Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 27 ✝ Valdimar Ragn-ar Jónsson fæddist á Eskifirði 28. febrúar 1922. Hann lést á Hrafn- istu að kvöldi 9. jan- úar síðastliðins. Foreldrar hans voru Jón Valdi- marsson, f. 4. maí 1891, d. 11. sept- ember 1946, og Herdís Kristín Pét- ursdóttir, f. 18. des- ember, d. 4. febrúar 1946. Systkini Valdimars eru Garðar Pétur, f. 1920, d. 2002, kvæntur Elínu Jónsdóttur, f. 1934, Guðbjörg, f. 1924, gift Steinari Steinarssyni, f. 1926, Hannes Guðni, f. 1927, kvæntur Ragnheiði Björnsdóttur, f. 1929, og Grétar kvæntur Gróu Sigfúsdóttur, f. 1930. Valdimar kvæntist hinn 17. maí 1944 Áslaugu Þorkelsdóttur, f. 13. september 1923, d. 13. desem- maður Arnþór Snær Sævarsson. 4) Valdís, f. 22. júlí 1961, gift Kristjáni Herði Kristinssyni, f. 1960. Valdís eignaðist Jóhannes Jörundsson 1976 og ólst hann upp hjá Valdimari og Áslaugu. Valdís og Kristján eiga saman Hörð Davíð, f. 1981, Daníel, f. 1983, sambýliskona Gígja Blöndal Bene- diktsdóttir, f. 1984, og Valdimar, f. 1986. 5) Ásdís, f. 8. janúar 1965, gift Helga Jónssyni, f. 1961. Þau eiga Kristin, f. 1988, Hafstein, f. 1993, og Jón Bergþór, f. 2000. Barnabarnabörn Valdimars og Áslaugar eru átta. Valdimar hóf starfsferilinn sem skrifstofuvélaviðgerðarmaður og fór hann til Bandaríkjanna til að læra þau fræði. Hann starfaði sem forstjóri Laugarásbíós frá stofnun þess en hann var mikill kvik- myndaáhugamaður og vann við upptökur á kvikmyndum Lofts Guðmundssonar. Bróðurparti starfsævinnar varði Valdimar innan herbúða Hörpu hf. þar sem hann var verksmiðjustjóri. Útför Valdimars fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ber 1986. Hún var dóttir Þorkels Guð- mundssonar, f. 1879, og Kristínar Jóns- dóttur, f. 1885. Sam- an áttu þau fimm börn, þau eru: 1) Jón, f. 16. júlí 1944, kvæntur Hafdísi Arnkelsdóttur, f. 1954. Börn þeirra eru Magnea Íris, f. 1983, gift Þórði Ey- dal Magnússyni, f. 1981, og Hjörtur Freyr, f. 1992. 2) Herdís Kristín, f. 30. janúar 1947, gift Jóni Grettissyni, f. 1946. Börn þeirra eru Hjördís Linda, f. 1965, Valdimar, f. 1967, sambýliskona Ragnheiður Hansen. Áslaug Fil- ippa, f. 1972, sambýlismaður Dag- bjartur Þórðarson. 3) Bryndís Margrét, f. 10. september 1952, gift Ólafi W. Finnssyni, f. 1951. Þau eiga börnin Ragnar, f. 1975, og Elísabetu, f. 1977, sambýlis- Tíminn er undarlegt hjól í tilver- unni. Dagar, vikur og ár líða með ótrúlegum hraða og hverfa út eilífð- ina, en minningarnar af lífsins veg- um lifa og lýsa eins og stjörnur á óendanlegum vegum himingeimsins. Við brottför Valdimars Jónssonar lifna ótal stjörnur minninganna frá liðnum dögum, já mörgum löngu liðnum dögum kunningsskapar og vináttu. Valdimar Jónsson var óvenjuleg- ur maður, sem Guð gaf sérstakar og sjaldgæfar gáfur og hæfileika til þess að skilja og skapa marga af leyndardómum tækni og verkþekk- ingar. Eg kynntist Valdimar fyrst í New York þar sem við dvöldum báðir til að afla okkur lærdóms og þekkingar á framandi slóðum. Hann á sviði leyndardóma véltækni og efnagrein- inga, en eg á sviði nýrrar tækni á sviði blaðamennskunnar. Eftir heimkomuna kom Valdimar víða við sögu tæknibyltingar, sem meðal annars þróaðist síðar í nú- tímaævintýri tölvutækninnar. Á þessu sviði var Valdimar ótrúlegur galdramaður sem fann margar töfralausnir, sem voru fyrir ofan skilning og hugarflug venjulegs fólks. Það var eins og Valdimar væri gæddur einhverjum dulrænum skil- ingi hugsuða og uppfinningamanna, sem sjá í gegnum holt og hæðir og finna svör við flóknustu tæknigátum tilverunnar. Sama var upp á teningnum hjá Valdimar varðandi virkni og sam- setningu flókinna efnasamsetninga, sem koma að góðum notkun við að leysa þrautir og finna lausnir varð- andi framleiðslu litavara, eins og málningar. Eftir að við Valdimar vorum báðir komnir heim að lokinni Ameríku- vistinni leið varla svo vika að við hittumst ekki eða töluðum saman í síma. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og skorti ekki fundarefn- in. Svo liðu ár og dagar. Við hittumst öðru hvoru árum saman. En með breyttum aðstæðum og ímynduðu annríki fækkaði fundum en kunn- ingsskapur og vinátta hélst ævin- lega í undirmeðvitundinni. Jón sonur Valdimars réðst á sín- um tíma sem ungur flugmaður til starfa á fyrstu millilandaflugvélinni, sem ég annaðist rekstur á. Hann er búinn mörgum góðum kostum föður síns og þar eignaðist eg góðan flug- mann, sem hægt var að treysta til allra góðra verka. Fyrir ekki löngu síðan í árum tal- ið lágu leiðir okkar Jóns af tilviljum saman aftur, þar sem hann stýrði vélfáki sínum yfir Atlantshafið. Eg fékk hjá Jóni símanúmer Valdimars föður hans og ætlaði alltaf að koma því verk að ná til hans með hjálp þeirra fjartækni, sem Valdimar framdi galdra sína með. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir og sambandsleysi dróst þetta á langinn en tilraunirnar voru aftur komnar á byrjunarstig, þegar mér birtist fréttin um andlát míns góða vinar. Eg gæti svo sem vel búist við því að Valdimar gæti á öðrum tilverustig- um fundið duldar tæknileiðir til að koma á auknu sambandi milli til- verustiga. Eg sendi afkomendum Valdimars og vinum innilegar samúðarkveðjur og veit að sá sem öllu ræður gefur þeim stuðning í sorginni Guðni Þórðarson. Valdimar R. Jónsson Mig langar að minn- ast föðursystur minn- ar og nöfnu, Sigríðar Finnsdóttur Tate, sem lést 10. nóvember sl. en hún hefði orðið níræð í dag, 17. janúar. Sigga frænka, eins og hún var ávallt kölluð, var ein af 11 systkinum frá Hvilft í Önundarfirði. Eftir nám í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og störf heima og í Ameríku, flutti hún til Bandaríkjanna, enda hafði hún fundið ástina. Í þá daga var um lang- an veg að fara og ferðir milli landa ekki eins algengar og nú er. Mitt lán var að fá að kynnast þessari frænku minni er ég var barn að aldri og fór með fjölskyldu minni til Bandaríkj- anna er faðir minn fór í framhalds- nám. Þá var Sigga frænka komin með fjölskyldu, 3 stráka, David, Thomas og Richard, sem áhugavert var að fá að kynnast og þeir okkur, þó ekki kynnu þeir íslenskuna og við ekki þeirra mál á þessum tíma, eða árið 1962. Fjölskylda mín dvaldi hjá þeim um tíma á leið okkar í annað fylki og svo aftur á heimleið síðar. Þá gerðu frændur okkar grín að suður- ríkjahreim enskunnar okkar. Það var margt sem var framandi fyrir okkur systkinin á þessum tíma í Sigríður Finnsdóttir Tate ✝ Sigríður Finns-dóttir Tate fæddist á Hvilft í Önundarfirði 17. janúar 1918. Hún lést í Newport News í Virginia í Banda- ríkjunum 10. nóv- ember 2007 og var hennar minnst þar 16. nóvember. Bandaríkjunum, sam- anborið við litla Ísland og má þar nefna ýmsa ávexti sem við fengum í fyrsta sinn hjá Siggu frænku, góða veðrið, léttan klæðnaðinn og margt fleira. Sigga var einstök kona, falleg, glaðleg, réttsýn, dugleg og um- fram allt mjög fjöl- skyldurækin, enda hafa afkomendur hennar tengst ættjörð hennar og uppruna sínum með einstökum hætti. Tom, miðsonur hennar, kom á unglingsár- unum til Ísland og bjó hjá minni fjöl- skyldu og vann á sumrin hjá Hjálm- ari frænda okkar