Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þið eruð bara vanþakklátar grenjuskjóður, haldið þið að það þurfi ekki snilld og fjárútlát
til að komast í Heimsmetabók Guinnes?
VEÐUR
Það eru viðsjárverðir tímar á fjár-málamörkuðum og slíkt ástand
kallar á að þjóðarskútunni sé stýrt
af festu. Undanfarið hefur helsta
verkefni Geirs H. Haarde, formanns
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð-
herra, verið að eyða óvissu, bæði
innan flokksins og í atvinnulífinu.
Það var mikilvægur áfangi aðljúka kjara-
samningum. Rík-
isstjórnin lagði
sitt af mörkum til
þess með aðgerð-
um sem metnar
eru á 20 millj-
arða, hækkun
persónuafsláttar
og með því að
skapa sóknarfæri
fyrir atvinnulífið
með skattalækkun til fyrirtækja.
En Geir hefur einnig staðið íströngu innan flokksins. Beðið
hefur verið með óþreyju eftir því að
hann beitti áhrifum sínum til að
leysa þann hnút sem myndast hefur í
borgarstjórnarflokki sjálfstæð-
ismanna.
Auðvitað skipta tímasetningar höf-uðmáli í stjórnmálum. En óviss-
an er orðin óþolandi, eins og heyra
mátti á tveimur þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins um helgina, Bjarna
Benediktssyni og Illuga Gunn-
arssyni, sem sögðu að málið þyrfti
að leysast hratt – hver dagur skipti
máli.
Og Geir tók af skarið í Silfri Egilsá sunnudag, þó að hann talaði
sem endranær mildilega og af still-
ingu. Hann tók undir að óvissan væri
slæm og að æskilegt væri að „ljúka
þessu í þeirri viku sem nú er að hefj-
ast“. Ef það tekst, og farsælar lyktir
nást á þeim miklu átökum sem geis-
að hafa í borgarstjórn frá því REI-
málið kom upp á yfirborðið, styrkir
það stöðu Geirs. Um leið verður rík-
isstjórnin betur í stakk búinn til að
takast á við óvissuna í efnahags-
málum. Er eftir nokkru að bíða?
STAKSTEINAR
Geir H. Haarde
Tekst að eyða óvissunni?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
! "
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
##
! "
$
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
%
% %
% %
%
%
%
% %
%
% %
%
*$BC &&&
!" # $ %
*!
$$B *!
'!( ) & &( & "*
<2
<! <2
<! <2
' ) #&+ ,-&.#/
D8-E
<7
& '
' (
)
<
& * $ '
)
$ & #
& '
) + , -
' $
. / 0 *
01##&!&22 # &"!&3 "&+ ,
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Stefán Friðrik Stefánsson | 18. feb.
Vissi Jón Ásgeir
ekki alla söguna
á bak við FL?
Það var áhugavert að
horfa á hádegisviðtalið
við Jón Ásgeir. Það sem
vakti mesta athygli mína
er að þar gefur hann í
skyn að hafa ekki vitað
um hinn mikla rekstr-
arkostnað FL Group er Baugur bjargaði
fyrirtækinu frá hruni undir lok síðasta
árs. Væri gott að hann talaði enn betur
um þennan veigamikla þátt málsins.
Meira: stebbifr.blog.is
Eiríkur Bergmann Einarsson | 18. feb.
Ekki eftir
neinu að bíða
Mér þykir skemmtilegt
að vita til þess að Ísland
hafi verið fyrst eða í hópi
fyrstu ríkja til að við-
urkenna ríki á borð við
Eistland, Lettland, Lithá-
en, Slóveníu og Króatíu.
Í sjálfu sér er engin ástæða til að bíða
með að viðurkenna sjálfstæði Kosovo
eftir að ósk um það barst með yfirlýs-
ingu Kosovo-Albana í gær. Það stendur
líka alveg sérstaklega upp á litla þjóð
Meira: eirikurbergmann.blog.is
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 18. feb.
