Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 21

Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 21 ÞAÐ eru ekki nema 160 ár síðan Ís- lendingum fæddist sitt fyrsta tón- skáld, Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Vitanlega hefði mátt koma verkum hans í varanlega hljómandi mynd löngu fyrr, en nú hefur þó verið stigið markverkt skref í rétta átt með nýútgefnum geisladiski frá Naxos. Diskurinn geymir Kammertónlist og tónlist fyrir píanó – að vísu ekki sagt „complete“, en væntanlega drjúgan part af a.m.k. helztu kamm- erverkunum. Að ekki sé minnzt á líklega fyrstu alþjóðlegu plötuút- gáfu með hljóðfæratónlist eingöngu eftir Sveinbjörn. Hefur höfundur þjóðsöngsins því loks komizt á heimskortið, ef svo má segja. Auk alkunnra smærri píanóstykkja eins og Idyll og Vikivaka eru bæði Píanótríóin, í e- og a-moll, og Lyr- iske stykker (1-4) heimsfrumbirt ásamt Barcarolle í F-dúr. Allt ljúf og hlustvæn tónlist sem stundum leynir á sér undir þokkafulla dag- stofuyfirborðinu. Hljóðupptaka Naxosmanna er mjög góð, skýr og samvæg, og túlk- un ofangreindra hljómlistarmanna dregur fram höfundareinkennin á látlaust slyngan hátt með eðlilegu flæði sem leyfir tónlistinni að „anda“ á hárréttum stöðum. Mynd- arleg fjöður í hatti aðstandenda, ekki sízt Nínu Margrétar Gríms- dóttur, en óhætt má segja að hún hafi þegar hælana þar sem aðrir klassískir hljómlistarmenn okkar hafa enn varla tærnar á alþjóðleg- um plötumarkaði. Þjóðsöngshöfundur á heimskortið Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Geisladiskur Kammer- og píanóverk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Nína Margrét Gríms- dóttir píanó, Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Sigurgeir Agnarsson / Sigurður Bjarki Gunnarsson selló. Stúdíóupptaka úr Salnum: Fabian Frank. Lengd: 72:45. Naxos 8.570460, 2007. Sveinbjörn Sveinbjörnsson bbbbn JÓLATÓNLEIKAR Kammersveit- ar Reykjavíkur fóru fram á Laugar- ásnum fyrir fullu húsi og umferðar- öngþveiti á sunnudag. Að vísu ekki undir því nafni, því fyrirsögnin var Vinningshafinn frá Leipzig og átti við sólista kvöldsins, lárviðarþega úr alþjóðlegri fiðlusamkeppni þar í borg kenndri við engan lakari en Johann Sebastian Bach. Viðfangsefnin voru víðfræg og vinsæl strengjaverk ofangreindra samtímahöfunda af því glaðværa tagi sem tengist orðið það mikið jól- um að tala mætti um „piparköku- barokk“ – án nokkurrar lítillækk- unar á óvefengjanlegu meistara- verkunum. Hvað Händel varðar 13 þættir úr tveimur af þremur Vatna- svítum hans fyrir skemmtisiglingu Jörunds I Bretakonungs af Hann- over á Tems 1717, þ.e. í F- og D-dúr, er römmuðu inn Bachverkin í byrjun og enda. Ýmist bráðhress eða blæð- andi fögur skemmtistykki og dável fallin til að koma ungu fólki á gæða- bragðið. Auk strengja komu stund- um við sögu tvö glæst valdhorn, tvö leiftrandi hátíðnitrompet og blað- skellandi nákvæmt „concertino“–tríó óbóa og fagotts. Innan upphafs og enda Händels myndaði Bach samhverft bogaform með tveimur fiðlukonsertum í g BWV 1056R og d BWV 1032 um 3. Brandenborgarkonsertinn í miðju. Hvorugur var meðal hinna þekkt- ustu enda nú kunnari í seinni sembalkonsertsumritunum kantors- ins fyrir laugardagskonserta hans með stúdentasveitinni Collegium Musicum í Kaffihúsi Zimmermanns. Í sérkennilega raddskiptum Brandenborgarkonsertinum brá helzt til tíðinda utan dagskrár að byrja þurfti I. þátt upp á nýtt vegna gleymds nótnablaðs, og fer það að óbreyttu að verða fastur liður hjá KSÍ enda gerðist annað eins ekki alls fyrir löngu. Samt var leikurinn eldhress, og jafnvel ívið meiri eftir smáslysið, líkt og vinna skyldi upp glataðan tíma. Unga stórtalentið Elfa Rún Krist- insdóttir var í forgrunni sitt hvorum megin við Brandenborgarann og lék af hrífandi kappi, ekki sízt í loka- þætti d-mollsins sem hlýtur að telj- ast meðal mest úthaldskrefjandi fiðlukonserta barokktímans enda fátt um hvíldir frá linnulausa sex- tándupartastreyminu – að ógleymdri níðerfiðri og háttlægri kadenzu í I. En þó að spilamennskan væri ekki alveg jafnlygilega örðulaus og við debútframkomuna í Salnum sl. febr- úar var margt bráðvel gert. Að lokum athugasemd um full- daufan strengjahljómburð Áskirkju. Hann stenzt engan veginn sam- jöfnuð við stórsal Listasafns Íslands – en mætti líklega bæta til muna við að fjarlægja rauða gólfteppið og auka þannig alltof stuttan ómtíma. Restin er svo spurning um vægi hins sýnilega gagnvart hinu ósýnilega. Eldhresst piparkökubarokk TÓNLIST Áskirkja Verk eftir Händel og Bach. Kammersveit Reykjavíkur. Einleikari: Elfa Rún Kristins- dóttir fiðla. Sunnudaginn 9. desember kl. 17. Kammersveitartónleikar bbbmn Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.