Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG ætla að byrja þennan pistil á að
óska mér og Davíð Oddssyni til ham-
ingju með afmælið en við Davíð eig-
um það nefnilega sameiginlegt að
vera fædd 17. janúar þótt nokkur ár
séu á milli okkar. Í tilefni dagsins
langar mig að minna ykkur, kæru
lesendur, á hvað það þýðir að vera 23
ára eins og ég er nýorðin.
Ég hef rétt á að keyra bíl, kaupa
íbúð, kjósa ríkisstjórn í heimaland-
inu mínu, sofa hjá og gifta mig (eða
stofna til staðfestrar samvistar) eig-
inlega hverjum sem er. Ég hef lokið
BA-prófi er og hálfnuð með MA í
þýðingafræðum. Á vinnustaðnum
mínum hjá Reykjavíkurborg fékk ég
nýlega stöðuhækkun úr bókaverði í
deildarbókavörð. En það er eitt sem
ég hef ekki rétt á og það er að fá
dvalarleyfi sem erlendur maki fyrr
en eftir 25. afmælið mitt.
Eins og við vitum öll eru nauðung-
arhjónabönd mikið vandamál á Ís-
landi og sögur um slík hjónabönd
birtast í blöðum landsins nánast á
hverjum degi. Ég viðurkenni líka að
það er vísindaleg staðreynd að
hvorki nauðungarhjúskapur né
málamyndunarhjónabönd þekkist
meðal þeirra sem eru orðnir 25 ára
og eldri (að vísu er ég enn of ung til
að geta útskýrt fyrir ykkur með
vissu, lesendur góðir, hvað mun ger-
ist á 25. afmælisdegi mínum en mig
er farið að gruna sterklega að töfra-
sproti komi eitthvað við sögu). En er
það ekki vægast sagt írónískt að það
má treysta mér 23 ára gamalli að
þýða íslensk lög en ekki að þýðast ís-
lenskan maka?
Sumir spyrja sig líklega hvort
þetta skipti nokkru máli fyrir þenn-
an einstakling sem skrifar þessi orð.
Myndi hún í alvöru þurfa á slíkum
rétti að halda? Gæti hún ekki bara
sótt um eitthvað annað dvalarleyfi?
En kaldi raunveruleikinn er sá að
það er mjög erfitt fyrir ungan ein-
stakling utan ESB-svæðisins að fá
dvalarleyfi. Ef ég tek sjálfa mig sem
dæmi get ég sagt að öll þau ár sem
ég hef búið hér á Íslandi skapa ekki
nokkurn grundvöll til dvalarleyfis og
um leið og ég klára MA-nám missi
ég rétt minn á að búa hér á landi
með öllu. Og þar sem ég er rík-
isborgari lands utan Evrópu má ég
ekki fá dvalarleyfi vegna atvinnu
nema það hafi verið sannað að eng-
inn annar í Evrópu vill starfið mitt.
Sem betur fer er ég ekki í þeirri
hundleiðinlegu stöðu að eiga maka
og fjölskyldu hér en hafa ekki rétt á
að búa með þeim hér á Íslandi. Ég
þekki hins vegar Íslending sem
þurfti að fara úr landi einmitt vegna
þess að kærastinn hennar gat ekki
fengið dvalarleyfi hér vegna 24 ára
reglunnar. Ég og kærastinn hennar
eigum það nefnilega sameiginlegt að
vera kanadískir ríkisborgarar en
Norður-Ameríka er utan ESB-
svæðisins.
Margir hafa barist gegn 24 ára
reglunni, meðal annars Samfylk-
ingin sem situr nú í ríkisstjórn. Ég
hvet hana til að gleyma því ekki og
hvet alla Íslendinga til að hafna
þessum lögum sem eru engum í hag
og gera ekkert til að hjálpa raun-
verulegum fórnarlömbum heimild-
isofbeldis.
KATELIN PARSONS,
námsmaður.
