Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 36
Hún minnir á Goldie
Hawn í gamla daga,
full af fjöri … 38
»
reykjavíkreykjavík
EINS og greint var frá í Morgunblaðinu í síð-
ustu viku var búist við því að breska leik-
konan Keira Knightley myndi verja Valent-
ínusardeginum hér á landi, en kærasti hennar
Rupert Friend átti að hafa komið henni á
óvart með því að bjóða henni hingað til lands.
Þetta kom meðal annars fram á slúðurfrétt-
aveitunni Bang Showbiz. Skemmst er frá því
að segja að ekkert hefur sést til leikkonunnar
og líklegt verður að teljast að hún hafi hætt
við Íslandsförina eða þá að aldrei hafi staðið
til að hún kæmi hingað til lands.
Þessar fréttir minna um margt á fréttir frá
því í mars árið 2003, en þá gengu þær sögur
fjöllunum hærra að breski leikarinn Jude
Law hefði komið hingað til lands. Aðdáendur
kappans fjölmenntu á helstu skemmtistaði
Reykjavíkur í von um að berja leikarann aug-
um en gripu í tómt.
Aðdáendur Keiru Knightley geta þó hugg-
að sig við það að þeir geta enn séð leikkonuna
á hvíta tjaldinu, en hún fer með aðal-
hlutverkið í hinni margrómuðu Atonement
sem sýnd er í kvikmyndahúsum landsins um
þessar mundir.
Kom Keira Knightley ekki?
Reuters
Íslandsvinur? Keira Knightley kom líklega ekki til landsins.
Ummæli Pálma
Guðmundssonar,
sjónvarpsstjóra
Stöðvar 2, í
Fréttablaðinu í
gær um að Skjár-
Einn hafi misst
niður áhorf, fóru heldur betur fyrir
brjóstið á forsvarsmönnum Skjás-
Eins, ef marka má fréttatilkynn-
ingu sem SkjárEinn sendi frá sér í
gær. Þar segir að stöðin auki áhorf
sitt um 34% frá könnun síðasta árs
þegar meðaláhorf er skoðað og það
hafi Capacent Gallup staðfest á
kynningu sinni fyrir helgi. Sigríður
Margrét Oddsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Skjás miðla ehf., seg-
ir í fréttatilkynningunni að hún
velti því fyrir sér hvort það vaki
fyrir Stöð 2 að blekkja auglýsendur
og fjárfesta með slíku tali. Pálmi
Guðmundsson svaraði þessu svo í
samtali við vísi.is í gærdag og sagði
að sannarlega hefðu allar stöðvar
aukið áhorf sitt en bilið milli stöðv-
anna hafi hinsvegar breikkað. Stöð
2 væri að taka stærri sneið af kök-
unni og vikulegt áhorf fólks á aldr-
inum 12 - 80 ára í mínútum sýndi að
Stöð 2 væri með 97% meira áhorf
en SkjárEinn og munurinn á milli
stöðvanna hafi ekki verið meiri um
árabil.
Áhorf á SkjáEinn eykst
líkt og hjá öðrum
Útvarpskönnun Capacent Gallup
hefur hins vegar minni athygli
fengið en þar eru mjög áhugaverð-
ar niðurstöður að finna. Til að
mynda virðist klassíska stöðin
Rondo vera svo gott sem dauð og
Rás 1 hefur aðeins 6.4 % hlutdeild á
útvarpsmarkaði þegar kemur að
aldursbilinu 12 - 49 ára.
Klassíkin að deyja út
Eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN verður
haldin í byrjun júni, stendur yfir í
þrjá daga og hefur hlotið nafnið
Air d’Islande sem mætti útleggjast
sem Íslenskir vindar. Frönsk kvik-
myndagerð er heimsþekkt og Par-
ís er oft nefnd bíóborgin vegna
ríkrar og langrar kvikmynda-
hefðar. Í borginni sjálfri eru um
400 kvikmyndasalir þar sem gríð-
arlegt úrval kvikmynda hvaðan-
æva úr heiminum stendur borg-
arbúum til boða hverju sinni.
