Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 31. MARS 91. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Kíló af amfetamíni  Karlmaður á sextugsaldri sem var úrskurðaður í endurkomubann til Ís- lands árið 2003 var á föstudag stöðv- aður í Leifsstöð af tollgæslunni á Suð- urnesjum þegar hann reyndi að komast aftur inn í landið. Í kjölfarið hófst rannsókn sem leiddi til þess að karlmaður og kona, par um þrítugt, sem höfðu ferðast með manninum voru einnig handtekin og reyndust þau vera með samanlagt eitt kíló af ætluðu amfetamíni innanklæða. » Forsíða Gjaldeyrisforðinn efldur  Ríkissjóður gæti þurft að taka um- talsverð lán til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, í þeim tilgangi að hrinda því áhlaupi sem spákaupmenn gera nú á íslensku krónuna, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, ut- anríkisráðherra og formanns Sam- fylkingarinnar. Kom þetta fram í ræðu hennar á fundi flokksstjórnar í gær. Hún sagði að einnig gæti komið til frekari hækkunar stýrivaxta. » Forsíða Leggja niður vopn  Íraski sjíta-klerkurinn Moqtada al- Sadr skipaði í gær liðsmönnum sínum að leggja niður vopn og hætta bar- dögum. Blóðugir bardagar hafa geis- að í Bagdad og suður-Írak frá því á þriðjudag og er yfirlýsingu al-Sadr tekið fagnandi af yfirvöldum. » 14 SKOÐANIR» Ljósvaki: Þetta hefur verið rándýrt Staksteinar: Ókeypis úthlutun stenst ekki Forystugreinar: Réttur tónn | Georgía, Úkraína og NATO UMRÆÐAN» Ónýt ríkisstjórn, allt Danskinum að kenna Er þá ekkert hægt að gera? Aðbún. heimilislausra í Reykjavík Öryggisíbúðir fyrir aldraða Ekkert rusl á einkalóðum Það er alls staðar pláss fyrir fallegar plöntur FASTEIGNIR» Heitast 7° C | Kaldast 0° C Norðaustan 8-13 m/s og víða dálítil él fram eftir degi en úrkomu- lítið síðdegis. Hvessir allra syðst. » 10 Ísland er ekki meðal þeirra þjóða sem spáð er bestu gengi í Evróvisjón í ár. Ekki er þó öll nótt úti enn. » 34 TÓNLIST» Útlitið tvísýnt KVIKMYNDIR » Þekktasta glæpaparið orðið fertugt. » 36 Ekki er seinna vænna að fara að undirbúa framlag til Stuttmyndadaga sem eru opnir öllum í ár. » 37 KVIKMYNDIR» Allir mega vera með KVIKMYNDIR » Vill endurgera kvik- myndaperlu. » 33 FÓLK» Leikur aðdáanda Charles Mansons. » 33 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Bretar taka út af reikningum 2. Söfnun fyrir Hannes Hólmstein 3. Maður lést í vélhjólaslysi 4. Hefði farið út með næstu öldu Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is UNGUR Dalvíkingur, Freyr Ant- onsson, er með í athugun mögu- leikana á því að gera út kafbát frá Dalvík til hvala- og neðansjáv- arskoðunar. Kafbáturinn tæki 24- 36 manns og gæti siglt bæði á yf- irborðinu og neðansjávar. Til stendur að fenginn verði tveggja manna kafbátur hingað til lands í sumar til að kanna aðstæður í hafinu hér við land til slíkrar starfsemi. Freyr sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið hug- myndina í fyrrasumar og þróað hana samfara námi sínu í við- skiptafræði við Háskólann á Ak- ureyri í vetur. Þetta væri mjög dýrt í framkvæmd en hann byndi vonir við að þetta væri eitthvað sem mikill áhugi yrði fyrir. Miklu um framhaldið réði hins vegar hvernig til tækist um rannsóknina í sumar. „Það veltur mjög mikið á henni hvernig þessi vara, að kaupa far með svona kafbát, er, hvort það er stórkostleg upplifun eða ekki. Ef það er mikil upplifun held ég að hægt sé að selja þetta og þá er kostnaðurinn orðinn við- ráðanlegur.“ Freyr sagði að sambærileg starfsemi erlendis hefði verið rek- in með miklum ágóða og stór hluti þeirra ferðamanna sem kæmu til þessara staða vildu upp- lifa það að fara í kafbát. Það væri hins vegar í heitari löndum yf- irleitt og enginn kafbátur væri gerður út svo norðarlega í Evr- ópu. Þannig væru gerðir út einir sjö kafbátar á Hawaii og einnig á Spáni, Kanaríeyjum, Kóreu, Jap- an og víðar. Þar væri hins vegar yfirleitt nánast um að ræða lyftur ofan í sjóinn sem hafðar væru ein- hvers staðar á hafi úti og siglt út í. Freyr sagði að sá kafbátur sem hann hefði í sigtinu kostaði um 400 milljónir króna og tæki 24-36 manns eftir útfærslu og væri smíðaður í Bandaríkjunum. Hefði hann aldrei verið útbúinn fyrir ferðamenn, heldur eingöngu sem snekkja fyrir auðmenn. Sá kafbát- ur, sem myndin væri af hér til hliðar, gengi fyrir dísilolíu þegar hann sigldi á yfirborðinu en raf- magni þegar hann kafaði, en hann gæti farið á 300 metra dýpi. Ganghraðinn á yfirborðinu væri 12 sjómílur og 5-6 sjómílur í kafi. Það væri því hægt að fara mjög víða og hugmyndin væri að fylgj- ast með hvölum neðansjávar. Samkvæmt viðskiptaáætlunum þyrfti 15 þús. ferðamenn á ári til þess að dæmið gengi upp. Kafbátur í hvalaskoðun  Gengur 5-6 sjómílur neðansjávar og 12 ofansjávar og kafar niður á 300 metra  Kafbáturinn kostar 400 milljónir og getur flutt 24-36 manns í hverri ferð Hafið Kafarar segja að aðstæður í hafi hér til köfunar séu svipaðar og í heitari sjó hvað varðar skyggnið. Ferðamenn Kafbáturinn eins og hann hefur verið smíðaður sem skemmti- snekkja. Hann hefur ekki áður verið innréttaður fyrir ferðamannaflutninga. Í HNOTSKURN »Kafbáturinn yrði gerður útyfir sumarmánuðina og þarf 15 þúsund ferðamenn til að standa undir kostnaði. »Útgerð kafbátsins gæti skap-að um tíu störf á Dalvík en gert er ráð fyrir að hver ferð gæti staðið í um tvo tíma. BARNALEIKRITIÐ um spýtu- strákinn Gosa, sem sýnt er í Borgar- leikhúsinu, hefur notið mikilla vin- sælda og í gær kom 20.000. gesturinn. Hann var ung og falleg snót, Sóldís Lakshmi að nafni. Hún var með ann- an handlegg í gifsi og því ekki úr vegi fyrir Gosa að skrifa nafnið sitt á það til minningar um daginn. Tumi engi- spretta fylgdist með. 20.000 hafa séð Gosa Morgunblaðið/Eggert DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Dalvíkingurinn Björg- vin Björgvinsson voru sigursæl á Skíðamóti Íslands sem lauk á Ísa- firði í gær. Bæði unnu þau til þrennra gull- verðlauna á mótinu sem tókst í alla staði mjög vel. Þau fögnuðu sigri í svigi og stórsvigi og þar með í alpatvíkeppninni. | Íþróttir Björgvin og Dagný best

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.