Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SÍMINN hefur tekið þriðju kyn- slóðar farsímakerfi (3G) í notkun á Akureyri og býðst öllum við- skiptavinum fyrirtækisins sem eiga 3G-farsíma að nýta sér þjónustuna. Meðal helstu nýjunga eru mynd- símtöl, þar sem viðmælendur sjá hver annan meðan á samtali stend- ur, móttaka sjónvarpsútsendinga, msn-netspjall og streymi myndefnis og tónlistar í farsímann. 3G- þjónustuna má jafnframt nota til að nettengja fartölvur með meiri gagnahraða en áður hefur verið í boði, skv. frétt frá fyrirtækinu. Það var Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, sem tók 3G kerfið formlega í notkun. Hann afhenti við það tækifæri Sigrúnu Jak- obsdóttur, bæjarstjóra Akureyr- arbæjar, 3G netkort í fartölvu. Forstjóri Símans sagði það sér mikið ánægjuefni að opna fyrir 3G þjónustu Símans á Akureyri. „Það var alltaf markmiðið að 3G netvæða Akureyri sem allra fyrst á eftir höfðuborgarsvæðinu og með opn- uninni í dag höfum við náð því tak- marki, fyrr en áætlað var,“ sagði Sævar Freyr. Síminn mun fyrst um sinn bjóða upp á útsendingar frá 8 íslenskum og erlendum sjónvarpsstöðvum í gegnum 3G og verður þjónustan gjaldfrjáls til 1. febrúar. Síminn tekur 3G í notkun 3G Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri og Sævar Freyr Þráinsson. FRAMLÖG ríkisins til Háskólans á Akureyri (HA) verða hækkuð um alls 275 milljónir króna á næstu þremur árum frá því sem verið hef- ur; um 75 milljónir á næsta ári, um 100 milljónir króna árið 2009 og aft- ur 2010. Þá hefur Landssamband ís- lenskra útvegsmanna ákveðið að leggja fram 45 milljónir króna á þremur árum til skólans, til þess að styrkja menntun og rannsóknir í sjávarútvegsfræðum. Ársfundur HA fór fram í gær og þá var skrifað undir samningana en það gerðu rektor HA, menntamála- ráðherra og formaður LÍÚ. Samningur HA við ríkisvaldið er til þriggja ára. Ráðherra sagðist við það tækifæri telja mikilvægast að samningurinn væri árangurstengd- ur, það væru nýmæli í samningsgerð við háskóla og ætti eflaust eftir að efla starf HA til muna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með undirritun þessa samnings sé mik- ilvægi Háskólans á Akureyri í ís- lensku háskólaumhverfi undirstrik- að. „Háskólinn á Akureyri hefur vaxið hratt og dafnað vel á síðustu árum og hefur stundum verið ævin- týri líkast að fylgjast með þróun hans. Með þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður er lagður grunnur að enn frekari eflingu skól- ans í framtíðinni sem mun nýtast ís- lenska fræða- og vísindasamfélaginu öllu.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, fagnaði niðurstöðum þessa samnings og telur að hér sé um merk tímamót að ræða fyrir uppbyggingu HA. „Samningurinn er mikilvægt tæki til að efla starfsemi HA enn frekar,“ segir Þorsteinn og hann er „viðurkenning á þeirri miklu þýð- ingu sem fræðastarfsemi HA hefur fyrir íslenskt samfélag.“ Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍU, sagði landssambandið telja menntun í sjávarútvegsfræðum af- skaplega mikilvæga. „Það er alveg ljóst að við höfum farið halloka á þessu sviði á undanförnum árum. Við viljum vera fremstir í sjávarútvegi á heimsvísu og það er mitt mat að það verðum við ekki að óbreyttu,“ sagði Björgólfur í gær. Hann sagði að þeg- ar leitað var eftir stuðningi úr Há- skólanum hefði LÍÚ talið það skyldu sína að koma að málum með mynd- arlegum hætti „þannig að þetta nám gæti eflst og dafnað.