Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 32

Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 32
Ég vil í fáum orðum minnast tengdamóður minnar. Það var vetur- inn 1960 að ég og bróðir minn rákum fiskverkun í Keflavík en á þeim tíma var oft erfitt að fá mannskap til vinnu því nóg var að gera og mikil vinna tengdist flugvellinum. Eini möguleik- inn til að fá menn í aðgerð var að bjóða kvöld- og helgarvinnu, um ann- að var ekki að ræða. Menn lögðu mik- ið á sig á þessum árum. Eftir að hafa unnið fullan vinnudag í fastri vinnu þá var farið í fiskvinnu á kvöldin og um helgar. Einn af þessum ósérhlífnu mönn- um var Erling Eyland Davíðsson, verðandi tengdafaðir minn, sem lést langt um aldur fram 58 ára gamall. Þá kynntist ég einnig konu hans, Guðrúnu S. Gísladóttur. Guðrún var sterkur persónuleiki og skemmtilegur karakter, hún var vel greind og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og í pólitíkinni vissi hún hvar hún stóð. Hún var ljóðelsk og unni mjög gömlu íslensku ljóðskáld- unum. Hófsemi og nægjusemi í öllu var hennar aðalsmerki. Hún var ein af mörgum konum sem á þessum tíma helguðu heimilinu krafta sína og kusu að annast uppeldi barna sinna sjálfar og það gerði Guð- rún af kostgæfni og hlaut ríkuleg laun erfiðis síns eins og afkomendur hennar bera glöggt vitni um. Hún minntist oft á afstöðu þeirra kvenna sem börðust fyrir því að koma sínum börnum og annarra fyrir á dagheim- ilum. Það fannst henni ekki vænleg þróun. Það var alltaf gaman að fá Guð- rúnu í heimsókn á afmælis- og tylli- dögum. Það má segja að það hafi ver- ið fastur liður hjá henni að halda ræðu á slíkum stundum. Hún komst alltaf vel og skemmtilega að orði og það brást aldrei að hún kom aðeins inn á pólitíkina í ræðum sínum en hún gerði það svo skemmtilega að allir höfðu gaman af. Það kom oft fram í ræðum hennar á slíkum stundum að einn versti ljóður á annars ágætum mönnum sem hún var að ræða um, var að þeir voru á annarri skoðun en hún sjálf í pólitíkinni. Það vildi svo til að stutt frá heimili hennar hafði verið reist stytta af Ólafi heitnum Thors. Guðrún átti það til þegar hún var að passa barnabörnin að labba með þau að styttunni og segja þeim frá Ólafi Thors og um leið leggja grunn- inn að pólitískri framtíð barnabarna ✝ Guðrún S. Gísla-dóttir fæddist á Sólbakka í Garði í Gerðahreppi 25. febrúar 1916. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík 21. nóv- ember sl. Foreldar Guð- rúnar voru hjónin Steinunn Stefanía Steinsdóttir hús- freyja, f. 18.10. 1895, d. 31.1. 1944 og Gísli Sighvatsson formað- ur og útgerðarmaður í Garði, síðar í Keflavík, f. 4.5. 1889, d. 19.9. 1981. Systkini Guðrúnar eru Þorsteinn kennari, f. 7.10. 1917, d. 25.8. 1939, Sighvatur Jón afgreiðslumaður, f. 16.6. 1920, d. 7.7. 2001, Ingibjörg húsmóðir, f. 4.8. 1926, og dvelur nú á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði. Hálfbróðir Guðrúnar er Hörður Gíslason fjármálastjóri, f. 11.6. 1948, búsettur í Reykjavík. Guðrún giftist árið 1938 Erlingi Davíðssyni sjómanni og bifreið- arstjóra, f. 8.3. 1916 í Reykjavík, d. 8.9. 1974 í Keflavík. Foreldrar Er- lings voru Davíð Björnsson búfræð- ingur og seinna bóksali í Winnipeg, f. 7.7. 1890, d. 29.9. 1981 og Krist- jana Guðbrandsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 7.8. 1895, d. 26.5. 1983. Guðrún og Erling eignuðust 6 börn, þau eru: 1) Örn skipstjóri, f. 3.2. 1937. Örn giftist Bergljótu Stefánsdóttur, f. 14.5. 1938, d. 12.8. Börn þeirra eru: a) Ester, f. 1962, maki Elías Theódórsson, f. 1961. Börn þeirra eru Elísa og Esra. b) Guðrún, f. 1963. Hún var gift Grét- ari Erlingssyni, dóttir þeirra er Agnes. c) Davíð, f. 1969, sambýlis- kona er Hrönn Helgadóttir. 