Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 57

Morgunblaðið - 19.12.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 57 Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞESSI síðasta vika fyrir jól hefur byrjað vel fyrir íslenska kvikmynda- gerðarmenn. Á síðu 50 er fjallað um för Raquelu drottningar til Berlínar þar sem hún keppir í Panorama, þar sem frumsýndar verða 18 myndir sem talið er að gætu átt erindi á „arthouse“-markaðinn. Aðalhátíð þess markaðar er ein- mitt Sundance-hátíðin í Park City í Utah og þar verða tvær íslenskar stuttmyndir sýndar; „Bræðrabylta“ eftir Grím Hákonarson og „Hund- ur“ eftir Hermann Karlsson, en há- tíðin fer fram í janúar. Misskilja Ítalar Erlend? Loks heldur velgengni Mýr- arinnar áfram, en Ingvar E. Sig- urðsson vann Napapijri-verðlaunin fyrir túlkun sína á Erlendi á ítölsku hátíðinni Courmayeur Noir Festival. Þema hátíðarinnar er spenna, njósn- ir og „film noir“-myndir og leiðir hún saman fólk úr heimi kvik- mynda, bókaútgáfu og sjónvarps- framleiðslu sem vinnur með þessi þemu. Á vef hátíðarinnar (noirfest.com) má finna viðtal við Ingvar þar sem hann ræðir um sköpun Erlends fyrir hvíta tjaldið. Hann segir þar mel- ankólíu og stillingu vera mikilvæg- ustu karaktereinkenni Íslendinga og að þetta séu einnig einkenni á persónu Erlends. Þá segist hann hafa getað nálgast mikinn fjársjóð í sagnaflokk Arnaldar Indriðasonar um Erlend. Hann er þó alveg ósammála ítölskum blaðamanni um að sam- band Erlends við Evu Lind, dóttur sína, sé kaldranalegt og segir það fullt af ást og hlýju, en getur sér til um að ástæða misskilningsins sé menningarlegur, Ítalir séu jú upp til hópa mun opnari og málglaðari en Íslendingar. Morgunblaðið/Eyþór Sólardans Grímur Hákonarson er á leiðinni til Sundance með Bræðra- byltu, en hún var nýlega gefin út á dvd ásamt fleiri myndum Gríms. Morgunblaðið/Eggert Sigursæll Ingvar E. vann á dögunum til Napapijri-verðlaunanna fyrir túlk- un sína á Erlendi á Courmayeur Noir-kvikmyndahátíðinni á Ítalíu. Frá Ítalíu til Sundance BRESKA leikkonan Gemma Arter- ton verður ein af Bond-stúlkunum í 22. ævintýri njósnarans snjalla – en sögur eru uppi um að myndin sjálf muni einfaldlega heita 007. Lítið er enn vitað um hæfileika Ar- terton þessarar, enda hennar fyrsta mynd ekki komin í bíó enn, en það er stúlknaskóladramað St. Trinian. Fregnir á Bretlandseyjum herma að unglingspiltar þarlendir, já og jafnvel nokkrir eldri, bíði fárra mynda með meiri óþreyju – og eru meðfylgjandi myndir hugs- anleg skýring á því, þótt vissulega hljóti uppreisn ungmeyjanna gagn- vart gerspilltu valdakerfi gagn- fræðaskólans að vera aðalástæðan. Ný Bond- stúlka St. Trinian’s Gemma Arterton, Caterina Murino og Talulah Riley smella fingurkossi á ljósmyndara. Gemma Arterton Ekki er enn víst hvort hún verði aðal-Bondstúlkan, enda sjaldnast ein báran stök þar. / AKUREYRI/ KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK „BEOWULF ER EINFALDLEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY 2 VIKUR Á TOPPNUM Á ÍSLANDI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Leiðinlegu skóla stelpurnar - sæta stelpan og 7 lúðar! Amanda Bynes úr She‘s The Man er komin aftur í bráðskemmtilegri mynd eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI JÓLAMYNDIN Í ÁR ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRED CLAUS kl. 8 - 10:20 LEYFÐ HITMAN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA JÓLAMYNDIN 2007 SÝND Í ÁLFABAKKA NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR. FRED CLAUS kl. 8 - 10:20 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ DAN IN REAL LIFE kl. 10 LEYFÐ SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS FRED CLAUS kl. 3:30D - 8D - 10:30D LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 3:30D - 6D LEYFÐ DIGITAL BEE MOVIE m/ensku tali kl. 8:30 LEYFÐ DIGITAL BEOWULF kl. 5:303D - 83D - 10:303D B.i. 12 ára 3D-DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 10:30 B.i. 16 ára FRED CLAUS kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ BEE MOVIE m/ensku tali kl. 10 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SIDNEY WHITE kl. 8 LEYFÐ eee GÓÐ SKEMMTUN FYRIR YNGSTU BÖRNIN - S.V. MBL Móhella 1 - Hafnarfirði 10.665 fm byggingarlóð Til sölu er lóðinni númer 1 við Móhellu í Hafnarfirði sem 10.665 m2 að stærð. Lóðin er tilbúin til uppbyggingar og hefur aðkomu bæði frá Móhellu og Íshellu auk þess að vera vel sýnileg frá Reykjanesbrautinni. • Inneign í gatnagerðargjöldum er 4.000 fm. • Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,7. • Leifilegt er að byggja 7.465 m2 hús á lóðinni. • Ógreidd eru gatnagerðargjöld af 3.466 m² • Nýr eigandi fær ógreiddu gjöldin á gamla verðinu frá Hafnarfjarðarbæ á kr. 8.813 í stað kr. 17.626. Hér er á ferðinni framtíðarbyggingarstaður fyrir hverskonar atvinnurekstur. Þetta er eign sem getur hentað vel sem höfuðstöðvar fyrir stórt fyrirtæki og eða hýst mörg smærri fyrirtæki. Óskað er eftir tilboði í lóðina. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson framkvæmdastjóri Húsakaupa í síma 617-1800. Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Jón Gretar Jónsson Sölumaður GSM. 617-1800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.