Á afmælisdeginum
Frá Katelin Parsons
MÉR datt í hug þessi gamla speki
þegar slegið var á útrétta hönd
verkalýðsfélagana um leiðréttingu á
kjörum þeirra er lægst hafa launin,
eða þeirra sem kallast lítilmagninn í
þjóðfélaginu.
Þeir flokkar sem myndað hafa
ríkisstjórn lofuðu svo sannarlega
öðru fyrir kosningarnar en því sem
blasir við nú við kjaraviðræðurnar.
Ég sem þessar línur rita tel mig
svo sannarlega hafa verið tryggan
og trúan sjálfstæðismann, um það
eru sjálfsagt nógu mörg vitni, en
sjaldan eða aldrei hefi ég orðið fyrir
eins miklum vonbrigðum með neina
ákvörðun er flokkurinn hefur tekið
þátt í, sem þessa.
Látum alveg vera ákvarðanir
Samfylkingarinnar, þaðan var hvort
sem var ekki að búast við neinu
öðru, þeir sýna bara sitt rétta and-
lit.
En Þorgerður Katrín, settur for-
sætisráðherra, hvernig gast þú tek-
ið þátt í þessu, fólk sem aldrei getur
látið enda ná saman, hvað þá að
leggja fyrir hungurlús – þessu fólki
sem alið hefur upp þá kynslóð sem
stjórnar landinu núna, hún á ekkert
annað skilið, eða hvað.
Hún má betla fyrir mat og brýn-
ustu nauðsynjum, enginn skyldi
halda að það sé henni léttbært.
Stjórnartímabilið frá 1991-2008
var stöðugleikatímabil sem maður
gleymir aldrei, það hefur með þessu
eina athæfi runnið sitt skeið.
Nú eru engar líkur til annars en
gamla kommatímabilið frá seinasta
tug síðustu aldar sé aftur í vændum,
með verkföllum, verðbólgu, atvinnu-
leysi, gengisfalli og alls konar
óværu.
Það bendir ekkert til annars, yf-
irskriftin á þessari grein er einmitt
það sem þið höfðuð tækifæri til að
efna en ég man vel verkalýðshreyf-
inguna á því tímabili sem ég var að
lýsa.
Það væri undur og stórmerki ef
hún væri breytt, eða hún léti slá sig
á kjammann án þess að eitthvað
komi í staðinn. Öll loforð um betri
kjör og bættan hag eru fyrir bí, Jó-
hanna heyrir ekki, sér ekki, skilur
ekki, öll stóru loforðin voru bara
plat. Það er svo langt í kosningar!
Það er eins víst og dagur kemur á
eftir nóttu að það samningabrölt
sem fram undan er verður margfalt
dýrara ríkinu en sú tillaga sem
verkalýðsfélögin buðu, og rík-
isstjórnin hafnaði aðeins sjálfri sér
til skammar.
KARL JÓHANN ORMSSON,
fv. deildarfulltrúi.
Sá sem vill ekki þegar
hann fær, hann fær
ekki þegar hann vill
Frá Karli Jóhanni Ormssyni
Nokkur orð um
merkan mann sem
fallinn er nú frá.
Elskulegi Hilmar, ég sit hér og
hugsa til þín, daginn sem þú ert jarð-
aður, ég gat því miður ekki fylgt þér
til hinstu hvíldar, en ég var með þér í
huga mínum.
