Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum til Alicante 9. apríl. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á ótrúlegum kjörum. Takmarkað framboð af sætum á þessu verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Alicante 9. apríl frá kr. 14.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 14.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið (KEF-ALC) með sköttum, 9. apríl. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 24.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, út 9. apríl og heim 10. maí. ÓLÖF Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykja- ness, var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík á laugardag. Kistuna báru úr kirkju Elsa Haraldsdóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir, Sigþrúður Loftsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Þorgerður Erlendsdóttir og Hjör- dís Hákonardóttir. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir jarð- söng. Morgunblaðið/G.Rúnar Útför Ólafar Pétursdóttur Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is BÆÐI Flugfreyjufélag Íslands og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa skotið kjaraviðræðum sínum við flugfélögin til ríkissáttasemjara. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, for- manns Flugfreyjufélagsins, eru það viðræður við Icelandair og JetX sem vísað hefur verið til ríkissáttasemj- ara, en viðræður standa enn yfir við Iceland Express og Flugfélag Ís- lands. Viðræður við Iceland Express ganga ágætlega, en enn hefur lítið tekist að funda með FÍ. Margt ber í milli Sigrún segir deilurnar við Ice- landair og JetX mjög ólíkar. Í við- ræðum við Icelandair beri margt í milli en Sigrún getur ekki greint frá helstu ágreiningsatriðum að svo stöddu. Verið er að gera kjarasamn- inga í fyrsta skipti við JetX og varð þrautalending að vísa samningum til sáttasemjara þar sem félagið hafði ekki tekið þátt í viðræðum sam- kvæmt áætlun. Atvinnuflugmenn hafa leitað til sáttasemjara með samninga við Ice- landair og Air Atlanta, að sögn Jó- hannesar Bjarna Guðmundssonar, formanns félagsins. Lítið miðar í viðræðum við önnur félög á meðan, enda hefur myndast hefð fyrir því að samningarnir við stóru flugfélögin gefi tóninn fyrir aðra samninga. Guðmundur Brynjólfsson, for- maður samninganefndar Flugvirkja- félagsins, segir viðræður ganga hægt. „Miðað við aðstæður í þjóð- félaginu er skiljanlegt að aðilar reyni að fara varlega en engu að síður finnst mér ekki vera nógu mikill vilji af hálfu flugfélaga til að ná sam- komulagi. Það er eins og þau óttist ekki, deilan endi með því að flug- virkjar þurfi að grípa síðasta hálmstráið.“ Viðræður hægar  Flugfreyjur og atvinnuflugmenn vísa kjarasamningum til ríkissáttasemjara  Samningar flugvirkja ganga mjög hægt Í HNOTSKURN »Flugfreyjur semja við JetX ífyrsta sinn. Flugfélagið hef- ur ekki tekið þátt í samninga- viðræðum samkvæmt áætlun. »Samingar við stóru flug-félögin gefa tóninn fyrir samninga við minni félög. »Flugvirkjum þykir skortavilja af hálfu flugfélaganna til að ná samkomulagi. BJÖRN Bjarna- son dómsmála- ráðherra segir skipulagsbreyt- ingar lög- og toll- gæslu á Suður- nesjum hafa verið kynntar þeim ráðuneytum sem koma að rekstri á Kefla- víkurflugvelli og að ráðuneytið hafi unnið breytingarnar í samstarfi við þau. Segir ráðherra það hafa verið ákvörðun sína að bregðast við með skipulagsbreytingunni eftir að sam- einað löggæsluembætti Suðurnesja kynnti ráðuneytinu á þessu ári um 200 milljóna króna rekstrarhalla. Aðspurður um kostnað við skipt- inguna segir ráðherra kostnaðinn óverulegan miðað við fjárhagsvanda embættisins að óbreyttu. Kostnaður við skiptingu óverulegur Björn Bjarnason Breytingar viðbragð við fjárhagsvanda KONA um þrítugt reyndi að ræna Select-verslun á Bústaðavegi í Reykjavík klukkan 7:40 í gær- morgun. Hún var með tvo hnífa, hvorn í sinni hendinni, hótaði starfsfólki og fór fram á að fá peninga. Henni var sagt að þarna væri enga peninga að hafa. Þá hvarf konan á braut akandi bíl og náðist skráningarnúmer bifreið- arinnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fékk upplýsingar um skrán- ingarnúmerið og var hún hand- tekin skömmu síðar í heimahúsi. Hún var færð í fangageymslur, en hún mun hafa verið eitthvað ölvuð. Ógnuðu með garðklippum Þá réðust tveir ungir menn inn í