“ Meginmarkmið samningsins er að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarút- vegi. Lögð verður áhersla á að fjölga nemendum sem leggja stund á nám í sjávarútvegsfræði m.a. með því að endurskoða samsetningu námsins og styrkja ímynd þess. Sérstaklega verður horft til viðhorfs og þarfa at- vinnugreinarinnar. Greiðslur ríkis hækka og LÍÚ leggur fram fé Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægja Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, faðmar Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur ráðherra. Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, situr við borðið. Í HNOTSKURN »Landssamband íslenskra út-vegsmanna leggur fram 45 milljónir króna til HA á næstu þremur árum til þess að efla menntun og rannsóknir í sjávar- útvegi. Ríkisvaldið leggur fram jafnháa upphæð í sama tilgangi. TIL að ná því markmiði að HA öðlist viðurkenningu sem háskóli á heims- mælikvarða á skilgreindum fræða- sviðum ætla ráðuneytið og skólinn að vinna saman að margvíslegum áherslum. Nefna má þessar:  Að HA byggi upp öflugt og sveigj- anlegt meistaranám í lifandi tengslum við annað nám í skólanum.  Að HA efni til samstarfs við valda erlenda háskóla í tengslum við upp- byggingu náms, rannsóknir, rekstur og stjórnun.  Að HA hafi forystu um að byggja upp alþjóðlegt framhaldsnám og rannsóknir á sviði endurnýjanlegra orkugjafa í samstarfi við öflug orku- og fjármálafyrirtæki og erlenda há- skóla.  Að HA leiði þróun fjarnáms á Ís- landi í samstarfi við símennt- unarmiðstöðvar og háskólasetur á landsbyggðinni. Markmiðið er að fjarnám við HA verði aðgengilegt sem flestum landsmönnum með til- skilinn undirbúning.  Að HA verði alþjóðleg miðstöð norðurslóðasamstarfs og taki for- ystu í þessum málaflokki á alþjóð- legum vettvangi. Í því samhengi rek- ur HA Rannsóknaþing norðursins og tekur þátt í nemendaskiptaáætl- unum Háskóla norðurslóða.  Að HA leggi áherslu á yfirfærslu þekkingar milli skóla og atvinnulífs. Þannig hafi HA forgöngu m.a. með tilstuðlan þróunarfélagsins Þekk- ingarvarðar um að komið verði á fót vísindagörðum á lóð háskólans fyrir fyrirtæki í þekkingaruppbyggingu sem starfi í náinni samvinnu við deildir háskólans.  Að HA leggi áherslu á kennslu og rannsóknir í greinum sem hafa sér- staka þýðingu fyrir íslenskt atvinnu- líf, m.a. sjávarútvegsfræði og auð- lindanýtingu. Í þessu verkefni mun HA hafa náið samstarf við hags- munaaðila í sjávarútvegi. Vilja vera í fremstu röð VILJAYFIRLÝSING um samstarf menntasviðs Reykjavíkurborgar og ný- stofnaðrar Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi hefur verið undirrituð. Sam- starfið miðar að því að efla málþroska og læsi í grunnskólum borgarinnar. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, og Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri undir- rituðu samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í þjónustusamningi verða skilgreind nánar samstarfsverkefni, ráðgjöf, þróunarstarf, mat og önnur verk- efni sem gagnast gætu grunnskólum borg- arinnar í þeirri viðleitni að efla læsi, mál- þroska og lesskilning. Menntaráð leggur áherslu á eftirfarandi þætti í samstarfi við rannsóknarsetur KHÍ með það að markmiði að efla málþroska og læsi: Ráðgjöf vegna þróunarverkefna í grunnskólum; mat