Ég kynntist þér fyrir mörgum ár-
um er við Finnbogi vinur minn og
sonur þinn sýsluðum mikið saman og
gerum enn. Ég kynntist þínum
sterka persónuleika og hlýja manni
sem ég bar mikla virðingu fyrir. Þú
varst einn af þessum gegnheilu
mönnum og ég kynntist því hversu
traustur þú varst við þína nánustu,
enda við það að lesa minningargrein-
ar frá þínu fólki fer ekki á milli mála
hversu mikill fjölskyldumaður og
traustur þú varst.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að
fara með þér í ferð til Manchester
fyrir mörgum árum og sú ferð var af-
ar skemmtileg og þar kynntist ég
einnig húmoristanum Hilmari, og það
verður mér alltaf minnistætt er við
vorum á kínverskum veitingarstað
þar sem við Finnbogi fífluðumst mik-
ið og þú hafðir afskaplega gaman af
því og við hlógum mikið og skemmt-
um okkur saman. Einmitt daginn
sem þú ert jarðaður þá sigra þínir
menn með yfirburðum og ég hugsaði
þá mikið til þín og rifjaði í huga mín-
um upp þessa skemmtilegu ferð til
Manchester.
Ég hitti þig síðast á sjúkrahúsinu á
Akureyri og þar áttum við stund sem
verður alltaf í huga mínum, erfið veik-
indi þín báru þig ofurliði og þú ert
Hilmar Kristjánsson
✝ Hilmar Krist-jánsson fæddist
í Borgarnesi 16.
maí 1948. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
1. janúar síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá
Blönduóskirkju 12.
janúar.
horfinn á braut langt
fyrir aldur fram.
Ég kveð þig, Hilmar,
og mun alltaf minnast
þín.
Elskulega fjöl-
skylda, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Arnar Birgisson.
Aldrei, frá því ég
kom að sjúkrabeði þín-
um í nóvember 2006,
hvarflaði að mér að þú
yfirgæfir sviðið á und-
an mér. Ekki eitt augnablik efaðist ég
um að þú myndir vinna á þessum
vanda eins og öllum þeim vanda-
málum sem þú hefur glímt við síðan
við kynntumst. Það er orðinn tals-
verður tími, því við tókum fyrst tal
saman á fjórðungsþingi, haustið 1982.
Aldarfjórðungur er drjúg stund.
Fyrstu misserin voru samskiptin
okkar spjall um heima og geima. Síð-
ar, þegar við kynntumst nánar, rædd-
um við flest eða jafnvel allt. Þú varst á
þessum árum frekur og fljótur að
reiðast ef þér þótti í umræðunni en þú
varst líka fljótur til sátta. Ég á ef til
vill ekki að hæla þér en við erum á
tímamótum, ég læt vaða en þú mátt
ekki velta mér upp úr viðkvæmni og
vesöld sem þessa stundina situr í
mér. Alla tíð í okkar samskiptum hef
ég hrifist af hreinlyndi þínu, vinur
minn, og hve lundin var sár ef að þér
var sótt en þú staðráðinn í að gefast
ekki upp ef eitthvað á bjátaði, barðist
og hikaðir ekki við að beita öllum til-
tækum ráðum til að ná settu mark-
miði. Á sama tíma varstu umhyggju-
samur, kannski síður fyrstu árin en
áreiðanlega góð fyrirmynd hin síðari
ár og afahlutverkið fór þér vel.
Á Blönduósi var allt þitt, fjölskyld-
an, vinnan, verkefnin og í sveitinni í
kring. Stígandi hf og sveitarstjórnar-
málin tóku mestan þinn tíma, á þeim
vettvangi ófust þræðir okkar saman
og 1988 hófum við að vinna saman á
Blönduósi, þú forseti bæjarstjórnar
og fyrrverandi oddviti hreppsnefnd-
ar, ég nýráðinn bæjarstjóri í nýstofn-
uðu bæjarfélagi. Við tókum tal alla
daga, stundum andartak en oft á tíð-
um langar rispur. Stígandi kom illa
frá verkefnum við byggingu Blöndu-
virkjunar og róinn var lífróður sem
skilaði góðum árangri. Afbragðs
smiðir hjá fyrirtækinu tóku með þér
slaginn, fyrirtækið er í dag besta, ég
fullyrði, besta innréttingafyrirtæki
landsins og man ég þó vel eftir Borg-
inni á Króknum!