4) Þor- steinn skipstjóri, f. 28. 5. 1943, maki Auður Bjarnadóttir, f. 25.12. 1944. Börn þeirra eru: a) Björk, f. 1968, maki Guðmundur J. Guð- mundsson, f. 1965. Dætur þeirra eru Auður Erla og Sonja Steina. b) Guðrún, f. 1972, hún var gift Sig- urði Guðmundssyni. Dætur þeirra eru Sigrún Björk og Helga Guðrún . c) Sigríður, f. 1974. d) Erla, f. 1978. 5) Kristjana Pálína, starfs- maður Fríhafnarinnar, f. 4.10. 1949. Hún var í sambúð með Hans Erik Håkansson. Börn þeirra eru: a) Erling, f. 1980. b) Sara, f. 1985. 6) Stefanía, starfsmaður Air Atlanta, f. 28. 6. 1953. Hún var gift Birgi Svan Símonarsyni. Synir þeirra eru: a) Steinar Svan, f. 1982. b) Sím- on Örn, f. 1984. Guðrún ólst upp í foreldrahúsum á Sólbakka í Garði. Það var mikið menningarheimili. Söngur og tón- list voru í hávegum höfð og það hefur skilað sér til afkomenda í rík- um mæli. Guðrún var virkur þátt- takandi í Slysavarnadeild kvenna í Garði sem stofnuð var 10. marz 1934. Hún var einnig virkur félagi í sjálfstæðiskvennafélaginu Sókn. Hún bjó lengst af í Steinshúsi í Gerðum en fluttist til Keflavíkur 1958 að Vatnsnesvegi 30 með fjöl- skyldu sinni. Guðrún bjó um skeið á Kirkjuvegi 11 en hin síðustu ár á dvalarheimilinu Hlévangi þar sem hún naut frábærrar umönnunar. Þar lést hún hinn 21. nóvember sl. Útför Guðrúnar verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13.30. 2000. Synir þeirra eru: a) Stefán, f. 1962, maki Elín Guðjóns- dóttir, f. 1964. Börn þeirra eru Stefanía Bergljót og Friðrik Þjálfi. b) Erlingur, f. 1967, sambk. Þórdís Lúðvíksdóttir, f. 1975. Börn þeirra Elísabet Eva, Lovísa Ýr, áður átti Erling soninn Örn. c) Hjörtur, f. 1971, maki Björg Ólafsdóttir, f. 1975. Dætur þeirra Berg- ljót Sóllilja og Tinna Steinunn. d) Örn, f. 1975. Fyrir átti Örn dótturina Dagfríði Guðrúnu, f. 1958, maki Sigurvin Breiðfjörð Guðfinnsson, f. 1958. Synir þeirra eru Guðfinnur Guðjón, f. 1978 og Rúnar Már, f. 1982. Sambýliskona Arnar Erlings er Ingunn Þóroddsdóttir. 2) Steinn vélstjóri, f. 14.1. 1939, maki Hildur Guðmundsdóttir, f. 27.4. 1940. Börn þeirra eru: a) Einar Ólafur, f. 1960, maki Sigríður Dagbjört Jóns- dóttir, f. 1961. Börn þeirra eru Hildur, Jón, Haukur og Elísabet. b) Dagný Alda, f. 1962. Hún var gift James Stewart Ruben. Synir þeirra eru Aron Steinn og Magnús Egill. c) Una, f. 1966, maki Reynir Val- bergsson, f. 1960. Dætur þeirra eru Stefanía og Sóley. d) Guðmundur Kristinn, f. 1978. 3) Steinunn, starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, f. 28.12. 1941, maki Ólafur Sigurðsson, f. 7.8. 1936. sinna á sinn hógværa hátt. Það er söknuður að slíkri persónu, en þannig er lífið og dauðinn ekki umflúinn. En minningarnar lifa og barnabörnin munu ylja sér við sög- urnar um „ömmu Gúu“ en það gælu- nafn gaf hún sér sjálf. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Sigurðsson. Það eru margar góðar minningar tengdar ömmu okkar, Guðrúnu S. Gísladóttur. Hún var baráttukona með sterkar skoðanir en bar mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Stundum tókumst við á en sættumst jafnharðan aftur. Og líklega lagði hún grunninn að pólitískum áhuga okkar bræðranna enda ófáir göngutúrarnir frá Vatnsnesvegi að styttunni af Ólafi Thors þar sem fræðslan fór fram. Hún var líka frábær leikfélagi. Þeir voru ófáir leynistaðirnir á Vatnsnes- vegi. Reyndar var allt hverfið eins og ævintýraheimur, hægt var að smeygja sér undir girðinguna hjá Steinunni eða stökkva yfir garðinn hjá