Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 35
Krossgáta
Lárétt | 1 slæpast, 4
binda, 7 brennur, 8 svíf-
um, 9 hnöttur, 11 hina, 13
forboð, 14 jurt, 15 gamall,
17 smáskip, 20 töf, 22
ferma, 23 hagvirkni, 24
synja, 25 vitlausa.
Lóðrétt | 1 svera, 2 geig-
ur, 3 forar, 4 stórhýsi, 5
hljóðfæri, 6 formóðirin,
10 skömm, 12 elska, 13
tjara, 15 ólundin, 16 enda-
sneið, 18 ekki gamlan, 19
klaufdýra, 20 hamagang,
21 rispa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 geðveikar, 8 vonar, 9 lægja, 10 góa, 11 lirfa, 13
nurla, 15 solls, 18 safna, 21 ket, 22 rella, 23 efins, 24
kampakáta.
Lóðrétt: 2 efnir, 3 varga, 4 iglan, 5 angur, 6 hvel, 7 bata,
12 fól, 14 una, 15 sorg, 16 lilja, 17 skaup, 18 stekk, 19
feitt, 20 assa.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Tjáðu þig í gegnum þinn einstaka
stíl, alveg sama hvort einhver sé nálægt til
að taka eftir því. Þér líður meiriháttar þeg-
ar þú lítur meiriháttar út.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Samúð er þemað. Það þarfnast átaks
að hafa meira af henni, en þú sérð ekki eft-
ir að hafa reynt. Sjáðu vandamál frá þrem-
ur sjónarhornum áður en þú leysir það.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Losaðu um streituna með æfing-
um. Hugsaðu vel um líkamann og allt skýr-
ist í hausnum. Í kvöld breytirðu reglunum.
Þú mátt það, þetta er þinn leikur.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Draumar þínir tilheyra þér, eða
frekar tilheyrir þú draumunum. Leyfðu
þeim að leiða þig áfram. Ekki efast um að
leiðin sem þú dast niður á sé sú rétta.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Samvinna er ást. Reyndu að láta þér
koma vel saman við fólk án þess að hafna
eigin sannleika. Þar mun lykillinn reynast
fullt af samúð og húmor.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Neikvæðni er viðhorf sem sýgur
ánægjuna úr líðandi stundu. Stöðvaðu
hugsanir sem gefa þér samviskubit eða
minnimáttarkennd.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ástvinir eru ánægðir – í skýjunum
reyndar – að fá að vera með þér! Þar sem
þú fílar ekki væmni, vita þeir ekki hvernig
þeir geta tjáð þér það. Þú gerir merka upp-
götvun í kvöld.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þér bregður þegar þér er boð-
in borgun fyrir eitthvað sem þú myndir
gera frítt hvenær sem er. Þú getur ekki
annað en grætt þegar þú gerir það sem þér
finnst skemmtilegt.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Sambönd við ólíklegasta fólk
mun færa þér velgengni. Vertu með opinn
huga þegar þú ferð út að kynnast fólki.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er næstum ómögulegt að
hafa yfirsýn yfir alla atburði dagsins ef þú
hugsar of mikið. Hættu því að hugsa og
stilltu inn á innsæið.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert í laumi að hlakka til tíma
þegar þú þarft ekki að gera það sem þú ert
að gera núna. Já, sá dagur mun koma. En
reyndu samt að njóta nú-sins.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Hulu er svipt og við sjáum ná-
kvæmlega hvers vegna vissar manneskjur
leika viss hlutverk í lífinu okkar. Hvernig
geturðu þroskast af sýninni og lært af
henni?
stjörnuspá
Holiday Mathis
Staðan kom upp á rússneska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Moskvu. Alexey Dreev (2606) hafði
svart gegn Alexander Morozevich
(2755). 29… f4! 30. gxf4 exf4 31.
Bxd4+ Hxd4 32. Kf1 Hd2 svarta stað-
an er nú mjög vænleg. Framhaldið
varð:33. He6 Be3 34. Hxa5 Hxc2 35.
h4 Hd8 36. Hd5 Ha8 37. Hd7+ Kh6
38. Ba6 Hf2+ 39. Ke1 Hxb2 40. h5
Hb1+ 41. Ke2 Hb2+ 42. Ke1 Hxb3
43. hxg6 hxg6 44. Hdd6 Hb1+ 45.
Ke2 Hg1 46. Kd3 Hb8 47. Ke2 b3 48.
Bd3 Hg8 49. He5 Ha8 og hvítur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Svíningu hafnað.
Norður
♠ÁD42
♥62
♦KG5
♣ÁK96
Vestur Austur
♠73 ♠K8
♥K98 ♥DG10754
♦D8763 ♦Á4
♣1087 ♣D42
Suður
♠G10965
♥Á3
♦1092
♣G53
Suður spilar 4♠.
„Ég játa að innákoman er létt, en ég
var klaufi að vinna ekki 4♠,“ segir
Bjarni Einarsson og dregur upp blað
með spili frá Reykjavíkurmótinu. Aust-
ur vakti á 1♥ og Bjarni kom fislétt inn
á 1♠. Vestur hækkaði í 2♥ og norður
stýrði svo sögnum í 4♠. Hvernig á að
spila með ♥8 út og tíunni frá austri?
„Útspilið virðist vera þriðja hæsta
frá ♥K98 og það verður að slá því föstu
að ♦D liggi rétt,“ segir Bjarni. „Vestur
getur þá varla átt meiri styrk og þess
vegna þýðir ekkert að svína í trompi.“
Áætlunin er að svína í tígli og enda-
spila austur svo með ♠Á og spaða.
