Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 13 ERLENT MITT Romney, fyrrverandi rík- isstjóri í Massachusetts, sigraði í forkosningum repúblikana í Mic- higan á þriðjudag og hlaut nær 39% atkvæða. Annar varð John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Ari- zona, með um 30%. Þriðji varð Mike Huckabee með um 16%. McCain sigraði í New Hampshire en Huckabee, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Arkansas, í Iowa og er því ljóst að allt getur gerst í baráttu repúblikana. Spá sumir að niður- staðan verði ekki ljós fyrr en langt er liðið á sumarið. Enn bíður Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, eftir færi sem hann tel- ur að muni gefast þegar kosið verð- ur í Flórída í lok mánaðarins en Giuliani var mán- uðum saman tal- inn líklegastur til að verða forseta- efni flokksins. Romney, sem er auðugur mor- móni, stóð hins vegar vel að vígi í Michigan, faðir hans var þar lengi ríkisstjóri og eiginkonan er frá ríkinu. Segja fréttaskýrendur því að hefði Romney ekki sigrað á þriðjudag hefði hann gefist upp. En sigurinn mun, hvað sem því líður, efla mjög baráttukjarkinn hjá frambjóðandanum og liðsmönnum hans. Romney sigraði í forkosning- um repúblikana í Michigan Mitt Romney FRANSKA olíufélagið Total og þrír aðrir aðilar voru í gær dæmdir til að greiða alls 192 milljónir evra, um 19 milljarða króna, í skaðabætur vegna mengunarslyss í kjölfar þess að olíuskipið Erika sökk við Bret- agneskaga í desember 1999. 20-30 þúsund tonn af olíu láku í sjóinn og drápust um 75 þúsund fuglar. Alls voru 15 aðilar sóttir til saka í tengslum við málið en þeir lýstu all- ir yfir sakleysi sínu. Samkvæmt nið- urstöðu dómsins átti Total að vera ljóst hve slæmt ástand skipsins var en það var 25 ára gamalt og viðhald þess lélegt. Slysið Skutur Eriku er skipið var að sökkva í Biskajaflóa 1999. Reuters Greiða 19 milljarða króna bætur vegna Eriku-slyssins VETURINN á Grænlandi er sá kaldasti í 10 ár og óvenju mikill ís á Diskóflóa. „Frá árinu 2004 hefur ekki verið ís á Diskóflóa en nú er ís- inn allt að 50 cm að þykkt. Frá jól- um hefur sterk norðanátt verið ríkjandi og valdið nístingkulda á svæðinu,“ segir segir Henrik Matthiesen, starfsmaður dönsku veðurstofunnar á svæðinu, í samtali við fréttavef Jyllandsposten. Ilulissat-jökullinn við Diskóflóa hefur hopað mjög á undanförnum tíu til tuttugu árum. Bráðnun jök- ulsins hefur á undanförnum árum oft verið nefnd sem merki um áhrif hlýnandi loftslags. Óvenju kalt á Grænlandi Reuters Ísjakar Fiskibátur við mynni Jak- obshafnarfjarðar, skammt frá Ilul- issatfirði, í maí síðastliðnum. BANDARÍSKUR dómari hefur úr- skurðað að Líbýustjórn skuli greiða aðstandendum fórnarlamba Loc- kerbie-tilræðisins 1989 sex millj- arða dollara í bætur. Líbýumenn eru taldir hafa skipulagt tilræðið sem varð 270 manns að bana. Líbýa borgi STJÓRNVÖLD í Afganistan hafa bannað kvikmyndina Flugdreka- hlauparann eftir sögu Khaled Hosseinis. Segja þau að atriði þar sem sýnd er nauðgun á ungum dreng ýti undir kryt milli hinna mörgu þjóðarbrota í landinu. Banna hlaupara JONATHAN Motzfeldt