Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 31
Við vitum að Jói var oft þreyttur en heyrðum hann aldrei kvarta enda leit hann aldrei á sig sem fatl- aðan og við að sjálfsögðu ekki held- ur. Hann fór alla stiga, bara aðeins hægar en hinir, þáði enga hjálp. Hann grínaðist með fótinn og annað er að honum snéri en oft hlýtur hann að hafa verið hryllilega þreytt- ur er dagur leið að kvöldi. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, er sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor … Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Elsku Gunna, Stjáni, Helgi og fjölskyldur, við sendum ykkur sam- úðarkveðjur og kveðjum eins og hann gerði alltaf: „Takk fyrir okkur og síðan þakki hver fyrir sig“. Anna Kr. og Guðrún. Það var haustið 1960 sem við hóf- um nám í Bifröst. Horfðum björtum augum til framtíðar og höfðum flest heldur ungæðislegt viðhorf til lífs- baráttu og hugsanlegra erfiðleika sem síðar mættu svo flestum. En strax fyrsta árið okkar í skól- anum var ljóst að Jóhannes Gunn- arsson gekk ekki heill til skógar, en það var seinni veturinn sem við virkilega fórum að hafa áhyggjur af Jóa okkar. Á úthallandi vetri 1962 greindist Jói svo með sykursýki og fékk þá viðundandi meðferð. Mikil var gleðin í Bifröst þegar Jói kom aftur eftir nokkra vikna spítalalegu, bros- andi, að okkur fannst fullur orku og tilbúinn að takast á við lífið með þennan sjúkdóm að ævarandi fylgi- fiski. Þegar við kvöddumst að loknu námi hinn 1. maí 1962 fannst okkur Jói endurheimtur og jafn ákafur að leggja af stað út í bjarta framtíðina og við hin. Og þannig varð það líka. Skóla- félagarnir hittu Jóa af og til og fréttir bárust milli okkur um hvern- ig Jóa gengi, því öll óskuðum við honum farsældar í hversdagslífinu og óskuðum þess að sjúkdómurinn yrði honum bærilegur baggi. Jói reyndist í lífsbaráttunni jafn mikil hetja og þegar hann tókst á við fyrsta áfallið. Nú við leiðarlok sendum við fjöl- skyldu hans einlægar samúðar- kveðjur og væntum þess að minn- ingar um Jóhannes Gunnarsson sefi sorgir. Bekkjarfélagar úr Samvinnu- skólanum 1960-1962. Jóhannes Gunnarsson, félagi og samstarfsmaður til margra ára, er fallinn frá. Jóhannes var góður vinnufélagi og það var gott að leita til hans og bera upp spurningar um menn og málefni, því oftar en ekki hjálpaði hann mér til að leysa þau mál sem ég bar undir hann. Hann var mann- glöggur og þekkti marga, enda ekki erfitt að kynnast manni með hans persónuleika. Þessi tápmikli maður, sem tók virkan þátt í galsafengnum umræðum í okkar þrönga hópi, kunni að gera grín að sjálfum sér og öðrum á þann hátt að allir hlógu. Jóhannesi var margt til lista lagt. Hann hafði mikið dálæti á tónlist og þar kom ég ekki að tómum kof- unum. Hann spilaði sjálfur á píanó og orgel. Á sínum yngri árum var hann í hljómsveit sem spilaði op- inberlega á dansleikjum. Hann kom oft inn á skrifstofu til mín í vinnunni, þar sem ég hef opið fyrir Rás 1, og spurði mig: Veistu eftir hvern þetta er? Annað hvort reyndi ég að svara, eða neitaði, og þá stóð ekki á svarinu og svo bætti hann við, og textinn er eftir..., síðan var beðið eftir afkynningunni og hann hafði ávallt rétt fyrir sér. Hvernig áttum við að vita það á fimmtudeginum 7. febrúar, þegar við vorum að ræða um flutning Pet- ers Sellers á bítlalaginu It́s Been a Hard Days Night, að það yrði síð- asta tal okkar um tónlist. Þú varst eins og ég, hrifinn af Peter Sellers og hermdir eftir honum í þessu lagi, og svo var hlegið og þú sagðir: Ég held að Party sé besta myndin sem hann hefur leikið í. Söngur og kveð- skapur féll Jóhannesi afar vel, en það var alls ekki sama hvernig það var framsett í hans eyru. Hann var með næmt tóneyra og góða þekk- ingu á hvernig kveðið var, svo að vel færi. Hann fór oft með vísur fyrir mig og spurði