Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 92. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
BRÆÐINGUR
FRAMTÍÐIN MÓTAR SAMTÍMANN
Í HAMSKIPTUM 2008 >> 24
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
SUMUM þykir hann hafa blásið nokkuð
stíft að norðan að undanförnu og sums stað-
ar heyrist tal um kaldan vetur en allt er
þetta orðum ofaukið og jarðræktarsérfræð-
ingar, ráðunautar og aðrir túnsérfræðingar
víðs vegar um land hafa ekki heyrt af
skemmdum á túnum og telja almennt litla
hættu á kali í vor.
Líðandi vetur er sá kaldasti síðan 2002 en
hitinn hefur samt verið í meðallagi, að sögn
Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hann
bendir reyndar á að miklu oftar hafi verið
kaldara á vetrum en hlýrra og í því sam-
hengi hafi hann verið hlýr að þessu sinni.
Engar fréttir góðar fréttir
Árni Snæbjörnsson hjá Bændasamtök-
unum segir að lítið sem ekkert hafi enn
heyrst um ástand túna og venjan sé sú að
meðan svo sé́ sé allt í lagi. Hins vegar skýr-
ist málið ekki fyrr en í byrjun gróanda, því
þó að einhvers staðar sé slæmt útlit á þess-
um tíma sé misjafnt hvernig úr rætist.
Ísa- og svellalög til lengri tíma valda
helst kali í túnum. Árni segir að á árum áð-
ur hafi einkum ákveðin svæði á Norður-
landi og Ströndum orðið fyrir barðinu á
þessu en almenna reynslan sé sú að flest
túngrös sleppi séu svellalög ekki lengur en í
þrjá mánuði. Þó að útlitið sé svart á þessum
árstíma birti oft upp á vordögum. Hann
áréttar að tíðin hafi verið svo góð á árunum
fyrir líðandi vetur að fólk hafi gjarnan
gleymt því hvernig tíðarfarið hafi verið á
árum áður. Oft hafi verið snjóa- og svellalög
fram eftir öllum apríl og stundum tjón en
alls ekki alltaf.
Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við
Landbúnaðarháskóla Íslands, rifjar upp að
gróðurinn þoli vel kuldann auk þess sem
snjór og sina virki sem einangrun. Því sé
ekki mjög kalt niðri í sverðinum. Þol
plantnanna minnki eftir því sem líði á vorið
en það sé ekki enn farið að minnka veru-
lega.
Víða eru tún ekki komin undan vetri og
enn er klaki í jörðu. Þegar frostið var harð-
ast í vetur var snjór yfir túnum og gera má
því skóna að tún komi almennt ekki illa
undan vetri. Jarðvegshiti hækkar smám
saman, en mikill kuldi á þessum tíma geti
hins vegar seinkað vorkomunni. Samt geta
alltaf einhverjir lent í kali.
Beðið eftir
gróanda
Ísa- og svellalög valda
helst kali í túnum
Morgunblaðið/RAX
Vörn Snjórinn virkar sem vörn gegn kali
og lítil hætta er talin á túnskemmdum.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ALCOA er að skoða sömu framleiðslutækni fyr-
ir fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík og not-
uð er í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarða-
áls, segir að hagkvæmast yrði að byggja ná-
kvæmlega eins álver á Bakka og nú er á Reyð-
arfirði. „Það vildum við helst gera en við erum
að skoða minna álver,“ sagði Tómas í samtali við
Morgunblaðið.
Tæknin sem miðað er við að nota á Bakka get-
ur framleitt 250 þúsund tonn af áli á ári. Með
meiri fjárfestingu, lengri kerskála og stærra ál-
veri má nota sömu tækni til að framleiða allt að
því jafn-mikið og nú er gert hjá Alcoa Fjarðaáli
þar sem eru framleidd 342 þúsund tonn á ári.
Tómas sagði horft á 250 þúsund tonna fram-
leiðslugetu á Bakka vegna þess að miðað væri
við að hægt yrði að útvega þar 400 MW raforku.
„Það eru megavöttin sem skipta máli í þessu
sambandi en ekki tonnin af áli,“ sagði Tómas.
Stöðug þróun er í áliðnaði. Tómas nefndi að árið
2003 var miðað við að álver Fjarðaáls myndi
framleiða 322 þúsund tonn af áli. Vegna tækni-
framfara er nú framleitt þar 20 þúsund tonnum
meira á ári með sömu orkunotkun. Tómas sagði
að til lengri tíma litið megi því búast við að hægt
verði að framleiða meira ál á Bakka en nú er ráð-
gert vegna tækniframfara. Fáist næg orka til
stækkunar og tilskilin leyfi komi einnig til
greina að stækka fyrirhugað álver á Bakka.
Raforkan ræður stærð
Morgunblaðið/ÞÖK
Alcoa Fjarðaál Í álverinu á Reyðarfirði eru
framleidd 342.000 tonn af áli á ári.
Í HNOTSKURN
»Alcoa leggur fram hjá Skipulags-stofnun síðar í þessum mánuði tillögu
að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrif-
um vegna álvers á Bakka við Húsavík með
250 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.
» Alcoa vinnur samkvæmt áætlun um aðnýtt álver á Bakka nái fullum afköstum
árið 2015.
»Áætlað er að nýtt álver á Bakka muniskapa 600 – 700 störf á Norðurlandi og
um 1.000 störf á landinu öllu.
Forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir hagkvæmast að byggja eins álver á Bakka og
nú er í Reyðarfirði og það vilji fyrirtækið gera fáist næg orka og tilskilin leyfi
SMYRILL fangaði í gærkvöldi eina af dúfunum sem eftir eru í
miðbæ Reykjavíkur. Hann settist með bráðina á gangstétt fyrir utan
kaffihús í Bankastræti og tók til matar síns. Skeytti smyrillinn engu
um þótt ljósmyndarinn færi mjög nálægt honum þar sem hann gerði
sér gott af dúfunni. Eins hreyfði hann sig ekki þegar borgarbúar
strunsuðu framhjá á báða bóga, enda hefur hann líklega verið orð-
inn langsoltinn. Þeir sem fylgdust með atganginum furðuðu sig á
því hve snöggur ránfuglinn var að rífa bráðina í sig.
Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn. Smyrlar eru af ætt
fálka og minnstir þeirra. Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn.
Smyrlar lifa einkum á smærri fuglum eins og skógarþröstum, sól-
skríkjum og mófuglum. Beita þeir ótrúlegri flughæfni við veið-
arnar. Smyrillinn verpir í Norður-Evrópu og leita flestir suður á
bóginn yfir veturinn. Íslenskir smyrlar fara gjarnan til Bretlands-
eyja og Írlands. Nokkrir smyrlar hafa þó vetursetu hér á landi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barátta lífsins
í Bankastræti
Hrafnkelssaga >> 64
Allir í leikhús
Leikhúsin í landinu