Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásgeir Krist-insson fæddist í Höfða í Höfð- ahverfi 25. nóv- ember 1935. Hann lést á Landspítala Fossvogi 20. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristins Indriðasonar, f. 7.4. 1890, d. 16.11. 1953 og Sigrúnar Jóhannesdóttur, f. 18.7. 1892, d. 7.12. 1989. Systkini Ás- geirs eru Jóhannes Steinþór, f. 15.2. 1917, d. 9.5. 1934, Ragn- heiður, f. 24.12. 1918, d. 18.3. 1991, Kristmann, f. 29.4. 1920, d. 26.2. 1977, Valdimar Gestur, f. 6.10. 1921, d. 30.9. 1984, Sig- ríður Rósa, f. 10.8. 1923, Indriði, f. 16.11. 1924, d. 6.1. 1974, Sig- Hjartardóttir, f. 9.11. 1967, börn þeirra eru Hjörtur Geir, f. 1.5. 1991 og Sigríður Júlía, f. 2.6. 1997. Fyrir átti Heimir dótt- urina Hörpu Rut, f. 7.1. 1982, sambýlismaður Björgvin Björg- vinsson, f. 11.1. 1980, þau eiga son, f. 14.3. 2008. 2) Sigríður Soffía, f. 16.2. 1966, d. 21.6. 1985. 3) Ingólfur Kristinn, f. 3.1. 1968, sambýliskona Álfheiður Karlsdóttir, f. 25.9. 1972, börn þeirra eru Ásgeir Tumi, f. 2.10. 1999 og Sigurður Hrafn, f. 31.1.2004. Ásgeir lauk barnaskólanámi og tók síðar meirapróf öku- manna og vinnuvélaréttindi. Hann starfaði sem sjálfstæður atvinnurekandi frá árinu 1961, en þá eignaðist hann sinn fyrsta vörubíl ásamt því að rækta kart- öflur öll sín búskaparár. Ásgeir og Elísa byrjuðu búskap 1963 á Grenivík og bjuggu þar alla tíð. Útför Ásgeirs fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. urður Árni, f. 10.5. 1926, d. 11.5.2001, Ásmundur Hreiðar, f. 16.6. 1927, Flosi, f. 10.3. 1929, María Soffia, f. 16.5. 1930, d. 19.2. 2000, Anna Kristbjörg, f. 6.11. 1931, d. 9.10. 1996, Jón Ingvi, f. 24.2. 1933, d. 30.10. 1999, Jóhannes, f. 19.4. 1934, d. 27.1. 2003, og Haraldur Krist- ófer, f. 9.10. 1938. Ásgeir kvæntist 2.6. 1963 Elísu Friðriku Ingólfs- dóttur, f. 29.6. 1944. Foreldrar Elísu voru Ingólfur Jóhannsson, f. 24.1. 1909, d. 14.3. 1994 og Bára Eyfjörð Jónsdóttir, f. 20.7. 1915, d. 27.1. 2000. Börn Ásgeirs og Elísu eru: 1) Heimir, f. 3.10. 1963, sambýliskona Ólöf Bryndís Mér finnst það svo skrítið að hann afi Geiri sé dáinn, því ég hélt að hann gæti ekki dáið, afi var bara þannig maður. Hann var alltaf svo kátur og hress og var aldrei lasinn. Ég fer alltaf þegar ég get út á Grenivík til afa og ömmu, þar er gott að vera. Ég brasaði oft með afa í kartöflugeymsl- unni eða upp í skemmu. Ég fékk að snúa gröfunni meðan afi smurði hana og stýra vörubílnum eða segja afa til þegar hann bakkaði vörubíln- um. Við afi sungum mikið saman, hann kenndi mér mikið af lögum og ég kenndi honum líka nokkur lög. Uppáhaldslagið okkar afa er Söngur villiandarinnar. Elsku afi minn, þeg- ar ég syng Villiöndina hugsa ég um þig og ég veit að þú fylgist brosandi með mér. Ég ætla að kenna Sigga bróður lagið okkar, svo hann geti sungið það með mér og pabba. Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta, hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta. Ó, íslenska byggð þú átt ein mína tryggð. Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu Og bjó þar með ungunum, fallegu, smáu. Í friði og ást sem að aldreigi brást. Og bóndi minn prúður á bakkanum undi Hann brosti við ungum léttum á sundi. Þeir léku sér dátt og þeir döfnuðu brátt. En dag nokkurn glumdi við gjallandi seiður. Það glampaði eldur, ég flúði mitt hreiður. Og bóndi minn dó, þá var brostin mín ró. Og annar minn vængur var brotinn og blóðið með brennandi sársauka litaði flóðið. Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt: „Ó flýið þið börn mín til framandi stranda, með fögnuði leitið þið öruggra landa.“ Svo hvarf hún mér sýn ljúfust hamingja mín Við íslensku vötnin er fegurð og friður. Og fagnandi ríkir þar vornætur kliður. Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið. (Sænskt þjóðlag – Jakob V. Hafstein) Elsku afi, takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við átt- um saman. Ég ætla að vera duglegur að heimsækja ömmu þar sem ég veit að hún saknar þín mikið. Þinn vinur, Ásgeir Tumi. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að elsku Geiri afi sé nú farinn frá okkur. Yndislegar minningar sem maður átti með honum hrannast upp og tárin fossa niður kinnarnar. Það var mikill sorgardagur þann 20. mars síðastliðinn þegar við feng- um þær fréttir að þú værir nú skyndilega farinn frá okkur. Ég var þá aðeins búin að vera einn dag heima með lítinn yndislegan langaf- astrák sem ég hlakkaði svo ofboðs- lega stolt til að sýna þér þegar þú kæmir heim. En heim komstu aldrei. Tilhugsunin um að þú hafir ekki fengið að sjá litla strákinn minn, þitt fyrsta langafabarn er mér mjög erf- ið. Hefði ég aldrei trúað því hversu stutt væri á milli gleði og sorgar. Þarna áttaði ég mig á því sem oft hefur verið sagt en maður aldrei komist í snertingu við fyrr en nú að á meðan eitt líf kviknar þá slökknar á öðru. En ég trúi því að þú sért nú bú- inn að sjá hann af himnum ofan og leiðir mig ávallt á rétta braut í upp- eldi hans. Í dag kveðjum við okkar yndislega afa með miklum söknuði. Afi var ein- staklega góður við okkur barnabörn- in sín og var manni ávallt tekið fagn- andi við komu í Stórasvæði. Minningarnar eru margar og munum við geyma þær í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við eigum svo margar minningar um hann afa og þegar við hugsum um afa er amma Lísa einnig í huga okkar. Þau voru svo einstaklega góðir vinir, samheld- in hjón og samstíga í einu og öllu. Þær eru ófáar stundirnar sem við höfum átt með afa í kartöflugeymsl- unni, kartöflugarðinum, vörubílnum, hesthúsinu eða með spil í hendi við eldhúsborðið í Stórasvæði. Afi var sérstaklega skemmtileg persóna sem heillaði fólk við fyrstu kynni. Kímnigáfa hans var sérstök og vakti athygli hvar sem hann kom og laðaði fólk að sér. Það var ekki hægt annað en að laðast að honum með brosið sitt fallega og glettnina í augunum. Elsku afi, við þökkum þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, þú varst klettur okkar allra og verður það ávallt í minningu okk- ar. Við munum sakna samveru þinn- ar, fallega brossins, útgeislunarinn- ar og hraustlega góða faðmlaginu þínu. Minning um ljúfan, yndislegan og ástríkan afa geymum við í hjört- um okkar. Með þökk fyrir allt, elsku afi Geiri. Þín barnabörn, Harpa Rut, Hjörtur Geir og Sigríður Júlía Heimisbörn. Allt er í heimi hverfult hratt flýgur stund, lánið valt. Góðar