Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í TENGSLUM við umfjöllun um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2008 felldi núverandi meirihluti tillögu okkar sjálfstæðismanna um lækkun á fasteignaskatti á íbúðar- húsnæði. Fasteignamat íbúðarhúsnæði hef- ur hækkað gríðarlega mikið á undanförnum árum. Nú liggur fyrir að fasteignamat íbúð- arhúsnæðis í Reykja- vík hækkaði um 12% á árinu 2007. Að óbreyttum álagning- arstuðli fast- eignaskatta á íbúðar- húsnæði munu fasteignaskattar hækka um 12%, sem hefur í för með sér töluverðar hækkanir á fasteignagjöldum íbúð- arhúseigenda í Reykjavík, eða um 7% umfram verðlagsþróun. Alþýðusamband Íslands hefur mótmælt harðlega hækkun fast- eignaskatta og hefur lýst því yfir að „það gefi augaleið að sveitarfélögin í landinu séu ekki að liðka fyrir kjara- samningum með óhæfilegum hækk- unum á fasteigna- skatti“. Nú þegar hafa Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Hafn- arfjörður lækkað álagningarstuðulinn. Fráfarandi meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lækkaði fasteigna- skatta á íbúðarhúsnæði um 10% á árinu 2007 og stefndi að því að þeir lækkuðu samtals um 25% á kjör- tímabilinu. Á næsta fundi borgarstjórnar munu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins leggja fram tillögu um að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um 7%. Fasteignaskatt- ar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son vill lækka fasteigna- skatta í Reykjavík Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson » Á næsta fundi borg-arstjórnar munu sjálfstæðismenn leggja fram tillögu um að fast- eignaskattar á íbúðar- húsnæði verði lækkaðir um 7%. Höfundur er formaður borgarstjórn- arflokks sjálfstæðismanna. Á UNDANFÖRNUM árum hefur mikil umræða farið fram um hvort bólusetning með MMR-bóluefni sem kemur í veg fyrir sýkingu af völdum mislinga, hettusóttar og rauðra hunda, geti valdið einhverfu hjá börn- um. Þessi umræða hófst á árinu 1998 þeg- ar dr. Andrew J. Wakefield meltingar- sérfræðingur í Bret- landi og félagar birtu niðurstöður rann- sóknar sinnar í tímarit- inu Lancet (Lancet 1998 Feb 28;351(9103) :637-41) sem gerð var á 12 börnum með ein- hverfu og sjúkdóm í meltingarvegi. Í grein- inni koma þeir félagar með þá tilgátu að MMR-bólusetning geti valdið bólgu í þörmum sem síðan geti leitt til truflunar á starfsemi heila í formi einhverfu. Þann 12. janúar sl. sýndi Ríkissjónvarpið myndina „Heyrið þögnina“ sem er leikin heimildarmynd um rannsóknir dr. Wake- fields og þau viðbrögð sem niðurstöður hans fengu í Bretlandi árið 1998. Tilgangur mynd- arinnar er augljóslega að skapa samúð með niðurstöðum dr. Wakefields og félaga og hvetja for- eldra til að sleppa MMR-bólusetn- ingu fyrir börn sín. Ef grein dr. Wakefields frá 1998 er grannt skoðuð þá má sjá að tilgangur hans var í raun ekki sá að hvetja for- eldra til að sleppa MMR-bólusetning- unni heldur einungis að benda á hugsanlegar orsakir einhverfu sem rannsaka þyrfti nánar. Hins vegar gerðist það að aðrir aðilar túlkuðu niðurstöðurnar á þann veg að um or- sakasamband væri að ræða og hvöttu foreldra til að sleppa bólusetning- unni. Í framhaldinu gerðist það að marg- ir foreldrar í Bretlandi og