Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Sigurðssonfæddist í Syðsta- hvammi í Vestur- Húnavatnssýslu 20. desember 1930. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 27. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Davíðsson, kaup- maður á Hvamms- tanga, f. 13.9. 1896, d. 27.3. 1978, og Ósk Jónsdóttir, hús- móðir, f. 10.7. 1893, d. 21.2. 1964. Albróðir Jóns er Björn Þórir, f. 1935. Systkini sam- feðra eru Davíð, f. 1919, d. 1981, Anna, f. 1921, d. 1996, Gunnar Dal, f. 1923, Garðar, f. 1924, og Guð- mann Heiðmar, f. 1928, d. 2004. Jón kvæntist 20. desember 1953 Ástbjörgu Ögmundsdóttur, tal- símaverði, f. 4.5. 1932. Foreldrar hennar voru Ögmundur Kr. Sig- urgeirsson, bóndi og verkamaður, f. 3.6. 1901, d. 11.4. 1969, og Anna Gunnlaugsdóttir, húsmóðir, f. 31.7. 1900, d. 13.12. 1993. Börn Jóns og Ástu eru þrjú: 1) Sigurður Birgir, f. 11.8. 1953, búsettur á Hvammstanga. Birgir kvæntist Ernu I. Helgadóttur, f. 15.12. Jón ólst upp á Hvammstanga og bjó þar alla ævi. Hann vann á unga aldri í vegavinnu, fyrst sem verkamaður og síðar sem öku- maður á flutningabíl. Einnig vann hann um tíma á vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar, en fljótlega eftir tvítugt hóf hann störf hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga sem flutningabílstjóri í áætl- unarferðum um héraðið og á milli Hvammstanga og Reykjavíkur. Síðar tók hann við vélgæslu frysti- véla sláturhúss kaupfélagsins og starfaði við vélgæslustörf til starfsloka, 70 ára að aldri. Einnig var hann sjúkrabílstjóri meðfram föstu starfi allt frá u.þ.b. 1956 þegar Sigurður faðir hans eign- aðist Chervolet Custom station- bifreið sem þótti upplögð til sjúkraflutninga. Jón tók þátt í starfi leikflokksins á Hvamms- tanga, sem leikari og leikmynda- smiður en ekki síst sem leikmuna- smiður. Jón átti sterkar taugar til fæðingarstaðar síns Syðsta- hvamms, hann kom sér upp sælu- reit í hvamminum þar sem hann hóf ræktun trjágróðurs. Hann hafði yndi af að nostra við gróð- urinn í frítíma sínum, setjast í grasbalann, hlusta á fuglana syngja sinn söng, njóta staðarins og stundarinnar. Útför Jóns fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1951, þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru Erla Birna, f. 1976, sambýlismaður hennar er Magnús Örn Jóhannsson, f. 1975, dóttir þeirra er Arnrún Ósk, f. 2005. Sonur Magnúsar er Jóhann Örn f. 1998. Búsett í Mosfellsbæ. b) Jón Helgi, f. 1981, kvæntur Dönu Jó- hannsdóttur, f. 1983, börn þeirra eru Seb- astian, f. 1999, Tara Líf, f. 2004, og Tiffany Lind, f. 2005. Búsett í Svíþjóð. c) Ástmar Yngvi, f. 1989. Búsettur í Reykjavík. 2) Anna Kristín, f. 5.3. 1956, búsett í Noregi, gift Arne Braaten, f. 27.11. 1954. Synir þeirra eru a) Reidar Freyr, f. 1979. Kvæntur Hege Jakobsen, f. 1979, sonur þeirra er Ymer, f. 2003. Þau eru búsett í Noregi. b) Ásgeir, f. 1981. c) Jón Sindre, f. 1986. 3) Ósk, f. 16.3. 1959, búsett í Reykja- vík, gift Magnúsi Kristinssyni, f. 24.6. 1959. Börn þeirra eru a) Elm- ar, f. 1984, sambýliskona hans er Linda Sivertsen, f. 1986, búsett í Danmörku. b) Ernir f. 1993. c) Salka Arney, f. 1997, og Kolka Mán- ey, f. 1997. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag …“ Þannig orti Tómas forðum og segja má að líf þitt og starf hafi lengst af verið ferðalag. Kæri pabbi, það er mín mesta gæfa að hafa átt þig að, þegið huggun og handleiðslu gegnum farinn veg. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Gangi þér vel á þínu ferðalagi. Þinn sonur, Birgir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég mun alltaf sakna þín. Þín dóttir, Anna Kristin. Í dag verður þú, elsku pabbi, lagð- ur til hinstu hvílu eftir snarpa við- ureign við manninn með ljáinn. Þú hafðir allt það sem þarf til að vera góð manneskja. Vildir öllum vel og alltaf tilbúinn að þjóna öðrum. Þú gafst svo mikið af þér, gladdir svo marga og kenndir okkur öllum hversu gott er að gefa. Minningin um þig er svo falleg og mun ég alltaf geyma hana í hjarta mínu. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Hvíldu í friði elsku pabbi minn. Ósk Jónsdóttir. Jón, eða bara afi eins og við ávallt kölluðum hann, er horfinn, en lifir þó áfram í hjörtum okkar. Afi, sem var tengdafaðir minn og mjög góður faðir konu minnar, góður afi og fyr- irmynd þriggja sona okkar, þeirra Jóns Sindra, Ásgeirs og Freys. Maður gæti kannski haldið að tungumálið hefði verið til hindrunar og gert það erfiðara fyrir okkur frá Noregi að kynnast honum til hlítar. En svona var það ekki. Hann hafði alveg einstakt lag á að fá mann til að finna að maður væri elskaður og við- urkenndur, án margra orða. Afi átti þennan eiginleika í ríkum mæli. Þegar ég kom ungur til Íslands í fyrsta skipti var ég mikið með hon- um. Mér fannst notalegt og hlýlegt að vera nálægt honum, orð voru óþörf. Þegar ég kvaddi hann, þegar hann heimsótti okkur síðast til Nor- egs og við tókumst í hendur, lagði hann hina höndina yfir hönd mína eins og hann vildi lengja „kveð- juaugnablikið“ og þannig segja mér að allt yrði gott og blessað. Hann lagði mikla áheyrslu á kveðjuorðin án þess að það yrðu djúpar samræð- ur. Det er en lykke i livet Som ikke kan vendes til lede: Det at du gleder en annen, Det er den eneste glede. Þetta ljóð eftir Arnulf Överland finnst mér gefa okkur skýra mynd af afa, eins og hann lifði fyrir aðra. Takk fyrir að þú gafst okkur inni- haldsríkara líf, afi! Þinn tengdasonur, Arne. Látinn er fyrrverandi tengdafaðir minn eftir stutt veikindi, sem komu eins og reiðarslag fyrir okkur sem eftir lifa, en er gott fyrir hinn veika. Ég á Nonna margt að þakka eftir tæp 40 ára kynni, en ég veit að hann hefði ekki viljað mörg orð um sín verk. Þakkir fyrir það sem hann gerði voru óþarfar, því það var allt svo sjálfsagt. Hann var ekki margmáll maður, em hugsaði sjálfsagt þeim mun meira, sem sannast á verkum hans. T.d. bjó ég hjá þeim hjónum í eitt og hálft ár, þá var hann vélagæslu- maður hjá kaupfélaginu og ég að vinna á sjúkrahúsinu á kvöldvökt- um. Hann fór alltaf síðustu eftirlits- ferð fyrir nóttina, þegar ég var að ljúka vakt, og tók mig með heim. Eins var þegar við sonur hans vorum að byggja, þá átti hann mörg handtökin þar óbeðinn, svo leit hann oft inn til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi, svo var hann farinn. Við barnabörnin var hann mjög natinn bæði í leik og sagði þeim sög- ur, átti til handa þeim nammi og afa- kex (kremkex). Margt hef ég fleira að segja um þennan mæta mann, en læt hér stað- ar numið. Hitt er í minningunni. Votta ég konu, börnum og öðrum honum nánum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Erna I. Helgadóttir. Elsku afi, dagurinn sem ég vonaði að myndi aldrei koma hefur komið og farið með þig með sér. Það er svo margt sem mig langaði að segja við þig áður en þú færir. Þú kunnir ógrynni af sögum sem alltaf var gaman að fá að heyra. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa og það var eins og þú gætir alltaf fundið tíma fyrir barnabörnin þín. Engin orð geta lýst því hversu góð manneskja þú varst. