Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 19 MENNING MIÐVIKUDAGINN 12. desember var opnuð í Today Art Museum í Beijing sýning á verkum Errós úr einkasafni listamannsins. Sýningin ber yfirskriftina Dolls and Molls, en flest verkanna byggjast á ann- aðhvort brúðum eða vígbúnum val- kyrjum. Today Art Museum er eitt virtasta safn í Beijing og hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Safnið er í einkaeigu en sýningar þar eru þó háðar leyfi stjórnvalda. Aðdrag- andi sýningar var því langur og þurfti tvisvar að fresta opnun. Erró hafði sjálfur umsjón með upphengingu mynda sinna og lét svo ummælt við opnunina að ást- arsamband sitt við Kína væri orðið lengra en nokkurt hjónaband. Það væri því langþráð stund að standa í þeim sporum að opna sýningu í Beijing. Í veglegri sýningarskrá eru litmyndir myndanna á sýningunni auk yfirlits eldri verka. Einnig eru textar listfræðinga frá Evrópu og Kína. Erró er vel þekktur í Kína meðal listamanna en þetta er í fyrsta skipti sem einkasýning er haldin á verkum hans á meginlandi Kína. Sýning á verkum hans frá áttunda áratugn- um, sem byggðust á kínversku myndefni, vakti hins vegar mikla at- hygli í Hong Kong fyrir um áratug. Viðtal við Erró mun birtast á CCTV 6 á næstunni og aðrir fjölmiðlar hafa gert sýningunni góð skil. Auk listamannsins sjálfs lætur nærri að um 200 manns hafi mætt við opnun sýningarinnar en Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Ís- lands, bauð jafnframt til móttöku af þessu tilefni. Í opnunarávarpi sýningarinnar rakti sendiherra feril listamannsins og gerði grein fyrir samsetningu sýningarinnar. Hafliði Sævarsson frá Glitnir Bank í Sjanghæ flutti einnig stutt ávarp, en Glitnir Bank er helsti stuðningsaðili sýning- arinnar. Hafliði upplýsti að Glitnir Bank hefði sett á laggirnar sér- stakan sjóð til að styðja við verðug verkefni í Kína á sviði menningar- og mannúðarmála. Auk Glitnis studdu utanríkisráðu- neytið, menntamálaráðuneytið, Listasafn Reykjavíkur og Anthony Hardy, ræðismaður Íslands í Hong Kong, sýninguna. Lengsta hjónabandið Erró sýnir í Beijing Erró Dolls and Molls sýnt í Kína. SÖNGKVARTETTINN Kolka heldur í kvöld jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Kvartettinn hefur á að skipa óperusöngkonunum Önnu Margrétar Óskarsdóttur, Láru Hrönn Pétursdóttur, Maríu Jónsdóttur og Ragnheiði Söru Grímsdóttur. Tónleikarnir verða án undir- leiks utan einsöngslaga, en í þeim leika söngkonurnar sjálf- ar undir hver fyrir aðra. Bæði verða sungnir jóla- sálmar og hress og skemmtileg jólalög. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og fer miðasala fram á staðnum. Miðaverð er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir nema og ellilífeyrisþega. Tónlist Kolka syngur jólasálma og -lög Lára Hrönn Pétursdóttir DIDDÚ, Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, og „drengirnir“ svokölluðu verða með aðventutónleika í Mosfellskirkju í kvöld kl. 20.30. Drengirnir eru þeir sömu og haldið hafa tónleika með Diddú undanfarin tíu ár, þeir Sig- urður I. Snorrason og Kjartan Óskarsson sem leika á klarín- ett, Emil Friðfinnsson og Þor- kell Jóelsson sem leika á horn og Brjánn Ingason og Björn Th. Árnason á fagott. Búast má við hátíðlegri og fallegri jólastemningu á tónleikunum. Mörg þekkt lög verða flutt tengd aðventu og jólum, m.a. „Ó, helga nótt“ og „Jólin alls staðar“. Miðasala fer fram á staðnum og í þjónustuveri Mosfellsbæjar. Tónlist Tónleikar Diddúar og „drengjanna“ Sigrún Hjálmtýsdóttir TANYA Lind Pollock og Rósa Birgitta Ísfeld munu í kvöld halda sk. rafmessu á Barnum, Laugavegi 22, kl. 21. Rafmessa þessi er raftónlist- arkvöld og er nefnd messa þar sem jólin eru á næsta leiti, messa fyrir unnendur raf- tónlistar. Þeir sem messa munu yfir áheyrendum með raftónlist eru Biogen, Star Kidz, Frank Murder og Stereo Hypnosis. Á neðri hæð mun Gauti þeyta skífum og halda uppi stemningu. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir, sérfræðingar í raftónlist jafnt sem leik- og áhugamenn. Tónlist Messa fyrir unn- endur raftónlistar Sigurbjörn Þor- grímsson, Biogen. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ gefum út fjórar hljóðbækur fyrir þessi jól, þrjár bækur í sam- vinnu við aðra og eina prentaða bók sem heitir Kröftug bæn megnar mikið,“ segir Gísli Helgason hjá út- gáfufyrirtækinu Hljóðbók.is sem hefur aðallega gefið út hljóðbækur síðan árið 2004. Titlarnir sem Hljóðbók.is gefur út í ár eru: Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson, Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, útvarpsleikritin Skugga- sveinn eftir Matthías Jochumsson og barnaleikritið Maja spæja eftir sögu Herdísar Egilsdóttur í leikgerð Sigrúnar Eddu Björnsdóttur. „Síðan gefum við út í samvinnu við höfund- inn barnabók eftir Ingibjörgu Reyn- isdóttur sem heitir Strákarnir með strípurnar, sjálfshjálparbókina Þú ert það sem þú hugsar, í samvinnu við Guðjón Bergmann, og svo unn- um við að útgáfu bókar sem heitir Lesblinda: Hagnýt ráð í samvinnu við Félag lesblindra á Íslandi,“ segir Gísli og bætir við að þetta sé svipað magn af bókum og undanfarin ár. Í stað síbyljunnar Spurður hvað þau hafi að leið- arljósi við útgáfuna segir Gísli að þau leggi áherslu á að gefa út vand- aðar og góðar hljóðbækur sem selj- ist. „Við höfum einbeitt okkur nokk- uð að barnabókmenntum síðastliðin ár. En þetta árið höfum við verið mest í fullorðinnabókum.“ Gísli segir alltaf umtalsverða aukningu í sölu hljóðbóka og salan í gegnum heimasíðu fyrirtækisins hafi aukist ár frá ári. „Ég hef hrærst í þessum hljóðbókum í rúma þrjá áratugi og þetta er alltaf að verða skemmtilegra og skemmtilegra. Mér finnst fólk vera að uppgötva þægindi hljóðbóka og sé fyrir mér að salan á þeim fari vaxandi í framtíðinni. Eftir því sem fjölmiðlar verða einhæfari og meiri síbylja er það hvíld að geta valið sér sitt efni sjálfur.“ Grafarþögn vinsæl Misjafnt er hvað Hljóðbók.is gef- ur hvern titil út í stóru upplagi en Gísli segir það yfirleitt vera frá tvö hundruð eintökum og upp úr. „Við fjölföldum sjálf og eigum því auðvelt með að ráða magninu, en þetta borg- ar sig ekki fyrir minna en 200 til 300 eintök.“ Fyrirtækið rekur einnig sitt eigið hljóðver, Hljóðvinnsluna EHF. „Allt sem við gefum út er hljóðritað þar, nema útvarpsleikritin sem koma frá Ríkisútvarpinu.“ Að sögn Gísla eru það hljóðbæk- urnar Grafarþögn eftir Arnald Indriðason og Brennu-Njálssaga sem hafa selst hvað best frá stofnun fyrirtækisins. „Skuggasveinn er líka mjög vinsæll núna og svo hafa leik- ritin hennar Guðrúnar Helgadóttur, Sitji guðs englar og Saman í hring, selst afar vel, auk barnahljóðbók- anna.“ Gefa út sjö titla á hljóðbókum  Vinsældir hljóðbóka aukast ár frá ári að sögn Gísla Helgasonar  Útgáfu- fyrirtækið Hljóðbók.is gefur út Sumarljós og svo kemur nóttin og Aldingarðinn Morgunblaðið/Kristinn Uppskeran Gísli Helgason hjá Hljóðbók.is með hljóðbækur sem koma út í ár og má þar finna skáldsögur, barnabækur, leikrit og sjálfshjálparbækur. Í HNOTSKURN » Hljóðbók.is hefur veriðstarfrækt síðan 2004 auk hljóðversins Hljóðvinnslunnar. » Útgáfan er rekin af hjón-unum Gísla Helgasyni og Herdísi Hallvarðsdóttur. » Þau gefa út sjö titla fyrirþessi jól auk einnar prent- aðrar bókar. www.hljodbok.is     Gallerí Fold · KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Íslensk list er góð gjöf Erró Opið er í Gallerí Fold Kringlunni frá kl. 10 – 22 föstudag, laugardag og sunnudag Gallerí Fold Kringlunni býður úrval gjafavöru Handa þeim sem þér þykir vænst um Inga Elín Áslaug Höskuldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.