Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RÉTTUR TÓNN
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-maður Samfylkingarinnar, slóréttan tón í ræðu sem hún flutti
á flokksstjórnarfundi í gær. Megin-
inntak hennar var staða íslensks
efnahagslífs og aðgerðir til að takast
á við þann vanda sem nú blasir við.
Ingibjörg Sólrún sagði að nú þyrfti
að senda skýr skilaboð til þeirra spá-
kaupmanna sem nú gerðu áhlaup á ís-
lensku bankana um að atlögu þeirra
yrði hrundið. Sagði hún að það gæti
falið í sér umtalsverða lántöku af
hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyr-
isforða Seðlabankans og einnig gæti
þurft að hækka stýrivexti meira en
orðið væri.
Stýrivextir eru þegar orðnir það
háir að undan svíður. Seðlabankinn
hefur hins vegar sýnt að hann ætlar
ekki að láta neinn bilbug á sér finna í
glímunni við verðbólguna. Nú tekur
Ingibjörg Sólrún undir með Seðla-
bankanum og býður spákaupmönnum
jafnframt birginn en Davíð Oddsson,
formaður bankastjórnar Seðlabank-
ans, hefur sagt að bankinn hafi haft
vísbendingar um að hugsanlega hafi
einhverjir haft meiri áhrif á gengi
krónunnar að undanförnu en eðlilegt
geti talizt og að um hafi verið að ræða
aðila sem hafi ekki átt að stunda slíkt.
Ingibjörg Sólrún sagði að kapp-
kosta yrði að hemja verðbólguna:
„Ekkert vegur eins að kjörum launa-
fólks og hag heimilanna og verðbólg-
an. Þarna þurfa allir að leggjast á eitt
og það er engan veginn hægt að sætta
sig við yfirlýsingar kaupmanna um
20-30% hækkun á matvælaverði [sem
er] algjörlega óásættanleg tilraun til
að fría sig undan ábyrgum rekstri á
samkeppnismarkaði. Við sættum
okkur ekki við að menn skapi sér lag
til að hækka verð umfram nauðsyn og
mun viðskiptaráðherra hitta for-
svarsmenn ASÍ og Neytendasamtak-
anna til að ræða vöktun verðlags af
hálfu þessara aðila á þriðjudaginn.
Ég tel víst að þeir kaupmenn, sem
hér um ræðir, sjái að sér og vinni með
okkur í baráttunni gegn verðbólgu.“
Ljóst er að um þessar mundir eiga
sér stað hækkanir á matvöru erlendis
af ýmsum sökum og sömuleiðis hefur
gengi krónunnar veikst en það er alls
ekki gefið að þar með eigi verðlag í
landinu að hækka sjálfkrafa. Það er
því gott að heyra að Ingibjörg Sólrún
boðar samstarf stjórnvalda við ASÍ
og Neytendasamtökin um að vakta
verðlag með virkum hætti og skapa
þannig aðhald í þágu almennings.
Ingibjörg Sólrún sagði einnig að
rétt væri að skoða þann kost að
lækka verulega tolla á innflutt mat-
væli, sem ekki teldust til hefðbundins
landbúnaðar og nefndi sérstaklega
fugla- og svínakjöt. Slíkar aðgerðir
gætu komið sér vel og gaf hún til
kynna að þær yrðu upphaf að frekari
lækkunum.
Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu
að þrátt fyrir alvarlega stöðu í ís-
lenskum efnahagsmálum er staða
ríkissjóðs sterk og undirstöður at-
vinnulífsins traustar. Það eru því all-
ar forsendur til að koma aftur á jafn-
vægi í efnahagsmálum og koma í veg
fyrir að ástandið fari úr böndunum.
GEORGÍA, ÚKRAÍNA OG NATO
Innan Atlantshafsbandalagsins ernú deilt um það hvort gefa eigi
Georgíu og Úkraínu grænt ljós á að-
ild með því að leggja fram inngön-
guáætlun fyrir þessi tvö ríki. Banda-
ríkjamenn eru þeirrar hyggju að
opna eigi dyrnar fyrir þessum tveim-
ur ríkjum á leiðtogafundi NATO, sem
hefst á miðvikudag, en Þjóðverjar
leiða andstöðuna innan Atlantshafs-
bandalagsins studdir meðal annarra
Frökkum, Ítölum, Spánverjum og
Hollendingum. Helsti andstæðingur
aðildar þessara ríkja að NATO er
hins vegar vitaskuld Rússland og
hinn nýkjörni forseti landsins, Dí-
mítrí Medvev, hefur lýst því rækilega
yfir að Rússar muni líta á það sem
ögrun verði þessum tveimur grann-
ríkjum þeirra boðið upp á inngön-
guáætlun á fundinum. Alexander
Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra
Rússlands, sagði fyrir helgi að Rúss-
ar myndu ganga í aukið samstarf í
Afganistan ef hætt yrði við að bjóða
Georgíu og Úkraínu inngöngu.
