Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING DVERGHAMRAR, sýn- ing á ljósmyndum Rafns Hafnfjörð, hefur verið opnuð á Loftinu í Start Art á Laugavegi. Rafn hóf markvisst að mynda náttúru Íslands 1960, í þeim tilgangi að kynna Ísland erlendis, bæði með ferðabæklingum og póstkortum. Sérstæðar ljósmyndir hans voru aðaluppistaða Íslandsdeild- arinnar á heimssýningunni í Montreal 1967, hann hefur haldið stórar einkasýningar á Kjarvals- stöðum, í Hafnarborg og víðar auk þess að hafa átt ljósmyndir á kynningum og viðburðum tengd- um Íslandi víða um heim. Myndlist Rafn Hafnfjörð sýnir Dverghamra Rafn Hafnfjörð BÁSÚNUKÓR, skipaður um fjórtán básúnuleikurum, leikur á tónleikum í Grensáskirkju kl. 14 í dag. Þar verður flutt tón- list eftir bandaríska básúnu- leikarann Norman Bolter, meðal annars frumflutt nýtt verk sem samið var sér- staklega fyrir þessa Íslands- heimsókn hans og kallast In All Hearts. Hann tileinkar verkið Íslendingum og vináttunni. Norman Bolter er 53 ára en kominn á eftirlaun eftir að hafa leikið með Sinfóníuhljómsveitinni í Boston og Boston Pops í um 30 ár. Öllum er heim- ill aðgangur að þessum sérstaka viðburði. Tónlist Básúnur, básúnur, básúnur Norman Bolter Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „ÞETTA er eitt af viðameiri kór- verkum klassísku bókmenntanna,“ segir Hákon Leifsson, stjórnandi Vox Academica, um Requiem eftir Verdi sem kórinn flytur í Hall- grímskirkju í dag ásamt úrvalshópi einsöngvara. „Þetta er sálumessa sem kom upphaflega til þegar Verdi reyndi að koma því í fram- kvæmd að nokkur tónskáld semdu messu í minningu Rossinis. Hann skrifaði sjálfur einn kafla í því verkefni en það gekk hálferfiðlega að koma því á koppinn.“ Svo fór að Verdi hélt áfram að vinna með sinn hluta og þegar vin- ur hans, rithöfundurinn Aless- andro Manzoni, lést ákvað hann loks að gera úr því heila sálumessu og það er það Requiem Verdis sem tónlistarunnendur þekkja í dag. Einvalalið í einsöngshlutverkum Hákon sérvaldi einsöngvarana fyrir verkið og fékk þau Kristin Sigmundsson, Sólrúnu Bragadótt- ur, Rannveigu Fríðu Bragadóttur og Gissur Pál Gissurarson til liðs við sig. „Þau eru öll atvinnusöngv- arar erlendis nema Gissur. Okkur langaði til að flytja þetta einu sinni bara með íslenskum einsöngvurum og til þess að skapa heild á milli þeirra ákvað ég að fara þá leið að fá Kristin, Sólrúnu og Rannveigu að utan og ég er mjög ánægður með hvað þau smellpassa saman.“ Á tónleikunum leikur hljóm- sveitin Jóns Leifs Camerata með kórnum, en hún er skipuð hljóð- færaleikurum úr Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. „Til þess að svara stærri hljómsveit og svo þessari rómantísku tónlist Verdis lögðum við áherslu á að stækka kórinn og erum núna 75,“ segir Hákon. Kór- inn hefur hingað til talið um fimm- tíu manns, svo talsvert hefur fjölg- að í röðum kórfélaga. Hákon er ekki viss hvort þessi stækkun kórsins sé til frambúðar. „Hvert verkefni fyrir sig krefst ákveðinnar stærðar af kór. Svo hafa sum verk meira aðdráttarafl en önnur fyrir kórfólk. Þetta er allt meira og minna vant söngfólk sem er búið að syngja haug af verkum í gegnum tíðina. Við í Vox Academica tökum gjarnan bara eitt verkefni fyrir í einu og hugs- um þetta frá verki til verks til að spenna bogann ekki of hátt.