Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MATHIEU Fauvel varði doktorsverkefni í verkfræði við Grenoble Instit- ute of Techno- logy (INPG) 28. nóvember sl., en verkefnið var unnið undir sameiginlegri handleiðslu leiðbeinenda frá INPG og Háskóla Íslands og veita skólarnir doktorsgráðuna sameig- inlega. Er þetta í fyrsta sinn sem Háskóli Íslands veitir sameig- inlega prófgráðu. Fauvel flytur doktorsfyrirlestur sinn í Háskóla Íslands þriðjudaginn 19. febrúar kl. 15, í Aðalbyggingu HÍ, hátíð- arsal. Að loknum fyrirlestrinum mun Ebba Þóra Hvannberg for- seti verkfræðideildar veita Fauvel doktorsskírteini frá verk- fræðideild Háskóla Íslands. Doktorsverkefnið ber titilinn „Spectral and Spatial Methods for Classification of Urban Remote Sensing Data“ og fjallar um þró- un aðferða til greiningar yfir- borðs jarðar með flokkun fjar- könnunarmynda frá þéttbýlis- svæðum. Mathieu Fauvel fæddist í Toulouse í Frakklandi árið 1981. Veita doktors- gráðuna saman Mathieu Fauvel SVEITARSTJÓRN Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum á miðviku- dag sl. að lækka gjaldskrá leikskól- ans Barnabóls um 15% og að grunn- gjald verði 2.417 kr. Sveitarstjórn samþykkti einnig að systkina- afsláttur gildi milli leikskóla og dagheimilis. 15% lækkun UNNIÐ er að undirbúningi þess að sett verði á fót Tæknisafn Íslands, en með því færi Ísland að dæmi annarra ríkja þar sem tæknisöfn hafa lengið verið rekin og hefur í því skyni verið sett upp vefsíðan www.tsi.is. Tilgangurinn með þessari vef- síðu er m.a. að kynna undirbúnings- starfið, gefa innsýn í starfsemi tæknisafna og að lokum að verða hluti af starfsemi safnsins. Tæknisafn LILJA Karls- dóttir líffræð- ingur mun á morgun, mið- vikudag, flytja fyrirlestur um rannsóknir á frjókornum ilm- bjarkar og fjalla- drapa. Lilja segir frá tveimur að- skildum rannsóknum á íslenskum birkifrjókornum: erfðablöndun birkitegunda og rannsóknir á frjó- kornum í 7-10 þúsund ára jarðvegs- sýnum. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Fyrirlestur um frjókorn Lilja Karlsdóttir STUTT HAFIN er söfnun undirskrifta und- ir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hefja nú þegar rannsóknir og undirbúning að jarðgangagerð milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Texti áskoruninnar byggir á áskorun sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps um sama efni þar sem vísað er til bæði samfélaglegra hagsmuna og öryggissjónarmiða og hafa bæjar- stjórnirnar á Ísafirði og í Bolung- arvík tekið undir. Umræðan hófst í þessum mánuði að nýju eftir nokkurt hlé í kjölfar margra snjóflóða sem féllu á þjóð- veginn um Súðavíkurhlíð. Í áskorun sveitarstjórnar og íbúa er vakin at- hygli á niðurstöðum rannsóknar Veðurstofu Íslands þar sem fram kemur að ekki er minni hætta fólgin í því að aka milli Súðavíkur og Ísa- fjarðar en milli Ísafjarðar og Bol- ungarvíkur þegar litið er til snjó- flóða og grjóthruns. Búið er að ákveða að grafa göng um Óshlíð sem lagfærir síðarnefndu leiðina og unn- ið að samningum við verktaka. Göng ekki á áætlun Lengi hefur verið snjóflóða- og grjóthrunshætta á veginum um Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð en báðar eru þessar hlíðar á Djúpvegi milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Unnið hefur verið að margvíslegum úrbót- um á veginum til að minnka líkurnar á slysum. Göng þarna um eru ekki á samgönguáætlun. Vinnuhópur sem vegamálastjóri skipaði til að fjalla um öryggismál Djúpvegar á þessari leið og raunar einnig á leiðinni milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur skilaði niðurstöðum undir lok árs 2002. Þar voru bornir saman nokkrir kostir. Fram kemur að jarðgöng frá Súðavík til flugvallarins á Ísafirði eru eina fullkomna lausnin. Eftir það færi vegurinn hvorki um mestu hættusvæðin á Kirkjubólshlíð né Súðavíkurhlíð en þó yrði áfram ein- hver snjóflóðahætta ofan við flug- völlinn í aftakaveðri. Um