Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 87. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
FAGRIR FUGLAR
EINAR VIGFÚSSON FRÁ MANITOBA KENNIR
ÍSLENDINGUM LISTINA AÐ SKERA ÚT >> 16
Hetjur >> 33
Allir leikhœs
Leikhœsin landinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðalög Reiknað er með að fjöldi
fólks rati til Íslands í sumar.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
BÚIST er við fjölda ferðamanna til
landsins í sumar, ekki síst vegna lágs
gengis krónunnar. En það, að krón-
an hafi fallið, er ekki einvörðungu
góð frétt fyrir greinina, og miklar
sveiflur gjaldmiðilsins eru sagðar
verstar af öllu.
„Lækkandi króna hjálpar okkur
tvímælalaust,“ segir Gunnar Már
Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Icelandair,
spurður um erlenda ferðamenn í
sumar. Hann segir ekkert benda til
þess að félagið þurfi að hafa áhyggj-
ur. „Þvert á móti er reynslan sú að
þegar krónan lækkar gengur okkur
betur að selja en annars.“ Hann og
fleiri segja hlutina þó geta breyst
hratt og líkja stöðunni við kosningar:
ekki borgi sig að fagna fyrr en talið
er upp úr kössunum.
Það er hagstætt fyrir Icelandair,
þegar krónan er svona lág, að 70%
allra farþega félagsins koma erlend-
is frá; stoppa annaðhvort hér eða
halda áfram austur eða vestur um.
Hlutfallið er reyndar hærra yfir
sumartímann, þannig að farþegar
sem fara úr landi skipta ekki eins
miklu máli þegar dæmið er gert upp.
Heyra má á forsvarsmönnum
gististaða að bókanir fyrir sumarið
eru ágætar, en þar eins og annars
staðar er ekkert öruggt fyrr en gest-
urinn er kominn hús.
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir rót á hugum manna í greininni
vegna gengisbreytinga; auðvitað sé
ódýrara fyrir útlendinga að koma
hingað þegar gengi krónunnar er
lágt, en sveiflur gengisins og örygg-
isleysi sem þeim fylgja séu verst af
öllu fyrir ferðaþjónustuna.
Vert er að geta þess að fjöldi út-
lendinga kemur til starfa í ferðaþjón-
ustunni hér heima á hverju sumri og
hafa verið greininni lífsnauðsynlegir
síðustu ár vegna ástandsins á vinnu-
markaðnum. Gengisbreytingin gæti
dregið úr fjöldanum vegna þess að
eftir lækkun krónunnar ber fólk
minna úr býtum. En á móti má segja
að fleiri Íslendingar ættu að fást til
starfa nú en t.d. í fyrrasumar.
Út vil ek,
til Íslands
Reiknað er með
mörgum gestum
Seðlabankans, í
sama tilgangi. Á
málstofu um efna-
hagsmál voru
hagfræðingar
sammála um að
nauðsynlegt væri
að grípa til að-
gerða til að verja
íslenska banka-
kerfið. Friðrik
Már Baldursson
prófessor sagði að ef einn íslensku
bankanna lenti í vandræðum með að
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
RÍKISSJÓÐUR gæti þurft að taka
umtalsverð lán til að efla gjaldeyris-
forða Seðlabankans, í þeim tilgangi að
hrinda því áhlaupi sem spákaupmenn
gera nú á íslensku krónuna, að sögn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, ut-
anríkisráðherra og formanns Sam-
fylkingarinnar. Kom þetta fram í
ræðu hennar á fundi flokksstjórnar í
gær. Hún sagði að einnig gæti komið
til frekari hækkunar stýrivaxta
greiða afborganir af erlendum lánum
sínum myndu allir lenda í vandræð-
um. Hann sagði að vegna þess vaxtaá-
lags sem nú er á lánum ríkissjóðs
myndi það kosta 20 milljarða króna á
ári ef ríkissjóður tæki 400 til 500 millj-
arða kr. lán til að auka við gjaldeyr-
isforðann. Eðlilegt væri að bankarnir
myndu greiða þann kostnað.
