Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Reykjanesbær | Þótt samdráttur
hafi verið í byggingariðnaði á Suð-
urnesjum að undanförnu, eins og
víðast um landið, eru nýjar verslanir
að bætast við og aðrar að stækka
við sig. Þannig hefur Múrbúðin opn-
að verslun á iðnaðarsvæðinu við
Helguvík og Húsasmiðjan og
Blómaval flutt í nýtt húsnæði á
Njarðvíkurfitjum.
Verslun Múrbúðarinnar í Reykja-
nesbæ er jafn stór verslun hennar á
Kletthálsi í Reykjavík. Hún var
opnuð fyrr í vikunni. Stjórnendur
Múrbúðarinnar fóru að skoða mark-
aðinn á Suðurnesjum eftir að hafa
fengið áskoranir um að koma þang-
að. „Við eigum trausta viðskiptavini
á Suðurnesjum og fundum mikinn
áhuga hjá þeim,“ segir Baldur
Björnsson framkvæmdastjóri.
Hann segir að vissulega hafi það
einnig haft áhrif að þetta sé ört vax-
andi samfélag og framundan fram-
kvæmdir við álver og fleira, en það
hafi ekki haft úrslitaáhrif. Verslunin
er skammt frá álverslóðinni.
Aukning á hverju ári
Húsasmiðjan og Blómaval opnuðu
í gær verslanir sínar í nýju húsnæði
á Njarðvíkurfitjum. Húsnæðið er
samtals um 3.000 fermetrar að
stærð og þar er einnig til húsa Ís-
kraft, dótturfyrirtæki Húsasmiðj-
unnar, sem selur fagmönnum raf-
lagnaefni.
Árni Júlíusson, rekstrarstjóri
Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ,
segir að Húsasmiðjan sé búin að
vera með starfsemi í Reykjanesbæ í
ellefu og hálft ár, í óhentugu leigu-
húsnæði. Starfsemin hafi gengið vel,
aukning á hverju ári þangað til í ár,
og ákveðið hafi verið að fara í nýtt
húsnæði sem hentaði undir nútíma
verslunarrekstur.
Húsasmiðjan og BYKO hafa verið
aðalleikendur á byggingamarkaðn-
um á Suðurnesjum. Nú hefur Múr-
búðin bæst við en hún hefur skapað
umræðu og aukna samkeppni á viss-
um sviðum þótt hún sé mun minni
en stórverslanirnar. Baldur segir að
það muni vafalaust gerast á Suð-
urnesjum. Árni Júlíusson segir að
samkeppni hafi verið á markaðnum
en hún muni nú væntanlega aukast.
Aukin samkeppni
í byggingavörum
Morgunblaðið/Golli
Í HNOTSKURN
»Húsamiðjan og BYKO hafaverið helstu bygging-
arvöruverslanirnar í Reykja-
nesbæ. Nú hefur Múrbúðin bæst
við og Húsasmiðjan og Blómaval
flutt í nýtt húsnæði.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | „Það hefur lítið
verið gert fyrir unglinga í Reykja-
nesbæ í tíu ár. Við áttum þetta
inni,“ segir Bjarki Brynjólfsson,
formaður Fjörheimaráðs. Í gær var
formlega tekið í notkun nýtt hús-
næði félagsmiðstöðvarinnar Fjör-
heima, húsnæði á Vallarheiði.
Fjörheimar voru stofnaðir 1983.
Vegna framkvæmda við Hljóma-
höllina og félagsheimilið Stapa, þar
sem félagsmiðstöðin hefur haft að-
stöðu frá upphafi, þurfti að finna
starfseminni nýjan stað.
Bjarki er nemandi í tíunda bekk
Njarðvíkurskóla og á sæti í nem-
endaráði skólans. Hann mótmælti
því þegar það kom upp á fundi nem-
endaráðsins í haust að flytja ætti
skemmtanir og aðra viðburði sem
Fjörheimar hafa staðið fyrir inn í
skólann. „Mér fannst það fáránlegt
og fleiri voru sammála,“ segir
hann. Bjarki vissi hvað hann var að
tala um því hann hafði gert könnun
í skólanum sínum sl. vor þar sem
vilji nemenda kom vel fram.
Eftir að málið hafði verið rætt
við hina grunnskólana mótmæltu
öll nemendaráðin þessum áformum
sem og Fjörheimaráð sem er nefnd
notenda aðstöðunnar. Þegar málið
fór til umfjöllunar á vettvangi bæj-
arstjórnar féllst Árni Sigfússon
bæjarstjóri á rök unglinganna og
lýsti sig sammála því að reka þyrfti
sameiginlega félagsmiðstöð áfram.
Gengið var í það að finna húsnæði
og tókust samningar um leigu á
„Windbraker“, húsnæði sem áður
þjónaði sem félagsmiðstöð ein-
hleypra hermanna. Unglingarnir
voru hrifnir þegar málið var borið
undir þá, að sögn Bjarka.