Guðrúnu Möller. Skemmtilegast var þó þegar amma lék við okkur bræðurna fótbolta úti í garði. Yfirleitt endaði leikurinn á því að amma sparkaði boltanum í markið og á eftir boltanum flaug inniskórinn í fallegum boga stöngina inn. Þá hlógum við. Amma Guðrún var góður kokkur. Hún eldaði dýrindiskjötsúpu, læri á sunnudögum og soðna ýsan stóð allt- af fyrir sínu. Eldamennska ömmu var líkt og hún sjálf, laus við allt stærilæti og sýndarmennsku. Amma Guðrún bakaði vöfflur og vínarbrauð. Í minn- ingunni var alltaf vínarbrauðsilmur út á hlað á Vatnsnesveginum; þegar við lögðum í heimreiðina og heyrðum marrið í mölinni undan dekkjum gamla Skódans. Amma Guðrún hugsaði vel um garðinn sinn. Hún setti niður kart- öflur og rabarbara. Það var alltaf gaman þegar við fengum að hjálpa til við uppskeruna. Enda var amma Guðrún afar nægjusöm og ekki fyrir neinn óþarfa. Þegar við vorum sendir út í búðina á horninu var sko skylda að koma heim með miðann til að passa upp á að allt stemmdi. Og við þurftum að muna sjálfir hvað við átt- um að kaupa. Það var hluti af hennar námskrá – alveg eins og þegar hún kenndi okkur margföldunartöfluna og bænirnar á kvöldin. Amma Guðrún var mikill ræðu- snillingur. Í fermingarveislum og jólaboðum var beðið eftir að hún myndi hefja upp raust sína. Hún virt- ist alltaf eiga nóg af góðum ráðum, heilræðum sem hafa fylgt okkur strákunum út í lífið. Við áttum að standa beinir í baki, tyggja vel og þvo okkur um hendur fyrir matinn. Þegar árin færðust yfir breyttust kröfurn- ar. Hún varð mér fyrirmynd í að hætta að reykja og okkur báða hvatti hún til að fylgja eigin sannfæringu og sýna almættinu auðmýkt. Það var okkur bræðrunum ómet- anlegt að eiga svona góða ömmu. Hún var nefnilega svo góður vinur okkar. Hún var góður hlustandi og skilningsrík. Þegar heilsunni tók að hraka var komið að okkur að halda í hönd hennar. Þau augnablik sem við áttum með henni, við rúmgaflinn á Hlévangi, munu aldrei hverfa okkur úr minni. Allt fram á hinstu stund bar hún höfuðið átt. Hún skildi við þenn- an heim með reisn. Við kveðjum ömmu Guðrúnu með virðingu og þakklæti í hjarta. Steinar Svan og Símon Örn. Mannlífið er daufara eftir að silf- urhærða konan með alpahúfuna og göngugrindina er horfin á braut. Amma Guðrún var sá allra mesti kar- akter sem ég hef komist í kynni við og er ógleymanleg þeim sem hana þekktu. Hún var stálgreind, skemmtileg og minnug með eindæmum. Húmorinn var óborganlegur. Hún var manna orðheppnust og fór með vísur alltaf á réttu augnablikunum. Milli okkar var ætíð sterkt og gott samband. Við átt- um skap saman. Andlát hennar markar kaflaskil. Ég á ekki von á því að þó ég bregði mér í heimsókn verði ég beðin um að flytja ljóð eða vera með tískusýningar eins og ég gerði fyrir hana. Þar sem amma var hrein- skilin fékk ég oftar last en lof fyrir háhælaðan og stórhættulegan skó- fatnað. Ég kunni vel að meta ráðlegg- ingarnar en fór ekkert sérstaklega eftir þeim, okkur til gamans. Úr barnæsku eru mér minnisstæð- ar gönguferðir með ömmu til að fá frískt loft. Þá var farið og dáðst að styttunni af Ólafi Thors hjá bæjar- skrifstofunum. Amma dásamaði hæfileika hans sem Sjálfstæðisflokk- urinn naut góðs af og svo var hann bráðhuggulegur. Hann var grand! Pólitískt uppeldi hennar skilaði til- ætluðum árangri og við urðum sam- herjar í pólitík. Ef amma var eitthvað slöpp þá var næsta víst að hún hresst- ist þegar það styttist í kosningar, og við fórum saman á kjörstað í vor og hún kaus í hinsta sinn. Það er eftirsjá að ömmu og það er mér eftirminnilegt í árlegu jólaboði fjölskyldunnar þegar