svo, Hvernig finnst þér þessi? eða sagði Hér er ein góð. Bókamaður var hann og þegar hann sýndi mér hreykinn íbúðina sína, þá var það eina sem honum fannst vanta, að hafa ekki herbergi fyrir bækurnar sínar. Jóhannes hafði ferðast víða og sagði oft sögur frá þeim ferðalögum. Ef ég var að fara í ferðalag til útlanda spurði hann hvert ferðinni væri heitið og svo stóð ekki á hjálpseminni um að leiðbeina manni um það hvað væri áhugavert og hvað við yrðum að skoða. Hann stóð við gluggann á skrif- stofunni og horfði á fjallið og sagði, Esjan er fallegt fjall. Já sagði ég. En ég á fallegra fjall. Nú hvað, spurði ég. Tindastól sagði hann stoltur. Jóhannes var stoltur af sín- um uppruna og talaði oft um sig og sína og ekki síst blessuð barnabörn- in sem hann var sérstaklega stoltur af. Ég þakka honum fyrir samferð- ina sem var bæði fróðleg og skemmtileg. Ástvinum sendi ég samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Jóhannesar Gunnarssonar. Kristbjörn. Jóhannes var menntaður í versl- unarfræðum frá Bifröst og starfaði alla tíð við viðskipti og innflutning. Fyrst í stað starfaði hann hjá öðr- um við verslunarstörf og innflutning en síðan við eigið innflutningsfyr- irtæki. Í allmörg ár var Jóhannes með sölubás í Kolaportinu, samfara öðrum störfum sér til búdrýginda en ekki síður sem áhugamál og skemmtun. Hann vann nú síðast sem tollendurskoðandi hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík og hafði unnið þar tæpa tvo áratugi er hann lést. Jói eins og hann var oftast kall- aður, var ekki allra, en hann var hvatvís og kaldhæðinn, en undir niðri glettinn og ljúfur. Ungur greindist Jói með sykursýki sem tók sinn toll, en af hennar sökum þurfti að taka af honum annan fót- inn fyrir allmörgum árum. Hann sagði reyndar að orsökin hefði ver- ið sambland af sykursýki og reyk- ingum en hann hafði verið stór- reykingamaður á fyrri árum en hætti þegar læknirinn skipaði hon- um að gera það og reykti ekki eftir að hann kom út af læknastofunni, staðfastur maður Jói. Ekki gerði Jói mikið veður út af fótarmiss- inum og vildi fá að starfa og lifa líf- inu sem ófatlaður væri. Vinna var honum kær, og sagði hann mér fyr- ir skömmu að hann óskaði sér þess helst að fá að vinna sem lengst. Sem dæmi um húmor Jóa má nefna söguna af því þegar hann seldi blýanta í Kolaportinu á 20 kr. stk. Þá útbjó hann stórt skilti þar sem hann bauð 4 blýanta á sér- stöku tilboði, 100 kr. samtals. Nokkrir létu glepjast og vildu kaupa eftir tilboðinu. Nokkrum sinnum leysti ég hann af í Kolaport- inu og þá komu margir og spurðu um hann, enda kunningjahópurinn stór og margir vanir að líta inn og spjalla. Í seinni tíð átti fjölskyldan hug hans allan og sérstaklega afa- börnin sem hann talaði mikið um. Oft áttum við hressileg símtöl um vinnuna sem krydduð voru umbúða- lausum húmor um menn og málefni. Brotthvarf Jóa er svo skyndilegt og ótímabært en einhvern vegin samt í hans stíl. Hans er sárt sakn- að á vinnustað og skarðið vandfyllt, enda ekki á hverju strái jafn- reynslumikið fólk og hann var. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Árni Elísson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum,er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Saknaðar- og samúðarkveðjur, Berglind Eymarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 31 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Goðabraut 3, veitingahús. 