Við Svanborg vorum sammála,
þegar við undirbjuggum giftingu
okkar, um að biðja þig og Vallý að sjá
um framgang brúðkaupsdagsins og
veislustjórn þín var hlý og röggsöm.
Eftir á að hyggja sýnist okkur að þá
skömmu seinna hafir þú verið orðinn
sjúkur. Ég nefndi Vallý, þar varstu
heppinn karl minn. Ljúfur förunaut-
ur í gegn um þykkt og þunnt, hald-
andi utan um stóra fjölskyldu á fal-
legu heimili, hagsýn, hljóðlát, snilldar
kokkur og umhyggjusöm. Það var
notalegt að fylgjast með ykkur í hlut-
verki afa og ömmu. Oft sáust þið á
göngu. En svo fluttum við til Akra-
ness um áramótin 2005 og stundirnar
okkar urðu strjálli. Þegar þið tókuð
yfir húsið hans Jóa á Veggjum, móð-
urbróður þíns í Borgarnesi, þóttumst
við sjá að nú vænkaðist hagur
strympu. Með því að gera það upp og
dvelja þar á lausum stundum, þar
svafstu best. Sáum við Svanborg fyrir
okkur að eiga saman aftur margar
unaðsstundir með ykkur hér syðra.
Þessu ræð ég víst ekki vinur minn,
hringingin hans Hafþórs á nýársdag
sló allar þessar væntingar út af borð-
inu.
Stundin er runnin upp. Við þökk-
um þér samveruna elskulegur. Hug-
ur okkar er einnig hjá Vallý og börn-
unum; Finnboga, Hilmari og Völu,
fjölskyldum þeirra, bræðrunum
Sigga og Þormari. Við vitum að minn-
ingin um þig, hávaxinn, grannan,
skarpleitan, léttstígan og stórstígan
með grásprengt hár, ekki lausan við
að vera glottaralegur á svipinn! – gef-
ur styrk til að halda áfram, nú þegar
þú gengur inn í rísandi geisla rauð-
leitrar morgunsólarinnar í austri.
Friður Guðs þig blessi, Hilmar
minn, hafðu þökk fyrir allt.
Ófeigur og Svanborg.
MINNINGAR
✝ Sigurður Frí-mannsson fædd-
ist í Garðshorni á
Þelamörk 10. júlí
1948. Hann lést á
heimili Helgu systur
sinnar á Akureyri
27. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Frímann Pálmason,
f. í Garðshorni á
Þelamörk 16. febr-
úar 1904, d. 9. febr-
úar 1980 og Guð-
finna Bjarnadóttir,
f. í Bolungarvík 2. janúar 1916, d.
25. mars 1981. Þau bjuggu í
Garðshorni á árunum 1943-1972
en áður hafði Frímann búið þar
með móður sinni og bróður í um 2
áratugi. Systkini Sigurðar eru
Kristján (samfeðra), f. 30. nóv-
ember 1928, Friðgerður, f. 4. maí
1943, d. 24. desember 1986,
Pálmi, f. 1. ágúst 1944, d. 5. jan-
úar 1989, Gunnar, f. 19. október
1945, Helga, f. 9. júní 1947, Jóna,
f. 9. júní 1950, d. 16. janúar 1999,
Bjarni, f. 14. nóvember 1952, d.
10. maí 1970 og Steinar, f. 4. des-
ember 1954.
Sigurður ólst upp
í Garðshorni en var
einnig mikið hjá
hjónunum á Syðri-
Bægisá í Öxnadal,
Steini Snorrasyni
og Huldu Að-
alsteinsdóttur, sem
voru honum sem
hans aðrir for-
eldrar. Hann hóf bú-
skap með föður sín-
um í Garðshorni
1968 en 1972 tók
hann einn við búinu
og rak það til 1977. Hann flutti
síðan til Reykjavíkur og stundaði
þar fyrst skrifstofustörf hjá
skipadeild SÍS og síðan versl-
unarstörf hjá BYKO en mörg und-
anfarin ár hafði hann unnið sem
sundlaugarvörður og baðvörður
við sundlaugarnar í Árbæ og
Breiðholti.
