Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 29
börn MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 29 Skyrgámur kemur þann 19. desember. Ef hannfinnur ílát með skyri heima hjá þér, þá brýtur hann lokið af því með berum hnefanum. Svo mikið liggur honum á! Já, og það er sjaldan mikið eftir í ílátinu. Átvaglið treður í sig með hávaða og látum. Svo vælir hann og stynur: „Æi, æi, æi … óbú- húhúú … mér er svo illt í maganum.“ Þá vill Skyr- gámur víst að allir vorkenni honum! Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Skyrgámur – 19. desember Hin tíu ára gamla LailaRodriquez er líkt og svomargir jafnaldrar henn-ar hrifin af tuskudýrum. En þegar hún biður foreldra sína um ákveðna tuskukú, -kött, eða -hund þá er það ekki bara löngunin í tuskudýrið sem býr að baki. Dýr- unum fylgir nefnilega lykilorð að netleik sem gerir henni kleift að annast sýndargæludýrin, gefa þeim að borða og útbúa herbergi fyrir þau. „Mig langar að eiga tíu gæludýr, af því að þegar maður á orðið tíu þá getur maður eignast lúxusrúm,“ hef- ur New York Times eftir Lailu um netleikinn Webkinz. Lúxusrúmið er einungis til á vefnum líkt og gælu- dýrin, þó að Laila eigi líka fjögur tuskudýr sem hún fékk fyrir þær 3.600 kr. sem foreldrar hennar hafa borgað fyrir leikinn. Og Laila er bú- in að uppgötva nýjan vef, Subeta- .org, sem rukkar 1.200 kr. fyrir engladrykk og aðra „sýndarhluti.“ Mörgæsir með aukabúnað Bróðir hennar, hinn sjö ára gamli Jared, þráir að vera meðlimur í vef- heiminum Club Penguin.com. Fyrir það myndu foreldrar hans þurfa að greiða 360 kr. á mánuði svo að Jared gæti safnað sýndarhlutum í snjó- húsið sem mörgæsin hans býr í. Ja- red er ekki einn um þessa ósk því fjöldi barna um heim allan iðkar leikinn, þar á meðal á Íslandi þar sem hann nýtur mikilla vinsælda meðal 8-10 ára barna. Þó að flestir leikir ætlaðir börnum undir tólf ára aldri séu ókeypis þá færist það, að sögn New York Tim- es, sífellt í vöxt að rukkað sé fyrir vefleiki fyrir þennan hóp og segir blaðið þetta valda foreldrum sem og neytendasamtökum þó nokkrum áhyggjum. Það bætast enda millj- ónir nýrra notenda við vefleiki á borð við Club Penguin í viku hverri. Mörg vefsvæði bjóða gjarnan upp á takmarkaða útgáfu af leiknum ókeypis á vefsvæði sínu og svo þeg- ar börnin eru orðin virkilega áhuga- söm um leikinn þá þarf að greiða fyrir heildarútgáfuna. Í öðrum til- fellum er leikurinn ókeypis en svo þarf að greiða fyrir „aukabúnað“ eins og fatnað og dót fyrir mörgæs- ina í Club Penguin. „Hver einasti snertiflötur er að verða að tækifæri til að selja börn- um eitthvað, hvort sem það felst í að gera þau meðvituð um ákveðin vöru- merki eða þá að selja þeim raun- verulega hluti,“ er haft eftir Liz Perle, ritstjóra Common Sense Media. „Það er lokatakmarkið.“ Hjá samtökunum Heimili og skóla könnuðust menn ekki við þennan leik. „Það er hins vegar alltaf áhyggjuefni þegar verið er að gera börn að neytendum, og það er nokk- uð sem við lítum alvarlegum aug- um,“ segir Hlíf Böðvarsdóttir. Framleiðendur vefleikjanna telja hins vegar ekkert slæmt við leiki á borð við Club Penguin. „Við erum að kenna krökkum að taka ákvarðanir sem þau eiga seinna meir eftir að þurfa að taka úti í hinum stóra heimi,“ segir Karen Mason, tals- maður Club Penguin. Vefleikföng fyrir krakka Netleikir á borð við Club Penguin valda áhyggjum Mörgæsir Þær eru óneitanlega krúttlegar mörgæsirnar í Club Penguin, en til að börnin geti tekið fullan þátt í leiknum þarf að greiða mánaðaráskrift.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.