Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa
nam 62,3 milljörðum króna á fyrstu
níu mánuðum ársins 2007 samanbor-
ið við 58,3 milljarða á sama tímabili
2006. Aukningin nemur 4 milljörðum
króna eða 6,9% milli ára. Aflaverð-
mæti septembermánaðar var 4,3
milljarðar og lækkar um 1,6 millj-
arða frá september í fyrra, sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstofu
Íslands.
Aflaverðmæti botnfisks var í lok
september orðið 46,7 milljarðar mið-
að við 43,6 milljarða á sama tíma árið
2006 og er um 7,1% aukningu að
ræða. Verðmæti þorskafla var 23
milljarðar og jókst um 14%. Afla-
verðmæti ýsu nam 10,4 milljörðum,
sem er 21,1% aukning, og ufsaaflinn
dróst saman að verðmæti um 12,1%,
var 3,1 milljarður króna. Verðmæti
flatfiskafla dróst saman um 17,1%,
nam 3,5 milljörðum króna.
Aukin verðmæti í loðnu
Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst
um 16,8% og nam 11,2 milljörðum.
Munar þar mest um verðmæti loðnu
sem nam 4,2 milljörðum samanborið
við 2,2 milljarða í fyrra, kolmunna að
verðmæti 3 milljarðar samanborið
við 3,5 milljarða 2006 og síld að verð-
mæti 2,4 milljarðar samanborið við
3,5 milljarða 2006.
Verðmæti afla sem seldur er í
beinni sölu útgerða til vinnslu innan-
lands var 26,5 milljarðar króna, sem
er auking um 4,4 milljarða eða
19,9%. Verðmæti afla sem keyptur
er á markaði til vinnslu innanlands
jókst um 12,9%, var 10,2 milljarðar.
Aflaverðmæti sjófrystingar var 17,7
milljarðar og dróst saman um 8,5%
frá fyrra ári. Verðmæti afla sem
fluttur er út óunninn nam 6,4 millj-
örðum sem er 4,3% aukning.
Hærra fiskverð
Aukningu aflaverðmæta má fyrst
og fremst skýra með hækkandi fisk-
verði, því í mörgum tilfellum er um
aflasamdrátt að ræða, til dæmis í
þorski. Ljóst er að aukningin á
seinnihluta ársins mun verða minni
en á þeim fyrri. Afli hefur verið mun
minni en á sama tíma í fyrra, bæði
vegna mjög slæmra gæfta og hins
mikla niðurskurðar á þorskkvótan-
um. Þannig er kominn samdráttur í
aflaverðmætum í september.
Mest verðmæti á Suðurnesjum
Þegar litið er á fyrstu níu mánuði
ársins kemur í ljós að mest verðmæti
skila sér á land á Suðurnesjum, ríf-
lega 12,2 milljarðar króna. Höfuð-
uborgarsvæðið kemur næst með 11,2
milljarða og Norðurland eystra er í
þriðja sætinu með 8,4 milljarð króna.
Aflaverðmæti á Austurlandi var 8,1
milljarður, 5,8 á Suðurlandi 3,8 á
Norðurlandi vestra og 3 milljarðar á
Vestfjörðum. Langmest aukning á
tímabilinu varð á Vesturlandi, 50%
og næstmest á Suðurnesjum, 25%. Á
Norðurlandi vestra varð hins vegar
mestur samdráttur eða 11,5%.
Sé aðeins litið á septembermánuð
voru mestu aflaverðmætin á höfuð-
borgarsvæðinu, um 877 milljónir
króna. Um verulegan samdrátt eru
að ræða því í september í fyrra var
aflaverðmætið 1,2 milljarðar króna.
Suðurnesin koma næst með 871
milljón og þar er einnig um nokkurn
samdrátt að ræða. Þá kemur Norð-
urland eystra með 510milljónir
króna, sem er mikill samdráttur frá
árinu áður. Minnst verðmæti bárust
á land á Vesturlandi í september, 200
milljónir króna, en þar er samdrátt-
urinn jafnframt minnstur, aðeins 4
milljónir króna.
Samdráttinn má eins og áður
skýra að miklu leyti með kvótanið-
urskurði og slæmum gæftum.
Aflaverðmæti
eykst um 7%
Töluverður samdráttur varð þó í sept-
ember vegna kvótaniðurskurðar og
slæmra gæfta nær allan mánuðinn
Í HNOTSKURN
»Aflaverðmæti botnfisks var ílok september orðið 46,7
milljarðar miðað við 43,6 millj-
arða á sama tíma árið 2006 og er
um 7,1% aukningu að ræða.
»Aukningu aflaverðmæta máfyrst og fremst skýra með
hækkandi fiskverði því í mörgum
tilfellum er um aflasamdrátt að
ræða, til dæmis í þorski.
