Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 43
setningin „Já, sko gamla brýnið.“ Ekki minna stoltur var pabbi af uppruna sínum og heimahögum. Hann var mikill Garðmaður og vildi aldrei fara þaðan. Hann kom því þannig fyrir að þurfa aldrei að yfir- gefa heimahagana, hann lést í túninu heima og verður jarðsunginn ofan við bernskuheimili sitt, Garðhús. Hafðu þökk fyrir allt og allt pabbi minn. Svanhildur. Eiríkur Guðmundsson, tengdafaðir minn, dó eins og hann lifði. Hann var ekkert að tala of mikið um hlutina, hann var framkvæmdamaður. Hann lifði og dó í Garðinum, þar sem hvergi er hvassara þegar rokið bylur á mel- um en sólarlagið er hvergi fegurra þegar það sígur í móðu á fallegum sumarkvöldum. Eiríkur fæddist í Garðinum, bjó þar alla sína ævi, vann þar lengst af og þar vildi hann vera. Þegar Svan- hildur mín kynnti mig í fyrsta skipti fyrir foreldrum sínum, Lillu og Eiríki, þá komst ég að því að Eiríkur Guð- mundsson talaði enga tæpitungu og ætlaðist ekki til þess af öðrum að svo væri talað til sín. Hann hafði sterkar skoðanir á næstum öllu, var víðlesinn og fróður um ólíklegustu mál. Hann hafði mikla unun af að ferðast jafnt innanlands sem utan og var náttúru- barn. Síðsumars þegar berin fóru að þroskast mátti oft og iðulega sjá app- elsínugula vörubílnum lagt við vegar- brún á Reykjanesbrautinni og þá var ljóst að nú væri sá gamli kominn í berjamó. Eiríkur var greiðvikinn og vildi allt fyrir alla gera. Smáar sem stórar við- gerðir á bílum og tækjum vöfðust ekki fyrir honum. Oft smíðaði hann hlutina frekar en að kaupa, hann vissi sem var að þeir yrðu síður en svo verri fyrir vikið. Hann var sannkall- aður völundur á málm og tré. Þær voru ófáar kerrurnar sem frá honum komu og voru eftirsóttar. Eftir að hann hætti störfum í fyrirtæki þeirra bræðra, Hólmsteini hf., fann hann sér alltaf eitthvað til dundurs; útskurð og smíði smáhluta sem minjasafnið á Flösinni fékk síðan að njóta. Ólokið líkan af skútunni Pourquoi-Pas? ber handbragði hans glöggt vitni. Á Heiðarbrautinni, þar sem hann og Lilla bjuggu, var oft fjölmennt og mikið fjör enda fjölskyldan stór, sex börn með tilheyrandi barnabarna- fjöld. Það var oft fjör þegar allir komu saman og ekki allir lágværir. En hann naut sín vel og vildi hafa fólkið sitt í kringum sig og oft þurfti að stilla barnabörnunum upp og taka myndir. Þeim sem ekki þekktu hann náið fannst hann kannski hrjúfur við fyrstu kynni. En það var ekki hans rétta hlið. Hann var umhyggjusamur og vildi öllum vel. Blikið í augum hans yfir barnahópnum sínum var ósvikið og gott var að eiga afa Eirík til að koma að málunum. Eiríkur dó heima. Það varð brátt um hann eins sagt er og þrátt fyrir að andlát hans hafi orðið snöggt og án fyrirboða þá er ég forsjóninni þakk- látur fyrir hvernig það bar að. Hann vildi ekki láta hafa neitt fyrir sér og vildi ekki eiga neitt inni hjá neinum. Að fólk stæði í einhverju tilstandi fyr- ir hann var ekki hans stíll. Ég kveð tengdaföður minn með virktum og er þakklátur og lánsamur að hafa fengið að kynnast honum. Hann skilur eftir sig stóran hóp sem allur er stoltur af föður sínum og afa. Ég sendi Lillu tengdamóður minni, börnum hans og fjölskyldum þeirra og systkinum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Eiríks Guð- mundssonar. Kristján Jóhannsson. Minning um tengdaföður minn, Hann var léttlyndur og glaður en þold’ekki óþarfa blaður. Hann kunni sögur að segja ef þú vildir ljá honum eyra, við hlógum oft svo mikið, því mörg gerð’ann prakkarastrikin. Á unga aldri hann veiktist í eyra, fékk heyrnartæki til að heyra meira en ef frið hann vildi fá, hann bara slökkti tækinu á. Ég þakka Guði hann fyrir, krossa yfir og bið, hann hvíli í friði. Í Jesú nafni, amen. (BG) Það fyrsta sem kom upp í huga barna okkar við fréttirnar um að afi þeirra væri dáinn var: „Hann afi sem var svo góður.“ Það er góð minning að ylja sér á. Þau hafa áhyggjur af elsku ömmu sinni en samstaða barna henn- ar síðustu daga fullvissar mann um að það verður vel hlúð að henni. Við biðj- um elsku Jesú að bera ömmu á örm- um sér uns fætur hennar verða styrk- ir á ný. Við erum lánsöm að nafn Eiríks tengdapabba hljómar hér dag- lega því frumburður okkar er alnafni hans. Elsku tengdamamma og allir að- standendur, Guð blessi okkur öll og styrki, í Jesú nafni, amen. Brynja, Guðmundur og fjölskylda. Ég man eftir þeim stundum þegar ég var lítill strákur og kom í heim- sókn. Ég fékk það mikilvæga hlut- verk að fá að brjóta sykurmolana fyr- ir þig sem þú settir út í kaffið þitt og fannst mér ég vera að gera mjög mik- ið gagn að geta hjálpað afa mínum svona í kaffinu. Ég var mjög oft heima hjá þér og ömmu og fannst mér ég vera svo heppinn að eiga ekki eitt heimili heldur tvö, hjá mömmu og pabba og svo hjá ykkur. Á milli stundanna þegar ég var ekki að spila við ömmu fékk ég að koma með þér í vinnuna og sitja með þér í vörubílnum og fylgjast með þér. Þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa mér og aðstoða mig en þó vildir þú sjaldan láta aðstoða þig