og glaðar stundir þú geyma við hjartað skalt. (Ómar Ragnarsson) Kallið er komið – alltof fljótt finnst okkur sem eftir stöndum. Okkur langar með örfáum orðum að minn- ast Ásgeirs. Kynni okkar hófust skömmu eftir að yngsta dóttir okkar og yngri sonur hans og Lísu fóru að vera saman. Allt frá fyrstu kynnum sem alltaf hafa verið ánægjuleg sýndi Geiri okkur sem og öllum vel- vild og vinsemd. Hann lá ekki á skoðunum sínum, kom til dyranna eins og hann var klæddur en sýndi skoðunum og viðhorfum annarra mikið umburðarlyndi. Hann var hjálpfús og greiðvikinn og það voru margir sem nutu góðs af því. Við er- um svo lánsöm að eiga tvo yndislega drengi sem sameiginleg barnabörn. Þeir sakna nú afa Geira sárt, en minningarnar ylja. Ásgeir var mikill athafnamaður með mörg járn í eldinum, einstak- lega glaðsinna, mikil félagsvera sem lá hátt rómur og það var aldrei nein lognmolla í kringum hann. Við þökkum fyrir þær stundir sem við fengum að eiga með honum og sendum öllum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Margrét Elísabet og Karl. Sveitungi okkar og vinur Ásgeir Kristinsson hefur verið kallaður til nýrra heimkynna. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd en henni verður ekki haggað. Fáir einstak- lingar sem við höfum verið samtíða á lífsleiðinni standa okkur jafn skýrir fyrir hugskotssjónum og Ásgeir. Hann var einfaldlega þannig. Hann hreif fólk með sér og gerði mannlífið skemmtilegra. Enda var hann vina- margur. Það eru ekki miklar ýkjur að halda því fram að lífshlaup Ásgeirs hafi spannað merkilegt tímabil í þró- unarsögu okkar samfélags. Hann hóf ferðina í 15 barna systkinahópi þar sem lífið snérist um að hafa mat og klæði fyrir kraftmikinn barnahóp frá degi til dags. Hann lauk henni á fallegu heimili með yndislegri fjöl- skyldu þar sem ekkert skorti. Það sem einkennir Höfðaættina er dugnaður, útsjónarsemi, óendanleg- ur kraftur og fumlaus framkoma. Ættmóðirin Sigrún í Höfða var landsþekkt, ekki síst eftir að hún lenti í sex daga stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs og prjónaði sokka á meðan ósköpin gengu yfir. Það kom ekki til greina að kvarta eða sýna vanstillt viðbrögð. Það var ekki hennar háttarlag. Það gerði hún ekki heldur þegar fjölskyldan bjó í Hringsdal á Látra- strönd þar sem hallar frá bænum niður í sjó. Sagt var að hún hefði þurft að binda börnin við bæinn til að koma í veg fyrir að þau rynnu fram af klettunum. Þegar Arvid kom til Íslands árið 1972 varð heimili þeirra Ásgeirs og Lísu að mörgu leyti hans nýja heim- ili. Hann var í fæði hjá Lísu og tengdist fjölskyldunni strax sterkum böndum sem hafa varað alla tíð síð- an. Það var mikið áfall þegar Ásgeir og Lísa misstu einkadóttur sína Síssu árið 1985. Það var missir fyrir fjölskylduna sem aldrei verður unnið úr að fullu en henni hefur þó engu að síður tekist að lifa með. Við vottum Lísu og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Með virðingu. Valgerður og Arvid Lómatjörn. Elsku Ásgeir, lífið kemur okkur alltaf jafnmikið á óvart, ekki bjugg- umst við við því að þurfa að kveðja þig strax. Þú sem varst svo fullur af lífi og krafti og gafst aldrei upp. Kærleikur og dugnaður hefur