Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 65 ■ Í dag kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Sjaldgæft tækifæri til að hlýða á tónlist Ludwig Spohr, sem á sinni tíð var talinn standa jafnfætis Beethoven og Mozart. Fluttur verður oktett hans fyrir fiðlu, tvær víólur, selló, kontrabassa, klarínettu og tvö horn. ■ Fim. 10. apríl - örfá sæti laus Síðbúin meistaramessa Heimsóknir heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar, Vladimir Ashkenazy, eru alltaf stórviðburður. Að þessu sinni stjórnar hann flutningi á Missa Solemnis eftir Beethoven. ■ Fim. 17. apríl Söngfuglar hvíta tjaldsins Söngleikjadívan Kim Criswell flettir söngbókum helstu lagahöfunda Bandaríkjanna frá gullöld söngvamyndanna og fetar í fótspor sönggyðja á borð við Judy Garland, Marilyn Monroe og Doris Day.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is FRUMSÝNING: Sunnudaginn 6. apríl kl. 20 – Uppselt Miðvikudaginn 9. apríl kl. 20 – Uppselt Föstudaginn 11. apríl kl. 20 – Örfá sæti laus LOKASÝNING: Sunnudaginn 13. apríl kl. 20 MIÐAVERÐ: 1.000 KR. F A B R I K A N hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason leikstjóri: Ágústa Skúladóttir leikmynd: Guðrún Öyahals búningar: Katrín Þorvaldsdóttir lýsing: Páll Ragnarsson www.opera.is KVIKMYND Smárabíó og Háskólabíó Hin Boleyn-stúlkan (The Other Boleyn Girl) bmnnn Leikstjórn: Justin Chadwick. Aðal- hlutverk: Natalie Portman, Scarlett Joh- ansson, Eric Bana, Jim Sturgess, Kristin Scott Thomas. 115 mín. Bretland/BNA, 2008. Saga Önnu Boleyn, annarrar eig- inkonu Hinriks VIII Englandskon- ungs og móður Elísabetar I Eng- landsdrottingar, hefur verið viðfangsefni jafnt sögubóka sem dramatískra skáldverka, og er kvik- myndin sem hér um ræðir viðbót við síðarnefnda flokkinn. Í myndinni er sögð saga Önnu og systur hennar Mary, en báðar höfðu þær verið hjá- konur konungs áður en Anna varð drottning. Anna var önnur af sex eiginkonum Hinriks VIII en hún var tekin af lífi að fyrirskipan kon- ungs eftir ásakanir um sifjaspell, hórdóm og landráð, árið 1536. Kvik- myndin sem um ræðir nýtir sér hina kræsilegu melódramatísku mögu- leika í sögu Boleyn-systra og sprengir upp í hreina sápu í tíð- arandabúningi. Í hlutverki systr- anna Önnu og Mary eru Natalie Portman og Scarlett Johansson, en báðar eru langt frá því að standa al- mennilega undir hlutverkum sínum. Það sama er að segja um hinn ang- urværa Eric Bana í hlutverki Hin- riks VIII, sem birtist hér sem nokk- urs konar leiksoppur í höndum kyntöfra Boleyn-systra, þar sem Mary er sakleysið uppmálað en Anna jafn slæg og hún er fögur, nokkuð sem látið er í veðri vaka að verði henni óhjákvæmilega að falli. Umgjörð myndarinnar er hins veg- ar öll hin vandaðasta, en það liggur við að manni finnist framúrskarandi kvikmyndatöku og búningahönnun sóað á klúðurslegan efniviðinn. Reyndar sýnir handritshöfundurinn ágæt tilþrif í upphafi myndarinnar, þar sem leitast er við að draga upp mynd af kaldranalegum valdalög- málum konungshirðarinnar, en sú viðleitni fer í súginn þegar sagan umbreytist fljótlega í blóðheita sápuóperu með sögulegu ívafi. Heiða Jóhannsdóttir Söguleg sápuópera Boleyn Natalie Portman er víst langt frá því að standa almennilega undir hlutverki sínu, að mati gagnrýnanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.