“ Hvað sem því líður hefur Vox Academica verið að ráðast í sífellt stærri verkefni undanfarin ár. „Við höfum verið að feta okkur nær því að flytja þessar stóru klassísku kórperlur,“ segir Hákon en meðal þeirra verka sem kórinn hefur ráð- ist í að flytja eru Messías eftir Händel, Magnificat eftir Bach og Cantate de Noël eftir Honegger. Það er óráðið hvaða verkefni verður næst á dagskrá hjá kórn- um. „Ég reikna með því að það verði rætt yfir matnum eftir tón- leikana. Ég passa mig afskaplega mikið á því að ákveða ekki neitt slíkt nema í samráði við liðsheild- ina, þannig að allir finni fyrir ábyrgð gagnvart hugmyndinni,“ segir Hákon. Vox academica, Jóns Leifs Camerata og einsöngvarar flytja Sálumessu Verdis Messa í minningu vinar Af æfingu Hákon Leifsson stjórnar í dag 75 manna kór ásamt úrvalshóp einsöngvara og hljómsveitinni Jóns Leifs Camerata, þegar Sálumessa Verdis verður flutt. Hákon Leifsson er í forgrunni, en einsöngvararnir á miðri mynd eru Sólrún Bragadóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson. TILNEFNINGAR til írsku Impac- bókmenntaverðlaunanna voru op- inberaðar í gær. Þetta eru mestu verðlaun sem í boði eru í bókmenntaheiminum. Átta skáldverk eru útnefnd og er listinn mjög alþjóðlegur í anda verðlaunanna. Aðeins tvær skáld- sagnanna eru skrifaðar af ensku- mælandi höfundum, önnur írsk, hin áströlsk. Impac-verðlaunin verða nú veitt í 13. sinn en þau þykja ekki síst eftirsóknarverð fyrir verðlaunaféð sem nemur andvirði tæpra 12 milljóna króna sem er langt um- fram það sem önnur virt bók- menntaverðlaun geta státað af að bjóða. Fyrir þá sem vilja kíkja í for- vitnilegar bækur lítur listinn svona út: The Speed of Light eftir Javier Cercas frá Spáni, The Sweet and Simple Kind eftir Yasmine Goone- ratne frá Sri Lanka, De Niro’s Game eftir Rawi Hage frá Líb- anon, Dreams of Speaking eftir Gail Jones frá Ástralíu, Let it be Morning eftir Sayed Kashua frá Ísrael, The Attack eftir Yasminu Khadra frá Alsír, The Woman who Waited eftir Andrei Makine frá Rússlandi og Winterwood eftir írska skáldið Patrick McCabe. Ef verðlaunabók er þýdd fær þýðand- inn fjórðung verðlaunafjárins. Átta bækur tilnefndar til Impac Aðeins tvær eftir enskumælandi skáld FINNSKA tón- skáldið Kaija Sa- ariaho hreppti Nemmers- tónskáldaverð- launin í ár, en þau voru veitt við Northwestern- háskólann í Ill- inois í Bandaríkj- unum í fyrradag. Þetta eru virt verðlaun og verð- launaféð nemur andvirði sjö og hálfrar milljónar íslenskra króna. Að auki verður nýtt verk eftir hana flutt á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Chicago og tónskáld- inu er boðin dvöl við háskólann í ár þar sem hún fær aðstöðu til að semja og sinna kennslu í ein- hverjum mæli. Kaija er eitt þekkt- asta tónskáld Finna í dag, en verk hennar hafa hljómað á tónleikum á Íslandi, m.a. hjá Caput og Adapter. Saariaho fær verðlaun Kaija Saariaho Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ er gaman að koma heim með svona gullkorn í pokanum,“ segir Margrét Hrafnsdóttir sópr- ansöngkona, en hún syngur á tón- leikum í Salnum annað kvöld kl. 20 með Hrönn Þráinsdóttur