Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 15
MENNING
JAPANSKI Nóbelsverðlaunarithöf-
undurinn Kenzaburo Oe vann sigur
í máli sem tveir fyrrverandi her-
menn höfðuðu
gegn honum
vegna bókarinnar
Okinawa Notes
sem hann skrif-
aði fyrir þrjátíu
árum. Þar er því
lýst hvernig jap-
anskir hermenn
fengu óbreytta
borgara til að
fremja sjálfsmorð á síðustu dögum
heimsstyrjaldarinnar síðari. Her-
mennirnir útmáluðu fyrir íbúum
Okinawa hvílíkar þjáningar biðu
þeirra sem enn yrðu á eyjunni þeg-
ar Bandaríkjamenn hertækju hana
og talið er að hundruð manna hafi
fyrirfarið sér í framhaldinu. Fjöl-
margar frásagnir vitna og ættingja
fórnarlambanna styðja frásögn Oe,
að sögn breska blaðsins Guardian.
Bræðurnir Yutaka Umezawa og
Hidekazu Akamatsu höfðuðu málið
og sögðu ásakanirnar sem settar
eru fram í bókinni beinast að sér,
þó að ekki séu þeir nefndir með
nafni.
Oe var að vonum ánægður með
niðurstöðuna. „Ég fann að dóm-
arinn hafði lesið bókina gaumgæfi-
lega og skilið hana rétt. Það fannst
mér mest um vert.“
Dómurinn er talinn mikið áfall
fyrir baráttumenn í hópi íhalds-
manna í Japan sem hafa viljað
stöðva umfjöllun um vafasamt
framferði Japana í stríðinu, svo sem
innrásina í Nanking og ríkisrekið
vændi. Fyrir tveimur árum voru
frásagnir af hópsjálfsmorðum
skipulögðum af hernum fjarlægðar
úr námsbókum sem varð til þess að
yfir 100.000 manns mótmæltu á eyj-
unni Okinawa í fyrra.
Oe sýkn
saka
Reynt að þagga niður
hópsjálfsmorð
Kenzaburo Oe
VIRTUSTU byggingarlistarverð-
laun heims, Pritzker-verðlaunin,
falla í ár í skaut hins franska Jeans
Nouvel. Tilkynnt verður formlega
um verðlaunin í dag, en bandaríska
dagblaðið The New York Times
greindi frá ákvörðunni á vefsíðu
sinni í gær.
Nouvel hefur vakið eftirtekt fyrir
djarfa hönnun og meðal þekktustu
verka hans eru Guthrie-leikhúsið í
Minneapolis og Agbar-turninn í
Barcelóna.
Í umsögn dómnefndar sagði
meðal annars: „Forvitinn og síkvik-
ur hugur hans gerir það að verkum
að hann tekur áhættu í hverju ein-
asta verkefni sem hann tekur sér
fyrir hendur og þó að árangurinn
sé misjafn hafa tilraunir hans víkk-
að út hugmyndir um nútíma arkí-
tektúr.“
Í nýlegu viðtali ræddi Nouvel um
það hvernig hann fær hugmyndir
að verkum sínum. „Ég reyni að
finna púslið sem vantar, réttu
bygginguna á rétta staðnum.“ Það
þýðir þó ekki að hann taki ein-
göngu mið af byggingum í kring.
„Venjulega þegar talað er um sam-
hengi, þá sér fólk fyrir sér að það
þýði að líkja eftir næstu bygging-
unum, en oft þýðir það að byggja í
samhengi einmitt að búa til skörp
skil eða andstæður.“
Nouvel verð-
launaður
Verðlaun Guthrie leikhúsið er með
frægustu verkum Nouvel.
ÁRNASTOFNUN og List-
vinafélag Hallgrímskirkju gefa
í sameiningu út ritið Í ljóssins
barna selskap. Það sam-
anstendur af fyrirlestrum um
ýmsar hliðar menningar og
lista á 17. öld sem fluttir voru á
ráðstefnu í í Hallgrímskirkju
árið 2006.
Í bókinni eru ellefu greinar
sem fjalla um bókmenntafræði,
heimspeki, guðfræði, tónlist og
myndlist. Meðal efnis er grein Sigrúnar Stein-
grímsdóttur þar sem hún veltir fyrir sér áhrifum
tónlistar á hrynjandi í Passíusálmum og umfjöllun
Margrétar Eggertsdóttur um tengsl hugtakanna
barokk og yfirvald.
Fræði
Menning og listir
á 17. öld
Margrét
Eggertsdóttir
LEIKLISTARÞING verður
haldið klukkan átta í kvöld á
annarri hæð á Kaffi Sólon, en
það eru Leiklistarsamband Ís-
lands og leiklistardeild
Listaháskóla Íslands sem
standa að þinginu.
Yfirskrift þingsins er „Hvað
varð um Karþasis?“ og þar
verður fjallað um hlutverk leik-
hússins í samfélaginu. Frum-
mælendur eru þau Sveinn Einarsson, María
Kristjánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Björk Jak-
obsdóttir.