Stjórn George Bush Bandaríkja-
forseta er þeirrar hyggju að leggja
eigi fram inngönguáætlun fyrir
Georgíu og Úkraínu áður en Medve-
dev tekur við embætti af Vladimír
Pútín í maí. Bandarískir embættis-
menn hafa einnig bent á að hefði
bandalagið alltaf lotið þrýstingi frá
Moskvu gegn stækkun NATO hefðu
Pólverjar og Eystrasaltsríkin ekki
fengið aðild að bandalaginu.
Andstæðingar þess að Georgíu og
Úkraínu verði gefið jákvætt svar á
leiðtogafundinum bera við tæknileg-
um ástæðum en ólík afstaða til þess
hvernig eigi að umgangast Rússa er
vitaskuld undirliggjandi. Rússar líta
svo á að Georgía og Úkraína séu inn-
an síns áhrifasvæðis. Þegar stjórn-
völd í þessum löndum gera sér of dælt
við vestrið sýna Rússar klærnar og
skrúfa fyrir gasleiðslurnar eða
hækka eldsneytisverð til þess að
knýja þau til undirgefni. Vilyrði um
inngöngu í NATO myndi styrkja
stöðu þessara ríkja gagnvart Rúss-
um.
Þjóðverjar, Frakkar og fleiri Evr-
ópuþjóðir vilja aftur á móti augljós-
lega láta reyna á það hvort hægt sé að
bæta samskiptin við Rússa þegar nýr
forseti kemur til valda, þótt hann sé í
einu og öllu leyti sköpunarverk Pút-
íns og ætlunin sé að hann verði fram-
lenging á völdum hans.
Þá er ekki nema tæpt ár þar til
Bush lætur af völdum og nú er greini-
lega farið að horfa til þess hvað taki
við þegar hann fer frá. Staða hans til
að knýja fram jákvætt svar til
Georgíu og Úkraínu er því ef til vill
veik. En það er full ástæða til að
styðja við uppbyggingu og lýðræðis-
væðingu þessara tveggja ríkja og það
verður ekki gert með því að halda
þeim fyrir utan vestrænar stofnanir,
ekki síst þegar þau búa við vaxandi
þrýsting frá Rússum.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Nýsköpunarháskólinn,“er heitið á væntan-legri háskólastofnun áHelsinki-svæðinu.
Hugmyndir um samruna þriggja
af stærstu og kunnustu háskólum
Finnlands hafa verið í umræðunni
síðustu misserin, og fjölmennur
hópur starfað að því að hrinda
henni í framkvæmd. Nú er stefnt
að því að hefja skráningu stúd-
enta í skólann á komandi hausti.
Hinn nýi Nýsköpunarháskóli
er eitt megináhersluatriðið í þeim
markmiðum finnskra stjórnvalda
að styrkja æðri menntun í landinu
enn frekar og gera hana sam-
keppnishæfari á alþjóðlegum
vettvangi. Stjórnvöld munu
stuðla að því að nýi háskólinn hafi
auki sjálfræði fjárhags- og stjórn-
unarlega.
Skólarnir sem steypt verður
saman eru Viðskiptaháskólinn
(HSE), Tækniháskólinn (THH)
og Listaháskólinn (TaiK). Mark-
miðið með samrunanum er að
nota rannsóknir og menntun til að
stuðla að frekari velgengni
finnsku þjóðarinnar. Á sama tíma
er skólanum ætlað að styrkja
samfélagið; tæknina, viðskiptalíf-
ið, og menninguna, og styrkja
ímynd landsins.
Mauri Airila, sem stýrir sam-
runanefndinni, var hér á landi í
liðinni viku og flutti fyrirlestur
um hinn nýja háskóla við verk-
fræðideild Háskóla Íslands. Airila
hefur verið prófessor við véla-
hönnunardeild TKK frá árinu
1993. Hann segir hinn að nýi Ný-
sköpunarháskóli muni breyta há-
skólaumhverfinu í Finnlandi.
„Þessir þrír háskólar eru allir
góðir á sínu sviði en það eru
nokkrar ástæður fyrir því að við
ákváðum að steypa þeim saman. Í
Finnlandi eru yfir 20 háskólar og
30 tækniskólar, auk annarra
stofnana á háskólastigi. Á Hels-
inki-svæðinu einu eru tíu háskól-
ar.
