Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 23 LANDIÐ Blönduós | Fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er á Blönduósi á tuttugustu og fyrstu öldinni hefur verið selt og kaupendurnir eru fluttir inn. Líflegt hefur verið á fast- eignamarkaðnum á Blönduósi að undanförnu, að því er fram kemur á Húnahorninu, fréttavef Húnvetn- inga. Domus fasteignasala er þar með útibú og annaðist söluna. Þótt ekki hafi verið byggð íbúð- arhús í þorpinu á Blönduósi síðustu ár hafa verið byggð hús í dreifbýl- inu. Fleiri hús eru í byggingu á Blönduósi og er sala annars húss í undirbúningi, segir á vefnum. Fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er á öldinni selt ljóst á þessari stundu hverjar þær verði. Hún reiknar þó frekar með því að starf þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli verði í grundvallaratrið- um svipað og nú. „Mikill metnaður er lagður í að gera vel og gam- an verður að taka þátt í mótun starfsins í hinum nýja þjóðgarði,“ segir hún. Rólegt er yfir starfinu í þjóðgörð- unum að vetrinum. Regína segir að tíminn sé notaður til að ganga frá eftir sumarið, gera nýjar áætlanir og skipuleggja starfið. Svo þurfi hún líka tíma til að setja sig inn í starfið. Næstu vikurnar fari í það. Komin hálfa leið heim Regína er landfræðingur og hefur starfað hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands undanfarin sjö ár. Þar hefur hún unnið við gróðurkortagerð og skýrslugerð sem því fylgir. Áður hefur hún meðal annars starfað sem Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Skaftafell | „Þetta eru miklir um- brotatímar. Þeim fylgja breytingar og tækifæri,“ segir Regína Hreins- dóttir landfræðingur sem ráðin hef- ur verið þjóðgarðsvörður í Skafta- felli. „Ég skrifaði undir ráðningar- samning í gær, er að pakka niður og flyt austur í vikunni,“ sagði Regína þegar rætt var við hana í gær. Hún flytur í íbúðarhúsið Hæðir í Skafta- felli og stjórnar Skaftafellsþjóð- garði. Regína tekur við starfinu af Ragnari Frank Kristjánssyni sem því hefur gegnt frá árinu 1999. Breytingar framundan Fyrirhugað er að Skaftafellsþjóð- garður falli undir nýjan Vatnajök- ulsþjóðgarð. Segir Regína ljóst að því fylgi breytingar þótt ekki sé landvörður og skálavörður í Land- mannalaugum, Herðubreiðarlindum og Öskju. „Ég tók líka kennslufræði og ætlaði að fara í kennslu en ekki varð úr því,“ segir hún. „Ég hef verið að svipast um eftir starfi úti á landi. Foreldrar mínir búa í Nesjum í Hornafirði og mér fannst skemmtilegra að fara þangað heldur en vestur á land,“ segir Reg- ína þegar hún er spurð að því hvern- ig áhugi hennar á starfi þjóðgarðs- varðar hafi vaknað. Með flutningi í Skaftafell er hún komin langleiðina til heimahaganna í Hornafirði. Hún bætir því við að starfið sé áhugavert og umhverfið spennandi. „Fjölbreytni verkefnanna heillar mig mest,“ segir Regína og nefnir að útivera og umhverfi geri starf landvarðar áhugavert. Regína kemur með ýmsar hug- myndir inn í nýja starfið. Hún segir þó að framtíðin verði að leiða það í ljós hvernig gangi að koma þeim fram. Verið sé að vinna að stefnu fyrir hinn nýja Vatnajökulsþjóðgarð sem laga þurfi starfið í Skaftafelli að. Vill hún því bíða með frekari yf- irlýsingar um framtíðina. Fjölbreytni verkefnanna heillar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Náttúra Í Skaftafelli er eitt vinsælasta tjaldsvæði landsins. Regína Hreinsdóttir tekur við starfi þjóðgarðsvarðar Regína Hreinsdóttir Í HNOTSKURN »Þjóðgarðurinn í Skaftafellivar stofnaður 1967 og stækk- aður verulega 1984. Flatarmál hans er um 1600 ferkílómetrar. »Skaftafellsþjóðgarður næryfir tvo þriðju hluta Vatna- jökuls. Hann skiptist í þrjú svæði, Lakagíga, Skaftafell með undir- lendi og jökulhettuna. SIGRÚN Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri og Skúli Árnason, formað- ur björgunarsveitarinnar Súlna, skrifuðu í vikunni undir samning um stuðning bæjarins við björg- unarsveitina til næstu fjögurra ára. Styrkurinn felst í árlegu framlagi og til viðbótar leggur Akureyr- arbær fé til nauðsynlegra end- urbóta og viðbyggingar á núver- andi húsnæði Súlna. Í fréttatilkynningu frá Akureyr- arbæ og Súlum segir: „Björgunar- sveitirnar hafa um árabil verið styrktar af Akureyrarbæ og mark- ar þessi samningur áframhald af því góða samstarfi. Sveitirnar hafa skipt hinn almenna borgara [miklu] í gegnum tíðina og íbúar á Ak- ureyri leggja björgunarsveitunum gott lið á hverju ári með kaupum á flugeldum.“ Tekið er fram að hin árlega flug- eldasala, ein aðaltekjuöflun björg- unarsveitanna, hefst 27. desember nk. og stendur fram yfir gaml- ársdag. Flugeldar verða einnig seldir á þrettándanum. Akureyrarbær styður björgunarsveitina Súlur FYRIRTÆKIÐ Norðlenska hefur sama háttinn á nú og síðustu ár, að í stað þess að senda jólakort til við- skiptavina styrkir það eitt líknarfélag. Að þessu sinni styrkir Norðlenska Neistann – styrktarfélag hjartveikra barna á Norðurlandi, um eitt hundrað þúsund krónur. Að sögn Ingvars Más Gíslasonar, markaðsstjóra Norðlenska, er þetta þriðja árið í röð sem fyrirtækið hefur þennan háttinn á. Norðlenska hefur styrkt félagasamtök á þeim stöðum þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Árið 2005 var styrkurinn afhentur á Húsavík, í fyrra á Höfn í Hornafirði og nú er félag á Akureyri styrkt. „Félag eins og Neistinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna og vinnur afar gott starf. Vonandi munu þess- ir fjármunir nýtast félaginu vel,“ segir Ingvar Már í fréttatilkynningu. Á myndinni eru og tveir fjögurra ára drengir, Aðalbjörn Leifsson og Júlíus Freyr Gunnarsson, sem veittu styrknum viðtöku fyrir hönd Neistans. Norðlenska styrkir Neistann SÍÐASTI Súpufundur Þórs, Greif- ans og Vífilfells á þessu ári verð- ur haldinn í félagsheimilinu Hamri í dag kl. 12.00-13.00. Fundirnir eru venjulega á fimmtudegi en breyting er á því nú. Gestur fundarins er Kristinn Svanbergsson íþróttafulltrúi Ak- ureyrar og fundarefnið Íþróttir á Akureyri á árinu 2007. Hvernig er staðan? Hvert stefnum við? Allir eru velkomnir á fundinn. Að vanda er súpa, brauð og drykkir til sölu á 500 kr. Síðasti súpufundur ársins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.