Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 32

Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN - kemur þér við Tryggingar í jólapakkann Vantar upp á öryggi í kortaviðskiptum Fullorðinsleikfang slysast inn í leikfangabúð Dómstólar tilkynna ekki farbann Leikfangastríðið verður ljótara Sérblað fullt af jólastemningu Hvað ætlar þú að lesa í dag? TALIÐ er að um 10% jarðarbúa séu heyrnarskert. Nýjar evr- ópskar rannsóknir hafa sýnt fram á að sú tala liggi nú í 16%. Hávaði hefur skemmt heyrnina í þriðjungi þeirra en hjá því hefði mátt kom- ast með forvörnum. Margt bendir til þess að heyrnarskertum hafi fjölgað hlutfallslega vegna vaxandi hávaða í umhverfi okkar, s.s. frá tónlist, vélum og umferð. Hljóðstyrkur nefnist hávaði ef hann er það mikill að hann getur skemmt heyrnina. Heyrnarskerð- ing er einn algengasti atvinnusjúk- dómurinn í okkar iðnvæddu ver- öld. Hvernig skaðar hávaði heyrnina? Verði einstaklingur fyrir miklum hávaða getur hin viðkvæma bygg- ing innra eyrans skemmst. Ef það ger- ist hefur hann orðið fyrir varanlegri heyrnarskerðingu sem getur bæði orðið af völdum mikils hvells, s.s. sprengingar, og viðvarandi hávaða. Eyrnasuð er oft fylgikvilli heyrn- arskerðingar en það er ýlfur eða sónn í eyrum eða höfði. Eyr- nasuðið getur horfið, en er oft sleitulaust eða kemur og fer tímabundið alla ævi. Hvernig er hávaði mældur? Tónhæð er margbreytileg en mælikvarði hennar er tíðni og mælieiningin hertz, Hz. Manns- eyrað skynjar hljóð með tíðni á bilinu 20 til 20.000 Hz en það er næmast fyrir tíðni á bilinu 2.000 til 5.000 Hz. Hið virka tíðnisvið tal- máls er á þessu bili og einnig sá langæi hávaði sem veldur í mörg- um tilvikum mestum skaða. Hljóðstyrkur er mældur í desí- belum, dB. Styrkur venjulegs tal- máls er á bilinu 50 til 70 dB. Dæmi um hávaða sem getur valdið heyrnarskerðingu. Bifhjól, hárþurrka, sláttuvél: 85- 90 dB. Keðjusög, flugeldar: 100- 110 dB. Rokktónleikar, diskó, vasaspilari: 110-125 dB. Sírena sjúkrabíls, gangsetning þotu- hreyfils: 119-140 dB. ER20-staðaltappar passa í flest eyru, í þeim er hljóðsía sem demp- ar hávaða um 20 dB án þess að breyta blöndun hljóðsins. Sá sem notar tappana heyrir tal, tónlist og önnur hljóð í umhverfinu án þess að blær þeirra breytist. Sérsmíðaðir eyrnatappar dempa hávaða en tal og tónlist heyrist óbjagað. Góður valkostur fyrir fólk sem þarf oft á tíðum að vera í þröngu rými þar sem hefðbundnar hlífar taka of mikið pláss. Slíkir eyrnatappar eru mótaðir eftir af- steypu af hlustinni svo að þeir eru þægilegir í notkun. Hægt er að fá tappa með hljóðsíu sem dempa skaðlegan hávaða án þess að breyta blöndun og tónblæ hljóðsins, þeir dempa allar tíðnir hljóðs álíka mikið. Hlífðu heyrninni Það má í raun al- gjörlega koma í veg fyrir heyrnarskerð- ingu sem stafar af hávaða í umhverfinu eða í vinnunni. Hér eru nokkur ráð um það hvernig þú getur hlíft heyrninni sem best:  Forðastu hávaða.  Takmarkaðu þann tíma sem þú ert í hávaða.  Notaðu eyrnatappa eða heyrn- arhlífar þegar þú þarft að vera í hávaða.  Hlífðu börnum við hávaða þar sem þau hafa ekki vit á að verja sig sjálf.  Hafðu hljómflutningstæki, spil- ara og því um líkt ekki allt of hátt stillt. Sama gildir um út- varpið í bílnum.  Hugaðu að því sem veldur há- vaða í umhverfi þínu.  Hvíldu eyrun í um það bil sól- arhring ef þú hefur lent í allt of miklum hávaða. Í flestum tilvikum skerðist heyrn smám saman á löngum tíma og þar af leiðandi er erfitt að taka eftir skerðingunni. Menn geta verið heyrnarskertir ef þeir… – eiga erfitt með að skilja ákveðin orð eða hluta úr orðum. – hvá oft. – eiga í vandræðum með að skilja þegar talað er í síma. – hækka það mikið í sjónvarpi eða útvarpi að það er til óþæginda fyrir aðra. – eiga í erfiðleikum með að halda uppi samræðum þar sem er há- vaði. – finnst einstaka hljóð ógreinileg. Hugsaðu um heyrnina á meðan þú hefur hana Ellisif Björnsdóttir fjallar um ráð til að koma í veg fyrir heyrnarskerðingu Ellisif Katrín Björnsdóttir. » Forvörn erbetri en meðhöndlun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.