfundarverk þeirra spanna flestar greinar bók- mennta; það er helst leikritunin sem situr á hakanum. Alltaf má deila um hvaða höfundar eru með og hverja vantar en allur 12 manna hópurinn er vel að heiðrinum kominn og síðan getur maður bara vonast til að Pétur sendi frá sér fleiri sköpunarsögur síðar. Það er kúnst að taka viðtöl sem eitthvað er varið í og það vekur strax eftirtekt hversu vel hér er vandað til verks. Viðtalshöfundur dettur ekki niður í þann pytt að skauta yfirborðs- lega í gegnum „ævi og verk“ viðmæl- enda sinna, heldur er ljóst frá upp- hafi að hann hefur metnað til að skila vel unnu verki og í formála kemur fram að hann hefur gefið sér tíma til að lesa öll útgefin verk höfundanna auk þess sem hann hefur kynnt sér rjómann af útgefnum viðtalsbókum, svo sem samtalsbækur Matthíasar Johannessen og bók Matthíasar Við- ars Sæmundssonar, Stríð og söngur, o.fl. slíkar. Þessa forvinnu má vel merkja á spurningum Péturs og úr- vinnslu hans á viðtölunum. Hann hefur að leiðarljósi að reyna að veita lesandanum innsýn inn í það ferli sköpunar sem á sér stað í vinnu höfundanna auk þess sem hann for- vitnast um vinnulag hvers og eins, spyr um kveikjurnar að skáldverkum þeirra og krefur þá jafnvel um skýr- ingar á einstaka þáttum í skáldverk- um. Öll viðtölin hefjast á stuttri og hnitmiðaðri persónu- og eða um- hverfislýsingu og á eftir fylgir ít- arlegt viðtal við viðkomandi höfund. Viðtölin eru fjölbreytt og ólík inn- byrðis, eins og gefur að skilja þegar um ólíka viðmælendur er að ræða. Þau eru hins vegar, fyrir minn hatt, öll áhugaverð og fróðleg og mörg bráðskemmtileg. Sérstaklega er hér fengur að viðtölum við tvo heið- ursmenn sem hurfu af sjónarsviðinu meðan á vinnslu bókarinnar stóð: Þorstein Gylfason og Elías Mar. Bráðskemmtilegt er viðtalið við þann síðarnefnda því hann tekur sig mátu- lega hátíðlega og hikar t.d. ekki við að segja frá hugmyndum að verkum sem aldrei urðu til. Sérlega gaman er einnig að lesa viðtalið við Sigurð Guð- mundsson myndlistarmann sem nálgast skriftirnar á allt annan hátt en aðrir viðmælendur Péturs. Sköpunarsögur er eiguleg bók, í fallegu broti og prentuð á vandaðan pappír og prýdd sérlega góðum ljós- myndum Kristins Ingvarssonar; myndin af Guðrúnu Evu sem tekin er gegnum gluggarúðu er mögnuð; það er engu líkara en að úr höfði hennar vaxi greinamikið tré, sem kannski má líta á sem táknmynd fyrir alla góða rithöfunda. Skemmtilegar sköpunarsögur BÆKUR Viðtalsbók Texti: Pétur Blöndal. Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson. Mál og menning 2007, 311 bls. Sköpunarsögur. Viðtöl við 12 rithöfunda Soffía Auður Birgisdóttir Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Góðar ljósmyndir Pétur Blöndal ræðir við Kristján Karlsson rithöfund. Það er ennþá stríð í Afganistan. Þrjátíu ára hörmungum lauk ekki alveg eftir að Talíb- anar voru hraktir frá þegar Bandaríkja- menn réðust inn í landið. Talíbanar eru ennþá sterkir, stríðs- sveitir andspyrnu- manna eru ennþá að og Bandaríkjamenn gera árásir á þá sem stundum misheppn- ast. Þessi ógnvekj- andi staðreynd er efst í huga mínum þegar ég hef lokið lestri Þúsund bjartra sóla eftir Afganann Khaled Hosseini. Hann skrifaði einnig Flugdrekahlauparann og hefur gefið okkur, sem þurfum ekki að óttast um líf okkar hvern dag, sýn í líf þeirra stríðshrjáðu. Við trúum því sem Hosseini skrifar þó að þetta séu skáldsögur, við trúum því vegna þess að honum er lagið að segja sögu á hógvær- an, einlægan og spennandi hátt með lifandi persónusköpun, slá- andi raunsæislýsingum á stríðs- hörmungum og fögrum ljóð- rænum lýsingum. Þúsund bjartar sólir er sögð frá sjónarhóli tveggja kvenna, þeirra Mariam og Lailu, sem eru fæddar 1959 og 1978. Þær koma úr ger- ólíku umhverfi, önnur er alin upp í skömm sem lausaleiksbarn ríks manns sem á þrjár eiginkonur en hin er dóttir menntamanns og alin upp við að hún eigi að fara í há- skóla og láta að sér kveða. Vegna hroðalegra stríðshörmunga eru þær leiddar saman á heimili manns sem lætur þær klæðast búrku þegar þær fara út á meðal fólks. Mariam sættir sig við búrkuna, Laila gerir það ekki í fyrstu en lætur svo undan þar sem refsingin er gegndarlaust ofbeldi manns sem finnst konur vera úrhrök. Í gegnum netið á búrk- um kvennanna tveggja