ein- kennt þig alla tíð og ávallt stutt í gleði og söng. Þú varst hestamaður mikill og hafði maður gagn og gaman af þegar þið feðgar tókuð mann með í útreið- artúra. Við eigum margar og góðar minn- ingar saman en þau voru ekki ófá skiptin sem „Ása, Signý eða Helga“ komu í heimsókn og ýmist var spilað, smurðar rúllupylsubrauðsneiðar eða flokkuð frímerki. Þú varst okkur mjög kær og munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Blessuð sé minn- ing þín. Elsku Lísa og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur og englarnir vaka yfir ykkur. Bára, Síssa og Júlía Jónsdætur. Ég heyrði fyrst talað um Ásgeir Kristinsson frá Höfða þegar ég var gutti, er pabbi og bræður hans voru að tala um vörubíla og vegagerð. Síð- ar, þegar ég var sjálfur orðinn vöru- bílstjóri, kynntist ég þessum öðlingi er við unnum saman í mörg sumur í klæðingarflokki Vegagerðarinnar undir verkstjórn Sigurjóns heitins Sigurðssonar. Alltaf var Geiri í Höfða, eins og hann var jafnan kall- aður, hress og vildi hafa gang á hlut- unum, sama hvort var við spila- mennsku á kvöldin eða við akstur á Benzanum góða. Það rifjast upp núna hve gaman mér þótti er við Steindór, sem einnig var vörubíl- stjóri, höfðum eitthvað verið að rugla í gamlingjunum, eins og við kölluðum þá Ásgeir og Geir Guðmundsson, er annar sagði „þið eruð ekki á vetur setjandi“ og hinn „þið eruð ljótu skít- hausarnir“. Allt var þetta samt í góðu meint og gátum við hlegið vel og lengi á eftir. Þegar ég vann við snjómokstur á leiðinni til Grenivíkur var alltaf jafn gott að koma á verk- stæðið hjá Geira til að spjalla, þó að alltof sjaldan hafi verið tími til slíks. Ég bið góðan Guð að styrkja Elísu, Heimi, Ingólf og fjölskyldu í þeirra miklu sorg. Hvíl í friði, vinur. Jón Pétursson, Danmörku. Góður vinur og félagi er fallinn frá, langt um aldur fram. Leiðir okkar Ásgeirs eða Geira eins og hann var kallaður meðal vina og kunningja hafa legið saman nánast allt mitt líf þar sem við erum fæddir og ólumst upp í sömu sveit undir bröttum norð- lenskum fjöllum austanmegin Eyja- fjarðar. Þrátt fyrir um 5 ára aldurs- mun áttum við fjölmargt sameiginlegt bæði á þessum árum og seinna í lífinu. Minnisstæð er ferð okkar, ásamt verðandi eiginkonum, á útihátíð í Atlavík, sennilega í ágúst árið 1960. Þessi útihátíð var svipuð öðrum af sama toga. Gestirnir staðráðnir í að skemmta sér alveg konunglega þann skamma tíma sem hátíðin stóð yfir með þeim afleiðingum að of margir héldu ekki út alla hátíðina en fengu sér blund hér og þar í skóginum á öll- um tímum sólarhringsins. Ég minnist þess að síðustu nóttina þurftu einhverjir gestanna að gera upp sín mál á gamla mátann við hlið- ina á tjöldunum okkar með þeim af- leiðingum að þau héngu tæpast uppi að uppgjörinu loknu. Þegar ég skreið út úr brakinu og leit þangað sem tjald Ásgeirs átti að standa var þar ekkert að sjá sem minnti á tjald annað en tjalddúkur- inn sem þau hjónaleysin höfðu vafið um sig og héldu áfram að sofa eins og ekkert hefði í skorist. Þannig var Ásgeir, hann lét ekki smámuni eins og þá hvort tjalddúk- urinn hékk uppi eða ekki raska ró sinni. Lengst af starfaði Ásgeir við akst- ur eigin vörubifreiðar