Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 54

Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ BÓKIN The Chalet Girl eftir Kate Lace til- heyrir Little Black Dress-bókunum, en það er bókaklúbbur í Bret- landi sem gefur út róm- antískar bækur ætlaðar konum í yngri kantinum. The Chalet Girl er ást- ar- og örlagasaga ungrar konu, eins og flestar bækurnar sem koma út hjá Little Black Dress. Þar segir frá hinni ungu Millie Braythorpe sem fær sér vinnu á skíða- gistiheimili í Frakklandi til að forða sér frá fjölskyldunni og slæmum minningum. Þar ber að garði gest nokkurn, hinn mynd- arlega Luke, og laðast þau strax hvort að öðru. Sú hrifning leiðir þó til allskonar vandræða og Millie leggur aftur á flótta. Luke hefur þó uppi á henni og eftir að alls kyns misskilningur er leiðréttur ná þau saman. Millie á þá eftir að sættast við fjöl- skylduna sem er ekki jafnauðvelt. Bókin byrjar ágætlega, virðist ætla að fara í áttina að skemmtilegum breskum konubókum í kaldhæðna stílnum, í anda höfunda eins og Sophie Kinsella og Marian Keyes, en síðan lætur höfundurinn drama- tíkina taka yfir og undir lokin er bókin orð- in svo útþynnt af ástarsöguklisjum að hún er varla lesandi lengur. Kom því ekki á óvart þegar í ljós kom að Kate Lace heitir í raun Catherine Jones, og hefur skrifar und- ir því nafni rauðar ástarsögur um nokkurt skeið. The Chalet Girl er ekki nægilega heil- steypt bók og raunveruleikann vantar. Lík- lega eiga fæstar ungar konur eftir að geta samsamað sig lífi aðalsögupersónunnar, sem er ókostur er kemur að slíkum bók- menntum. Bókin var samt ágætis afþreying í flugi til og frá Bandaríkjunum og krafðist sem betur fer ekki meiri lestrartíma en flugferðirnar tóku. Fín í flugið The Chalet Girl eftir Kate Lace. Little Black Dress gefur út. 312 síður. Ingveldur Geirsdóttir ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. T is for Trespass – Sue Grafton 2. The Darkest Evening of the Ye- ar – Dean Koontz 3. For One More Day – Mitch Al- bom 4. Double Cross – James Patterson 5. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 6. World Without End – Ken Fol- lett 7. Stone Cold – David Baldacci 8. The Choice – Nicholas Sparks 9. Playing for Pizza – John Gris- ham 10. Home to Holly Springs – Jan Karon New York Times 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. The Kite Runner – Khaled Hos- seini 3. The Uncommon Reader – Alan Bennett 4. On Chesil Beach – Ian McEwan 5. Sepulchre – Kate Mosse 6. Cranford – Elizabeth Gaskell 7. The Ghost – Robert Harris 8. A Spot of Bother – Mark Had- don 9. Half of a Yellow Sun – Chimam- anda Ngozi Adichie 10. Atonement – Ian McEwan Waterstone’s 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. Wintersmith – Terry Pratchett 3. Divine Evil – Nora Roberts 4. Shopaholic & Baby – Sophie Kinsella 5. Cross – James Patterson 6. Borat: Touristic Guidings to Glorious N – Borat Sagdiyev 7. Anybody Out There? – Marian Keyes 8. Ultimate Hitch Hiker’s Guide – Douglas Adams 9. 501 Must–See Destinations – Bounty Books 10. The Moomin Book 2 – Tove Jansson Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FÁAR bækur hafa vakið annað eins umtal á síðustu árum og barnabókin The Invention of Hugo Cabret, sem margir hafa tjáð sig um á netinu. Bókin sú, ríf- lega 530 síður, er líka nánast lista- verk sem nær að sameina mynda- sögu og ævintýri í texta. Ýmsir hafa glímt við að steypa þessum tveimur hefðum saman, myndasögu og sögu sem sögð er með orðum, en engum tekist eins vel upp og Brian Selznick í barna- sögunni The Invention of Hugo Cabret. Í henni eru myndir og texti í jafnvægi – hver mynd hefur hlutverki að gegna, þokar sögunni áfram, og textinn kemur til sög- unnar þegar ekki er nóg að hafa myndir. Gott dæmi um þetta er myndaröð sem hefst á fyrstu síðu og spannar 21 opnu þar sem sjón- arhorninu er beitt á meist- aralegan hátt og nærmyndum ekki síður (Þessa myndaröð má sjá á vefsetri bókarinnar, thein- ventionofhugocabret.com). Sagan segir frá drengnum Hugo Cabart sem býr í