Morgunblaðið - 19.12.2007, Page 50
Í bland við uppreisnar-
hug, sérlyndi, drykkju-
skap, trúarofstæki og
geðveiki … 53
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ fóru svona
85 þungir steinar
úr hjartanu við
þetta,“ segir Ólaf-
ur de Fleur Jó-
hannesson leik-
stjóri, en
kvikmynd hans
The Amazing
Truth About
Queen Raquela,
hefur verið valin til þátttöku á kvik-
myndahátíðinni í Berlín sem fram fer
í febrúar. „Þetta hefur verið mikil
barátta, að koma myndinni áfram.
Þetta er hins vegar ein af þremur
stærstu hátíðunum í Evrópu þannig
að það tryggir að hún muni eiga gott
líf. Mér er alveg sama þótt ég drulli
upp á bak sjálfur, en þetta skiptir
máli fyrir þessar stelpur, og þessa
sögu sem er mjög mikilvæg,“ segir
leikstjórinn, en myndin fjallar um
dramatískt líf svokallaðra stelpu-
stráka á Filippseyjum. „Raquela er
aðalpersónan, en hún er að segja
sögu hundraða svona stúlkna og er
eiginlega fulltrúi þeirra.“
Mörg járn í eldinum
The Amazing Truth About Queen
Raquela verður frumsýnd í kvik-
myndahúsum hér á landi í lok febr-
úar, en hún var um það bil tvö ár í
framleiðslu. „Þetta er leikin mynd,
þrátt fyrir að þetta hafi átt að vera
heimildarmynd í upphafi. Í rauninni
er þetta sambland af heimildarmynd
og leiknu efni, og ég held að þetta hafi
ekki verið gert með þessum hætti áð-
ur,“ segir Ólafur. Myndin tekur þátt í
aðaldagskrá Panorama-hlutans svo-
kallaða í Berlín, en 18 myndir eru í
þeirri keppni. „Þetta er ekki að-
alkeppnin, heldur meira svona „best
of art-house“ keppni,“ segir Ólafur.
Margt fleira er á dagskrá hjá Ólafi
næstu mánuðina, en næsta kvikmynd
hans, Stóra planið, verður frumsýnd í
mars. Þá er hann farinn að huga að
sínu næsta verkefni, kvikmynd sem
hlotið hefur nafnið Diary of a Circle-
drawer. „Það er mynd sem ég ætla að
gera hér heima og í New York eftir
ár. Ég fer hins vegar til New York í
janúar þar sem ég ætla að skjóta litla
stuttmynd um það sama efni líka. Það
er mynd til þess að prófa vatnið, áður
en farið er út í stóru myndina.“
Queen Raquela á kvikmyndahátíðinni í Berlín
Stelpustrákar Úr hinni átakanlegu kvikmynd um Raquelu.
Ólafur de Fleur
Jóhannesson
www.queenraquelathemovie.com
www.poppoli.com
Egill Helgason
þáttastjórnandi
vandar Skífunni
ekki kveðjurnar í
netpistli á Eyj-
unni.is. Tilefni
reiðilestursins er
frétt, sem birtist í 24 stundum í
gær, þar sem fram kemur að Bjarni
Kristinsson, framkvæmdastjóri
Skífunnar, hyggist laða Starbucks-
kaffikeðjuna til landsins. Að mati
Egils er það óðs manns æði þegar
Kaffitár og Te og kaffi njóta enn
mikillar velvildar Reykvíkinga og
beinir hann þeim tilmælum til
Skífumanna að þeir komi Skífunni
á réttan kjöl áður en þeir hella sér
út í kaffibisnessinn. Egill minnist
þeirra tíma þegar Skífan bauð upp
á myndarlegt úrval af klassískri
tónlist og djassi en nú sé aðeins í
boði reytingur af titlum. Segir hann
að það hafi ekki einu sinni verið al-
mennilegt úrval af jólaplötum þeg-
ar hann kom þar við um daginn.
Ættu að einbeita sér
að tónlist, ekki kaffi!
Gamansýningin Laddi 6-tugur
var sýnd í 80. skiptið í Borgarleik-
húsinu á sunnudaginn. Af því tilefni
ákváðu vinir Ladda að hrekkja
kappann svolítið, og það í miðri
sýningunni. Í einu atriðinu, þar sem
Laddi er í hlutverki hins óborg-
anlega Magnúsar bónda, kom Karl
Ágúst Úlfsson eins og skrattinn úr
sauðarleggnum í gervi Eyjólfs,
bróður Magnúsar. Hvorki Laddi né
Steinn Ármann, sem var með hon-
um á sviðinu, vissu hvað stóð til og
brá þeim því nokkuð. Þeir létu
þessa uppákomu þó lítið á sig fá og
tókst þeim að spinna bráðfyndið at-
riði með Karli, án þess að áhorf-
endur tækju eftir nokkru óeðlilegu.