Sigurður bjó síðustu vikurnar á
heimili Helgu systur sinnar.
Banamein hans var krabbamein.
Útför Sigurðar var gerð frá
Akureyrarkirkju 8. janúar. Jarð-
sett var í Bægisárkirkjugarði.
Ég heyrði síðast í þér í þessu lífi
rétt fyrir hátíðar og þá lá vel á þér,
þú varst málhress og virtist horfa
með eftirvæntingu til komandi tíma.
Þú varst að vinna að verkefni tengdu
þínu áhugamáli; vísna- og ljóðagerð-
inni og þín síðustu orð til mín voru
þau, að við skyldum heyrast strax
eftir hátíðar. Því miður varð það
ekki, því morguninn 27. des. færði
systir þín mér þau tíðindi, að þú
hefðir kvatt þá um nóttina. Þú varst
búinn um eins og hálfs árs skeið, að
heyja harða baráttu við óvin, sem
margur þarf að lúta í lægra haldi fyr-
ir. Í þeirri baráttu varst þú búinn að
sýna aðdáunarvert baráttuþrek og
æðruleysi. Ég heimsótti þig nokkuð
reglulega á þessu tímabili og þá
spjölluðum við margt saman heima
hjá þér, skruppum á kaffihús eða
röltum niður í bæ. Svo hringdum við
hvor í annan þess á milli og þá var oft
gott hljóð í þér, þú vongóður og
bjartsýnn, en svo komu stundir, sem
þú varst ekki eins glaður og maður
vildi vona og þá leið manni sjálfum
ekki heldur vel.
Er allt hér í sömu átt að benda?
Hví ætla þér dísir svo vera gramar?
Eru samverustundir hér senn á enda?
Sjáumst við bráðum aldrei framar?
Er boginn næstum að bugast hlynur,
brotna alveg og falla í valinn?
Ertu á förum elsku vinur?
Ertu að kveðja táradalinn?
Á liðnu sumri í byrjun ágústmán-
aðar ferðuðumst við nokkra daga
saman um Vestfirði, en til þeirrar
ferðar hafðir þú mikið hlakkað og
undirbjóstu þig vel undir hana. Þú
skipulagðir ferðina alveg fyrir okkur
báða; fórst yfir ferðakort, last þér til
um sögustaði og gerðir næstum allt
annað sem að undirbúningi laut. Ég
sá svo alfarið um að aka eftir þínu
plani á meðan þú sást um vegakort-
in, ferða- og staðalýsingar og annan
fróðleik, sem ég átti stundum fullt í
fangi með að meðtaka. Þar var sko
ekki komið að tómum kofunum. Nú á
maður í fórum sínum fagrar myndir
og minningar frá þessum ánægju-
legu samverustundum með þér í
faðmi hinna tignarlegu vestfirsku
alpa.
Lengur ei fleiri við lífdaga gælir.
Ljúfsáran trega í brjósti nú finn.
Sigur er þess sem að síðastur mælir.
Nú sefurðu loksins vinurinn minn.
Vel hefði telja í gleði mátt glanna,
en gaman var oft þegar leiruðum vér.
Þú varst ekki einn hinna málóðu manna,
sem mark vill að allir taki á sér.
Nú hittumst við ekki hér megin lengur.
Nú hefir þig Drottinn úr álögum leyst.
Nú horfinn er einlægur orðheldinn drengur.
Engan ég þekkti sem betur gat treyst.
Að hafa þér kynnst var happið eitt mesta,
sem hent mig hér gat og geymt er í sjóð.
Þér óska að lokum vil alls hins besta
á öðru sviði – á ókunnri slóð.
Aðstandendum öllum færi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
lifa!
Sveinn Auðunsson.
Sigurður Frímannsson
Fréttir á SMS