Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 65
■ Í dag kl. 17.00
Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu
Sjaldgæft tækifæri til að hlýða á tónlist Ludwig Spohr,
sem á sinni tíð var talinn standa jafnfætis Beethoven og
Mozart. Fluttur verður oktett hans fyrir fiðlu, tvær víólur,
selló, kontrabassa, klarínettu og tvö horn.
■ Fim. 10. apríl - örfá sæti laus
Síðbúin meistaramessa
Heimsóknir heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar, Vladimir
Ashkenazy, eru alltaf stórviðburður. Að þessu sinni
stjórnar hann flutningi á Missa Solemnis eftir Beethoven.
■ Fim. 17. apríl
Söngfuglar hvíta tjaldsins
Söngleikjadívan Kim Criswell flettir söngbókum helstu
lagahöfunda Bandaríkjanna frá gullöld söngvamyndanna
og fetar í fótspor sönggyðja á borð við Judy Garland,
Marilyn Monroe og Doris Day.Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
FRUMSÝNING: Sunnudaginn 6. apríl kl. 20 – Uppselt
Miðvikudaginn 9. apríl kl. 20 – Uppselt
Föstudaginn 11. apríl kl. 20 – Örfá sæti laus
LOKASÝNING: Sunnudaginn 13. apríl kl. 20
MIÐAVERÐ: 1.000 KR.
F
A
B
R
I
K
A
N
hljómsveitarstjóri:
Daníel Bjarnason
leikstjóri:
Ágústa Skúladóttir
leikmynd:
Guðrún Öyahals
búningar:
Katrín Þorvaldsdóttir
lýsing:
Páll Ragnarsson
www.opera.is
KVIKMYND
Smárabíó og Háskólabíó
Hin Boleyn-stúlkan (The Other Boleyn Girl)
bmnnn
Leikstjórn: Justin Chadwick. Aðal-
hlutverk: Natalie Portman, Scarlett Joh-
ansson, Eric Bana, Jim Sturgess, Kristin
Scott Thomas. 115 mín. Bretland/BNA,
2008.
Saga Önnu Boleyn, annarrar eig-
inkonu Hinriks VIII Englandskon-
ungs og móður Elísabetar I Eng-
landsdrottingar, hefur verið
viðfangsefni jafnt sögubóka sem
dramatískra skáldverka, og er kvik-
myndin sem hér um ræðir viðbót við
síðarnefnda flokkinn. Í myndinni er
sögð saga Önnu og systur hennar
Mary, en báðar höfðu þær verið hjá-
konur konungs áður en Anna varð
drottning. Anna var önnur af sex
eiginkonum Hinriks VIII en hún
var tekin af lífi að fyrirskipan kon-
ungs eftir ásakanir um sifjaspell,
hórdóm og landráð, árið 1536. Kvik-
myndin sem um ræðir nýtir sér hina
kræsilegu melódramatísku mögu-
leika í sögu Boleyn-systra og
sprengir upp í hreina sápu í tíð-
arandabúningi. Í hlutverki systr-
anna Önnu og Mary eru Natalie
Portman og Scarlett Johansson, en
báðar eru langt frá því að standa al-
mennilega undir hlutverkum sínum.
Það sama er að segja um hinn ang-
urværa Eric Bana í hlutverki Hin-
riks VIII, sem birtist hér sem nokk-
urs konar leiksoppur í höndum
kyntöfra Boleyn-systra, þar sem
Mary er sakleysið uppmálað en
Anna jafn slæg og hún er fögur,
nokkuð sem látið er í veðri vaka að
verði henni óhjákvæmilega að falli.
Umgjörð myndarinnar er hins veg-
ar öll hin vandaðasta, en það liggur
við að manni finnist framúrskarandi
kvikmyndatöku og búningahönnun
sóað á klúðurslegan efniviðinn.
Reyndar sýnir handritshöfundurinn
ágæt tilþrif í upphafi myndarinnar,
þar sem leitast er við að draga upp
mynd af kaldranalegum valdalög-
málum konungshirðarinnar, en sú
viðleitni fer í súginn þegar sagan
umbreytist fljótlega í blóðheita
sápuóperu með sögulegu ívafi.
Heiða Jóhannsdóttir
Söguleg
sápuópera
Boleyn Natalie Portman er víst langt frá því að standa almennilega undir hlutverki sínu, að mati gagnrýnanda.