hún gekk í kringum jólatréð með aðstoð göngu- grindarinnar og söng jólalög. Hún var ekki að hika við hlutina. Í seinni tíð töluðum við amma oftar um Þorstein bróður hennar sem var henni ákaflega kær en hann lést ung- ur af slysförum. Við ræddum um þá fagnaðarfundi sem yrðu með þeim þegar að endurfundum kæmi og nú er sú stund runnin upp. Að síðustu votta ég aðstandendum samúð mína og þakka starfsfólki Hlévangs fyrir góða umönnun. Ég bið guð að blessa minningu stórfenglegrar konu sem ég var svo heppin að eiga fyrir ömmu. Megi hún hvíla í friði. Sigríður Þorsteinsdóttir. Amma Gunna var engin venjuleg amma. Hún var mjög pólitísk, ákveð- in, orðheppin, skemmtileg og hafði góðan húmor. Þegar ég fór í heim- sókn til hennar á Vatnsnesveginn, þá var ýmislegt brallað en þó klikkaði ekki rútínan hennar. Við fórum í gönguferð og virtum fyrir okkur styttuna af Ólafi Thors, síðan sendi hún mig með innkaupanetið út í Sölvabúð og síðast en ekki síst átti ég að tyggja hvern bita 40 sinnum. Við horfðum á Derrick og í sameiningu leystum við hvert glæpamálið á fætur öðru. Amma fræddi mig um listamenn, skáld og Sjálfstæðisflokkinn. Ekki get nú sagt að áhuginn hjá mér hafi verið mikill, íþróttir áttu hug minn allan og fannst henni það óttalegt puð. Hún sagði svo oft við mig: ertu ekki slæm í skrokknum og viltu ekki hvíla þig. Amma hringdi oft heim og sagði mér frá merkilegum útvarpsþáttum sem voru að byrja á Rás 1. Ég ætti að hlusta, ég hefði svo gaman af því. Stundum vissi ég ekki um hvaða fólk hún var tala, en þá sagði mín í ákveðnum tón: Erla mín, að þú skulir segja þetta, og hélt síðan góðan fyr- irlestur. Eitt sitt var ég í pössun hjá ömmu í nokkra daga. Hún sendi mig á hverj- um morgni út á stétt til að greiða mér, hún sagði að ég gæti stíflað vaskinn með öllu þessu hári, því stóð ég kl. 7.30 úti á stétt og greiddi mér, svei mér þá ef flækjan var ekki meiri þegar inn var komið. Við amma ræddum oft um jólainn- kaup og jólaskreytingar. Henni fannst algjört rugl hversu miklu fólk eyddi í jólagjafir. Fyrir ein jólin kom ég til hennar á Kirkjuveginn hlaðin jólaskrauti og ætlaði ég að lífga upp á íbúðina hennar. Hún hélt nú ekki, þetta var nú algjör óþarfi, á endanum náðum við samkomulagi um aðventu- ljós. Þó svo að hún væri ekki mikið gefin fyrir svona óþarfa þá fannst henni þetta fallegt og hafði lúmskt gaman af. Hún hringdi í mig fyrir hver jól og sagði: ertu byrjuð að skreyta. Henni fannst steinninn fyrir utan hjá okkur dásamlegur og sagði að ég væri listamaður. Síðan ræddi hún við Sigríði um hvað þetta væru miklir óþokkar í jólanefndinni að veita mér ekki verðlaun. Amma var gallhörð sjálfstæðis- kona, landsfundir og kosningar voru hennar uppáhaldstímar, hún var aldrei jafn hress og þá. Amma hefur aldrei verið jafn stolt af mér og þegar ég sagði henni að ég væri að fara í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokks- ins, þarna var ég skyndilega komin á annan stall. Það merkilega við ömmu var að því eldri sem hún varð því duglegri varð hún. Amma fór alltaf í gönguferðir með göngugrindina og andaði að sér fersku lofti. Verslunarferðir með ömmu voru engu líkar og tóku marga klukkutíma. Ég hitti ömmu síðast 17. ágúst eða áður en ég hélt til Flórída í nám, það var okkar kveðjustund. Það verður mjög skrýtið að koma heim um jólin og hitta hana ekki. Mér þykir mjög leitt að geta ekki fylgt ömmu síðasta spölinn í dag en ég er með ykkur öll- um í huganum. Kæra fjölskylda, ég sendi ykkur öllum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Við erum öll ríkari að hafa verið svo lánsöm að eiga