Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 23 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Mikill hlaupaáhugi er á Selfossi. Þar fer fremstur í flokki hlaupahópurinn „Frískir Flóamenn“. Aðrir hlaupahópar eru einnig starfandi í bæjarfélaginu, t.d. hópur fimm- menninga, sem er á leiðinni til London til að hlaupa í Lundúnamaraþonhlaupinu sunnudag- inn 13. apríl. Maraþon er 42,2 km og vonast hver og einn í hópnum til að geta hlaupið leið- ina á 3,5 til 4 klukkustundum. Þau sem fara frá Selfossi eru hjónin Guðjón Sigurjónsson og Þórdís Erla Þórðardóttir og Grímur Hergeirsson og Björk Steindórsdóttir, ásamt Kristni Marvinssyni, sem tók þátt í Berlínarmaraþoninu á síðasta ári. Guðjón sem er 37 ára lögfræðingur og sjálfstætt starfandi lögmaður á Selfossi fer fyrir hópnum. Hlaup sem líkamsrækt „Það má segja að ég hafi byrjað að fikta við að hlaupa um vorið 2004. Þá fannst mér hlaup reyndar frekar einkennilegt sport og óspenn- andi, þar sem það var enginn bolti til að elta. En ég byrjaði á þessu í upphafi vegna þess að frásagnir vina og kunningja sem höfðu tekið þátt í Laugavegshlaupinu árið áður þóttu mér spennandi. Vildi kanna hvort ég gæti tekist á við þá þrekraun, sem er 55 km hlaup um fjall- lendi frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Það hafðist með herkjum og síðan hef ég haldið mig við hlaup sem líkamsrækt, með smá- hléum,“ sagði Guðjón þegar hann var spurður hvenær hann hefði byrjað að hlaupa. Hann segir að hlaup sé mjög hentug leið til líkamsræktar. „Maður getur nánast alltaf fundið sér tíma til að fara út að hlaupa og er í sjálfu sér ekki bundinn af neinum öðrum en sjálfum sér. Auðvitað líður manni miklu betur þegar maður nær að halda sér í formi og svo er skemmtilegur félagsskapur hluti af þessu öllu saman,“ bætti hann við. Guðjón segist ekki hafa neina skýringu á þessum mikla áhuga á Selfossi fyrir hlaupum en segir þó að starfsemi „Frískra Flóamanna“ hafi þar mikið að segja. 40 þúsund hlauparar Lundúnamaraþonhlaupið fer fram um næstu helgi en það er eitt af fimm fjölmenn- ustu hlaupum í heiminum. En hvað eru Sel- fyssingar að þvælast í þetta hlaup? „Þetta er bara ein af þessum dellum. Við þessi fimm drifum okkur til New York fyrir tveimur árum og tókum þátt í maraþoninu þar. Það var mögnuð upplifun. Þrátt fyrir stífa vöðva og stirða leggi í lok hlaups þá kviknaði í kjölfarið sú hugmynd að klára fimm helstu maraþonhlaup heimsins, sem eru auk New York, London, Berlín, Chicago og Boston. Þetta er partur af því ferli. Lundúna- maraþonið er mjög fjölmennt með ríflega 40 þúsund þátttakendum og samkvæmt mínum upplýsingum eru á milli 20 og 30 Íslendingar hluti af þeim fjölda. Umgjörðin er sögð mjög skemmtileg, með gríðarlegum fjölda áhorf- enda og mikilli hvatningu á leiðinni. Það er ekki laust við að það sé að myndast spenna í hópnum fyrir hlaupið,“ sagði Guðjón. Í máli hans kom fram að hópurinn hefur undirbúið sig fyrir hlaupið með því að reyna að hlaupa nokkuð markvisst 4 til 5 sinnum í viku, síðustu 10 til 12 vikur. Hann segir það hafa gengið misvel í þessari vetrartíð sem hef- ur verið en telur þó að hópurinn sé þokkalega undir hlaupið búinn. Ótrúlegur kraftur í Grími Sérstaka athygli vekur þátttaka Gríms Her- geirssonar í hlaupinu því hann greindist með hálskirtlakrabbamein fyrir um 9 mánuðum og gekkst undir erfiða aðgerð og geislameðferð í kjölfarið. „Grímur er gríðarlegur keppnismaður