Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 35 PETE TRAVIS skapaði eitt eft- irminnilegasta kvikmyndaatriði áratugarins – hryðjuverkaárás IRA á miðbæinn í Omagh í samnefndri mynd. Það var því full ástæða að hlakka til Vantage Point, sem tekur á hliðstæðum atburði, hryðjuverka- árás á Plaza Major í Salamanca á Spáni. Þar á að myrða Bandaríkja- forseta (Hurt), sem er staddur í borginni til að skrifa undir frið- arsamninga á milli Vesturlanda og Arabaheimsins. Nú á hermdar- verkum að linna. Fyrsti hluti veldur ekki von- brigðum, hann heldur áhorfand- anum á tánum, þar sem aftöku- augnablikið er grandskoðað frá mörgum sjónarhornum vitna á torginu. Þ.á m. eru persónur leikn- ar af óvenju daufum Quaid, sem fer með hlutverk lífvarðar forsetans – hetju sem bjargaði lífi hans fyrir ári síðan með því að varpa sér í skotlínuna (að hætti Eastwood). Whittaker er ferðamaður sem film- ar atburðarásina; Weaver stjórn- andi útsendingu fréttasjónvarps o.s.frv. Í stuttu máli bregst Travis boga- listin eftir spennuþrungnar og ógn- vægilegar upphafsmínúturnar. Sí- endurtekin atburðarásin gerist hvimleið en aðalgalli Vantage Point er sá að myndin missir flugið og reynt að teygja lopann í lokakafl- anum með slitnum aðferðum líkt og útþynntum bílaeltingarleik. Spenna má síst af öllu fara minnkandi eftir því sem á líður spennumynd. Öngþveiti á Aðaltorgi Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Pete Travis. Aðalleikarar: Dennis Quaid, Matthew Fox, Forest Whitaker, Sigourney Weaver, William Hurt. 90 mín. Bandaríkin 2008. Vantage Point – Kögunarhóll bbmnn Endurtekið efni „Síendurtekin atburðarásin gerist hvimleið.“ FIÐLULEIKARINN Sydney Wells (Alba), hefur verið blind frá því hún lenti í slysi í bernsku, nú er hún vel metinn fiðluleikari og þegar myndin hefst er Sydney að leggjast undir hnífinn, hefur feng- ið sjónhimnur frá óþekktum líf- færagjafa. Wells fær sjónina aftur, en böggull fylgir skammrifi, sýnir inn í heim dauða og tortímingar angra hana og enginn trúir henni. Sydn- ey linnir ekki látum fyrr en hún fær upplýsingar um gefandann og leyndarmálið sem hann er að reyna að senda inn í heim lifenda. Fyrir mörgum árum var sýnd myndin Blink sem fjallaði um svipað efni og með hina glæsilegu en hæfileikalausu Madeleine Stowe í aðalhlutverki. Alba eru á svipuðum slóðum hvað getuna snertir, maður fær litla samúð með fiðluleikaranum, þó að honum sæki draugafans og djöflaflokkar að handan. Útgeislunina vantar og sami vandi hrjáir aðrar aðal- persónur The Eye. Hins vegar sorglegt að sjá Sebedzija (Before the Rain), vera að drabbast niður í örhlutverk í lítilsigldum myndum. Lokakaflinn á landamærunum er ekki sem verstur en annars er þessi endurgerð japanskrar eft- irlíkingar Sjötta skilningarvitsins og Blink, auðgleymd og áhrifalítil. Blindur fær sýn inn í annan heim Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Háskólabíó, Laugarásbíó Leikstjóri: David Moreau og Xavier Pa- lud. Aðalleikarar: Jessica Alba, Aless- andro Nivola, Rade Serbedzija. 97 mín. Bandaríkin 2008. The Eye bbnnn Fiðluleikarinn „Sýnir inn í heim dauða og tortímingar angra hana.“ GOSPELHÁTÍÐIN sem haldin verð- ur í Hafnarfirði í sumar er sú stærsta sinnar tegundar á Norð- urlöndum, enda stendur hún yfir í tíu daga frá 20.-29. júní. Stanslaus dagskrá verður allan daginn báðar helgarnar og öll kvöld á virkum dög- um. „Markhópurinn er fjölskyldan,“ segir Baldvin Þór Baldvinsson einn aðstandenda hátíðarinnar. „Við gættum þess að hátíðin væri fjöl- breytt og að allir gætu komið og not- ið þess að vera hérna.“ Fjöldi innlendra og erlendra lista- manna taka þátt í hátíðinni og meðal þeirra er bandaríska söngkonan Sa- rah Kelly, sem hefur tvisvar verið tilnefnd til Grammy-verðlauna, og sænski gospelkórinn Joybells. Tónleikarnir verða ekki þó ekki alfarið bundin við gospeltónlist og verða reggí-tónlistarmenn frá Ja- maíka á meðal gesta. „Eitt af aðal- númerum hátíðarinnar er Ziggy So- ul sem var í hljómsveit með bassaleikara Bob Marleys. Hann eignaðist trú og hætti að spila í nokkur ár, en byrjaði svo aftur með nýjan grunn undir tónlistinni. Hann er algjör perla,“ segir Baldvin. Hátíðin fer fram í Víðistaðakirkju og á Víðistaðatúni. Klassísk tónlist verður flutt í kirkjunni en utandyra verða tónleikar popp-, rokk- og reggíhljómsveita. Gospelveisla í sumar Innlifun Bandaríska gospelsöng- konan Sarah Kelly heimsækir Hafnarfjörð í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.