píanóleik- arara. Gullkornin eru sönglög sem við báðar efumst um að nokkurn tíma hafi verið flutt á Íslandi, eftir pólska tónskáldið Karol Szym- anovsky. En hver er Margrét og hvaðan kemur hún inn á íslenskt söngsvið með tónleika sem hún segir sína fyrstu „virkilega opinberu“ tón- leika hér heima? „Ég er búin að vera í Stuttgart í 10 ár. Ég fór þangað í söngnám og lauk þremur prófum: söngkenn- araprófi, einsöngvaraprófi og ljóða- deildarprófi. Ég starfa nú við söng og söngkennslu. Það gengur yfirleitt vel, en er stundum streð.“ Margrét segir það rétt að kreppa hafi þjakað þýsk óperuhús und- anfarið og oft sé illa farið með unga óreynda söngvara. „Fólk er heppið ef það kemst á eins ár samninga og þeir eru endurnýjaðir á hverju ári. Það er ekki lengur neitt öryggi í þessu,“ segir Margrét. Hún segir það að starfa úti fyrst og fremst betra fyrir það hvað markaðurinn sé miklu stærri. „Söngvarar hér heima eru ótrúlega duglegir, þeir þurfa að vera allt í öllu og syngja hvað sem er, en það er orðið þannig úti líka.“ En hvað um gullmolann? „Við sóttum um að syngja í Tí- brárröðinni af þeirri ástæðu að við vorum með lögin eftir Szymanovsky. Við vorum saman í ljóðadeildinni í Stuttgart og vorum þar hjá sérvitr- um prófessor sem lét okkur aldrei syngja neitt þekkt. Enginn Schubert þar, nema óþekktur Schubert. Við kynntumst þessum ljóðum hjá hon- um og fluttum á pólskum tónleikum sem voru haldnir í samvinnu við pólskan tónlistarháskóla í Varsjá. Ég er svo heppin að Szymanovsky samdi þetta við þýskan ljóðaflokk við ljóð eftir eftir Dehmel og fleiri. Szymanovsky var hrifinn af þýskum ljóðskáldum en Dehmel var sam- tímamaður hans. Strauss samdi líka við ljóð eftir hann.“ Ljóðaflokurinn heitir Aufblick, og Margrét segir ljóðin mjög ólík, þótt tónskáldið noti svipaða hljóma aftur og aftur. „Það var sagt um Szym- anovsky að hann væri pólskur im- pressjónisti. þetta eru þykkir og stórir hljómar, púra síðrómantík. En hann var líka fyrir einfaldleikann. Stundum tekur hann eitt orð úr ljóð- inu og litar allt lagið með, ann- aðhvort lýsingarorð eða tilfinningu. Þetta er ótrúlega flott.“ Grieg, Schumann og Strauss eiga líka sína fulltrúa á tónleikunum. Margrét Hrafnsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir flytja ljóð eftir Szymanovsky í Salnum annað kvöld Kallaður pólski impressjónistinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Pólsk dagskrá Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona hafa áður flutt lög Szymanovskys í Stuttgart. ♦♦♦ GUÐMUNDUR R. Lúðvíksson opnar sýninguna Hreppsómagi og vindhanar á Café Karólínu á Akureyri í dag. Guðmundur lagði af stað frá Njarðvíkum kl. fimm í morgun og hélt til Ak- ureyrar. Hann núllstillti kíló- metramæli bílsins í upphafi ferðar og við hver hreppamörk á leiðinni til Akureyrar blæs hann, eða blés, lofti í poka og lokaði fyrir. Hver poki er síðan merktur með fjölda km sem eftir eru að áfangastað, 0 km-pokinn þeirra stærstur. Ljósmyndir eru tekn- ar af gjörningnum en einnig verða þrjú verk sýnd sem unnin voru með girni og eru þrívíð. Myndlist Blásið í poka á leið til Akureyrar Guðmundur Lúð- víksson blæs í poka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.