Þingið er hluti af fyrirlestraröð um sviðslistir
sem stendur fram eftir vori. Boðið verður upp á
léttar veitingar og eru allir velkomnir.
Leiklist
Hlutverk leikhúss-
ins í samfélaginu
Kaffi Sólon
Í HÁDEGINU á morgun verð-
ur Sigríður Sigurjónsdóttir,
prófessor í vöruhönnun, með
leiðsögn um Þjóðminjasafnið
þar sem hún kynnir fyrir gest-
um hvernig nemendur
Listaháskólans hafa notað
muni safnsins sem innblástur.
Síðustu fjögur ár hefur verið
haldið námskeið í skólanum
undir yfirskriftinni „Íslensk
menning er sérstakur hljóm-
ur“ þar sem nemendur hafa skoðað muni safnsins,
kynnt sér sögu þeirra og unnið nýjar vörur út frá
þeim. Hluti afrakstursins af námskeiðinu hefur
verið settur í framleiðslu.
Leiðsögnin hefst klukkan 12.05.
Hönnun
Innblástur á
Þjóðminjasafninu
Sigríður
Sigurjónsdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞAÐ var einn dag fyrir mörgum
árum, að ég komst alveg óvænt í
návígi við básúnu. Básúna þessi
gerði sig heimakomna hjá mér um
tíma, og mér fannst ótækt að hún
lægi þarna í kassa sínum ósnert
svo ég tók hana upp til að prófa
hvað ég gæti.
Ég vissi svosem að það væri erf-
itt að blása í þetta hljóðfæri, og
komst reyndar að því að sögnin að
„blása“ nær alls ekki að lýsa því
sem gera þarf til að ná tóni út úr
þessum glæsilega lúðri. Maður þarf
að puðra, og það af lífs og sálar
kröftum. Þannig horfði það alla-
vega við mér. Það var kannski ekki
erfitt að átta sig á sleðanum og
hvernig tónstiginn var myndaður
með því að draga hann upp og nið-
ur. Það sem olli því að ég kyssti
básúnuna hinsta sinni var það hvað
mig fór að kitla ofboðslega í var-
irnar eftir smástund af þessum
svakalegu varaæfingum.
Hvernig fara þeir að sem ná
langt á svona erfitt hljóðfæri?
Básúnað á öllum vígstöðvum
Norman Bolter er maður sem
veit allt um það. Hann er í fremstu
röð básúnuleikara; hefur leikið með
Sinfóníuhljómsveitinni í Boston, og
með Boston Pops, kennir við þann
virta skóla New England Con-
servatory of Music, og er auk þess
tónskáld, og leiðbeinandi á ýmsum
sviðum. Hann er kominn hingað til
lands fyrir vinfengi sitt við gamlan
nemanda, Odd Björnsson, básúnu-
leikara í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, og saman hafa þeir lagt á
ráðin um meiri háttar dagskrá,
meðan á heimsókn hans hér stend-
ur. Bolter verður með námskeið
fyrir hljóðfæraleikara Sinfón-
íuhljómsveitarinnar, verður með
masterklassa fyrir nemendur, og á
laugardaginn kl. 17 verður hann
með opna tónleika í Grensáskirkju
með heilum básúnukór. Þar verða
leikin verk eftir hann, og eitt nýtt
frumflutt, In All Hearts, sem hann
samdi sérstaklega fyrir þetta tilefni
og til að heiðra vináttuna við Odd.
Og ekki er það slæmt að fá slíkan
úrvalsbásúnuleikara í heimsókn
núna, því einmitt nú stendur yfir
alþjóðlega básúnuvikan. „Ég held
þetta verði svakalega gaman hjá
mér,“ segir Norman Bolter um
heimsókn sína til Íslands. „Eitt af
því sem ég ætla að gera, er að fá
mér sæti á básúnubekk Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í vikunni og
spila með. Námskeiðið sem ég held
fyrir hljómsveitarfólkið er um það
hvernig atvinnutónlistarmaður
heldur tónlistarsköpun sinni brak-
andi ferskri eftir mörg ár í brans-
anum. Þetta er erfitt fyrir marga
og virkilega ögrandi verkefni.
Hættan er sú að eftir einhvern
tíma fari tónlistarfólk að líta á
starfið sitt sem rútínuvinnu og gef-
inn hlut. Það má ekki í músíkinni.
Þetta þekki ég vel frá starfi mínu í
Sinfóníuhljómsveitinni í Boston og
Boston Pops í 32 ár. Það krefst
orku og einbeitingar að halda sér
lifandi í tónlistinni og endurnýja
sig. Námskeiðið fyrir krakkana
snýst um það hvernig maður gerir
það erfiða starf, að æfa sig,
skemmtilegt en um leið árangurs-
ríkt. Ég elska að kenna fólki á öll-
um aldri, og hlakka mjög til þess-
arar viku hér.“
Tileinkað Íslandi
Bolter segir að tónverkin sem
hann hafi samið um dagana sé nú
um tvö hundruð talsins og flest eru
þau samin fyrir básúnuna. „Bás-
únukórinn flytur níu verk eftir mig
á tónleikunum í Grensáskirkju.