»Langmest aukning á tíma-bilinu varð á Vesturlandi,
50% og næstmest á Suðurnesjum,
25% en 11,5% samdráttur á
Norðurlandi vestra.
! "
# "
$
%
&&'(
)
* +
,,-+,
. *,+/
-+.
+
01
* /,+/
, 2.+
.. -+
/-+*
.+2
, +
-+*
*2+,
2*+/
+
*, 2+
* *+/
- 2-,+
/**+,
+-
AFLI erlendra ríkja við Ísland
minnkaði úr 114 þúsund tonnum ár-
ið 2005 í rúmlega 54 þúsund tonn
2006. Uppistaða aflans var sem fyrr
loðna. Færeyingar veiddu mest er-
lendra þjóða hér við land 2006 en
Norðmenn árið 2005. Þetta kemur
fram hjá Hagstofu Íslands.
Afli skipa erlendra ríkja sem veitt
hafa við Ísland hefur sveiflast tals-
vert á undanförnum árum. Minnstur
var hann árið 1993, um 9 þúsund
tonn, og mestur árið 2002, ríflega
148 þúsund tonn. Aflinn dróst veru-
lega saman árið 2006 og nam rúm-
um 54 þúsund tonnum á móti 114
þúsund tonnum árið 2005.
Á veiðisvæði Va, sem nær yfir
megnið af íslensku landhelginni,
veiddu erlend skip um 5,4% heildar-
aflans 2006, samanborið við 7,8% ár-
ið 2005 og 4,7% árið 2004. Íslend-
ingar veiddu því á þessum árum á
bilinu 92-95% af þeim afla sem dreg-
inn var úr sjó við Ísland. Frá árinu
1998 hafa færeysk skip aflað mest
erlendra skipa á svæðinu, ef undan
eru skilin árin 2001 og 2005 er
Norðmenn veiddu mest erlendra
ríkja.
Uppistaðan í afla erlendra skipa í
gegnum árin hefur verið loðna en
árið 1998 fór talsvert að bera á kol-
munnaveiði. Kolmunnaaflinn hefur
þó sveiflast töluvert og fór hæst í
rúm 43 þúsund tonn árið 2002. Árið
2001 var metár í loðnuveiðum er er-
lendu skipin öfluðu 123 þúsund
tonna af loðnu. Frá árinu 1998 hefur
hlutfall loðnuaflans af heildarafl-
anum dregist saman en á móti hafa
kolmunnaveiðar aukist. Lægst var
hlutfallið árið 1998 eða 50% en hæst
árið 2000 eða 92%. Að sama skapi
hefur hlutfall kolmunna af heildar-
afla verið á bilinu 3-42% á árunum
1998 til 2005. Þetta er breyting frá
fyrri árum þegar loðna var allt upp í
97% af heildarafla erlendra skipa
við Ísland. Á árinu 2006 var hlutfall
loðnuaflans 62%. Á síðustu tveimur
árum hafa erlend skip stundað síld-
veiðar á ný og nam síldaraflinn 11%
á árinu 2006 á móti 1% 2005.
Mun minni fiskafli
útlendinga við landið
!! !! !! !! !!
Uppistaðan loðna
og Færeyjar og
Noregur veiða
langmest
Við erum leiðandi í
framleiðslu stjórn- og
gæslubúnaðar fyrir kæli-
og frystikerfi
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
Háskólatorgi Sæmundargötu 4 101 Reykjavík Sími 570 0777 boksala@boksala.is www.boksala.is
- Ný og glæsileg bókaverslun á nýju Háskólatorgi
- Óvænt tilboð á hverjum degi til jóla
- Upplestur úr nýjum bókum
- , nýr veitingastaður á næstu grösum, með kaffi og meðlæti
P
L
Á
N
E
T
A
N
2
0
0
7
„Að skrifa um virðingu og umburðarlyndi á okkar dögum
er jafn nauðsynlegt og vatn er þyrstum manni.”
Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður.
„Margslungið rit.”
Leifur Hauksson/Samfélagið í nærmynd.
„Bók sem er mikilvæg við stefnumótun í menntamálum,”
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
„…[Á]skorun á samtíð og framtíð sem er hafin yfir karp um
kaup og kjör eða framleiðslu og gæðamat einkunna.”
Þóroddur Bjarnason á stjornmalogstjornsysla.is
35%
afsláttur
Söluhæsta bókin hjá Bóksölu stúdenta
Virðing og umhyggja
- Ákall 21. aldar eftir Dr. Sigrúnu
Aðalbjarnardóttur, prófessor í
uppeldis- og menntunarfræði
við Háskóla Íslands.
Tilboð: 3.244 kr.
Alm. verð: 4.990 kr.
Afgreiðslutími til jóla:
Virkir dagar 9–18
Laugardagur 22. des. 11–18
Þorláksmessa 11–18
Vefverslun opin allan sólarhringinn www.boksala.is