Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Bækur Íslensk myndlist 1-2, BjTh.Texta- bók Megasar, Þorvaldur Thor- oddsen - Ferðabók 1-4, Lýsing Íslands 1-4, Landfræðisaga 1-4, Árferði á Íslandi, allt frumprent, samstætt band, selst saman, Búnaðarblaðið Freyr 1-73 árg. ib. Upplýsingar í síma 898 9475. Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI STREITU- OG KVÍÐALOSUN. Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694-5494, www.EFTiceland.com. LR kúrinn hefur gjörbreytt mínu lífi. Léttist um 45 kg á aðeins einu ári sem var í raun mjög auðvelt með vörunum frá LR. Hafði barist við yfirþyngd allt mitt líf. Poul sími: 0045- 40745252. www.dietkur.is Lr-kúrinn er fyrir allar konur og karla. Langar þig að vita hvernig ég léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuð- um? www.dietkur.is - Dóra 869 2024. Húsnæði í boði Atvinnuhúsnæði á Akranesi Til leigu 241 fermetra húsnæði með stórum innkeyrsludyrum og góðum gluggum í tvær áttir. Húsnæðið er að hluta til á tveimur hæðum, 50 fm, þar sem er skrifstofa, salerni, kaffi- stofa og lager. Húsnæðið er einnig til sölu. Upplýsingar í símum 893 4800 og 891 7565 Húsnæði óskast Óska eftir íbúð. Ung kona með barn óskar eftir íbúð á höfuðborgarsvæðinu til langtímaleigu. Er í fastri vinnu og reglusöm. Greiðslugeta um 80 þús. Uppl. í síma: 865-5938 Sumarhús Sumarhús - orlofshús . Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Heilsárshús ehf, Fiskislóð 22 Tökum að okkur að smíða sumarhús í öllum stærðum og gerðum. Eigum til nokkrar teikningar, gott verð. Uppl. í síma 893 4180 og 893 1712, fax 552 5815 Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Iðnaðarmenn Málningarþjónusta Mjög vandaðir málarar geta bætt við sig verkum. Tökum að okkur allar teg- undir málningar og spartslvinnu. K.G Málverk. S. 616 2757 og 551 6569. Námskeið LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ Spennandi námskeið fyrir stafrænar myndavélar þar sem farið er í allar helstu stillingar á myndavélinni, útskýrðar ýmsar myndatökur og farið í tölvumálin. Einnig Photoshop og stúdíó myndatökur. Fyrir byrjendur og lengra komna. Verð frá kr. 13.900. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson. Skráning á: www.ljosmyndari.is Sími 898 3911. Enska! Einstætt enskunámskeið fyrir þá sem vilja þjálfa talmál og styrkja enskugrunninn. Námskeið á 19 cd diskum, vinnubók með enska og íslenska textanum. Námsleiðbein. Aðstoð frá kennara á námstímanum. Nánari upplýsingar á tungumal.is. Skráning í síma 540 8400 og 8203799 Tómstundir Fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is. Til sölu Tékkneskar og slóvenskar handslípaðar kristal- ljósakrónur. Mikið úrval. Frábært verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Gormun 580 7820 580 7820 LJÓSAKASSAR Vönduð og þægileg dömustígvél úr mjúku leðri. Litir: brúnt og svart Stærðir: 36 - 41. Verð: 14.500.- Litur: brúnt Stærðir: 36 - 41. Verð: 14.500.- Hægt er að víkka þau að ofan. Litur: svart stærðir: 36 - 42 Verð: 16.750.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, og laugardaga 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Volare húðvörur Er að selja frábærar húðvörur frá Volare. Hringið í síma 662 6560. Helga, sjálfstæður söluráðgjafi hjá Volare. Hópstjóri Lydía. Vefhýsing og heimasíðugerð Svissnesk gæði á ótrúlegu verði. 50GB á 115 evrur. Við erum að tala um ársverð .... lestu meira hér á netsíðu: www.icedesign.ch SKÁKDEILD K.R. Aðalfundur skákdeildarinnar fyrir árið 2007 verður haldinn í skákstöð félagsins í K.R. heimilinu við Frosta- skjól mánud. 4. mars n.k. kl. 19:15. Fundarefni: Tillaga um breytingar á samþykktum skákdeildar er taka mið af að félagið verði deild. Veiði Stangveiðimenn athugið. Hörðudalsá í Dölum er laus til leigu. Leigutími ár hvert er frá og með 1. júlí, til og með 9. september í allt að þrjú ár. Upplýsingar gefa Hörður í síma 434 1331 eða Logi í síma 565 4373 eftir kl. 20. Tilboðum skal skilað í síðasta lagi 28. febrúar 2008 á netfang vifl@simnet.is eða í pósti til Veiðifélags Hörðudalsár, Vífilsdal 371 Búðardalur. