Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 15 MENNING FRANSKI rithöfundurinn Alain Robbe-Grillet lést í gær, 85 ára að aldri. Robbe-Grillet er talinn einn áhrifamesti rithöfundur 20. ald- arinnar, einn upphafsmanna nýju skáldsögunnar s.k. sem spratt fram á sjötta áratugnum í Frakklandi. Hann þróaði kenningu um nýju skáldsög- una í fjölda ritgerða árið 1963, þar sem hefðbundnum hugmyndum um ritun skáldsagna var umbylt. Robbe- Grillet lét einnig til sín taka á kvik- myndasviðinu, skrifaði m.a. handritið að L’année dernière à Marienbad sem hlaut Gullljónið í Feneyjum 1961 og leikstýrði fjölda kvikmynda. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands, kynntist Robbe-Grillet árið 1987 á Bókmenntahátíð í Reykjavík og rannsakaði verk hans þegar hann var við nám í Frakklandi. Torfi segir Robbe-Grillet hafa verið stórmerki- legan mann og stórskemmtilegan. Hann var landbúnaðarverkfræðingur að mennt og ferðaðist mikið um Ís- land í heimsóknum sínum, en hann kom hingað alls þrisvar sinnum, og var afar áhugasamur um náttúru landsins. Skáldsagan endurhugsuð Robbe-Grillet sagði skilið við land- búnaðarverkfræðina og hóf að skrifa skáldsögur sem enginn vildi lesa, undir áhrifum frá Kafka og Faulkn- er, tilrauna- skáldsögur. Robbe-Grillet varð forvígis- maður hóps höf- unda sem stund- uðu slíka tilraunamennsku í skáldskap, í honum var m.a. Samuel Beckett. Torfi segir Robbe-Grillet hafa vakið máls á því að skáldsögur samtímans væru skrifaðar eftir for- skrift 19. aldarinnar og bent á að samfélagið hefði gjörbreyst, menn- ingin orðin allt önnur og því þyrfti að hugsa skáldsöguna upp á nýtt. Bæk- urnar myndu skapa sér lesendur þeg- ar frá liði. Torfi segir þetta hafa verið hárrétt hjá honum, fyrstu verk þess- ara höfunda hafi selst afar illa en séu nú skyldulesning í háskólum um allan heim. „Svo hafði hann ekki síður áhrif sem talsmaður nýjunga og fram- úrstefnu í skáldsagnagerð,“ segir Torfi. Heill skóli ungra höfunda, um fimmtugt og yngri, séu undir áhrifum frá honum. „Hann sagði alltaf að það væri ekki atburðurinn sem textinn segði frá sem skipti máli, heldur það sem gerðist í textanum sjálfum.“ Robbe-Grillet skrifaði m.a. skáldsög- urnar Les Gommes og La Jalousie en síðasta bók hans, Un Roman Senti- mental, kom út í fyrra. Robbe- Grillet látinn Rithöfundur Alain Robbe-Grillet. Afar áhrifamikill listamaður Torfi Tulinius KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld tékknesku kvik- myndina Ástir ljóshærðrar stúlku frá árinu 1965, í leik- stjórn Milos Forman. Í henni segir af tánings- stúlkunni Andulu sem vinnur í skóverksmiðju í tékkneskum smábæ þar sem meirihluti íbú- anna er konur. Stjórnvöld ákveða að bæta kynjahlutfallið með því að koma flokki her- manna fyrir í bænum. Stúlkunum bregður í brún þegar hermennirnir reynast vera miðaldra karl- menn. Sýningar eru á þriðjudögum kl. 20 og á laugardögum kl. 16 í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Frekari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. Kvikmyndir Ástir ljóshærðrar stúlku Ensk útgáfa kvikmyndarinnar. ÁRNI Einarsson líffræðingur heldur fyrirlestur á Land- námssýningunni í Aðalstræti 16 kl. 17 í dag. Fyrirlesturinn nefnist „Landkostir við land- nám“ og í honum mun Árni fjalla um loftslag og gróðurfar. Meðal þeirra spurninga sem Árni mun varpa fram eru: Hvaða heimildir höfum við um loftslag fyrr á öldum? Hvaða tegundir af trjám og plöntum var hér að finna, og uxu þær á milli fjalls og fjöru? Hvernig var dýralíf á landi, legi og í lofti og hvernig nytjuðu land- námsmenn það? Og hvernig breyttust landkostir á fyrstu öldum landnáms? Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Fyrirlestur Landkostir við landnám Árni Einarsson FÉLAG þjóðfræðinga heldur þemakvöld í húsi Sögufélags- ins við Fischersund kl. 20 ann- að kvöld. Yfirskrift kvöldsins er Þankagangur þjóðarinnar: Menning skoðuð út frá sjó- mannalögum og veðurþjóðtrú. Rósa Margrét Húnadóttir þjóðfræðingur kynnir BA- ritgerð sína, Draumur hins djarfa manns: frá sjó- mannalögum til gúanórokks, sem varpar ljósi á ís- lenska dægurlagamenningu á 20. öld. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur kynnir BA-ritgerð sína, Ský á himni og skafl í fjalli: samanburður á veðurþjóðtrú úr Skagafirði og frá Breiðafirði. Aðgangur að þemakvöldinu er ókeypis. Þjóðfræði Sjómannalög og veðurþjóðtrú Frá Breiðafirði. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ verður sannarlega boðið upp á veislu í Salnum í Kópavogi kl. 20 í kvöld og annað kvöld, tónleika píanó- leikarans Víkings Heiðars Ólafs- sonar og flautuleikarans Denis Bouriakov. Víking þarf vart að kynna fyrir Íslendingum, hann fór fyrir skömmu með sigur af hólmi í píanó- einleikarakeppni í Juilliard-lista- háskólanum í New York, þar sem hann lýkur brátt námi hjá Robert McDonald. Verðlaunin eru þau að fá að spila með hljómsveit skólans í sal Fílharmóníunnar í New York, Avery Fisher Hall, 31. mars nk., undir stjórn Roberto Abbado. Bouriakov er einn fremsti flautu- leikari heims af ungu kynslóðinni en Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, segir hann allra besta flautuleikara sem hún hafi nokkru sinni heyrt spila, hann hafi tæran, hlýjan og stærri tón en hún hafi áður heyrt en þó áreynslulausan. Bouriakov hreppti fyrstu verðlaun í PanEuropean- flautukeppninni sem haldin var í Grikklandi og einnig fyrstu verðlaun í Flautukeppni Barnett stofnunar- innar í Chicago. Nýlega var hann svo valinn úr fjölda hæfra umsækjenda til að gegna stöðu leiðara í Sinfón- íuhljómsveit Barcelona og Katalóníu og tekur við þeirri stöðu síðar á árinu. Hér eru því engir aukvisar á ferð. Á efnisskrá tónleikanna eru verk fyrir flautu og píanó sem og einleiks- verk fyrir bæði hljóðfærin. Þar má heyra nokkur þekktustu verk flautu- bókmenntanna, auk þess sem Denis mum leika eigin útsetningar á verk- um sem upphaflega voru samin fyrir fiðlu. Víkingur mun svo leika Píanó- sónötu op. 101 í A-dúr eftir Ludwig van Beethoven, en hún er af mörgum talin ein sú allra glæsilegasta af 32 píanósónötum sem Beethoven samdi. Víkingur og Bouriakov voru á sinni fyrstu æfingu þegar blaðamað- ur náði tali af þeim fyrir hádegi í gær. „Þetta er einn besti flautuleik- ari okkar kynslóðar, eða minnar kyn- slóðar. Við erum að spila saman núna og það er eiginlega algjör draumur að vinna með honum. Við erum búnir að spila í gegnum prógrammið og þetta er eiginlega tónlistarást við fyrstu sín,“ segir Víkingur og hlær. „Ég er með mjög stórt sóló og hann líka.