fylgjumst við með stríðinu, eyði- leggingunni, lífsvilj- anum, uppgjöfinni og ástinni. Það er næstum því eins og að vera á staðnum. En við erum ekki á staðnum, við erum örugg hér heima. Með Flugdrekahlauparanum flysjaði Khaled Hosseini nokkur lög af fjölmiðlamyndinni af Afgan- istan. Með Þúsund björtum sólum sýnir hann okkur alla leið inn í kjarnann. Ég þakka honum kær- lega fyrir það og þakka JPV fyrir að gefa bókina út í góðri þýðingu. Inni í búrkunni BÆKUR Skáldsaga Eftir Khaled Hosseini Þýdd af Önnu Maríu Hilmarsdóttur 335 bls. JPV útgáfa, Reykjavík 2007. Þúsund bjartar sólir Hrund Ólafsdóttir Khaled Hosseini Eins og titill bókarinnar gefur til kynna á að telja dýr í þessari bók. Í fyrstu opnunni er einn hvalur, í þeirri síðustu eru tíu hunangs- flugur og þar á milli er komið víða við í íslenska dýraríkinu. Bókin hentar vel lesendum frá tveggja ára, eða þeim eru að byrja að læra að telja. Og í bókinni er margt að telja og finna. Með hval- inum eina er ein sól og eitt ský, en með refunum fimm eru fimm ský, fimm steinar og fimm blóm. Eflaust geta allt að 4-5 ára krakkar líka haft gaman af bók- inni, þar sem þau kunna að telja en eru nú að læra tölustafina. Þau geta þá fundið út um hvaða tölu- staf ræðir með því að telja dýrin, muna hvaða tölustafur kemur á undan eða kíkja á blaðsíðuhornið þar sem litlar hendur með réttum fjölda fingra á lofti geta verið góð ábending. Lesendurnir geta lært fleira en að telja, því hverju dýri fylgja 1-2 setningar af vel völdum upplýs- ingum um eðli þeirra eða sér- kenni. Dóttur minni fannst mjög gaman að vita að refur getur líka heitið tófa, lágfóta og melrakki, enda skýrði það ýmislegt í sam- bandi við lagið um Sigga sem var úti. Myndirnar eru skýrar og skemmtilegar, letrið lifandi. Allt við þessa bók er úthugsað og hnit- miðað. Með henni má bregða á margvíslegan leik, og þá reynir á upplesarann að finna verkefni sem leyfa yngri lesendanum að telja, finna, muna, fylla í eyðurnar, vera klár og finna til sín. Margslungin talning BÆKUR Barnabók Myndir og texti: Halldór Á. Elvarsson. Mál og menning. 2007. 20 bls. Teljum dýr 1, 2 & 3 Hildur Loftsdóttir TEXTI bókar þessarar er óform- legur og þar með óþvingaður en hefði mátt vera meira unninn. Frá- sögn sögumanns er vafalaust látin halda sér að svo miklu leyti sem unnt er. Það hefur þann kost að frásögnin kemst til lesandans nær því sem sögumaður segir frá. Gallinn er á hinn bóginn sá að venjulegt talað mál er varla nokkru sinni svo skipu- legt að það njóti sín með sama hætti í prentuðum texta eins og það hljómar af vörum sögumanns. Skrásetjarinn hefði gjarnan mátt hafa það í huga. Sögumaðurinn, Sveinn í Kálfs- skinni, hefur annars frá mörgu að segja, segir vel og fjörlega frá og skemmtir lesandanum með skondn- um gamansögum af fólki og atburð- um. Hann er smiður og bóndi en hef- ur líka verið virkur í félagsmálum stéttar sinnar. Á búnaðarþingum og í öðrum bændasamtökum hefur hann bent á hversu ferðaþjónusta geti styrkt byggðina þar sem þrengt hefur að hefðbundinni búvörufram- leiðslu. Jafnframt leggur hann áherslu á að bændur verði að bjóða ferðamanninum eitthvað sem aðrir geti ekki boðið. Sjálfur hefur hann leitast við að sanna það í verki. Sveinn hefur víða farið, bæði inn- anlands og erlendis, og segir margt af ferðum sínum og annarra. Sá sem vill feta í spor hans og njóta ferð- arinnar getur sitthvað af ferðalýs- ingum hans lært. Nafnaskrá fylgir. Lofsvert er það út af fyrir sig. En það verk hefði líka þurft að vera betur unnið. Gælunöfn eins og Gústi og Kalli upplýsa ekki fleira en það sem í sjálfum textanum stendur. Sá sem hyggst taka saman nafnaskrá verður að geta flett upp í manntali. Smiður og bóndi BÆKUR Endurminningar Endurminningar Sveins í Kálfsskinni. Höf. Björn Ingólfsson. 448 bls. Útg. Bókaútgáfan Hólar. 2007. VASAST Í ÖLLU Erlendur Jónsson RISA JÓLAUPPBOÐ Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudagskvöldið 2. desember og mánudagskvöldið 3. desember. Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag 10–18, laugardag 11–17 og sunnudag 12–17, en það sem boðið verður upp á mánudagskvöld verður einnig sýnt á mánudag 10–18. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is N ína Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.