Nýtt úthverfi
Nú hef ég skoðað betur
tillögur Skotanna um
nýtingu landsins sem
Reykjavíkurflugvöllur
stendur á. Þær stað-
festa það sem haldið
hefur verið fram að
svæðið verði ekki annað en eitt út-
hverfið enn. Kosturinn við þær er
ekki síst sá að það er alls ekki reynt
láta líta út fyrir neitt annað. Annar
kostur er sá að varðveita eigi mýr-
lendi með nýrri tjörn. Og af þeim til-
lögum ...
Meira: ingolfurasgeirjohannesson.blog.is
Hlynur Hallsson | 18. febrúar
Var verið að hugsa
um að hækka
persónuafsláttinn
um 500 kall?
Mér finnst þetta nú
heldur aumt hjá þessar
slöppu ríkisstjórn. Per-
sónuafslátturinn á að
hækka um heilar
2.000 krónur, já og
ekki fyrr en 2009! Og
svo aftur um 2.000 árið 2010 og
síðan heilar 3.000 árið 2011. Þetta
telst nú varla ofrausn. Minna má það
nú ekki vera. Hvert var planið ef
þetta er meira en gert var ráð fyrir.
500 kall árið 2020?
Maður ætti kannski að fagna því
með miklum húrrahrópum að per-
sónuafslátturinn verði hækkaður yf-
irleitt? Ég veit það ekki. Það getur
verið að ég sé óhóflega bjartsýnn
maður að eðlisfari, því ég átti von á
einhverri almennilegri hækkun á per-
sónuafslættinum. Svona 20.000
núna og annað eins á næsta ári. Hið
„gífurlega tap“ ríkissjóðs hefði mátt
brúa með því að hækka hinn „voða
háa“ fjármagnstekjuskatt um tvö pró-
sentustig í 12% sem sagt en sleppa
honum alveg fyrir þá sem eru bara
með smotterí í fjármagnstekjur, segj-
um af innistæðum upp á 5 millur. Þá
hefði verið ástæða til að fagna en
þetta er eitthvert það aumasta útspil
frá Samfó og íhaldi sem hægt er að
hugsa sér.
Sorrý, þið getið kallað mig frekju
en mér finnst þessi 18.000 kall
hækkun á laun og svo 2.000 króna
hækkun á persónuafslætti engin of-
rausn. Ansi skítt væri nær lagi.
Meira: hlynurh.blog.is
BLOG.IS
SAMTÖK ferðaþjónustunnar halda
ráðstefnu sem nefnist „Dagur mennt-
unar í ferðaþjónustu“ í dag, 19. febr-
úar, kl. 14-17 á Grand hóteli Reykja-
vík. Í tilkynningu kemur fram að
markmiðið sé að ræða mikilvægi
fræðslu og símenntunar í greininni.
Til ráðstefnunnar er boðið tveimur
gestum frá skosku hálöndunum, þeim
dr. Craig Thompson og Wendy Syl-
vester sem fjalla munu um góðan ár-
angur starfsmenntunar í ferðaþjón-
ustufyrirtækjum í heimalandi sínu.
Í upphafi fundar flytur Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra ávarp, nýtt grunnnám í
ferðaþjónustu verður kynnt og fjallað
verður um með hvaða hætti sé best að
standa að starfsþjálfun erlends
starfsfólks í greininni.
Í lokin verður Starfsmenntaviður-
kenning SAF afhent í fyrsta sinn því
fyrirtæki sem þykir skara fram úr í
greininni. Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra afhendir viðurkenn-
inguna.
Ræða hvort menntun í
ferðaþjónustu er ábótavant
FRÉTTIR
Jenný Anna Baldursdóttir | 16. febrúar
Að vera heiðarlegur …
Það er voða gaman að
vera heiðarlegur þegar
maður er í góðum mál-
um, en erfðara þegar
maður sýslar með eitt-
hvað það sem kallar
ekki á uppklapp.
Ég lofaði sjálfri mér að vera heið-
arleg þegar ég bloggaði um alkóhól-
isma, í þeirri von að ég myndi aldrei
þurfa að vera annað en skemmtilega
heiðarleg …
En mér varð á …
Meira: jenfo.blog.is
Traustasta fjarskipta-
fyrirtækið