hyggst segja af sér emb- ætti forseta grænlenska landsþingsins. Danskir fjöl- miðlar segja ákvörðun Motz- feldts, sem er 69 ára, koma í kjöl- far þess að grænlensk kona, sem starfar á skrifstofu þingsins, hafi sakað hann um kynferðislega áreitni. Konan segir að árásin hafi verið gerð á salerni á heimili Motzfelds er þar var haldin veisla. Motzfeldt segir í yfirlýsingu að hann sé með hreina samvisku, hann hafi ekki á neinn hátt áreitt umræddan sam- starfsmann sinn. Segist Motzfeldt ætla að hreinsa mannorð sitt með aðstoð réttarkerfisins. Sakaður um áreitni Jonathan Motzfeldt YFIRVÖLD í Víetnam hafa skipað kaþólikkum í Hanoi að binda enda á bænafundi þar sem krafist er þess að kirkjan fái aftur eignir sem þjóð- nýttar voru á sjötta áratugnum. Um sex milljónir af alls 84 milljónum íbúa landsins eru kaþólskar. Andóf í Hanoi MATVÆLA- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sagði í gær í yfirlýsingu að kjöt- og mjólkurafurðir einræktaðra (klónaðra) dýra væru ekki hættu- legri neytendum en hefðbundnar afurðir. Embættismaður FDA, Randall Lutter, sagði að niðurstaðan byggðist á sex ára rannsóknum og ekki yrði gerð krafa um að afurðir klónaðra dýra yrðu merktar sérstaklega. And- stæðingar einræktunar mótmæltu harðlega úrskurði FDA og Barbara Mikulski öldungadeildarþingmaður sakaði stofnunina um „fífldirfsku“. Yfir 60% Bandaríkjamanna telja siðferðislega rangt að klóna dýr. Talið er að mörg ár líði áður en afurðir einræktaðra dýra verði á boðstólum. Leyfa afurðir klónaðra dýra STUTT STARFSEMI bresku menningar- stofnunarinnar British Council lagð- ist niður í Sankti Pétursborg í gær þegar rússneska öryggislögreglan yfirheyrði starfsmenn stofnunarinn- ar. David Miliband, utanríkisráð- herra Bretlands, mótmælti aðgerð- um lögreglunnar. „Þvinganir eða áreitni af þessu tagi er auðvitað al- gerlega óviðunandi,“ sagði hann. Áður hafði British Council neitað að verða við kröfu rússneskra yfir- valda um að loka skrifstofum stofn- unarinnar í Sankti Pétursborg og Jekaterínbúrg vegna meintra brota á skattalögum. Loka þurfti þó skrif- stofunni í Sankti Pétursborg um stundarsakir í gær þegar rússneskir starfsmenn hennar voru boðaðir til yfirheyrslu hjá öryggislögreglunni, FSB. Kvöldið áður yfirheyrðu emb- ættismenn rússneska innanríkis- ráðuneytisins starfsmennina á heim- ilum þeirra. Rússneska lögreglan yfirheyrði einnig Stephen Kinnock, yfirmann skrifstofunnar í Sankti Pétursborg, vegna meints umferðarlagabrots. Lögreglumenn, sem handtóku hann, grunuðu hann um ölvunarakstur en hann neitaði að gangast undir blóð- próf og kvaðst njóta friðhelgi sem stjórnarerindreki. Stephen Kinnock er sonur Neils Kinnocks, fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, og eiginmaður Helle Thorning- Schmidt, formanns danskra jafnað- armanna. „Þetta er enn eitt dæmið um áreitni rússneskra yfirvalda við Stephen og aðra breska diplómata,“ sagði Thorning-Schmidt. „Áreitni“ rússneskra yfirvalda mótmælt Starfsmenn British Council í Sankti Pétursborg yfirheyrðir VOPNAHLÉSSAMNINGUR stjórnvalda á Srí Lanka og samtaka Tamíl-Tígra frá árinu 