í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi. Þegar ég varð fullorðin og eignaðist börn og fjöl- skyldu, kom alltaf pakki frá Siggu frænku í Ameríku, með sængurgjöf- um til barna minna. Lífsstarf mitt varð það sama og nöfnu minnar, eins og fleiri kvenna í okkar fjölskyldu. Á seinni árum var hún dugleg að koma til Íslands og í nokkur skipti með af- komendur sína, börn, tengdabörn og barnabörn til að sýna þeim ættjörð- ina og fara með þau á æskustöðv- arnar. Önundarfjörður var þeirra staður. Barnabörnin kölluðu hana alltaf „ömmu“ á íslensku og hélt hún sérstaka Íslendingadaga fyrir fjöl- skylduna á heimili sínu. Eiginmann sinn, David Bramblett Tate verk- fræðing, missti hún árið 1997. Stórt ættarmót var haldið fyrir vestan sumarið 2004 og kom þá stór hópur með henni. Síðasta ferðin hennar heim til Íslands var á aðvent- unni 2006 og komu þá tveir synir hennar með henni og var það tilefni endurfunda við marga úr stórum hópi frændfólksins frá Hvilft. Jóla- kortin með fallegu rithöndinni gleymast ekki. Ég minnist hennar með hlýhug og virðingu. Missir fjöl- skyldu hennar er mikill og ég sakna hennar. Sigríður Jóhannsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BJÖRNSDÓTTIR, Gnúpi, Grindavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. janúar, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Tómas Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson, Katrín Sigurðardóttir, Gunnar Tómasson, Rut Óskarsdóttir, Stefán Þorvaldur Tómasson, Erla Jóhannsdóttir, Gerður Sigríður Tómasdóttir, Jón Emil Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, KRISTJANA E. VIGFÚSDÓTTIR, Hvammi, Húsavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 15. janúar. Guðbjartur V. Þormóðsson, Auður Guðjónsdóttir, Leifur Kr. Þormóðsson, María Aðalsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞÓRLINDSDÓTTIR, Sigtúni, Fáskrúðsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu, Neskaupstað, þriðjudaginn að morgni 15. janúar. Útförin auglýst síðar. Skafti Þóroddsson, Högni Skaftason, Ingeborg Eide, Atli Skaftason, Jóna Bára Jakobsdóttir, Gunnþóra Skaftadóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Erla Skaftadóttir, Sveinn Sigurjónsson, Magnús Hafsteinn Skaftason, Sigríður Garðarsdóttir, Kristján Skaftason, Hafrún Traustadóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF F. ÞÓR, Sóltúni 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 5. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Þór Gunnarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Gróa Gunnarsdóttir, Pétur Jóhannesson, Gunnar Gunnarsson, Valva Árnadóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Pétur Ásgeirsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARÍA K. GUNNÞÓRSDÓTTIR, Selnesi, Breiðdalsvík, Reykási 33, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 10. janúar. Útför hennar fer fram frá Heydalakirku í Breiðdal föstudaginn 18. janúar kl. 14.00. Garðar Þorgrímsson, Oddný Garðarsdóttir, Yngvi Sigurgeirsson, Hilmar Garðarsson, Arnhildur Arnaldsdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Hafsteinn Sveinsson, Hlynur Garðarsson, Svanhildur Freysteinsdóttir, Vignir Garðarsson, Ríkarður Garðarsson, Ada Subocz, Hilda Karen Garðarsdóttir og barnabörn. ✝ Móðir mín, amma og langamma, ELISABETH VILHJÁLMSSON, verður jarðsungin frá Landakotskirkju þriðjudaginn 22. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktar- sjóð Sjálfsbjargar og ÍFR. Guðrún Pedersen og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.