Árni Sigfússon þakkaði í gær
unga fólkinu sem stóð að undirbún-
ingnum með bæjaryfirvöldum.
Sagði mikilvægt að ungmennin létu
til sín taka eins og þau gerðu í
þessu.
Húsnæðið er liðlega þúsund fer-
metrar, mörgum sinnum stærra en
Fjörheimar, og þar er sjoppa, stór
danssalur og bíósalur, svo nokkuð
sé nefnt, og tækjakosturinn hefur
verið endurnýjaður. „Það er hægt
að spila borðtennis um leið og dans-
partí fer fram. Það var ekki hægt
að hafa tvo viðburði á sama tíma í
gömlu Fjörheimum,“ segir Bjarki.
Árni sagðist geta fullyrt að þessi
aðstaða ætti sér engan líka hér á
landi. Krakkarnir hafa sjálfir
skreytt salarkynnin og átti lista-
maðurinn Þorbjörn Einar Guð-
mundsson mikinn þátt í því.
Samið hefur verið við SBK um
reglulegar strætóferðir frá og með
næstkomandi mánudegi sem sniðn-
ar eru að þörfum og opnunartíma
Fjörheima. Þá hafa starfsmenn fé-
lagsmiðstöðvarinnar til afnota tvo
bíla sem þeir geta notað þegar þörf
er á.
Fjörheimar voru formlega opn-
aðir á nýjum stað í gærkvöldi með
því að Árni Sigfússon bæjarstjóri
afhenti ungmennunum húsið til
notkunar. Að því búnu hófst svo-
kallað risaball fyrir nemendur 8. til
10. bekkjar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
„Við áttum þetta inni“
Ný aðstaða Bjarki Brynjólfsson, formaður Fjörheimaráðs, býður gesti vel-
komna í nýja húsnæðið. Árni Sigfússon bæjarstjóri og Böðvar Jónsson, for-
maður bæjarráðs, standa honum til hægri handar.
SUÐURNES
KRISTJÁN Ingimarsson leikari
verður með tilraunastofu í Ket-
ilhúsinu í kvöld kl. 20.30. Þetta er
þriðji viðburðinn í tengslum við
SKÖPUN – tilraunastofu leikarans.
Kristján nýtur aðstoðar myndlist-
armannsins Þórarins Blöndal við
uppsetninguna í Ketilhúsinu. Allir
eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis, en fólk er vinsamlegast
beðið að taka með sér myndavél
með flassi!
Listakonan Magga Steingríms
opnar sýningu á verkum sínum í
Deiglunni í dag kl. 14.00. Hún hefur
undanfarið unnið að gerð þrívíðra
myndverka sem hún vinnur úr
þæfðri íslenskri ull og sýnir nú af-
rakstur þeirrar vinnu.
Guðmundur R. Lúðvíksson
opnar í dag sýninguna „Hreppsó-
magi og vindhanar“ á Café Karol-
ínu.
Eyþór Ingi Jónsson, organisti
við Akureyrarkirkju, heldur sína
árlegu óskalagatónleika í kirkjunni
á morgun, sunnudag, kl. 17. Eyþór
hefur valið fjölbreytta tónlist úr
miklum fjölda óskalaga sem honum
hafa borist. M.a. spilar hann Queen,
Jón Múla Árnason, Mark Knopfler,
Sigfús Halldórsson, Bach, Bítlana,
íslensk sönglög, harmonikkutónlist,
sálmaspuna og ný lög eftir Kristin
Inga Pétursson og Zbigniew Zucho-
wicz. Aðgangseyrir 1.500 kr.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tilraunir
Kristjáns
KEA hefur keypt allt stofnfé í Spari-
sjóði Höfðhverfinga, eins og fram
kom á forsíðu Morgunblaðsins í gær.
Í fréttatilkynningu sem KEA og
sparisjóðurinn sendu frá sér í gær af
þessu tilefni kemur fram að KEA
ætli sér ekki að eiga öll stofnbréfin
til langframa og gert sé ráð fyrir því
að fleiri fjárfestar komi að eflingu
sjóðsins mjög fljótlega.
Tilkynningin er svohljóðandi:
„Í framhaldi af stofnfjáraðilafundi
Sparisjóðs Höfðhverfinga hefur
KEA gert samning um kaup á öllu
stofnfé í sjóðnum með fyrirvara um
samþykki Fjármálaeftirlitsins.
Sparisjóður Höfðhverfinga er einn
elsti sparisjóður landsins, stofnaður
1879. Í framhaldinu er gert ráð fyrir
því að auka eigið fé sparisjóðsins
verulega til þess að efla sjóðinn.
