Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Brussel. AFP. | Dómstóll Evrópusam- bandsins úrskurðaði í gær að sænskt stéttarfélag hefði ekki haft heimild til að stöðva starfsemi lettnesks fyr- irtækis er útvegaði verkamenn til byggingarstarfa. Markmið stéttar- félagsins var að þvinga fyrirtækið, Laval un Partneri, til að greiða verkamönnunum hærri laun og svo fór að það varð gjaldþrota. Dómstóllinn sagði að stundum gæti verið brýnt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir undirboð á at- vinnumarkaði en ekki í þessu tilfelli. „Aðgerðir eins og þær að meina að- gang að vinnustað fela í sér skerð- ingu á frelsi til að veita þjónustu, skerðingu sem í þessu tilfelli er ekki hægt að réttlæta með því að það varði almannaheill að vernda rétt- indi verkamanna,“ segir í úrskurð- inum. Dótturfélag Laval, Log P Baltic Bygg, sá um sjálfar framkvæmdirn- ar sem einkum voru stækkun skóla í borginni Vaxholm árið 2004. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð enda var litið á það sem beina afleiðingu af stækkun ESB til austurs þar sem vinnuafl er mun ódýrara en gerist í Svíþjóð. Aðgerð dæmd ólögleg Sænskt stéttarfélag mátti ekki stöðva starfsemi lettnesks fyrirtækis Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is THABO Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, beið niðurlægjandi ósigur í leið- togakjöri Afríska þjóðarráðsins (ANC) fyrir erkifjanda sínum, Jacob Zuma, sem hann vék úr embætti varaforseta fyrir tveimur árum vegna ásakana um spillingu. Zuma á ákæru yfir höfði sér og segist ætla að víkja, verði hann dæmdur sekur um spillingu. Verði hann ekki sakfelldur er líklegt að hann verði næsti forseti S-Afríku. Zuma fékk 2.329 atkvæði í leið- togakjörinu og Mbeki aðeins 1.505. Munurinn er svo mikill að vafi leikur á því hvort Mbeki geti gegnt forseta- embættinu út kjörtímabilið. Niður- læging hans á flokksþingi ANC er svo mikil að hún hlýtur að grafa und- an völdum forsetans. Segi Mbeki ekki af sér er viðbúið að næstu tvö árin einkennist af mikilli valdabar- áttu milli hans og Zuma sem leiðtoga langöflugasta stjórnmálaflokks landsins. Getur sjálfum sér um kennt Næstu forsetakosningar eiga að fara fram árið 2009 og samkvæmt stjórnarskránni má Mbeki ekki gefa kost á sér aftur þar sem enginn má gegna forsetaembættinu lengur en í tvö kjörtímabil. Stjórnmálaskýrendur segja að Mbeki hafi orðið sjálfum sér að falli með því að fá öfluga menn á móti sér og láta hjá líða að velja eftirmann sem hefði átt möguleika á því að sigra Zuma í leiðtogakjörinu. „Mbeki urðu á mikil mistök þegar hann hélt að hann einn gæti sigrað Zuma,“ sagði Steven Friedman, stjórnmálaskýrandi við Lýðræðis- stofnun Suður-Afríku. „Í ljós kom að hann var sá eini sem gat ekki sigrað Zuma.“ Fleiri stjórnmálaskýrendur sögð- ust telja að margir fulltrúanna á flokksþingi ANC hefðu kosið Zuma vegna óánægju með Mbeki, fremur en vegna velþóknunar á Zuma. For- setinn hefur verið sakaður um að stjórna úr fílabeinsturni, vera kald- lyndur og ráðríkur. Alger andstæða forsetans Mbeki getur státað af stöðugum hagvexti á síðustu árum en hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki gert nóg til að bæta kjör milljóna manna sem lifa í sárri fátækt. Áætlað er að um 40% vinnufærra landsmanna séu án atvinnu. Mbeki var kjörinn forseti Suður- Afríku 1999 og honum veittist erfitt að komast út úr skugga Nelsons Mandela, fyrsta forseta S-Afríku eft- ir afnám aðskilnaðarstefnunnar. Zuma er að mörgu leyti alger and- stæða Mbeki. Zuma er súlúi, sonur heimilishjúa og átti ekki kost á að ganga í skóla, ólíkt Mbeki sem tók meistarapróf í hagfræði í Bretlandi. Zuma er 65 ára, eins og Mbeki, og gekk í ANC 1958. Fimm árum síðar var hann dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að reyna að steypa stjórn hvíta minnihlutans. Hann afplánaði dóm- inn á Robben-eyju eins og Mandela. Zuma þykir gæddur miklum per- sónutöfrum. Nóbelsverðlaunahafinn Desmond Tutu hefur t.a.m. viður- kennt að Zuma sé „viðkunnanlegur“ maður en sagt að ferill hans sé með slíkum endemum að það væri þjóð- inni til hneisu að kjósa hann sem for- seta. Mbeki forseti tapaði illa fyrir erkifjanda sínum Zuma kjörinn leiðtogi ANC þótt hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu AP Andstæður Mbeki (t.v.) óskar Jacob Zuma til hamingju með sigurinn. Í HNOTSKURN » Bandamaður Jacobs Zuma,fyrrverandi verkalýðs- leiðtogi, var kjörinn varafor- maður ANC og verður að öllum líkindum formaður flokksins ef Zuma neyðist til að segja af sér. » Zuma nýtur mikils stuðningsinnan verkalýðshreyfing- arinnar og meðal kommúnista. Hann hefur þó ekki boðað rót- tækar breytingar á stefnu stjórn- arinnar. Markmið sjóðsins er að veita styrki til náms- manna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveit- ingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar. Styrkveitingar sjóðsins falla í þrjá flokka: Almennar virkjunarrannsóknir, rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála og styrki til nemenda í meistara- eða doktorsnámi. Að þessu sinni er auglýst eftir umsóknum í eftirfarandi flokkum: Rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum. Styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Í þessari úthlutun eru í heild allt að 50 m.kr. til ráðstöfunar, allt að 40 m.kr. til rannsóknar- verkefna á sviði umhverfis- og orkumála, og allt að 10 m.kr. til styrkja fyrir 10–20 nemendur í meistara- og doktorsnámi. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þau gögn sem fylgja eiga umsókn er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað rafrænt á netfang sjóðsins; orkurannsokna- sjodur@lv.is eða í pósti til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum „Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar 2007“. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 21. desember 2007. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir styrki til umsóknar Landsvirkjun er orkufyrirtæki sem leggur grunn að nútíma lífsgæðum. Fyrirtækið stefnir að því að verða öflugt á alþjóðavettvangi og starfar af ábyrgð í anda sjálfbærrar þróunar. Landsvirkjun er helsti raforkuframleiðandi landsins og í forystu fyrir byggingu orkuvera sem hafa verið meðal stærstu framkvæmda á landinu. Landsvirkjun styðst við fjölbreytt rannsóknar- starf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og orkumála og rekur umfangsmikla fjármálastarf- semi á alþjóðamarkaði. Hjá Landsvirkjun starfa rúmlega 200 manns með fjölbreytta menntun. Landsvirkjun vill vera í fararbroddi í framsækinni stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar. P I P A R • S ÍA • 7 25 79 Styrkir til að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála Umsóknarfrestur er til 21. desembe r 2007

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.