og maður átti kannski ekki von á að hann yrði kominn í form til að hlaupa maraþon núna svona skömmu síðar. En viljinn og krafturinn í honum er ótrúlegur og nú er staðan líklega sú að hann er kominn talsvert fram úr okkur hin- um í formi og það er náttúrlega ekki hægt annað en að dást að og gleðjast yfir þessum árangri hans,“ sagði Guðjón um þátttöku Gríms í hlaupinu. Guðjón er að lokum spurður hvaða skilaboð hann eigi handa þeim sem nenna ekki að fara út að hlaupa og vilja frekar hafa það gott heima í sófanum. „Það er um að gera að setja á sig skóna og skella sér út að hlaupa. Sníða sér stakk eftir vexti og áður en menn vita af þá finna menn gríðarlegan mun á sér. Reynslan segir okkur að það er miklu vænlegri kostur en að sitja hreyfingarlaus heima.“ Getur alltaf farið út að hlaupa Stífar æfingar Selfyssingarnir sem taka þátt í Lundúnamaraþoninu, f.v. Guðjón Sigurjónsson, Þórdís Erla Þórðardóttir, Kristinn Marvinsson, Björk Steindórsdóttir og Grímur Hergeirsson. Í HNOTSKURN »Hlaupahópurinn frá Selfossi stefnir aðþátttöku í fimm helstu maraþon- hlaupum heims. New York er að baki og London framundan. Þá verða eftir Berlín, Chicago og Boston. Taka þátt í Lundúna- maraþonhlaupinu með 40 þúsund hlaupurum Selfoss | Heilbrigðisstofnun Suður- lands á Selfossi fékk nýlega til- kynningu frá útibúi Landsbanka Ís- lands um peningagjöf. Steinþór Zóphóníasson gaf stofnuninni eina milljón kr. Einnig gaf hann milljón til Dagdvalar aldraðra í Árborg. Steindór lést 17. mars síðastlið- inn á dvalarheimilinu Kumb- aravogi. Hann bjó lengst af í Ás- brekku í Gnúpverjahreppi, en fluttist á Selfoss árið 1992. Árið 2007 vistaðist Steindór á hjúkr- unar- og dvalarheimilið Kumb- aravog á Stokkseyri. Dóttir Stein- dórs og Bjarneyjar G. Björgvinsdóttur er Ingveldur Sig- rún Steindórsdóttir og býr í Reykjavík. Steindór var mjög ánægður með þá þjónustu sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafði veitt honum og vildi sýna þakklæti sitt með þessum hætti. Með sama hætti vildi hann sýna þakklæti sitt fyrir þá þjónustu sem hann naut hjá Dagdvöl aldr- aðra í Árborg. Gjöf Steinþór Zóphóníasson gaf Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eina milljón króna. Gaf tvær milljónir króna Árborg | Glaðheimar, elsti leik- skólinn á Selfossi, fagnaði 40 ára afmæli sínu á dögunum. Við af- mælisathöfn í skólanum tilkynnti Ragnheiður Thorlacíus, fram- kvæmdastjóri fjölskyldumiðstöðvar Árborgar, að bæjarstjórn hefði ákveðið að láta rita sögu leikskóla í sveitarfélaginu, sögu sem hefst við stofnun Glaðheima hinn 1. apríl árið 1968. Heiðdís Gunnarsdóttir, fyrrverandi leikskólafulltrúi, hefur tekið verkið að sér. Heiðdís er manna fróðust um starfsemi leikskóla Árborgar eftir áratuga vinnu hjá sveitarfélaginu, fyrst sem leikskólastjóri og síðar leikskólafulltrúi. Stefnt er að því að ritið komið út í byrjun næsta árs. Saga leikskóla skrifuð             Hörkutól – með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth Vasaljós Stereó FM-útvarp Innbyggður hátalari Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann. Honum er pakkað inn í sterkbyggða umgjörð sem er bæði ryk- og rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði. Samsung M110 – er sannkallað hörkutól. Heildsöludreifing og þjónusta: Skútuvogi 12c auk viðukenndra söluaðila um land allt M110 fæst hjá eftirtöldum aðilum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.