öðrum löndum neituðu MMR-bólusetningu með þeim afleiðingum að mislingar, sem áður höfðu vart sést, blossuðu upp og ollu bæði dauða og miklum skaða hjá mörgum börnum. Frá 1998 hafa verið gerðar fjöl- margar rannsóknir sem miða að því að kanna hvort einhver tengsl eru á milli MMR-bólusetningar og ein- hverfu. Ein besta rannsóknin sem birt hefur verið er dönsk og birtist í vísindatímaritinu New England Jo- urnal of Medicine árið 2002 (N Engl J Med. 2002 Nov 7;347(19):1477-82.). Í henni var kannað hvort tíðni ein- hverfu í Danmörku hefði aukist með tilkomu MMR-bólusetningarinnar. Niðurstaðan var sú að engin tengsl voru á milli MMR-bólusetningar og einhverfu og raunar fækkaði börnum með einhverfu eftir að notkun bólu- efnisins hófst þó sú fækkun væri ekki marktæk. Á síðustu 10 árum hafa birst tæp- lega 200 greinar í virtum vísinda- tímaritum um tengsl einhverfu og MMR bólusetningar og í stuttu máli sýnir engin rannsókn að MMR- bólusetning valdi ein- hverfu. Á Íslandi hefur al- menningur alla tíð verið mjög jákvæður gagn- vart bólusetningum og þátttaka barna í bólu- setningum með því besta sem þekkist. Þannig hefur tekist að halda frá landinu alvar- legum sjúkdómum sem herja á önnur nálæg lönd sem ekki standa sig eins vel hvað bólusetn- ingar varðar. Þó sannað sé að engin tengsl eru á milli MMR og einhverfu heyrast enn raddir hér á landi sem hvetja for- eldra til að sniðganga bólusetningar. Slíkur áróður er mikið ábyrgð- arleysi sem getur leitt til að hér á landi blossi upp alvarlegir barna- sjúkdómar ef mark er á honum tekið. Ég vil hvetja íslenska foreldra til að standa vörð um heilsu barna sinna með því að taka áfram þátt í almennum bólusetn- ingum. Aðeins á þann hátt tekst okk- ur að vernda börnin okkar gegn barnasjúkdómum sem valdið geta dauða og öðrum alvarlegum afleið- ingum. Veldur MMR bólu- setning einhverfu hjá börnum? Þórólfur Guðnason skrifar um tengsl milli bólusetningar og einhverfu Þórólfur Guðnason »Ég vil hvetjaíslenska for- eldra til að standa vörð um heilsu barna sinna með því að taka áfram þátt í almennum bólusetningum. Höfundur er barnalæknir og sérfræð- ingur í smitsjúkdómum barna, og yf- irlækir hjá Landlæknisembættinu                            Í KJÖLFAR einkavæðingar Hita- veitu Suðurnesja sl. vor fór Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mikinn. Hann sagði forgangsverk að treysta eignarhald al- mennings á jarð- hitaauðlindinni, ekki að- eins á Reykjanesi heldur um allt land. Það myndi hann gera með nýjum lögum sem hann hefði í smíðum í iðn- aðarráðuneytinu. Ráðherrann var þarna að bregðast við áhyggjum heimamanna sem óttuðust að þeir þyrftu að eiga allt sitt undir geðþótta og gjald- skrá fjárfestanna í HS. Meðal þeirra sem brýndu Össur var Árni Sigfússon bæjarstjóri, sem sagðist í mbl.is (26. nóv. sl.) leggja áherslu á að ef starf- semi orkufyrirtækjanna yrði skipt upp í samkeppnisrekstur og sérleyf- isrekstur með lögum þá „verði for- gangur almennings að auðlindunum tryggður og að þær verði í sam- félagseigu og það er það sem skiptir máli í því sambandi“. Af sama tilefni rituðu 5.169 íbúar á Suðurnesjum – ríflega helmingur kosningabærra manna – undir áskorun til sveit- arstjórnanna um að halda eign- arhaldi