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-4808), þingl. eig. Guðbjörg Lára Ingimarsdóttir og Kristján Rúnar Kristjánsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Dalvíkurbyggð og Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Hafnarbraut 7, verslun, Dalvíkurbyggð (222-4994), þingl. eig. Síma og tölvuþjón. Rafhóll ehf, gerðarbeiðendur Stafir lífeyrissjóður og Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Höskuldsstaðir, sumarbústaður, Eyjafjarðarsveit (215-9005), þingl. eig. Elva Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Óseyri 16, iðnaður, 01-0103, Akureyri (224-6160), þingl. eig. Protak ehf, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Sjóvá- Almennar tryggingar hf, Slippfélagið í Reykjavík hf og Slippurinn Akureyri ehf, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Sjávargata 2, Hrísey, Akureyri (215-6341), þingl. eig. Kraka ehf, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Skíðabraut 3, 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-5169), þingl. eig. Gísli Stei- nar Jóhannesson, gerðarbeiðandi S24, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Strandgata 49, geymsla, 02-0103, Akureyri (255-4639), þingl. eig. Björgvin Ólafsson, gerðarbeiðendur Arnarfell ehf og Avant hf, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Sveinbjarnargerði III, eignahl. hús og bílskúr, Sval- barðsstrandarhreppi (216-0393), þingl. eig. Jónas Halldórsson, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Vaðlabyggð B, lóð, Svalbarðsstrandarhreppi (204843) , þingl. eig. Icefox á Íslandi ehf, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Öldugata 18, verslun, 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-6660), þingl. eig. Konný ehf, gerðarbeiðandi Dalvíkurbyggð, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 18. febrúar 2008. Til sölu Bækur til sölu Íslensk myndlist 1-2, Bj.Th., Textabók Megasar, Þorvaldur Thor- oddsen, Ferðabók 1-4, Lýsing Íslands 1-4,. Landfræðisaga 1-4, Árferði á Íslandi, allt frumprent, samstætt band, selst saman, Búnaðarblaðið Freyr 1. - 73. árg. ib. Upplýsingar í síma 898 9475. Tilboð/Útboð Vopnafjarðarhreppur Útboð Vopnafjörður - leikskóli Vopnafjarðarhreppur auglýsir eftir tilboðum í innréttingar, viðbyggingar við leikskólann Brekkubæ á Vopnafirði. Viðbyggingin er 298 m². Verkið felst í að ganga frá húsinu að innan með innréttingum, raflögnum, lýsingu, hita- og hreinlætislögnum. Húsið er nú fullfrágengið að utan, einangrað með rakavörn og lagnagrindum að innan. Verklok eru 12. júní 2008. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vopna- fjarðarhrepps, Hamrahlíð 15 gegn 5.000,- króna skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 28. febrúar n.k. þar sem þau verða opnuð. Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Víkurtún 3, Strandabyggð, fnr. 212-8841, þingl. eig. Henry Guðmundur Nielsen, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Hólmavík, föstudaginn 22. febrúar 2008 kl. 14:15. Sýslumaðurinn á Hólmavík, 18. febrúar 2008. Ýmislegt Ný fiskveiðistjórn! Nýr óáfrýjanlegur úrskurður Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, um jafnan rétt Íslendinga til fiskveiða, krefst tafarlausra aðgerða. Aðeins talsmenn harðra öfgaafla mæla fyrir veiðistjórn sem brýtur gegn stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum. Hér sem víðar eru breytingar því óhjákvæmilegar. Nú, þegar gamla veiðistjórnin hefur verið staðfest sem lögbrotaferli, eiga löng ,,sólarlagsákvæði”, (10-25 ár), ekki við og fordæmalaust er að brotaferli geti orðið grundvöllur opinberra skaðabóta til þeirra, sem tóku þátt í því. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Félagslíf  HLÍN 6008021919 VI I.O.O.F. Ob.1,Petrus 1882198  Nk.Fl. HAMAR 6008021919 II FJÖLNIR 6008021919 I EDDA 6008021919 Ill Raðauglýsingar augl@mbl.is ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR JÓNSDÓTTUR frá Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Halldóra Jónasdóttir, Edda Rósa Gunnarsdóttir, David Jarron, Bettý Gunnarsdóttir, Óðinn Gústafsson, Adam Jarron, Andri Jarron, Arna Mjöll Óðinsdóttir, Freyja Óðinsdóttir, Embla Óðinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.