Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SENDA þarf skýr skilaboð um að áhlaupi á íslensku bankana verði hrundið. Efnahagskerfið verði varið. Það sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu á flokksstjórnarfundi í gær. Hún sagði að það kynni að fela í sér umtalsverða lántöku hjá ríkissjóði til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans og það kynni líka að fela í sér að stýri- vextir hækkuðu meira en nú þegar væri orðið. Efnahagsmálin voru meginefni ræðu formanns Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún sagði að spákaup- menn í fjarlægum heimshornum högnuðust á hremmingum krónunnar og það vefðist hvorki fyrir þeim sið- ferðilega né fjárhagslega að taka stöðu gegn henni ef þeir sæju í því hagnaðarvon. „Í fjármálaheiminum er enginn annars bróðir í leik og það er ekki spurt um heiður eða sóma heldur auð og áhrif.“ Vandi vegna þenslu Ingibjörg Sólrún sagði ekki aðeins við aðra að sakast, við yrðum að líta okkur nær. Sagði að undanfarin fjög- ur ár hefði hagvöxtur á Íslandi ekki verið í neinu samræmi við afkasta- getu hagkerfisins. Vöxtur í neyslu og fjárfestingu hefði verið langt umfram tekjuöflun sem leitt hefði til gífurlegr- ar skuldasöfnunar. Í málstofu um efnahagsmál á fund- inum sagði Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, að vegna hins mikla viðskiptahalla, sérstaklega á árunum 2005 og 2006, væru hreinar erlendar skuldir Íslend- inga orðnar 250% af landsframleiðslu og hrein erlend staða helmingi minni eða um það bil 125%. Tók hann fram að úr þessu hefði dregið á árinu 2007. Ingibjörg Sólrún sagði í ræðu sinni að aukin skuldsetning erlendis væri þó ekki alvond því í mörgum tilvikum ætti hún rót sína að rekja til þess að íslensk fyrirtæki hefðu tekið lán til að fjárfesta í arðvænlegum atvinnu- rekstri erlendis og þannig gerst þátt- takendur í hnattvæddu hagkerfi. „Engu að síður blasir við að mörg út- rásarfyrirtæki hafa farið alltof geyst í skuldsettum fjárfestingum og lagt allt sitt traust á hagfellda þróun á lánamörkuðum. Þannig hafa þau stjórnast af skammtímasjónarmiðum en látið hjá líða að tryggja sér láns- fjármögnun til langs tíma eða viðun- andi eiginfjármögnun,“ sagði formað- ur Samfylkingarinnar og bætti því við að íslenska hagkerfið væri sérlega næmt fyrir þeim miklu umskiptum sem orðið hefðu á alþjóðlegum fjár- magnsmörkuðum frá því um mitt ár í fyrra. Aðgerðir vegna lánsfjárkreppu Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að ríkisstjórn Íslands og þjóðin öll skildi og mæti aðstæður rétt. Raunsæi og samstaða væri mikilvæg. Hún taldi upp fjögur atriði sem gera þyrfti. Fyrst tiltók hún aðgerðir til varnar bönkunum. „Senda [þarf] skýr skila- boð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana, að því áhlaupi verði hrundið. Að við ætl- um að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sárs- aukalaust. Það kann að fela í sér um- talsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabank- ans – jafnvel þó að lánamarkaðir séu óhagstæðir – en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið. Staða bank- anna er sterk og ríkisstjórn og Seðla- banki hafa næg úrræði til að hrinda árás spákaupmanna. Vera kann að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjár- málastofnanirnar eru mikilvægur at- vinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og er- lendis,“ sagði Ingibjörg Sólrún um þann þátt aðgerðanna. Fjórir hagfræðingar sem tóku þátt í málstofu um efnahagsmál á flokks- stjórnarfundinum lýstu ástandinu í efnahagsmálum og drógu upp dökka mynd. Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, sagði að ástand- ið væri orðið frekar alvarlegt vegna áhrifa hinnar alþjóðlegu fjármála- kreppu og mikilvægt að stjórnvöld og almenningur gerðu sér grein fyrir því. Friðrik Már Baldursson sagði að ef einn íslensku bankanna lenti í vandræðum með að gera upp skuld- bindingar sínar myndu allir lenda í vandræðum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, sagði að það myndi hafa áhrif á allar stoðir sam- félagsins ef bankarnir lentu í hremm- ingum. Friðrik Már sagði að ríkið væri bakhjarl íslensku bankanna. Þeir stæðu vel og gætu sett veð fyrir hugsanlegri aðstoð og greitt af því kostnaðinn. Jafnframt þyrfti að skýra hlutverk Seðlabankans í þeirri stöðu sem upp kæmi ef einhver bankinn gæti ekki greitt af lánum sínum. Fram kom hjá Friðriki að það gjaldféllu um 100 milljarðar króna í erlendum lánum í hverjum mánuði en gjaldeyrisforðinn væri aðeins um 200 milljónir. Taldi hann að þar sem rík- issjóður stæði vel ætti hann að geta tekið lán til þess að auka gjaldeyr- isforðann. Síðar í umræðunum nefndi hann 400-500 milljarða króna. Það myndi kosta 20 milljarða króna á ári vegna þess vaxtaálags sem nú væri á lántökur ríkisins. Taldi hann eðlilegt að bankarnir myndu sjálfir bera þann kostnað. Edda Rós lagði áherslu á að verið væri að kalla eftir því að bankarnir fengju lausafjárfyrirgreiðslu, með sambærilegum hætti og í öðrum lönd- um. Hún taldi að það gæti verið mjög gott ef hægt væri að gera skipta- samninga við aðra Seðlabanka. Slíkt myndi auka mjög trúverðugleika ís- lenska bankakerfisins. Halda aftur af verðbólgunni Allir höfðu hagfræðingarnir áhyggjur af verðbólgunni. Edda Rós sagði frá nýrri spá sem gerði ráð fyrir allt að 10% verðbólgu í ár. Ólafur Darri sagði of snemmt að afskrifa ný- gerða kjarasamninga þótt verðbólgan væri meiri en reiknað hefði verið með. Endurskoðun kjarasamninga færi fram í febrúar á næsta ári og þá kæmi í ljós hvort samningarnir yrðu end- urnýjaðir í tvö ár til viðbótar. Ingibjörg Sólrún sagði í ræðu sinni að leggja þyrfti allt kapp á að halda aftur af verðbólgunni. Ekkert vægi eins að kjörum launafólks og hag heimilanna og verðbólgan. Sagði hún að ekki væri hægt að sætta sig við yf- irlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði, með því væru þeir að fría sig ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Sagði Ingi- björg frá því að viðskiptaráðherra myndi hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna á þriðjudag til að ræða vöktun verðlags. Ingibjörg Sólrún vísaði til yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga og taldi að fyrirsjáan- legur tímabundinn verðbólguþrýst- ingur gæfi tilefni til að hraða vinnu við lækkun tolla og vörugjalda. Taldi hún rétt að skoða verulega lækkun tolla á innflutt matvæli, svo sem á fugla- og svínakjöti. Þá lýsti hún þeirri skoðun sinni að það væri ekki góð hagfræði við núverandi aðstæður að ráðast í stóriðjuframkvæmdir á suðvestur- horninu sem væru líklegar til að auka verðbólguþrýstinginn. Formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að allir legðust á eitt um að verja heimilin og fjölskyldurn- ar og tryggja að markmið hinna sögu- legu kjarasamningar næðust og að samningar á opinberum markaði tækju mið af markmiðum þeirra. „[…] við þurfum að vanda okkur og við þurfum að taka kerfislægan vanda atvinnulífsins vegna krónunnar alvar- lega. Framundan er tími erfiðra ákvarðana en til þess erum við í rík- isstjórn að taka þær ákvarðanir sem duga, þó að undan þeim kunni að svíða um sinn,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Senda þarf skýr skilaboð um að áhlaupi á bankana verði hrundið