Íslenskar kvikmyndir eru þó sjald-
séðar í allri flórunni og því liggur
beinast við að spyrja kvikmynda-
gerðarmanninn Ara hvers vegna
hann telji að íslenskar kvikmyndir
eigi eftir að vekja forvitni
franskra bíógesta.
„Frakkar eru forvitnir um allt
sem er íslenskt og við hjá Air d’Is-
lande stefnum að því að svala
þeirri forvitni. Hugmyndir Frakka
um Ísland eru líka almennt óljósar
og landið er sveipað mystík í
þeirra huga. Íslensk tónlist hefur
hingað til höfðað mjög til Frakka,
svo að ég efast ekki um að þeir
eigi eftir að kolfalla fyrir íslensk-
um kvikmyndum líka. Þess vegna
er gaman að segja frá því að við
ætlum að sameina þetta tvennt og
halda tónleika með íslensku tón-
listarfólki meðfram hátíðinni.“
Ari segir að markmiðið með há-
tíðinni Air d’Islande sé þó ekki
eingöngu að kynna íslenskar kvik-
myndir fyrir frönsku kvikmynda-
áhugafólki. Tilgangurinn sé einnig
sá að ná til þeirra sem starfa innan
kvikmyndaiðnaðarins. Búa til við-
skiptatengsl milli Íslendinga og
Frakka, fá franska kvikmynda-
framleiðendur til Íslands með því
að vekja athygli á þeirri staðreynd
að íslensk yfirvöld hafa á undan-
förnum árum reynt að laða er-
lenda kvikmyndaframleiðendur til
landsins og vonandi opna fyrir
dreifingu á íslenskum kvikmynd-
um í Frakklandi.
Áhersla á nýjar myndir
„Ætlunin er að halda ráðstefnu
á hátíðinni sem miðar að því að
sýna möguleikana til kvikmynda-
framleiðslu á Íslandi fyrir franska
framleiðendur með því að kynna
hina opinberu skattaend-
urgreiðslu, segja frá nýjum, ís-
lenskum kvikmyndum sem eru í
framleiðslu og fá kvikmynda-
framleiðendur sem hafa reynslu af
samstarfi milli Íslands og Frakk-
lands til að deila reynslu sinni með
öðrum,“ segir Ari.
En hvaða íslensku myndir fá svo
franskir bíógestir að sjá á Air d’Is-
lande?
„Við viljum leggja áherslu á nýj-
ar, íslenskar kvikmyndir og gefa
gestum hugmyndir um fjölbreyti-
leika íslenskrar kvikmyndagerðar.
Þess vegna höfum við ákveðið að
sýna myndir eins og Heima, tón-
leikakvikmynd Sigur Rósar,
Hlemm eftir Ólaf Sveinsson og
Lalli Johns eftir Þorfinn Guðna-
son. Svo eru fleiri nýlegar myndir
og perlur íslenskrar kvikmynda-
sögu að bætast í þennan fríða
hóp,“ segir hinn önnum kafni
kvikmyndagerðarmaður í París.
Íslensk gjóla í París
Ljósmynd/Ómar Jabali
Ari Allansson Íslenskur andvari mun svífa yfir vötnum á kvikmyndahátíð-
inni Air d’Islande sem hefst í París í byrjun júní á þessu ári.
Ari Allansson vinnur þessa dagana ásamt frönsku
samstarfsfólki sínu að því að leggja lokahönd á
íslenska kvikmyndahátíð í kvikmyndaborginni
París þar sem hann býr og starfar.
Vefsíða kvikmyndahátíðarinnar
Air d’Islande:
www.airdislande.com
■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Örfá sæti laus
Sellósnillingur í toppformi
Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag,
leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á
dagskrá forleikur Töfraflautunnar eftir Mozart og Sveitasinfónía
Beethovens. Stjórnandi: Eyvind Aadland
Einleikari: Daniel Müller-Schott
Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á
Hótel sögu kl. 18. fyrir tónleikana. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir.
■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30
Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða
píanókonsert eftir Liszt og sinfónía eftir Bruckner.
■ Fim. 6. mars kl. 19.30
Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika
hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is