Ingibjörg Sólrún gagnrýndi for-
svarsmenn kaupmanna fyrir yfirlýs-
ingar um 20-30% hækkun á matvæla-
verði og sagði koma til greina að
lækka tolla á innflutt matvæli. | 6
Ríkissjóður taki lán
Utanríkisráðherra og hagfræðingar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar telja
að þörf geti verið á umtalsverðri lántöku ríkissjóðs til að auka gjaldeyrisforðann
Í HNOTSKURN
»Staða bankanna er sterk ogríkisstjórn og Seðlabanki
hafa næg úrræði til að hrinda
árás spákaupmanna, að mati for-
manns Samfylkingarinnar.
»Stýrivextir gætu þurft aðhækka enn meira en þegar er
orðið.
»Það kostar 20 milljarða kr. áári að taka 400-500 milljarða
erlent lán til að bæta stöðuna.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
ÞAÐ var 15 stiga frost en blæjalogn er risið var úr rekkju í Land-
mannalaugum sl. laugardag. Var þá fagurt um að litast, fannbarin fjöll
undir heiðríkum himni. 40 manns gistu í skála Ferðafélags Íslands þá um
nóttina og var búist við 60 manns nóttina eftir. Er það haft eftir vönum
fjallamönnum, að ekki hafi snjóað jafnmikið í Landmannalaugum og nú í
mörg ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vetrarfegurð á fjöllum
Aðdragandinn var sá að eigandi Vegamóta kom
að mönnunum við innbrotið og lögðu þeir þá á
flótta á hvítri sendibifreið og óku í átt að Borg-
arnesi. Við Hítará mætti lögreglan í Borgarnesi
bílnum og gaf lögregla merki um að stöðva og
sneri síðan lögreglubílnum við og hóf eftirför.
Þegar lögregla dró sendibílinn uppi og stöðvaði
var hins vegar aðeins einn maður í bílnum en opn-
ar hliðardyr vöktu grunsemdir og fljótlega kom í
ljós að þrír þeirra höfðu kastað sér út úr bílnum á
ferð. Lögreglan fann fljótlega tvo þeirra þar sem
þeir földu sig ofan í skurði. Sá þriðji fannst
nokkru síðar en hann hafði kastast ofan í skurð og
var bæði slasaður og gegnblautur, hafði m.a. fing-
urbrotnað og hlotið áverka á hrygg. Í sendibílnum
fannst þýfi frá Vegamótum og úr öðrum inn-
brotum.
KARLMAÐUR á sextugsaldri sem var úrskurð-
aður í endurkomubann til Íslands árið 2003 var á
föstudag stöðvaður í Leifsstöð af tollgæslunni á
Suðurnesjum þegar hann reyndi að komast aftur
inn í landið. Í kjölfarið hófst rannsókn sem leiddi
til þess að karlmaður og kona, par um þrítugt,
sem höfðu ferðast með manninum voru einnig
handtekin og reyndust þau vera með samanlagt
eitt kíló af ætluðu amfetamíni innanklæða.
Fíkniefni falin í nærfatnaði
Þremenningarnir, pólskir ríkisborgarar, voru
að koma frá Amsterdam. Konan var með fíkniefn-
in falin í brjóstahaldara en karlmaðurinn hafði fal-
ið þau í nærbuxunum. Fólkið var af Héraðsdómi
Reykjaness úrskurðað í gæsluvarðhald til 11. apr-
íl næstkomandi og una þau þeim úrskurði.
Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglu-
stjóra á Suðurnesjum, var það árvökull tollvörður
sem þekkti manninn þegar hann gekk inn í komu-
sal Leifsstöðvar en maðurinn hafði komið við sögu
tollgæslu og lögreglu á flugvellinum áður en hon-
um var vísað af landi brott árið 2003. Jóhann segir
handtöku fólksins skýrt dæmi um góða samvinnu
tollgæslu og lögreglu.
Einn fannst slasaður
Ástæðan fyrir endurkomubanninu er sú að
maðurinn var árið 2003 dæmdur fyrir innbrot og
þjófnaði, m.a. í þjónustumiðstöðina Vegamót á
Snæfellsnesi, í félagi við þrjá samlanda sína. Mál-
ið vakti töluverða athygli á sínum tíma, einkum
fyrir fífldjarfa en þó algjörlega misheppnaða
flóttatilraun.
Gripinn við endurkomu
Í þjófagengi sem var handtekið á Snæfellsnesi eftir fífldjarfa flóttatilraun Var bönnuð
endurkoma 2003 Með honum var par með kíló af amfetamíni í nærbuxum og brjóstahaldi