2002 rann út í gær en stjórnin sagði honum upp fyrr í mánuðinum. Samningurinn hefur gilt frá árinu 2002 og höfðu Norðmenn milligöngu um að koma honum á koppinn. Norðmenn og Íslendingar hafa starfrækt samnorrænu eftirlitssveit- irnar, SLMM, til að fylgjast með vopnahléinu en Finnar, Danir og Svíar hættu þátttöku að kröfu Tam- íl-Tígra árið 2006. Var ástæðan sú að Evrópusambandið, sem ríkin þrjú eiga aðild að, hefur skilgreint sam- tök Tígranna sem hryðjuverkasam- tök. Báðir aðilar hafa síðustu árin gagnrýnt eftirlitsmennina, stjórn- völd í Colombo hafa sakað þá um að standa með Tígrunum en hinir síð- arnefndu hafa sagt þá of aðgerða- litla. Talsmaður herja landsins, Keheliya Rambuwella, kvaddi sveit- irnar með því að segja SLMM vera „gagnslausa“ stofnun. Yfirmaður SLMM, Norðmaðurinn Lars Johan Sølvberg, vísaði um- ræddri gagnrýni á bug skömmu fyrir brottförina í gær. Hann viðurkenndi að sumir hefðu hatað sveitirnar en liðsmenn þeirra hefðu ávallt reynt að sýna algert hlutleysi. Hann lýsti von- brigðum sínum með að aftur væru hafin átök og sagðist vona að frið- arviðræður yrðu hafnar á ný við fyrsta tækifæri. Ekki væri hægt að leysa þessa flóknu deilu með vopn- um. „Ég tel það skyldu mína að tjá þessa niðurstöðu nú þegar við ljúk- um störfum okkar enda þótt það sé ekki hlutverk SLMM að gefa deilu- aðilum eða öðrum ráð varðandi vopnahléssamninginn og leiðir til að finna lausn,“ sagði Sølvberg. Mannskætt tilræði við Buttala Alls voru undir lokin níu Íslend- ingar og 22 Norðmenn á vegum SLMM á Srí Lanka. Átökin hafa staðið yfir í meira en tvo áratugi og minnst 60.000 manns hafa látið lífið í bardögum og hryðjuverkum. Þrátt fyrir vopnahléið hefur verið barist og um 5.000 manns hafa fallið frá 2005. Var svo komið í fyrra að talsmenn SLMM sögðu að þeir hefðu ekki lengur tölu á vopnahlésbrotun- um. Í gær féllu minnst 26 manns í sprengju- og skotárás á rútu í suð- austurhlutanum. Vegsprengja sprakk nálægt borginni Buttala þeg- ar rútan ók þar um. Farþegarnir reyndu að forða sér út en þá var skotið á hópinn. Segja deiluna ekki leysta með vopnum Norræna eftirlitsliðið kveður Srí Lanka þar sem vopna- hléssamningurinn frá 2002 er ekki lengur í gildi Reuters Kveður Lars Johan Sølvberg á blaðamannafundi í Colombo í gær. Í HNOTSKURN »Tamíl-Tígrarnir vilja stofnasjálfstætt ríki þjóðarbrots Tamíla, sem eru flestir hindúar en mikill meirihluti Srí Lanka- manna er af þjóðerni Sinhala og játar búddatrú. »Stjórnarhernum hefur orðiðtalsvert ágengt síðustu vik- urnar og m.a. náð að fella eða særa suma forystumenn and- stæðinganna. Sögðu stjórnvöld í desember að þau ætluðu að grípa tækifærið og ganga milli bols og höfuðs á samtökum Tígranna. TVEIR menn biðu bana og nokkrir særðust þegar lög- reglumenn hleyptu af byssum til að hindra fjöldamót- mæli sem stjórnarandstaðan í Kenýa hugðist hefja í gær vegna meintra svika í forsetakosningum 27. des- ember. Mótmælendur í borginni Kisumu halda hér á líkkistu sem þeir sögðu tilheyra Mwai Kibaki forseta. AP Byssum beitt til að hindra mótmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.