auðlindanna heima í héraði. Menn vildu halda forræði á heita og kalda vatninu, á raforkunni og frá- rennslinu en fyrst og fremst vildu íbúar ekki að auðlindin sjálf, jarð- varminn á Reykjanesi, gengi kaupum og sölum á markaði. Og flokksbróðir Össurar, Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri, skrifaði forsætisráðherra bréf 19. nóvember og óskaði eftir við- ræðum ríkis, sveitarfélaga og eig- enda í HS til „að tryggja að auðlindir og almenningsveitur verði í eigu al- mennings,“ sagði í bréfinu. Óumbreytanlegt eins og gjafakvótinn Áhyggjurnar sem hér er lýst spruttu af þeirri ákvörðun fyrri rík- isstjórnar að selja 15,2% hlut rík- isins, ekki til sveitarfélaga á Reykja- nesi og ekki til orkufyrirtækja í opinberri eigu, heldur aðeins til einkaaðila. Þar var fylgt tillögu einkavæðingarnefndar. Össur Skarphéðinsson sagðist deila þessum áhyggjum með heimamönnum og flokksbróður sínum og hann myndi koma í veg fyrir að auð- lindin kæmist í heldur einkaaðila. Nú er frum- varpið tilbúið og upp- lýst að það nær alls ekki þessum yfirlýsta tilgangi: Hitaveita Suð- urnesja verður und- anþegin fyrirhuguðum takmörkunum á eign- arhaldi á jarð- hitaauðlindinni og eig- endur hennar munu því geta selt hana hæst- bjóðanda. Össur segir að því sé ekki hægt að breyta. HS verði fórn- að. Þetta er athyglisverð niðurstaða, ekki síst fyrir Suðurnesjamenn, sem hafa byggt upp HS og eiga alla sína grunnþjónustu undir fyrirtækinu. Og þetta er líka athyglisverð niðurstaða í ljósi þess áróðurs sem nú er uppi um að það verði að prófa og leyfa einkaaðilum að spreyta sig á eign- arhaldi í heilbrigðisþjónustunni – þar yrði sem sé ekki um neina tilraun að ræða, heldur óumbreytanlegt ástand á nákvæmlega sama hátt og gjafa- kvótinn var á sínum tíma. Uppgjöf Samfylkingarinnar Ég álít þessa afstöðu Össurar bera vott um uppgjöf Samfylkingarinnar gagnvart einkavæðingarstefnu Sjálf- stæðisflokksins. Uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja eignarhald íbúa og almennings á þeim auðlind- um sem lífsnauðsynleg þjónusta í vatni og raforku byggist á. Ég trúi því að íbúar á Suðurnesjum séu mér sammála þar um. Reyndar líka meiri- hluti kjósenda Samfylkingarinnar og gott ef ekki meirihluti landsmanna. Ráðherrann ætti ef til vill að rifja betur upp þau félagslegu gildi sem flokkur hans segist standa fyrir. Hitaveita Suðurnesja var tilraun Sjálfstæðisflokksins til einkavæð- ingar í orkugeiranum. Hún mistókst hrapallega. Gírugir fjárfestar yf- irbuðu hlut ríkisins þannig að á einni nóttu nær þrefaldaðist virði HS. Nú er það aftur fallið og sveitarfélögin sem eiga land þar sem frekari orku er að finna á Reykjanesi hafa slegið skjaldborg um hana í félaginu Suð- urlindum. Ríkið kaupi aftur sinn hlut Það er hreinn óþarfi að setja lög um eignarhald á auðlindinni ef þau ná ekki til Hitaveitu Suðurnesja. Hin orkufyrirtækin eru öll í opinberri eigu og reyndar er 87% nýtanlegs jarðvarma í opinberri eigu. Össur ætti fremur að leggja það til að ríkið keypti aftur hlut sinn í HS og leita leiða til að tryggja að hluturinn fari ekki á frekara flakk eins og borg- arráð Reykjavíkur hefur óskað eftir. Þá væri hann að bregðast við áhyggj- um heimamanna og kröfum þeirra. Það er