Stjórnvöld vilja styrkja tengsl-
in milli skóla og ná betri útkomu í
menntun með samvinnu. Auk
þess næst fram sparnaður með
samvinnunni.
Hvatning til samrunans kemur
einnig frá atvinnulífinu. Það er
ekki bara þörf fyrir hreinræktaða
verkfræðinga, hagfræðinga eða
hönnuði, heldur er vaxandi þörf
fyrir fólk sem getur unnið á fleiri
sviðum; fólk sem hefur sérhæft
sig á einu sviði en hefur jafnframt
tileinkað sér viðmið og hugsun
annars konar menntunar. Verk-
fræðingar læra til að mynda að
leysa þrautir en listamenn skilja
mannlega þáttinn í heiminum;
það getur styrkt einstaklinga af
fá innsýn í báða heima. Verkfræð-
ingar skilja þarfir fólks stundum
ekki vel en hönnuðir gera það,“
segir Airila og brosir.
Hann segir að reynt verði að
viðhalda einkennum hverrar
skólastofnunar eftir samrunann
en jafnframt stuðla að því að fólk
með ólíkan bakgrunn geti unnið
saman og lært hvað af öðru. Unn-
ið saman formlega sem óform-
lega.
„Frá sjónarmiði skólanna telj-
um við þetta einu leiðina til að fá
aðgang að auknu fjármagni. Það
er ekki mögulegt að fá aukið fé til
rekstrar eða rannsókna ef skól-
arnir eru reknir hver í sínu lagi.
Nýtt rekstrarform mun auðvelda
okkur að vinna með atvinnulífinu
og stjórnvöldum og jafnframt
auðvelda okkur að afla fjár frá
báðum aðilum.
Stjórnvöld heita skólanum fé í
ákveðnu hlutfalli við það sem
aflast annars staðar frá; þau hafa
heitið okkur 500 milljónum evra
ef við fáum 200 milljónir frá
einkageiranum.“
Kennt á ensku
– Finnska skólakerfið er þekkt
á Norðurlöndum fyrir góðan ár-
angur. En þið setjið markið enn
hærra.
„Háskólakerfið okkar er nokk-
uð gott. Á öllum svæðum landsins
eru góðir háskólar en við höfum
þó enga háskóla sem eru í
fremstu röð á heimsvísu. Ekki má
taka samanburðarlista of alvar-
lega, en samt sem áður eru búnir
til alls kyns listar um gæði skóla
og akademískt fólk og nemend
skoða þá og finnst að við eigum
standa betur en raun er á. Í d
eru fjórir eða fimm okkar be
háskóla á meðal þeirra 100 til 3
bestu á sínu sviði. Sumir v
stefna að því að vera á meðal 1
bestu. Með þessum nýja hásk
stefnum við að því að verða me
30 til 40 bestu. Til að svo m
verða þurfum við að brey
mörgu hjá okkur.
Til að byrja með verðum við
vera samkeppnishæf hvað varð
fjármagn, að minnsta kosti á e
ópskan mælikvarða. Þá verð
við að vera með raunverulegan
þjóðlegan háskóla, hvað varð
kennara, nemendur, inntökuke
og aðstöðu. Þá verður stjórnke
Þremur af kunnustu háskólum Finnlands verður steypt
að auknu fjármagni Stefnt að fjölbreyttari þekkingu
Markmiðið að ver
til 40 bestu háskó
Bætt samkeppnishæfni Mauri Airila segir vaxandi þörf fyrir fólk
Nýsköpunarháskólanum verða Tækni-, Viðskipta- og Listaháskóla
MAURI Airila, prófessor við Tækniháskólann í Helsinki (TKK) flut
Íslands, í fundaröðinni „Verkfræðin í heimi framtíðarinnar.“ Airil
sameiningu þriggja kunnra háskóla í Helsinki.
Alls verða sjö fundir í fundaröðinni en fimm er lokið. Á fyrsta fu
á Íslandi og stefnumótun í Verkfræðideild. Þá flutti Berit Svendse
irlestur, síðan Grétar Tryggvason, prófessor og forseti vélaverkfr
ineering, og Bernharð Pálsson, prófesor við Kaliforníuháskóla.
Á fundunum sem eftir eru verður 3. apríl fjallað um framtíðarþr
umfjöllunarefnið áhrif hnattrænnar hlýnunar á verkfræðina.
Fundaröð um verkfræðina