Morgunblaðið/G.Rúnar Setningarræða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, varði mestum tíma til að ræða stöðu efnahagsmála og aðkomu ríkissjóðs í setningarræðu sinni á flokksstjórnarfundi í gær. Formaður Sam- fylkingarinnar ræðir um að efla gjaldeyrisforðann með lántökum „ÞAÐ er kominn tími til að brjóta í nýtt blað, hætta að dvelja í úreltum hugsunarhætti gráa hagkerfisins og hafna sovéskum stóriðju- pakkalausnum. Slíkur hugsunarháttur og slík- ar lausnir eiga ekki við í samtímanum. Framtíð okkar býr í græna hagkerfinu, í því að byggja vöxt og velsæld á sjálfbærri þróun og auðlinda- nýtingu,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra meðal annars í framsögu- ræðu um grænt hagkerfi og nýja atvinnulífið á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni fór umhverfisráðherra yfir stöðu mála í heiminum, fólksfjölgun og hvernig gengið er á náttúruauðlindir. Það kallaði á nýja hugsun. Breytingu frá efnahagskerfi iðnbylt- ingarinnar sem til þessa dags hafi verið knúið áfram af jarðefnaeldsneyti í það að verða svo- kallað grænt hagkerfi þar sem skilið er á milli vaxtar og velsældar og nýtingar náttúrlegra auðlinda. „Það þýðir að vöxtur hins græna hag- kerfis byggist ekki á nýtingu takmarkaðra og oft mengandi auðlinda heldur á sjálfbærri nýt- ingu,“ sagði ráðherra. Hún fór sérstaklega yfir stöðu mála hér á landi og sagði að ákvarðanir um land- og auðlindanýtingu hafi oft verið til- viljanakenndar og einkennst af kapphlaupi um nýtingu auðlindanna. Þar hafi einsleitnin verið ríkjandi, heildarlausnir stóriðju oft orðið ofan á á kostnað annarra möguleika. Rifjaði Þórunn upp undirbúning að ramma- áætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða og frumvarp til nýrra skipulagslaga sem fæli meðal annars í sér tillögu um landsskipulags- áætlun. Hún sagði að breyta þyrfti skattkerfi og opinberri gjaldlagningu til að virkja hag- ræna hvata þannig að það borgaði sig að breyta rétt gagnvart umhverfinu; verja miklu opinberu fé til rannsókna, nýsköpunar og tækniþróunar, ekki síst til þróunar sjálfbærrar orku og tækniþekkingar. Loks lýsti hún þeirri skoðun sinni að fjölbreytileiki atvinnustarf- seminnar væri lykilatriði. Í pallborðsumræðum í framhaldi af ræðu umhverfisráðherra urðu meðal annars umræð- ur um væntanlegt álver Norðuráls í Helguvík og hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á Vest- fjörðum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra sagði að stjórnvöld hefðu ekki lengur sömu stjórntæki til að stýra tímasetningu stór- iðjuframkvæmda og áður. Hann lagði á það áherslu að orkuöflun væri ekki lokið fyrir ál- verið í Helguvík, nema í besta falli fyrir helm- ingi þess, og orkuflutningarnir væru enn í tölu- verðu uppnámi. Álver á Bakka væri lengra í framtíðinni. Þar væri ekki hafin vinna við um- hverfismat og eftir að afla orkunnar þótt vís- bendingar væru um gjöful svæði. Í ályktun sem samþykkt var á flokksstjórn- arfundinum er varað eindregið við því að virkj- ana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist áður en gengið hefur verið frá orkuöflun, línulögnum, losunarheimildum ofl. Framtíðin býr í græna hagkerfinu  Olíuhreinsunarstöð og álver í Helguvík rædd á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar  Varað við að framkvæmdir hefjist áður en gengið hefur verið frá orkuöflun, línulögnum og losunarheimildum Morgunblaðið/G.Rúnar Umræður Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, og Rannveig Guðmunds- dóttir, formaður framkvæmdastjórnar, stýrðu störfum á flokksstjórnarfundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.