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú kendir mér, allt frá að byggja snjóhús til að keyra bíl. Aldr- ei skammaðirðu mig, þú varst bezti afi í heiminum en nú er lítið eftir nema minningar og þær mun ég geyma vel. Þú varst mikill hugsuður og veltir þér upp úr kenningum á borð við kenningar Erichs von Däni- ken og vangaveltum eins og hvort það sé líf á öðrum hnöttum. Ég vona að þú hafir fengið svör við þessum spurningum. Allar minningar um þig eru góðar og það er það sem ger- ir þær svo verðmætar en í senn sorglegar. Ég mun aldrei gleyma þér afi minn. … að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem var skrifað hjá oss. (Tómas Guðmundsson) Megi hjartkær afi minn vera um- vafinn ljósinu eilífa. Elmar Magnússon. Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir þær fáu en góðu stundir sem ég átti með þér. Minningarnar um þig eru fyrir mér alltaf sú umhyggja og kærleikur sem orðalaust streymdi frá þér. Ég mun líka getað hugsað til baka um góðan og umhyggjusam- an mann sem bæði sýndi að honum þótti vænt um mig og var stoltur af mér. Þó að við fengjum ekki mikinn tíma saman, til að virkilega kynnast hvor öðrum, fannst mér alltaf eins og þú værir mér nálægur, þrátt fyrir þá löngu leið sem var á milli okkar. Ásgeir. Elsku afi. Ég veit að það er óþarfi að segja það, en ég vildi óska þess að ég gæti sagt það við þig. Að þrátt fyrir ólík tungumál og langan veg á milli okk- ar voru orð óþörf til að finna hlýju þína og þau bönd sem tengdu okkur saman. Því hugur þinn og sú nær- vera sagði mér meira en orð fá sagt. Í þér lærði ég að þekkja sjálfan mig betur. Takk fyrir allt. Jón Sindre. Farinn er hann afi minn á betri stað. Margar góðar minnigar á ég eftir allar samverustundir okkar. Alltaf var hægt að fara til afa í vinn- una. Og alltaf var hann til í að hjálpa mér með allt sem þurfti að gera. Takk afi fyrir að hafa kennt mér margt og gert mig að þeim sem ég er í dag. Þinn Jón Helgi. Elsku afi minn. Eitthvað hefur nú gengið á á himnum úr því að þú varst kallaður til. Það hefur eflaust verið mikil þörf á þúsundþjalasmið og snillingi. Ég viðurkenni að ég er ekki sátt við að þú sért farinn frá mér – verð líkleg- ast seint sátt. Þú ert og varst og verður minn súperman. Ég var eina afastelpan í 21 ár og fékk ég að njóta þess til hins ýtr- asta. Hef eflaust komist upp með meira en margar afastelpur. Ég ólst upp með þig í næsta ná- grenni, fyrstu mánuði lífs míns bjuggum við hjá ykkur ömmu, en fluttumst ekki langt frá. Vinnan þín var mikið til í götunni minni og ófáir voru rúntarnir þínir framhjá heimili okkar til að athuga með okkur. Bílar hafa alltaf skipað stórt hlut- verk í þínu lífi, flutninga- og sjúkra- bílar. Og ekki fyrir löngu gerði ég mér grein fyrir að flestir þeir bílar sem hafa komið inn í líf mitt eru úr þínum fórum. Þið amma gáfuð mér bílabraut þegar ég varð 5 ára, nokkrum árum síðar gáfuð þið mér gamla rauða bílinn ykkar þegar hann gaf upp öndina og var hann leiktæki í garðinum. Þegar ég fékk bílpróf létuð þið mig hafa rauða Fí- atinn til að draslast á og núna hef ég til umráða rauðu Toyotuna þína sem fylgdi þér í 14 ár. Þú leyfðir mér líka að keyra í fyrsta sinn – uppi í hvammi fékk ég oft að sitja í fanginu á þér, keyra um á túninu og flauta á rollurnar sem var verið að reka í burtu. Einnig fékk ég að keyra Land Roverinn í heyskap eitt haustið. Ég veit að hvammurinn átti hug þinn allan og kraftaverkið sem þú hefur unnið þar er ótrúlegt. Til eru myndir frá um 1980 þegar þú varst að byggja húsið uppfrá og þar var allt bert. Núna er þar allt grænt og gróið og stóð til að græða þar meira – planta fleiri trjám og fegra – ég lofa að passa upp á hvamminn og halda verki þínu áfram. Tilfinningar þínar til þíns sælureits held ég að hefði mátt