Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
TVEIR íslenskir auglýsingaleikstjórar, þeir Sam-
úel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson,
skrifuðu nýverið undir stóran samning við banda-
ríska kvikmyndafyrirtækið Crossroads Films. Fyr-
irtækið sérhæfir sig í gerð auglýsinga og tónlistar-
myndbanda, en hefur einnig komið að gerð
kvikmynda og sjónvarpsþátta.
Samningurinn sem Samúel og Gunnar gerðu fel-
ur í sér að þeir félagar muni gera auglýsingar fyrir
Bandaríkjamarkað. „Þetta þýðir að við vinnum
bara hjá þessu fyrirtæki í Bandaríkjunum, og erum
á skrá hjá þeim. Það er enginn tímarammi á þessu,
en það getur vel verið að þetta verði einhver tvö til
þrjú ár,“ segir Gunnar, og bætir því við að þeir fé-
lagar megi þó gera auglýsingar utan Bandaríkj-
anna. „Sem stendur erum við í fastri vinnu hjá Saga
Film. Þetta er hugsað þannig að við getum stokkið í
verkefni til Bandaríkjanna, þannig að við erum ekki
í fastri vinnu þar.“
Hittust í Cannes
Gunnar og Samúel hafa ekki hafið störf fyrir fyr-
irtækið, en að sögn Gunnars munu þeir skjóta
fyrstu auglýsinguna innan skamms. Gunnar segir
Crossroads vera mjög stórt fyrirtæki sem sé með
stóra viðskiptavini á sínum snærum, þar á meðal
Target, Adidas, JC Penney og Camel.
„Þeir vilja hins vegar selja okkur mest í bílaaug-
lýsingar, þeir hafa nefnilega séð auglýsingar sem
við höfum gert hérna heima fyrir t.d. Golf, Kia og
Hyundai,“ segir Gunnar, en auk þess hafa þeir fé-
lagar gert punkta-auglýsingu fyrir Glitni og stóra
auglýsingu fyrir Tuborg sem gerist í og við sund-
laug. Þekktasta auglýsingin sem þeir hafa hins veg-
ar gert er án efa Biblíu-auglýsingin umdeilda fyrir
Símann. Þá má einnig geta þess að þeir gerðu
myndbandið við lagið „Barfly“ með hljómsveitinni
Jeff Who?
En hvernig kom það til að þeir félagar komust á
samning hjá stóru bandarísku fyrirtæki?
„Við hittum eigendur fyrirtækisins
á auglýsingahátíðinni í Cannes, og
náðum að henda kynningunni okkar í
þá. Í kjölfarið höfðu þeir samband við
okkur,“ segir Gunnar.
En hvað með launin, hækka þau
ekki margfalt? „Dollarinn er nátt-
úrulega ansi lágur núna,“ segir Gunn-
ar og hlær. „En jú, það eru miklir
peningar í þessu þarna. En boltinn er
bara rétt að byrja að rúlla, þannig að
við verðum bara að sjá til.“
Gera bílaauglýsingar
í Bandaríkjunum
Félagar Þeir Gunnar og Samúel leikstýra öllum sínum auglýsingum í sameiningu.
www.crossroadsfilms.com
Umdeilt Jón Gnarr sem Júdas í Síma-auglýsingunni frægu.
Mennirnir á bakvið Síma-auglýsinguna frægu gera stóran samning vestanhafs
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞVÍ miður er
Birgitta erlendis,
þannig að ég
varð bara að
endurhugsa
flutninginn á lag-
inu,“ segir Haf-
dís Huld Þrast-
ardóttir,
höfundur lagsins
„Núna veit ég“
sem flutt verður í
fyrsta undan-
úrslitaþætti
Laugardagslag-
anna á laug-
ardaginn kemur.
Í forkeppninni
sungu þau Birg-
itta Haukdal og
Magni Ásgeirs-
son lagið í sam-
einingu, en þar
sem Birgitta er
nú stödd á Ítalíu
mun Magni flytja
lagið einn síns
liðs á laugardag-
inn. „Ég ákvað
að fara aftur í
hljóðverið og
breyta útsetning-
unni þannig að
Magni myndi njóta sín einn,“ segir
Hafdís. Aðspurð segist hún ekki
telja að sigurlíkur sínar minnki fyr-
ir vikið. „Ég vona allavega ekki. Ég
get nú ekkert farið að vorkenna
sjálfri mér því ég er með rokk-
stjörnu allra landsmanna, Magna
Ásgeirsson, að syngja lagið mitt,
þannig að ég get ekki látið eins og
ég eigi voðalega bágt. Ég er búin að
heyra Magna flytja lagið, og hann
er náttúrulega alveg ótrúlegur
söngvari. Þannig að þetta er hvorki
betra né verra, heldur bara allt
öðruvísi.“
Magni einn
án Birgittu
Hafdís Huld
Birgitta Haukdal
Magni Ásgeirsson
Sími 564 0000Sími 462 3500
Sími 551 9000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ*
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Dagbók fóstrunnar
eee
- A.S. MBL
Stórskemmtileg gamanmynd
með Scarlett Johansson í aðalhlutverki
sem fóstra hjá ríka liðinu í New York
og lífið á toppnum því ekki er allt sem sýnist!
ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ.
HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!eee
- T.S.K. 24 STUNDIR
eee
- S.V. MBL
eee
- V.J.V., TOPP5.IS
SÝND Í SMÁRABÍÓI
FRUMSÝNING
LOSTI, VARÚÐ
SÝND Í REGNBOGANUM
SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI
NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST!
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
eee
FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG
- DÓRI DNA. D.V.
MÖGNUÐ
SPENNUMYND
EFTIR
FRÁBÆRRI
SÖGU
STEPHEN KING
MISTRIÐ
FRÁ FRANK DARABONT, HANDRITSHÖFUNDI
OG LEIKSTJÓRA „THE GREEN MILE“ OG
„THE SHAWSHANK REDEMPTION“
ÓTTINN BREYTIR ÖLLU!
SÝND Í REGNBOGANUM
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Lust, Caution kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
I´m not there ath. ótextuð kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
We own the night kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Run fat boy run kl. 5:30 - 8 - 10:10
„Skemmtilegasta og áhrifaríkasta „ævisaga”
frægrar rokkstjörnu sem færð hefur verið á hvíta
tjaldið á síðustu árum!“
- S.S. MBL
eeee
- H.J. MBL
eee
- A.F.B. 24 STUNDIR
Frá Óskarsverðlaunahafanum Ang Lee
leikstjóra „Brokeback Mountain“
og „ Croutching Tiger, Hiddden Dragon“
“... trúlega besta Stephen King
mynd í tæpan áratug.”
T.V. - Kvikmyndir.is
Golden Globe verðlaun
Cate Blanchett
Besta leikkonan í
aukahlutverki
Kvikmyndir.is
eeee
- T.S.K, 24 STUNDIR
“Enn ein snilldin frá meistara Ang Lee!
Frábær mynd sem enginn kvikmyndaunnandi
ætti að láta framhjá sér fara!”
The Golden Compass kl. 6 - 8 B.i. 10 ára
The Nanny Diaries Síðustu sýn. kl. 10
Alvin og íkornarnirm/ísl. tali kl. 6
Lions for lambs Síðustu sýn. kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
The Mist kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára
The Mist kl. 5:20 - 8 - 10:40 LÚXUS
The Nanny Diaries kl. 8 - 10:20
The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára
Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 3:45 - 5:40
Alvin and the C.. enskt tal kl. 6
Duggholufólkið kl. 3:45 B.i. 7 ára
Hitman kl. 10:20 B.i. 16 ára