Veistu það, básúnukór er alveg sér-
staklega indæll hljóðfærahópur og
gefur mjög fallegan hljóm. Nýja
verkið In All Hearts tileinka ég Ís-
landi og vináttunni. Ég held að það
hljóti alltaf að vera spennandi fyrir
tónleikagesti að upplifa eitthvað
sem er að gerast í fyrsta sinn, og
vonandi sérstaklega eins og núna,
þegar verkið er tileinkað landi og
þjóð.“
Það er ekkert flókið erindið í
boðskap Bolters, hvort sem það er
til fullorðinna nemenda eða til
barnanna. „Það snýst um ástarsam-
band okkar við tónlistina, og að við
höldum því jafn lifandi og vel
nærðu, og hverju öðru sambandi.
Þegar hún fer inn á sviðið og stillir,
áður en stjórnandinn gengur inn,
stillir hún út frá tóninum A, sem
óbóið gefur. Við eigum fyrst af öllu
að stilla okkur inn á A fyrir afstöð-
una (attitude) – að vera meðvituð
og jákvæð; stilla á A fyrir auð-
sveipnia (agreement) gagnvart við-
fangsefninu; stilla á A fyrir aðdáun
(appreciation) okkar á tónlistinni
og þeim sem við spilum með. Ef við
gerum þetta, þá fyrst getum við
farið að varpa af okkur áhyggj-
unum af því að vera ekki algjörlega
fullkomnir hljóðfæraleikarar.
Klassískir tónlistarmenn glíma
mjög margir við þetta vandamál.
Auðvitað skiptir höfuðmáli að vera
nákvæmur, samviskusamur, gera
allt rétt, og vel, en það er óþarflega
oft, sem þeir þættir yfirtaka
ánægjuna af því að spila – ýta burt
gleðinni og tilfinningunni í mús-
íkinni.“
Þarf að næra sambandið
Bolter kveðst ekki vita hversu
margir úr hljómsveitinni komi á
námskeiðið til hans, en blásararnir
muni þó fjölmenna. „Það skiptir
engu máli á hvaða hljóðfæri fólk
leikur. Það sem ég hef að segja
gildir um okkur öll sem spilum á
hljóðfæri í hljómsveit. Kjarni máls-
ins er sá að við megum aldrei
gleyma hvað það var sem leiddi
okkur í tónlistina. Við þurfum stöð-
ugt að næra þær kenndir sem við
upplifðum á því augnabliki sem við
tókum þá ákvörðun að músík væri
eitthvað fyrir okkur. Þannig höld-
um við okkur lifandi í starfinu. Það
eru til margar aðferðir við að nálg-
ast þetta samband aftur hafi maður
glatað því, og þær ætla ég að
ræða.“
Norman Bolter fer að hlæja þeg-
ar ég spyr hann hvað sé efst á
baugi í básúnuheiminum; – um
hvað básúnuleikarar tali þegar þeir
hittist. „Þetta hef ég aldrei spáð í
sérstaklega. Við erum nefnilega al-
veg eins og allar aðrar starfsstéttir
býst ég við; við tölum um starfið,
hljóðfærið, tónlist og það sem teng-
ist því. Við tölum heilmikið um
öndun, það er eitt af uppáhalds-
umræðuefnunum hjá okkur,“ segir
hann, og hlær meira, „… og svo
tölum við um spilatækni. Sumir
tala mjög mikið um básúnutegundir
og eru uppteknir af því hvaða teg-
und hver og einn spilar á og hvaða
tegund af munnstykkjum er best.
Og svo eru það varirnar. Ef nem-
endur æfa sig of mikið geta þeir
fengið mjög sárar varir. Ég kenni
þeim að halda þeim góðum. En svo
kemur að fólk fer að tala um
reynslu sína í tónlistinni; það eiga
allir sínar litlu skemmtilegu sögur
að segja frá,“ segir Norman Bolter,
básúnuleikari frá Boston.
Spilagleðin verður að ráða
Norman Bolter, margreyndur básúnuleikari Boston Symphony Orchestra og
Boston Pops, leiðbeinir íslensku tónlistarfólki og heldur tónleika með básúnukór
Í HNOTSKURN
» Básúna -u, -ur KVK málmblásturshljóðfæri með hreyfanlegan sleðatil að breyta lengd hljómpípunnar, leikur frá tenór- til bassasviðs.
» Sögu básúnunnar má rekja til miðalda og jafnvel lengra aftur.» Básúnan er skyld trompetinum.» Í fyrstu var básúnan helst notuð til að leika danstónlist við hirðirEvrópu og í skrúðgöngum og við önnur opinber tækifæri.
» Básúnan var líka notuð í kirkjutónlist og sumum þótti sætur hljómurhennar líkastur því að englakór blési.
Básúnuleikarinn Norman Bolter á að baki 34 ára feril með þeim frægu
hljómsveitum í Boston: Boston Symphony Orchestra og Boston Pops.