starfs- mannaaðstöðu á brautarstöð í París. Frá því að faðir hans fórst í eldsvoða hefur hann búið hjá drykkfelldum frænda sínum, en þar er komið í sögunni að frænd- inn er horfinn, hefur ekki skilað sér heim í talsverðan tíma, og Hugo litli verður því að bjarga sér upp á eigin spýtur, lifa á smá- þjófnaði og snapi. Klukkurnar á lestarstöðinni voru í umsjá frænd- ans og Hugo heldur þeim gang- andi til að koma í veg fyrir að upp komist að hann sé einn, enda kýs hann frekar öryggið á stöðinni en að vera hugsanlega settur í fóstur. Fleira kemur þó til – Hugo hef- ur nefnilega í hyggju að end- urbyggja upptrekkt vélmenni sem faðir hans var að sýsla við áður en hann fórst. Illa fer þegar hann stelur varahlutum í vémennið frá gömlum manni sem rekur búð- arholu á stöðinni, en sá gamli er ekki allur þar sem hann er séður. Ekki bara saga af mun- aðarlausum pilti Selznick er ekki bara að segja sögu af munaðarlausum pilti, heldur er hann að segja sögu af brautryðjendum í kvikmyndalist sem veittu töfrum inn í kvikmynd- ir, sem beittu sjónhverfingum til að skapa ævintýraheim á hvíta tjaldinu, brautryðjendum í brell- um eins og Georges Méliès, en honum bregður einmitt fyrir í myndinni. Méliès var upphafs- maður margra af helstu tækni- brellum árdaga kvikmyndalist- arinnar og þekktur frumherji í gerð ævintýramynda, hryllings- mynda og vísindaskáldsagna. Hans frægasta mynd var Ferðin til tunglsins (Le voyage dans la Lune, 1902), en í þeirri mynd er hið fræga skot er eldflaug stingst í auga karlsins í tunglinu. Méliès varð gjaldþrota og starfaði við það síðustu æviárin að selja leik- föng á lestarstöðinni í Montp- arnasse, en stærstur hluti filmu- safns hans var bræddur í skóhæla fyrir franska hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Forvitnilegar bækur: Saga í myndum og orðum Töfrar fyrri tíma Afreksmaður Brian Selznick tekst það sem svo mörgum hefur mistek- ist í bókinni The Invention of Hugo Cabret. Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. Sími 564 0000Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Run fat boy run kl. 5:50 - 8 - 10:10 Saw IV kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Butterfly on a Wheel kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 14 ára Dan in real life kl. 5:45 La vie en Rose kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 4 - 6 - 8 Alvin and the Chipmunks m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 -10 Alvin and the Chipmunks m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 -10 LÚXUS Bee Movie m/ísl. tali kl. 4 - 6 Duggholufólkið kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Hitman kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Dan in real life kl. 10 MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND EFTIR ARA KRISTINSSON SEM GERÐI M.A. STIKKFRÍ. KALLI ER SENDUR Á AFSKEKKTAN SVEITABÆ TIL AÐ EYÐA JÓLUNUM MEÐ PABBA SÍNUM ÞAR SEM HANN VILLIST, LENDIR Í SNJÓBYL OG HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN OG DULARFULLAR VERUR OFL! JÓLAMYNDIN 2007 NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI eee - V.J.V., TOPP5.IS SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI eeee - Ó.H.T., RÁS 2 Þetta er frumleg, úthugsuð, vönduð og spennandi barna- og fjölskyldumynd, besta íslenska myndin af sínu tagi. eee - S.V., MBL „Duggholufólkið bætir úr brýnni þörf fyrir barnaefni” eeee - B.S., FBL „...ein besta fjölskyldu- afþreyingin sem í boði er á aðventunni” SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓI Hvað myndir þú gera til að vernda fjölskyldu þína? Pierce Brosnan heldur hjónunum Gerard Butler (úr 300) og Mariu Bello í heljar- greipum! En ekki er allt sem sýnist í þessari mögnuðu spennumynd! SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI eee - H.J. MBL - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 6 Duggholufólkið kl. 6 Run fatboy run kl. 8 - 10 Saw IV kl. 8 - 10 B.i. 16 ára eee GÓÐ SKEMMTUN FYRIR YNGSTU BÖRNIN - S.V. MBL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.