á þróunarverkefnum; fræðslufundi fyrir foreldra í því hvernig þeir geta stutt börn sín á þessu sviði; nám- skeið fyrir grunnskólakennara. Ráðgjöf og fræðsla til skóla vegna barna með lestrarerfiðleika, við mat á lestrarerf- iðleikum og hvernig er æskilegt að vinna með niðurstöður greininganna. Samstarf Ólafur Proppé, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Oddný Sturludóttir og Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri. Samstarf um að efla málþroska Á FUNDI skipulagsráðs Reykja- víkurborgar fyrir skömmu var lögð fram ný tillaga Kristins Ragnars- sonar arkitekts að skipulagi við Keilugranda 1 í Reykjavík. Fyrri tillaga Kristins var auglýst frá 13. júlí til og með 10. september sl. Mjög margar athugasemdir bárust við þá tillögu og er hin nýja tillaga Kristins gerð til að koma á móts við athugasemdirnar. Að sögn Margrétar Þormar, arkitekts hjá skipulagsstjóra, hefur tillagan enn ekki verið samþykkt og engin afstaða verið tekin til hennar. Tillagan verður tekin fyrir á fundi skipulagsráðs hinn 9. janúar nk. Forsaga málsins er sú að skipu- lagsráð Reykjavíkur samþykkti sl. haust breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Keilugranda 1. Breytingin fólst í því að skilgreindur yrði nýr þétt- ingarreitur við Keilugranda þar sem gert var ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Fjöldi íbúa á svæðinu mótmælti og meðal athugasemda sem gerðar voru var að byggingarnar sam- ræmdust ekki ríkjandi stefnu á svæðinu. Fjölgun íbúða væri of mikil og fjölgun væri ekki nægilega vel rökstudd. Þá var byggingamagn sagt of mikið og nýtingarhlutfall of hátt. Gerðar voru athugasemdir um að húsin væru of há, þess vegna væri hætta á sviptivindum og skuggavarp væri mikið. Áhrif á um- ferð og bílastæði væru neikvæð og því aukin hætta fyrir skólabörn. Minnt var á grunnvatnsstöðu, mýrlendi og jarðsig. Loks var gerð athugasemd við að hagsmunir ann- arra en íbúa væru látnir ganga fyrir yrði tillagan samþykkt. Í nýrri tillögu er komið á móts við athugasemdirnar m.a. með úrbót- um í umferðarmálum; lokað fyrir gegnumakstur frá aðkomu norðan lóðar að Fjörugranda. Sá hluti hússins sem er 9 hæðir er lækkaður í 8 hæðir og 8 hæða hluti er lækkaður í 6 hæðir. Nýting- arhlutfall lækkar sem því svarar og hámarksfjöldi íbúða lækkaður í 103 [úr 130]. Leikvöllur milli Boðagranda 2 og Fjörugranda verður lagfærður. Varðandi athugasemdir um land- sig er sagt að ástæða fyrir sigi sé líklega sú að búið er að loka á nátt- úrulegt innflæði í mýrina með því að allt grunnvatn er leitt í burtu í lögnum. Jafnframt er það sagt vandamál að lagnir eru á staurum. Sagt er að varðandi grunninn á Keilugranda 1 sé best að reita niður útgröftinn og taka fyrir afmörkuð svæði. Hæstu húsin lækkuð Nýjar tillögur vegna reits á Keilugranda 1 Í HNOTSKURN »Keilugrandi 1 var skil-greindur sem nýr þétting- arreitur sl. haust. »Nýju tillögurnar verðateknar fyrir á fundi skipu- lagsráðs 9. janúar nk. »Komið er á móts við at-hugasemdir íbúa með hin- um nýju tillögum. »Hámarksfjöldi íbúða hefurverið lækkaður úr 130 í 103. Fyrri tillaga Hugmyndin var allt að 12 hæða stórhýsi. Gert var ráð fyr- ir 4, 7, 9, 10 og 12 hæða byggingu auk kjallara. Ný tillaga Byggingamagn er minnkað um 47 íbúðir. 9 hæða hús lækkað í 8 hæðir og 8 hæða hús í sex hæðir. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.