ömmu Gunnu að. Kveðja, Erla Þorsteinsdóttir. Þá er ferðalagi Guðrúnar Gísla- dóttir, ömmu minnar, á þessari jörð lokið. Eins og allir sem hana þekktu vita var það gæfuríkt ferðalag sem bar mikinn ávöxt og hún amma mark- aði djúp spor í lífi samferðamanna sinna. Ég minnist hversu sjálfstæð, greind og atkvæðamikil kona hún var. Skoðanir hennar komu mér stundum spánskt fyrir sjónir þegar ég var yngri en með meiri þroska lærði ég að meta þá visku sem í þeim fólst. Ungum dreng sem gerði lítið annað en að sprikla í íþróttum þótti viðvaranir hennar um hætturnar sem felast í of mikilli hreyfingu undarleg- ar. En þar sem ég rita þessi minning- arorð þjakaður af verkjum í hnjánum og mjóbaki geri ég mér enn og aftur grein fyrir að oft felast engin sann- indi í almæltum tíðindum. Fáar manneskjur hafa jafn oft leitt mér það í ljós og amma gerði. Þegar ég tók að vaxa úr grasi og fór að sýna öðru en mínum eigin nafla athygli átti ég oft á tíðum í afar áhugaverðum samræðum við ömmu um stjórnmál og bókmenntir. Þrátt fyrir að töluverð gjá hafi verið milli okkar á unglingsárum mínum þegar kom að stjórnmálum átti hún á end- anum auðvelt með að innræta mér að íhaldsemi og einstaklingshyggja væri í mér blóð borin. Þegar ég fór að helga mig námi í stjórnmálum og lög- málum auðs og eklu lærði ég að meta samræður okkar enn frekar enda hafði amma fyrstu kynni af mörgum þeim atburðum og persónum sem mótuðu síðari tíma sögu. Þrátt fyrir að pólitíkin hafi aldrei verið langt undan í samskiptum við ömmu var ekki síður gaman að tala við hana um bókmenntir og listir, en af hvorutveggja hafði hún töluvert að segja. Enda hafði amma þá náttúru- greind og innsæi sem þá, sem van- rækja sókn í fyrirlestra í skóla lífsins, skortir svo oft. Ég kveð magnaða og skarpgreinda konu sem var mér góð og holl fyr- irmynd. Guð blessi minningu hennar. Örn Arnarson. Það var í byrjun árs að Guðrún var spurð hvernig hún hefði það. Hún brosti og sagðist ætla að þrauka fram yfir kosningar. Hennar atkvæði var sú framtíð sem hún vildi búa afkom- endum sínum hér á Íslandi. Þær voru stórkostlegar ræðurnar sem hún hélt og það var mikið hlegið. Hún varaði okkur við forystu vinstri flokkanna og Gaddafi Líbýuleiðtoga í sömu setningu. Henni fannst femínisminn óttaleg húmbúkk en dáði jafn ólíkar konur og Margréti Thatcher, Goldu Meir og Önnu Eleanor Roosevelt. Hún vitnaði í Einar Ben og Davíð Oddsson og allt þar á milli en gleymdi svo kannski að óska afmælisbarninu til hamingju með daginn. Á áttræðisaldrinum kynnti ég ömmu fyrir vini mínum og unnustu hans sem var kölluð Gúa. Hún hróp- aði upp af ánægju og spurði af hverju engum hefði dottið í hug að kalla sig Gúu? „Ég vil vera kölluð Gúa hér eft- ir“ skipaði hún fyrir og hét amma Gúa upp frá því. Ég hefði viljað sjá ömmu spjalla við Milton Friedmann hagfræðing hér forðum daga. Hún vissi að „hádeg- isverðurinn er aldrei ókeypis“ og borgaði fyrir allar sendiferðir og jóla- kökur sem við færðum henni. Hún þáði heldur ekki afslætti nema hún þyrfti á þeim að halda. Þannig lifði hún eftir sínum meginreglum í því velferðarkerfi sem við búum við. Hún tók ekki það sem hún þurfti ekki á að halda. Við sátum oft og spiluðum rommí í eldhúsinu hjá ömmu Gúu. Hún skrif- aði stigin aftan á umslög til að spara pappírinn og gömlum spilum var safnað í tösku sem við lékum okkur oft með. Með þessum gömlu spilum byggðum við stórar spilaborgir á stofugólfinu. Mesta spennan var á sjá hversu stór spilaborgin gat orðið áð- ur en hún hrundi. Guðrún Steinunn Gísladóttir 32 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.