með verk sem þú taldir þig geta gert sjálfur. Þú varst mjög sjálfstæður maður sem ég dáðist mjög að. Að kveðja þig situr þungt í mínu hjarta. Ég hugga mig við það að þú verður alltaf hjá mér og vakir yfir okkur öllum sem nú kveðja þig með söknuði. Ég hugsa ávallt til þín elsku afi og megi guð geyma þig líkt og við geym- um þig í hjarta okkar. Eiríkur Arnar Björgvinsson. Afi minn var góður afi og hann var líka mjög góður faðir. Þessi afi minn var góður í öllu, öllum heimsins verk- um, en svo fór hann frá mér. Mér finnst það svo leiðinlegt en svona er það, við fæðumst og við deyjum. En mig langar að skrifa þetta fyrir hann afa minn og ég bið guð að varðveita hann þarna uppi í himnaríki. Ég á eft- ir að hitta hann einhvern tímann þar en þangað til ætla ég að biðja fyrir honum á hverjum degi og gefa honum heilög og blessuð jól. Ég ætla að varð- veita afa minn í hjarta mínu, þess vegna gef ég honum þessa bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Salka Björt. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 43 Elsku afi er farinn frá okkur. Hann var alltaf svo góður. Hér er bæn fyrir afa. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Inga Jódís og litla systir. Eitt lítið andartak. Eitt andartak, hve miklu eitt andartak getur öllu breytt. Ein slæm frétt sem til manns berst, á andartaki hve allt er breytt. Erfitt er að hugsa og erfitt er að sjá, á andartaki hve söknuðurinn er sár. Komdu til mín aftur, ég vera vil hjá þér, á einu litlu andartaki horfinn varstu mér. Daniella Holm Gísladóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN KRISTINSSON endurskoðandi, sem lést miðvikudaginn 12. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu- daginn 20. desember kl. 13.00. Dagbjört Torfadóttir, Helga Björk Þorsteinsdóttir, Kristinn Arnar Guðjónsson, Hörður Þorsteinsson, Sigrún Sæmundsdóttir, Kristinn Þorsteinsson, María Sverrisdóttir, barnabörn og langafabarn. ✝ Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vinsemd vegna veikinda, andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, DÓRU GUÐLAUGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Guð blessi ykkur öll. Bjarni Sighvatsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Páll Sveinsson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, Viðar Elíasson, Sighvatur Bjarnason, Ragnhildur S. Gottskálksdóttir, Ingibjörg Rannveig Bjarnadóttir, Halldór Arnarsson, Hinrik Örn Bjarnason, Anna Jónína Sævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, VALDEMARS SVEINSSONAR Ólafsgeisla 111, Reykjavík. Fyrir hönd annarra ættingja, Ingunn Stella Björnsdóttir, Elísabet Heiða Valdemarsdóttir, Sveinn Hólm Valdemarsson, Karen Rós Valdemarsdóttir, Íris Björk Ingadóttir, Ingvar Hafbergsson, Jóhanna Eiríka Ingadóttir, Þórður Þrastarson, Lilja Karen, Aldís Dröfn og Darri Freyr. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu samhug og hlýju vegna veikinda og andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, sonar, tengdasonar og bróður, NÍELSAR RAFNS NÍELSSONAR bifvélavirkjameistara, Funalind 15. Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun Karítas, læknum og hjúkrunarfólki á krabbameinsdeild og líknardeild Landspítalans. Guðbjörg Elsa Sigurjónsdóttir, Ómar Níelsson, Anna Björg Níelsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Níels Birgir Níelsson, Svanborg Gísladóttir, Arnar Bjarki, Glódís Rún, Védís Huld, Hrefna Skagfjörð, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Hermann Níelsson, Björn Níelsson, Hanna Níelsdóttir, Halldóra Þórðardóttir, Pálmi Þórðarson. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT GARÐARSDÓTTIR Ægisíðu 88, Reykjavík, verður jarðsungin í Dómkirkjunni föstudaginn 21. desember kl. 15.00. Garðar Halldórsson, Birna Geirsdóttir, Jón Halldórsson, Ingigerður Jónsdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Margrét Pálsdóttir, Margrét Birna, Helga María, Margrét, Áslaug Þóra, Halldór Haukur, Jón Gunnar og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HJALTI RAGNARSSON vélfræðingur, Ársölum 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 19. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Sigríður E. Konráðsdóttir, Konný R. Hjaltadóttir, Óskar Guðjónsson, Hjalti Heiðar Hjaltason, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Ingvar Hjaltason, Magnea Helga Magnúsdóttir, Aðalheiður Íris Hjaltadóttir, Árni Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR frá Skriðufelli í Þjórsárdal, Þangbakka 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 13.00. Sigurður J. Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Lilja Sörladóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Gunnar Pétursson, Ólafur J. Sigurðsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Þuríður R. Sigurðardóttir, Kristján A. Ólason, Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Arason, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Barclay T. Anderson, Berglind Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.