Það liggur fyrir að núverandi
stofnfjáraðilar munu að einhverju
leyti endurfjárfesta í sjóðnum sem
og fjársterk fyrirtæki á starfssvæði
sjóðsins og víðar. Í tengslum við
þessi viðskipti verður núverandi
starfsstöð fest í sessi á Grenivík. Í
framhaldinu af þessum viðskiptum
og hlutafélagavæðingu sparisjóðsins
verður til sjálfeignarstofnun sem
mun ráðstafa arði til menningar- og
líknarmála á starfssvæði sparisjóðs-
ins.
Halldór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri KEA er ánægður með
þennan samning. „KEA hefur viljað
fjárfesta og koma að eflingu og upp-
byggingu fjármálafyrirtækja á
starfssvæði sínu. Þetta er verkefni í
þá veru og ekki það fyrsta en KEA
var einn stofnenda Saga Capital fjár-
festingabanka á sínum tíma. Þrátt
fyrir erfið ytri skilyrði fjármálafyr-
irtækja um þessar mundir tel ég
vera sóknarfæri og ég hlakka til að
takast á við þetta verkefni. Það er
ekki markmið KEA að eiga allt
stofnfé sjóðsins til lengri tíma og ég
geri ráð fyrir að fleiri fjárfestar komi
að eflingu og stækkun sjóðsins mjög
fljótlega.“
Jakob Þórðarson, formaður
stjórnar Sparisjóðs Höfðhverfinga,
segir þennan samning vera niður-
stöðu stefnumótunarvinnu stjórnar
um að tryggja framtíðarrekstur með
stækkun og eflingu sjóðsins um leið
og tryggð eru sjónarmið um að fjár-
magn sitji eftir í samfélaginu og
starfsstöð sjóðsins á Grenivík sé
tryggð til frambúðar. „Með samningi
við KEA nást þessi markmið fram og
stofnfjáraðilafundur hefur þegar
samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum að vinna að lúkningu máls-
ins í þessa veru. Ég er ánægður með
þessa niðurstöðu og tel hana mikið
heillaspor.““
Sparisjóður Höfðhverfinga er að-
eins með starfsstöð á Grenivík.
Starfsmenn eru nú fjórir og spari-
sjóðsstjóri Ingvi Þór Björnsson.
Fleiri fjárfestar koma
að eflingu sjóðsins
Morgunblaðið/Sverrir
Vilja efla svæðið Halldór Jóhannsson: „KEA hefur viljað fjárfesta og
koma að eflingu og uppbyggingu fjármálafyrirtækja á starfssvæði sínu.“
Í HNOTSKURN
»Sparisjóður Höfðhverfingaer næstelsti sparisjóður
landsins, stofnaður 1879
»Viðskiptavinir sjóðsins hafaverið jafnt fyrirtæki og ein-
staklingar sem oftar en ekki eru
annað hvort búsettir á nánasta
starfssvæði sjóðsins eða tengjast
því með einum eða öðrum hætti.
EKKERT verður af því að gervigras
verði lagt strax á nýtt æfingasvæði
íþróttafélagsins Þórs við Sunnuhlíð.
Bæjarráð hafnaði þeirri beiðni fé-
lagsins í vikunni. Skv. samningi Þórs
og bæjarins á að leggja á venjulegt
gras þar fyrir næsta sumar, en
gervigras að nokkrum árum liðnum.
Á fundi ráðsins á fimmtudag var
tekið fyrir erindi frá Þór þar sem
óskað var eftir því að bæjarráð veitti
heimild til að lagt yrði nú þegar
gervigras. „Gerð er grein fyrir hugs-
anlegri fjármögnun verkefnisins
m.a. í formi láns sem Akureyrarbær
tæki. Meirihluti bæjarráðs leggur
áherslu á að áfram verði unnið að
uppbyggingu á Þórssvæðinu á
grundvelli samnings Akureyrarbæj-
ar og Íþróttafélagsins Þórs þar sem
gert er ráð fyrir að náttúrulegt gras
verði lagt á Sunnuhlíðarsvæðið.
Bæjarráð getur því ekki orðið við er-
indinu,“ segir í fundargerðinni.
Bæjarfulltrúarnir Oddur Helgi
Halldórsson, L-lista fólksins, og
Baldvin H. Sigurðsson, oddviti
Vinstri grænna, greiddu atkvæði á
móti afgreiðslunni.
Þór fær
ekki gervi-
gras strax
KÖRFUBOLTASKÓLI Þórs verður
haldinn í íþróttahúsi Síðuskóla í
dag og á morgun. Hann er ætlaður
öllum krökkum í 4. til 10. bekk
grunnskóla og eru allir velkomnir.
Skólinn er í dag kl. 11.00 til 15.00
og á morgun 12.30 til 17.00. Allir
þurfa að koma með hollt nesti með
sér báða dagana.
Körfuboltaskóli
Þórs um helgina