Hrekktu Ladda
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„STEMNINGIN í kórnum er mjög góð, það fylgir
gospelinu, það er ekki hægt að vera í slæmu
skapi þegar maður syngur það,“ segir Matt-
hildur Bjarnadóttir, formaður Gospelkórs Jóns
Vídalíns. Kórinn er samstarfsverkefni Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ og Vídalínskirkju og er
skipaður um 40 ungmennum á aldrinum 16 til 25
ára. „Þetta er annar starfsvetur kórsins, en ég
byrjaði í honum nú í vetur eftir að hafa dvalið
sem skiptinemi í Bandaríkjunum,“ segir Matt-
hildur, sem er nemi í Kvennaskólanum. „Kórinn
er auðvitað að mestu skipaður krökkum úr Fjöl-
braut í Garðabæ og úr bæjarfélaginu, en svo
slæðast einhverjir aðrir með, svona eins og ég.“
Matthildur segir gospel vera kærleikstónlist
sem nái yfir vítt svið.
„Við erum að syngja róleg íslensk trúarleg
lög, negrasálma og bandarískt gospelrokk.
Þannig að það er eitthvað fyrir alla. Kórastarfið
er ekki eins formfast og í hefðbundnum kórum
og það er mikið af tækifærum fyrir fólk sem vill
láta ljós sitt skína og syngja einsöng.“
Kórinn syngur einu sinni í mánuði í kvöld-
messu í Vídalínskirkju og segir Matthildur það
fá unga fólkið í messu. „Eldra fólk hefur líka
gaman að þessu, kraftinum í tónlistinni og
gleðina hjá okkur unga fólkinu. Mér finnst að
það megi vera fleiri tegundir af tónlist í kirkjum
á Íslandi, sálmar eru ekki eina trúarlega tónlist-
in sem til er þó mér þyki vænt um þá og njóti
þess að syngja þá.“
Auk þess að syngja í kvöldmessum er kórinn
með tvenna tónleika í FG á ári, um jól og að vori.
Nú er einmitt komið að jólatónleikum kórsins
sem fara fram í sal Fjölbrautaskóla Garðabæjar
á morgun kl. 20 undir stjórn Þóru Gísladóttur.
Smáskammtur af hipp hoppi
Tómas Oddur Eiríksson byrjaði í kórnum nú í
vetur, eftir að hafa verið skiptinemi í Suður-
Ameríku á seinasta ári. „Ég hef alltaf haft mik-
inn áhuga á söng og þótti því upplagt að ganga í
kórinn sem hefur bara gert mér gott. Ég labba
út fullur af orku og gleði eftir hverja æfingu,“
segir Tómas sem er 19 ára nemi við FG.
Efnisskráin á tónleikunum annað kvöld verður
blönduð að sögn Tómasar. „Við syngjum sálma,
jólalög og gospellög. Svo erum við líka með smá
nútíma gospeltónlist með smá skammt af hipp
hoppi.“ Borgardætur mæta einnig og syngja
með kórnum tvö jólalög. „Þær báðu um að fá að
koma fram með okkur, sem er mikill heiður. Ein
Borgardætra á son í kórnum, hún mætti í messu
þar sem við sungum og vildi endilega syngja með
okkur á tónleikum,“ segir Tómas.
Það kostar 1.000 kr. inn á jólatónleikana og
mun allur ágóði renna til fræðslustarfs Freyju
Haraldsdóttur. „Kórinn ákvað að ágóðinn myndi
renna til góðgerðarstarfs og völdum við að hafa
það innan bæjarfélagsins. Þar sem við erum með
svona mikla kjarnakonu í bænum er upplagt að
styrkja hana. Freyja var líka nemi í FG og það er
frábært að geta lagt henni lið í fræðslustarfinu.“
Orka og gleði í gospelinu
Gospelkór Jóns Vídalíns heldur jólatónleika í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
Morgunblaðið/Golli
Umkringt jólatré Gospelkór Jóns Vídalíns er skipaður ungmennum á aldrinum 16 til 25 ára og eru flestir nemar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.