í sveitinni heima. Hann sá um megnið af flutn- ingum bæði fyrir bændurna í sveit- inni og einnig útgerðina í Grenivík. Þar bar hæst túnáburðinn á vorin og síðan sláturlömbin og kartöflurn- ar á haustin. Yfir hásumarið var það vegavinn- an, þ.e. á meðan ríkið sá um fram- kvæmdirnar, en eftir að nánast allar vegaframkvæmdir voru boðnar út minnkaði sá þáttur starfseminnar. Síðast fréttum við af Ásgeiri með bíl- inn í vinnu hjá Vegagerðinni fyrir um 4 árum vegna þess að elsta barnabarnið okkar var þá í sumar- vinnu hjá Vegagerðinni. Hann lét af- ar vel af samskiptum sínum við Ás- geir því þrátt fyrir mikinn aldursmun þá kom hann ekki fram í daglegum samskiptum. Þar var Ás- geir léttur og skemmtilegur og þátt- takandi í öllu því sem hópurinn tók sér fyrir hendur í það og það sinnið. Síðast ferðuðumst við saman á liðnu sumri þegar við ásamt eigin- konum og bróður mínum og konu hans heimsóttum bæði Frakkland og Þýskaland. Við flugum til Frankfurt Hahn, tókum þar bíl á leigu og keyrðum meðfram ánum Mosel og Rín og gistum á litlum gistiheimilum sem nóg er af við árnar. Einnig keyrðum við til borgarinnar Nice í Frakklandi. Þessi ferð heppnaðist alveg sér- lega vel fyrst og fremst vegna þess hve ferðafélagarnir voru jákvæðir og skemmtilegir. Við leiðarlok þökkum við Ásgeiri samfylgdina á liðnum ár- um sem aldrei bar skugga á. Með honum er genginn heilsteyptur ein- staklingur sem hafði bætandi áhrif á þá sem hann umgekkst. Við vottum Lísu, börnum og barnabörnum okk- ar dýpstu samúð. Guðrún Elín og Helgi Laxdal. Fallinn er frá Ásgeir Kristinsson eða Geiri frá Höfða eins og við köll- uðum hann. Geiri var einstakur mað- ur á margan hátt og fengum við bræður að kynnast því. Stórasvæði 4, heimili Lísu og Geira, stóð okkur ávallt opið hvort sem var að morgni, kveldi eða á matmálstímum. Á uppvaxtarárum okkar vorum við þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í næsta húsi við þau sómahjón. Oft á tíðum var skroppið á kvöldin út í Stórasvæði og þá gjarnan gripið í spil. Það var alltaf mikið líf við spila- borðið og Geiri fór þar manna fremstur í sögnum. Í kana sagði hann oft 11, 12 og jafnvel hærra og þá heyrðist í Lísu: „Í guðsbænum, þú ert ekki með nokkur spil í þetta, Ásgeir.“ Geiri lét sér ekki segjast. Þeir sem þekktu Geira vita að hann var einstakur matmaður og úr- vals kokkur. Ekki fór hann alltaf troðnar slóðir í matseldinni. Eitt sinn fengum við plokkfisk með klein- um og oftar en ekki feitt hrossakjöt eða saltkjöt. Sjálfur fékk hann sér smurt rúgbrauð með jólaköku sem álegg. Aldrei var lognmolla í kringum Geira, hann var vörubílstjóri, kart- öflubóndi, sölumaður, lyftuvörður og allsherjar reddari. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fengum að sitja í vörbílnum með honum. Eitt skipti að hausti til fékk Geiri okkur til að tína stórgrýti úr mölinni sem hann var að dreifa á heimreið hér í sveitinni, ef við vorum búnir að tína grjótið áður en hann kom með næsta hlass, áttum við að fara út í móa og tína ber handa hon- um meðan við biðum. Þannig var Geiri, honum líkaði illa við að menn sætu auðum höndum. Ásgeir Kristinsson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.