Kaskó-verslun í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík seinnipart- inn á laugardag og ógnuðu starfsfólki með garðklippum. Komust þeir undan með ein- hverja fjármuni. Þetta er fjórða ránið sem fram- ið er í Breiðholti á rúmri viku. Ók á brott eftir árangurslaust rán í Select FULLBÓKAÐ er á opinn fund um umhverfismál með Al Gore, fyrrverandi vara- forseti Banda- ríkjanna, í Há- skólabíói þriðjudaginn 8. apríl. Var fundur- inn, sem er á veg- um Glitnis og Há- skóla Íslands, kynntur í blaðaauglýsingu í fyrradag en á há- degi í gær var hann fullbókaður. Verður ósóttum pöntunum ráðstafað eftir 4. apríl. Már Másson, forstöðumaður kynningarmála hjá Glitni, sagði, að viðbrögðin væru mikið ánægjuefni en kæmu þó ekki á óvart. Al Gore væri meðal mestu áhrifamanna í heiminum í umhverfismálum og því eðlilegt að mörgum léki hugur á kynnast skoðunum hans. Sagði Már, að fundurinn væri mikilvægur þátt- ur í markaðsstarfi Glitnis á sviði end- urnýjanlegra orkugjafa en umsvif bankans á þeim vettvangi væru mjög vaxandi í Bandaríkjunum. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, verður fundarstjóri á fundinum. Fullbókað á fund Al Gore Al Gore, fyrrv. varaforseti MJÖG mikil hálka skapaðist á götum Akureyrar seinnipartinn í gær og urðu þar fimm umferð- aróhöpp á um tveimur klukku- stundum. Snjókoman byrjaði í fyrrakvöld og snjóaði jafnt og þétt í allan gærdag og var kom- inn 7-10 sentimetra jafnfallinn snjór í gærkvöldi og þæfingsfærð inni í bænum. Í öllum tilvikum nema einu var um minniháttar óhöpp að ræða, en alvarlegastur var árekstur fólksbíls og jeppa á mótum Strandgötu og Glerárgötu. Far- þegi sem sat aftur í fólksbílnum slasaðist lítilsháttar, en fólksbíll- inn er talinn ónýtur. Fimm óhöpp á Akureyri ♦♦♦ GUNNAR Örn Gunn- arsson listmálari lést sl. föstudag á bráðadeild Landspítalans 61 árs að aldri. Gunnar fæddist í Reykjavík 2. desember 1946. Foreldrar hans voru Guðríður M. Pét- ursdóttir húsmóðir og Gunnar Óskarsson móttökustjóri. Gunnar hélt sína fyrstu einka- sýningu í Unuhúsi 1970 en alls urðu einkasýn- ingar hans hér á landi og erlendis á sjötta tug. Gunnar tók þátt í fjölda samsýninga hér á landi, á öllum Norð- urlöndunum, víða um Evrópu, í New York, Chicago, Sao Paulo og Tókýó. Hann var fulltrúi Íslands á Tvíær- ingnum í Feneyjum 1988. Verk hans eru í eigu safna víða um heim, m.a. í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Keflavíkur, Listasafns ASÍ, Listasafns Háskól- ans í Reykjavík, Lista- safns Háskóla Íslands, Guggenheim Museum í New York, Sabu Mu- seum í Tókýó, Moderna Museet og National Mu- seum í Stokkhólmi. Gunnar stofnaði og rak til dauðadags alþjóðlegt gallerí, Galleri Kamb, á heimili sínu á Kambi í Holta- og Landsveit, Rangárvallarsýslu, og stóð þar fyrir fjölda sýn- inga íslenskra og erlendra lista- manna. Gunnar hlaut Menningar- verðlaun DV 1987. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Þórdís Ingólfs- dóttir heilsuhjúkrunarfræðingur. Hann lætur eftir sig sex börn og níu barnabörn. Andlát Gunnar Örn Gunnarsson VEGURINN um Ólafsfjarðarmúla var ófær í gær vegna snjóflóðs sem féll á veginn. Vegagerð- armenn unnu að því að opna veg- inn í gærdag, en hættu þegar annað snjóflóð féll. Var vegurinn lokaður í gærkveldi og óljóst hve- nær hann yrði opnaður sam- kvæmt upplýsingum Vegagerð- arinnar. Fjallvegir um Steingrímsfjarð- arheiði og Klettháls á Vest- fjörðum voru einnig ófærir í gær og var hætt mokstri þar. Þá var Þverárfjall milli Blönduóss og Sauðárkróks þungfært og slæmt skyggni þar og mjög hvasst og stórhríð í kringum Laugabakka í Miðfirði. Þæfingsfærð var víða á Norðurlandi, en víðast annars staðar var greiðfært á landinu. Snjófljóð í Múlanum ELDUR kviknaði í snjóplógi sem var að ryðja vegi uppi á Fjarð- arheiði í gær. Ökumaður plógsins varð var við reykjarlykt og brá sér út úr hon- um og sá þá að eldur var byrjaður að loga innan við annað fram- hjólið. Varð töluverður eldur í far- artækinu og reyndi ökumaðurinn árangurslaust að slökkva eldinn. Slökkvibíll kom á staðinn og slökkti og er plógurinn nokkuð skemmdur. Að sögn lögreglu lék grunur á að ökumaðurinn hefði fengið snert af reykeitrun er hann reyndi að ráða niðurlögum eldsins og færði vinnuveitandi hans hann á heilsu- gæslustöð til skoðunar. Logandi snjóplógur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.