túlka með eftirfarandi: Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég, þar aðeins við mig kann ég, þar batt mig tryggðarband, því þar er allt sem ann ég. Það er mitt draumaland. (Jón Trausti.) Ég á aldrei eftir að gleyma gönguferðum á háhesti um hvamm- inn þar sem ég sat á öxlunum á þér og hélt í eyrun til að ég dytti ekki niður. Hringlinu í klinkinu í vasan- um og lyklakippunni í buxna- strengnum. Mandarínum og kon- fekti á jólum, ferðum í kaupfélagið til að kaupa nammi í poka og svo ótal mörgu fleiru. Ég þakka aðstoð- ina með nafnið hennar Arnrúnar Óskar – hún fær að vita það þegar hún verður eldri. Svo er ég líka óendanlega glöð að ég gat sagt þér nöfnin sem koma til greina á barnið sem ég á von á eftir nokkra daga. Ég veit þú samþykkir þau líka. Það er svo margt sem ég vil þakka þér fyrir og margt sem ég átti eftir ósagt og á ég eftir að segja þér það síðar þegar hittumst á nýjan leik. Þangað til kveð ég í bili elsku afi minn. Gangi þér vel þar sem þú ert og góða skemmtun – hvort sem það verður á keyrslu, við trjárækt, smíði reiðhjóla eða karamellukvarna. Erla Birna. Nonni er látinn. Jafnaldri minn og besti vinur frá barnæsku til hinsta dags. Við áttum heima hvor sínum megin við götuna. Handan götunnar var Fjaran, leikvöllur okkar með til- heyrandi skeljum og kuðungum, rauðum, hvítum og grænum stein- um, stórum og smáum, ásamt öllu öðru sem í fjörunni finnst. Við stunduðum þarna útgerð og fluttum varning milli landa. Báta, bryggjur og annað tilheyrandi smíðuðum við sjálfir úr því efni sem til féll. Þegar ég hugsa aftur til þessara áhyggju- lausu æskuleikja detta mér í hug lín- ur úr kvæði Stefáns Jónssonar: Báran suðar við sand og sólin gyllir traf og gaman er að eiga skip við Atlantshaf. Sérstaklega er mér fast í minni sumarið 1939. Þá var steikjandi hiti og logn nánast allt sumarið og við á stuttbuxum og bol. Föstu verkin voru að reka kýrnar, vinna við hey- skap og sendiferðir. En æskuárin liðu fljótt og haustið 1949 fórum við Nonni vestur á Ísafjörð á mótorvél- stjóranámskeið fyrir verðandi vél- stjóra á fiskiflotanum. Þar var kennsla mikil og góð og hægt að læra margt á stuttum tíma. Þegar heim kom fórum við að vinna á véla- verkstæði og þá komst ég að því hversu góður fagmaður Nonni var. Öll hans verk voru vönduð og vel unnin. Nokkrum árum síðar gerðist hann vélstjóri í frystihúsi KVH og enn síðar fékk ég hann til að taka að sér akstur sjúkrabifreiðar héraðs- ins. Bifreiðin var sú fyrsta sem kom til þeirra nota í héraðið. Þetta gerði hann í nær þrjá áratugi og leysti vel af hendi eins og allt sem hann gerði. Hjartans þakkir fyrir órofa vin- áttu við mig og mína alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Eiginkonum, börnum, barnabörn- um og frændgarði öllum votta ég samúð mína. Sigurður H. Eiríksson og fjölskylda. Jón Sigurðsson ✝ Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir, dótturdóttir og mágkona, ÞÓRANNA GUÐBJÖRG RÖGNVALDSDÓTTIR, Hringbraut 34, Hafnarfirði, andaðist laugardaginn 29. mars. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á námssjóð til styrktar sonar hennar. 1145-05-444161 Kt. 280363-3249. Rögnvaldur Þór Gunnarsson, Rögnvaldur Þórhallsson, Unnur Björnsdóttir, Björn M. Rögnvaldsson, Fanney Baldursdóttir, Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, Örn Friðriksson, Svava Rögnvaldsdóttir, Gunnar B. Gestsson, Katrín Rögnvaldsdóttir, Ágúst Kristófersson, Ásdís Rögnvaldsdóttir, Þórhallur Bergþórsson, Matthías Rögnvaldsson, Erla Jóhannesdóttir, Guðrún Rögnvaldsdóttir, Hólmfríður Steinþórsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.