freistandi að grípa til mynd- líkingar úr skákinni: Kóngurinn sem fórnar peðinu gerir það í ákveðnum tilgangi. Nú hefur iðnaðarráðherra fórnað Hitaveitu Suðurnesja. Hvað fær hann í staðinn? Áframhaldandi sæluvist á ráðherrastóli kemur upp í hugann, en allir vita hversu gaman Össuri finnst í ríkisstjórn. Og þá er líka freistandi að grípa til verstu ræðu ársins 2007, en hana flutti iðn- aðarráðherra þegar hann gangsetti Kárahnjúkavirkjun, en þá sagði hann m.a.: „Ég er hlýðinn! Ég hlýði mínum forsætisráðherra.“ Það var og. Hitaveitu Suðurnesja fórnað Álfheiður Ingadóttir fjallar um nýtt lagafrumvarp og eign- arhald á Hitaveitu Suðurnesja » Það er hreinn óþarfi íþessari stöðu að setja lög um eignarhald á auðlindinni ef þau ná ekki til Hitaveitu Suð- urnesja. Álfheiður Ingadóttir Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. DÓMNEFND skv. 12. gr. dóm- stólalaga nr. 15/1998 veitti nýlega settum dómsmálaráðherra lög- bundna umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Ráð- herra skipaði umsækjanda í emb- ættið sem dómnefnd mat hæfan í embættið en ekki hæfastan. Þegar dómnefnd hafði látið ráðherra í té umsögn um umsækjendur var störfum nefndarinnar um þá skip- un í embætti héraðsdómara að lögum lokið. Þrátt fyrir að svo væri blandaði dómnefnd sér í op- inbera og pólitíska umræðu um skipun ráðherra í embættið og felldi ,,dóm“ yfir stjórnsýslu ráð- herrans. Nefndin boðaði til blaða- mannafundar þar sem nefndin kynnti greinargerð sína vegna þeirrar ákvörðunar ráðherra að skipa ekki í embætti héraðsdóm- ara einn umsækjenda sem dóm- nefnd mat hæfastan. Blaðamanna- fund dómnefndar, sem að lögum er skipuð þremur mönnum, sat einnig fjórði nefndarmaðurinn. Sá nefndarmaður vék sæti vegna vanhæfis er nefndin veitti umsögn um umsækjendur og tók því ekki afstöðu til hæfis umsækjenda. Fjórir dómnefndarmenn sátu því blaðamannafund sem lögbundin þriggja manna stjórnsýslunefnd hafði boðað til. Merkileg stjórn- sýsla það! Í greinargerð dóm- nefndar er ráðherra gagnrýndur fyrir ákvörðun sína og á því byggt að ráðherra hafi brotið lög með því að skipa ekki í embættið einn umsækjenda sem dómnefnd mat hæfastan. Sú niðurstaða dóm- nefndar að ráðherra hafi borið að fara að umsögn hennar er röng. Dómnefnd misskilur hlutverk sitt og misles einfaldan lagatexta. Lögin eru skýr. Dómnefnd er falið eitt og aðeins eitt hlutverk: Að veita ráðherranum umsögn um umsækjendur, sem hann hefur til hliðsjónar þegar hann tekst á hendur það lögskipaða hlutverk sitt að gera upp á milli umsækj- enda. Nefndin veitir álit en ákveður ekki neitt. Ráðherra met- ur sjálfur umsækjendur. Ráð- herra tekur ákvörðun eftir sinni bestu samvisku og ber ábyrgð á ákvörðun sinni. Sé ráðherra ósam- mála nefndarmönnum, um for- sendur eða niðurstöður, er það beinlínis embættisskylda hans að lögum að fara eftir eigin sannfær- ingu. Lögbundnu hlutverki dóm- nefndar er hins vegar lokið jafn- skjótt og hún hefur gefið álit sitt. Hún á því ekki og má ekki halda fundi með fjölmiðlamönnum um þau atriði sem henni koma ekki frekar við og nefndin er ekki dóm- nefnd um stjórnsýslu ráðherra. Þorsteinn Einarsson Dæmalaus dómnefnd Höfundur er hæstarétt- arlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.