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vinnuvélar Traktorsgrafa í skiptum fyrir bát. Vil kaupa traktorsgröfu sem mætti greiðast með bát. Verð 2 til 4 millj. S. 864 4589 Þjónustuauglýsingar 5691100 NORÐURLANDAMÓT í skóla- skák, einstaklingskeppni, er horn- steinn norrænnar samvinnu á skáksviðinu. Þetta mót hefur verið haldið á hverju ári í tæpa þrjá áratugi og þar hafa margir íslenskir skák- menn stigið sín fyrstu spor í keppni á erlendri grundu. Um síðustu helgi fór mótið fram í Tjeleskólanum sem er í Viborg á Jótlandi. Tíu íslenskir skák- menn tóku þátt í fimm aldursflokk- um, tveir í hverjum en alls voru tólf keppendur í hverjum flokki. Gengi ís- lensku keppendanna var með ágæt- um og var einum Norðurlandameist- aratitli landað. Guðmundur Kjartansson (2307) varð Norður- landameistari í elsta flokknum en hann varð efstur í flokknum ásamt færeyska alþjóðlega meistaranum Helga Dam Ziska (2406) en Guð- mundur varð meistari eftir stigaút- reikning. Eftir á að hyggja var mikilvægasta sigurskák Guðmundar á mótinu þeg- ar hann lagði Færeyinginn sterka að velli í annarri umferð. Skákin var feikilega vel tefld af hálfu Guðmund- ar. Hann beitti Caro–Kann vörn með svörtu og náði að halda jafnvæginu í byrjun tafls þó að sá færeyski reyndi að slá ryk í augu hans með vali á sjaldgæfu afbrigði. Þegar hvítur hafði leikið sínum 22. leik kom eft- irfarandi staða upp: Þessi staða virðist í dýnamísku jafnvægi en þó má ljóst að vera að hvítur hótar nú g2–g4 í sumum til- vikum. Guðmundur fann snjalla og kraftmikla leið til að svara þeirri hót- un. 22… g5! 23. Rf5 Bxf5 24. Hxf5 Rd7! Svartur tryggir nú fótfestuna á miðborðinu enn frekar með f7–f6 framrásinni og við það verður erfitt fyrir hvíta biskupaparið að njóta sín. 25. Hf1 f6 26. Dd1 Rf4 27. Bc2 Kg7 28. Be3 Rg6 29. Bb3 c5! 30. dxc5 Rxc5 31. Bxc5’! Eftir þetta má segja að hvíta stað- an verði afar erfið þar sem svörtu reitirnir verða veikir. 31…Bxc5 32. H5f3 Hd8 33. Dc2 Db6 34. g3 h5! 35. Hd3 h4 36. gxh4 Rxh4 37. Rf3 Rg6 38. Re1 Rf4 39. Hg3 Hh8 40. Hff3 Da6 41. Kh2 Da1 42. Rd3 Svartur hefur teflt eins og herfor- ingi og klykkir nú út með leikfléttu sem tryggir sigurinn. 42… Hxh3+! og hvítur gafst upp enda yrði hann mát eftir 43. Hxh3 Dg1#. Samtals fengu íslensku keppend- urnir 35½ vinning af 60 mögulegum á mótinu og voru það eingöngu Norð- menn sem fengu fleiri vinninga eða 38 talsins. Svíar fengu 32 vinninga og Finnar 31½ v. en Danir og Færeyjar ráku lestina með 22½ v. annars vegar og 21½ v. hins vegar. Gengi íslensku keppendanna í einstökum flokkum varð þessi: A–flokkur (17–20 ára) 1. Guðmundur Kjartansson (2307) 4½ v. af 6 mögulegum. 6.–9. Atli Freyr Kristjánsson (2019) 3 v. B–flokkur (15–16 ára) 2. Sverrir Þorgeirsson (2120) 4 v. 3. Daði Ómarsson (1999) 3½ v. C–flokkur (13–14 ára) 4. Patrekur Maron Magnússon (1785) 4 v. 10. Svanberg Már Pálsson (1820) 2 v. D–flokkur (11–12 ára) 2. Dagur Andri Friðgeirsson (1798) 4½ v. 4. Friðrik Þjálfi Stefánsson (1455) 3½ v. E–flokkur (10 ára og yngri) 4. Dagur Ragnarsson 3½ v. 5.–8. Kristófer Gautason (1245) 3 v. Af framangreindri upptalningu má sjá að tvenn silfurverðlaun féllu í skaut íslensku keppendanna og ein bronsverðlaun. Fararstjórarnir Páll Sigurðsson og Davíð Ólafsson mega því vera ánægðir með árangur sinna manna. Það var vel til fundið að sá síðarnefndi sendi frá sér læsilega pistla um gang mála sem birtust á www.skak.blog.is. Á bloggsíðu Karls Gauta Hjaltasonar var einnig að finna upplýsingar um ferðalag íslensku keppendanna ásamt því sem að heimasíða mótshaldara var prýðileg, http://www.skoleskak.dk/nm2008/. Guðmundur Norðurlandameistari SKÁK Tjele í Danmörku NORÐURLANDAMÓTIÐ Í SKÓLASKÁK 2008 13.–17. febrúar 2008 Helgi Áss Grétarsson Norðurlandameistari Guðmundur Kjartansson hefur nokkrum sinn- um unnið NM í skólaskák. daggi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.