“ Víkingur er bjartsýnn á framtíð- ina, um það bil að ljúka sex ára píanó- námi í New York og nýbúinn að hljóta fyrrnefnd verðlaun. Víkingur segir sannarlega gaman að enda námið með slíkum glæsibrag og mörg skemmtileg verkefni bíði hans þótt framtíðin sé að öðru leyti óráðin. Að fá að spila með flautuleikara á við Bouriakov, í heimsklassa, sé mikils virði og mikilvægur hluti af lífi tón- listarmannsins og lærdómsríkt. „Ég held það sé mikill fengur fyrir Ísland að fá svona náunga til að spila í Saln- um,“ segir Víkingur Heiðar. Tón- leikar á borð við þá sem þeir bjóði upp á séu fyrst og fremst skemmti- legir og fyrir alla, menn þurfi ekki að óttast klassíkina. Bouriakov er fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Tampere í Finnlandi auk þess sem hann gegn- ir stöðu kennara við Konservatoríið í sömu borg. Hann segir afar gott að spila með Víkingi, þeir hafi rennt auðveldlega í gegnum efnisskrána. „Hann þekkir tónlistina mjög vel og því er þetta auðvelt.“ Stjörnuskin í Salnum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson og flautuleikarinn Denis Bouriakov leiða saman hesta sína á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld og annað kvöld Árvakur/Ómar Kraftmikið tvíeyki Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Denis Bouriakov flautuleikari á æfingu í Salnum í Kópavogi í gær. Í HNOTSKURN »Víkingur Heiðar Ólafssonfæddist árið 1984 en er, þrátt fyrir ungan aldur, kominn í hóp fremstu tónlistarmanna Íslands. Hann þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands 16 ára gamall þegar hann lék fyrsta píanókonsert Tsjaíkovskys. Hann hefur haldið fjölda tón- leika, m.a. á Spáni, í Frakklandi, Rúmeníu, Lettlandi, Kanada, Færeyjum og Bandaríkjunum og leikið einleik með CAPUT- hópnum, Kammersveit Reykja- víkur, Blásarasveit Reykjavíkur og Ungfóníu. » Denis Bouriakov fæddist áKrímskaga árið 1981 og hef- ur frá 11 ára aldri komið fram í mörgum virtustu tónleikasölum Rússlands og sem einleikari í Evrópu, Asíu og Ameríku með hljómsveitum á borð við Sinfón- íuhljómsveit Moskvu og kamm- ersveitir borganna München, Parísar og Prag. 2000-2004 nam hann flautuleik hjá William Bennet í Royal Academy of Music í London. Miðasala fer fram í Salnum kl. 10- 16 og netsala á www.salurinn.is. Efnisskrá má einnig skoða þar. ÁRNI Björnsson þjóðháttafræð- ingur mun ausa úr djúpum visku- brunnum sínum í Þjóðminjasafninu í hádeginu í dag, fræða þar gesti um íslensku dýrlingana Jón Ögmunds- son, Þorlák helga og Guðmund góða og kynna sérstaklega fyrir myndum af þeim í safninu. „Það skrítna er, með íslenska dýr- linga, að þeir voru ekki útnefndir af páfanum,“ segir Árni. Í fyrstu hafi biskupar komið með tillögur að því hverjir skyldu útnefndir og Alþingi svo tekið ákvörðun út frá þeim. Árni segir það dálítið sérstakt. Trú á dýrlinga skipaði frá upphafi kristni í landinu mikilvægan sess í trúarlífi Íslendinga, fólk mátti trúa á Guð og tilbiðja hann en ákalla dýr- lingana. Árni segir ekki vitað hvort reynt hafi verið að fá íslensku dýr- lingana viðurkennda af páfanum í Róm en á þessum tíma hafi páfinn verið farinn að heimta ansi ríflega borgun fyrir. „Það er ekki vitað að það hafi ver- ið reynt með Þorlák og Jón en vitað að það hafi verið reynt að fá við- urkenningu páfans á Guðmundi góða,“ segir Árni. Líklega hafi ekki nægu fé verið safnað. Fáar myndir séu til af dýrlingunum á Þjóðminja- safninu en hann muni sýna gestum þá gripi sem til eru. Árni fjallar um dýrlingana þrjá Dýrlingarnir þrír Refilsaumað altarisklæði frá Hólum sem sýnir íslensku dýrlingana, þá Jón Ögmundsson, Þorlák helga og Guðmund góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.