er að ræða 6 km göng og veg að þorpinu í Súða- vík. Myndu göng stytta veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur um 8 kíló- metra en hann er nú um það bil 20 kílómetrar. Reiknað var með að göngin gætu kostað rúma þrjá millj- arða króna en sú áætlun hefur ekki verið uppfærð síðan. Einnig voru sýndir möguleikar á ýmsum styttri og ódýrari göngum til að ekki þyrfti að aka um Súðavíkur- hlíð en fram kom að þau leystu ekki nema hluta grjóthruns- og snjó- flóðavandann og styttu leiðina lítið eða ekkert. Þá voru skoðaðar aðrar umbætur á hlíðunum með vegskál- um og skápum og var það niður- staða nefndarinnar að grafnir yrðu skápar í helstu snjóflóðagilin. Hátt í 600 hafa skrifað undir Sveitarstjórn Súðavíkur hefur ekki tekið afstöðu til þess hvaða kost ætti að velja, verði ákveðið að grafa göng. Ómar Már Jónsson sveitar- stjóri segir mikilvægt að fundin verði varanleg lausn og látið af plástralausnum með því að fjölga skápum í hlíðinni. „Það er verið að setja mikla fjármuni í þessar end- urbætur en það hefur sýnt sig að þær eru ekki varanlegar,“ segir Óm- ar Már. Einstaklingar í Súðavík standa fyrir undirskriftasöfnuninni á netinu sem hófst á miðvikudag í síðustu viku. Slóðin er http://gong.it.is/ Síð- degis í gær höfðu 572 manns skrifað undir áskorunina. Skrifa undir áskorun um göng til Súðavíkur                                    ! " #              Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FÆREYJAR sem áningarstaður í flokki eyja fá hæstu einkunn Travel- er, ferðablaðs National Geographic, í vali sínu á bestu eyjum heims. Ísland er í 9. sæti af 111 eyjum. Valdir voru 522 sérfræðingar til að meta áning- arstaðina og voru stig gefin frá 0-100. Færeyjar fengu 87 stig og Ísland 80. Í öðru sæti voru Azoreyjar með 84 stig og í því þriðja Lófóten með 82 stig. Íbiza á Spáni var í næstneðsta sæti og Phuket á Taílandi 106. sæti. Notast var við einkunnastiga í sex þrepum og í hæsta þrepi voru stig á bilinu 96-100, þótt reyndar kæmist engin eyja í þann flokk. Í næsta þrepi, 86-95 stig, voru Færeyjar eini áningarstaðurinn, en í þessum flokki var gert ráð fyrir eyjum sem væru „ekta og ósnortnar og líklegar til að vera þannig áfram“. Í næsta þrepi fyrir neðan, 66-85 stig voru eyjar þar sem „minniháttar erfiðleikar“ voru til staðar. Umsögnin sem Ísland fær er á þá leið að um sé að ræða land mikilla náttúrulegra skilyrða, s.s. elds og íss, vinda, birtu og myrkurs. Menningin eigi sér langa sögu og fólk sé sér meðvitandi um umhverfi sitt. Á hinn bóginn hafi ákvarðanir um að setja upp stór álver klofið þjóðina. Mikil sjálfbærni, bæði um- hverfis- og félagsleg, vekja athygli enda þótt stóriðja geti hinsvegar haft áhrif á umhverfisleg gildi og landið sem áfangastað. Á Íslandi eru þá fjöl- breyttir ferðamöguleikar fyrir hendi. Íslendingar verndi umhverfi sitt og þjóðfélag og tryggi hagnað af ferðaþjónustu án þess að valda skaða. Færeyjar hljóta frábæra ein- kunn sem fallegt ferðamannaland þar sem menning blómstrar og kröf- ur eru gerðar um að allar nýjar byggingar haldi tryggð við bygg- ingasögu. Áhyggjurnar eru þó af hugsanlegu vandamáli við að flytja ferðamannaskarann milli staða ef farþegaskipum heldur áfram að fjölga hratt. Siglingaskilyrði séu einnig varasöm en Færeyingar séu sér meðvitandi um hætturnar og séu að leita lausna. Færeyjar þykja betri en Ísland Árvakur/RAX ÍSLAND er á topp 10 lista National Geographic og vekur athygli fyrir nátt- úru og menningu ásamt því að fjölbreyttir ferðamöguleikar eru fyrir hendi. Stóriðja gæti hins vegar haft áhrif á ferðamannalandið Ísland. Ís- lendingar séu sér einnig meðvitandi um umhverfi sitt og vilji vernda það um leið og það sé hagnýtt í ferðamannaiðnaði. Hundruð ferðasérfræðinga leggja mat á bestu eyjar í heimi og setja Ísland í 9. sætið en Færeyjar á toppinn Land hinnar stórbrotnu náttúru Það er Stærsta GSM dreifikerfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.