Fyrsti slagurinn er dúkkaður. Austur
spilar áfram hjarta á ás suðurs og
sagnhafi hleypir strax ♦10. Austur
drepur og spilar tígli upp í KG (best),
en það er aðeins stundarfriður. Sagn-
hafi leggur niður ♠Á og spilar þriðja
tíglinum. Væntanlega hendir austur,
en hann lendir inni á ♠K í næsta slag
og verður þá að spila frá ♣D.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Rækjuvinnslu hefur verið hætt á Akureyri. Hvað heitirfyrirtækið?
2 Framkvæmdastjóri Faxaflóahafna er ósammála því aðSundabrautaleið þurfi að fara í opinbert útboð. Hver
er hann?
3 Níu sóttu um embætti sem forsætisráðherra munskipa í. Hvaða embætti er það?
4 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur hleypt afstokkunum ímyndarátaki. Hver er formaður félagsins?
Svör við spurn-
ingum gærdagsins:
1. Íslenskum mynd-
listarmanni hefur ver-
ið falið að koma upp
fjórum fjossum í ánni
East River milli Man-
hattan og Brooklyn.
Hver er hann? Svar:
Ólafur Elíasson. 2.
Komist hefur upp um veiðiþjófnað í á í nágrenni Reykjavíkur.
Hvaða á? Svar: Korpu. 3. Íslendingur fundaði með Al Gore um
jarðhitamál. Hver var það? Svar: Ásgeir Margeirsson, forstjóri
Geysir Green Energy. 4. Nýliði í handknattleikslandsliðinu fór
mikinn í leiknum við Tékka og skoraði 7 mörk í 8 tilraunum. Hver
er hann? Svar: Hannes Jón Jónsson.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Árvakur/Einar Falur
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFN-
UN Íslands hefur ákveðið að fjár-
magna og búa húsgögnum tuttugu
skólastofur í níu grunnskólum í
tveimur sveitarfélögum á Atlants-
hafsströnd Níkaragva, Bluefields
og Puerto Cabezas. Um er að ræða
þríhliða samstarfssamning ÞSSÍ,
menntamálaráðuneytis Níkaragva
(MINED) og hvorrar sveitar-
stjórnar um sig.
Framlag ÞSSÍ, sem er um 80%
af heildarkostnaði við verkið, verð-
ur greitt til sveitarstjórnanna sem
sjá svo um að ráða verktaka til
verksins. Framkvæmd verkefnisins
verður í höndum menntamálaráðu-
neytisins sem leggur til 20% mót-
framlag í verkefnið. Mótframlagið
felst í vinnuframlagi en ÞSSÍ mun
gegna eftirlitshlutverki út sam-
starfstímabilið. Áætlað er að bygg-
ing skólastofanna taki sex mánuði.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að samkvæmt upplýsingum frá
menntamálaráðuneytinu muni
rúmlega 3.700 börn njóta góðs af
byggingu þessara tuttugu skóla-
stofa.
Fjármagna byggingu
skólastofa í Níkaragva
Menntun Einn af skólapiltunum í
Bluefields á Atlantshasströnd Ník-
aragva sem kemur til með að njóta
góðs af nýju skólastofunum.
FÉLÖG Frjálslynda flokksins í
Reykjavík norður og suður fagna
því að Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna hafi staðfest að gjafa-
kvótakerfið er ólögmætt, ósann-
gjarnt og brýtur gegn mannrétt-
indum fólksins í landinu.
Frjálslyndi flokkurinn hefur
ávallt haldið því fram að kvótakerf-
ið brjóti í bága við ákvæði stjórn-
arskrárinnar um atvinnufrelsi og
jafnrétti borgaranna.
Félög Frjálslyndra í Reykjavík
skora á ríkisstjórnina að líta til
vandaðra tillagna Frjálslyndra í
sjávarútvegsmálum þegar í stað, í
þeim tilgangi að móta nýja og hag-
kvæma fiskveiðistefnu, í sátt við
þjóðina, þar sem mannréttindi eru
virt í hvívetna. Kvótakerfið hefur
leitt af sér byggðaröskun, helstu
fiskistofnar eru í sögulegri lægð,
útvegurinn skuldar þrefalda árs-
veltu og er í miklum vanda. Nú þeg-
ar staðfest hefur verið að í kvóta-
kerfinu felast mannréttindabrot
rennur Frjálslyndum blóðið til
skyldunnar að bjóða ríkisstjórninni
aðstoð sína við að koma þjóðinni úr
þessum vanda, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Frjálslyndir
bjóða aðstoð
ALMENNUR fundur á vegum 60+
í Hafnarfirði verður haldinn laug-
ardaginn 19. janúar kl. 11 f.h. að
Strandgötu 43 Hafnarfirði.
Þar mun félagsmálaráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir, halda
ræðu: „Nýir tímar í félagsmálum á
Íslandi“. Guðmundur Rúnar Árna-
son, formaður fjölskylduráðs,
skýrir stöðu og framtíðarsýn í
öldrunarmálum í Hafnarfirði.
Einnig munu flytja tölu Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri og Gunnar
Svavarsson formaður fjár-
laganefndar Alþingis, segir í frétt
frá stjórn 60+.
Súpa, tónlist og ljóðalestur. Allir
velkomnir.
Eftirlauna- og
öldrunarmál í
brennidepli